Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 32
Það gefur auga leið
að slíkur grúi af upp-
lýsingum er hvalreki á fjörur
tónlistaráhugamanna… 39
»
reykjavíkreykjavík
Flugan tók flugið yfir landamærimiðbæjarins og skaust í Kringl-una til að dressa sig upp fyrirstórtónleikana með Josh Groban
og rakst á sund- og tískudrottninguna Lóló
eða Matthildi Guðmundsdóttur sem var eins
og hind í hreyfingum á silfurlitum æf-
ingaskóm. Eftir innkaup var svo þambaður
einn cappuchino á Kaffi Bleu þar sem á
næsta borði sat Lovísa Lipurtá Gunn-
arsdóttir úr Íslenska dansflokknum, nýkom-
in frá frægðarför í Kína og svo líka Ólafur
Gaukur gítargúrú sem var í kaffi með sinni
söngfuglafamilíu: spúsunni Svanhildi Jak-
obsdóttur og dótturinni Önnu Mjöll, sem er
víst söngkona fyrir vestan. Það var æðislega
gaman að sjá fjölskylduna aftur í Höllinni
síðar sama dag á fyrrnefndum tónleikum.
Eins og vera ber þegar hjartaknúsari á í
hlut var hlutfall kvenna á konsertinum 8 á
móti hverjum 2 herrum. Konur á öllum aldri
og af öllum stærðum og gerðum voru mætt-
ar til þess að eiga unaðsstund með Josh sem
sjálfur var meðvitaður um kynjamisréttið,
hyllti þá karla sem voru mættir og sagði:
,,Þið eruð hérna vegna þess að þið elskið
konuna við hliðina á ykkur…“ Barítóninum
raddsterka var ákaft fagnað af troðfullum
sal og Lucia Micarelli, frábæri fiðluleik-
arinn hans, gerði sitt til þess að ljá tónleik-
unum Paganini-klassa. Ókostur var þó að
flugan sat til hliðar í miðjum sal og var
komin með hálsríg eftir hálftíma en hafði
búist við betra atlæti og fannst fúlt að þurfa
að reigja sig og teygja til að berja barítón-
inn unga augum á stórskjá; sérstaklega þeg-
ar miðaverðið er haft í huga.
Og áfram var kátt í Höllinni: Tónskáldið
og gítarleikarinn Goran Bregovic, sem er
náttúrlega hetja balkanskrar tónlistar, dró
upp úr farteski sínu tónlist úr brúðkaupum
og jarðarförum á laugardagskvöldið. Það
getur sko enginn verið dauðyfli við jarðarför
með svona lifandi fjöri. Í félagi við serb-
neskan karlakór, búlgarskar söngkonur,
strengjasveit og lúðrasveit, heillaði Goran
galdramaður blóðkalda Íslendinga svo mikið
að jafnvel fölustu og stífustu menn dilluðu
sér og slógu taktinn kinnroðalaust. Nenni
ekki nefna nöfn en get sagt ykkur að allir
sem eru eitthvað í heimi tónlistar, kvik-
mynda, leikhúss og myndlistar voru mættir.
Í byrjun helgarinnar arkaði Fjölnir Braga-
son húðflúrmeistari eftir Austurstræti í sól-
inni í mikilfenglegu pilsi sem hvaða skvísa
sem er gæti verið stolt af og ekki var lengur
hægt að kvarta yfir hvassviðrinu. Og Ólafur
Harðarson stjórnmálavitringur gekk líka
hnarreistur með sigurvisst bros eftir Stræt-
inu með hárautt bindið flaksandi í vindinum
og vindlinginn á lofti. Sannkallaðir synir
Austurstrætis…| flugan@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Siggi Hall og Svala Ólafsdóttir.
Ásdís Schram, Bryndís Schram og Jón Bald-
vin Hannibalsson.
Sigríður Sigurjónsdóttir, Helga I. Stefáns-
dóttir, Arnar Hákonarson og Ingunn Hafstað.
Kári Pálsson, Margrét Kristín Blöndal og
Guðrún María Ólafsdóttir.
Marta Þórðardóttir, María Ólafsdóttir
og Snæfríð Þorsteins.
Morgunblaðið/Eggert
Gígja Gylfadóttir og Sonja Gylfadóttir.
Sara Hermannsdóttir og Kalli Tegland.
Berglind Helga Sigurþórsdóttir, Telma Hlín
Helgadóttir og Pálína Dögg Helgadóttir.
Hera Magnúsdóttir, Guðrún Benjamínsdóttir,
Alda Hrund Sigurðardóttir og Kristín Berta
Sigurðardóttir.
Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar
Hjörleifsson.
flugan
Kynjamisrétti á
kvensukonsert
… var hlutfall kvenna á konsert-
inum 8 á móti hverjum 2 herrum …
Guðmundur Freyr Vigfússon, Ninna Margrét
Þórarinsdóttir og Hulda Helgadóttir.
Andrew Burgess, Jeanne Sól Burgess og
Linda Björg Árnadóttir.
Kristín Petersen og Hörður Torfason.
Morgunblaðið/Eggert
Hrafnkell Huginn Sverrisson, Sverrir Ás-
geirsson og Berglind Valdimarsdóttir.
» Tónleikar Joshs Grobans voru haldnir í
Laugardalshöll.
» Tónleikar Goran Bregovics,stórhljómsveitar og kórs,
voru haldnir í Laugardalshöll.
»Magma/Kvika hönnunarsýningin var foropnuð á Kjarvalsstöðum.