Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 35
Sýnd kl. 7 og 10 B.i. 10 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5:40 og 8 B.i. 16 ára
TÍU MUNU BERJAST, NÍU MUNU DEYJA,
BLÓÐUGASTI BARDAGI ÁRSINS ER HAFINN.
SVAKALEG HASARMYND MEÐ TÖFFARANUM VINNIE JONES
eeee
SV, MBL
eee
LIB Topp5.is
25.000 MANNS
Á AÐEINS 10 DÖGUM!
ÞAÐ ER NIÐURSKURÐUR Á SKRIFSTOFUNNI!
Sýnd kl. 10:20 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
ÓHUGNALEGA FYNDIN GRÍNHROLLVEKJA Í ANDA
SHAUN OF THE DEAD
www.laugarasbio.is
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
Fracture kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára
Condemned kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára
Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára
Next kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára
Mýrin 2 fyrir 1 kl. 5.40 B.i. 12 ára
Köld slóð 2 fyrir 1 kl. 5.50 B.i. 12 ára
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
2 fyr
ir 1
SVAKALEG HASARMYND MEÐ
TÖFFARANUM VINNIE JONES.
2 fyr
ir 1
NICOLAS CAGE JULIANNE MOORE
JESSICA BIEL
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA
eeee
K. H. H., FBL
eeee
KVIKMYNDIR.COM
eeeee
S.V., MBL
Allra síðustu sýningar Allra síðustu sýningar
Heimavöllur íslenskra kvikmyndagerðar
Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett
MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR
umönnun … nema að sjálfsögðu fyr-
ir þúsundir dollara. Moore leggur
því af stað sjóleiðis með hersinguna
um borð í skipi og stefnan er tekin á
Guantanamo-flóa sem er jú banda-
rískt yfirráðasvæði. Hugmyndin
með ferðalaginu var að bjóða ferða-
löngunum uppá samskonar heil-
brigðisþjónustu og hinir alræmdu
hryðjuverkamenn í fangelsinu fá,
en hún ku vera sú besta í gjörvöllum
Bandaríkjunum. Þau hafa þó ekki
erindi sem erfiði og enda í landi
óvinarins mikla í suðri, Kúbu!
Moore var ákaft fagnað að við-
hafnarfrumsýningu lokinni á laug-
ardagskvöldið. Prúðbúnir gestir
stóðu úr sætum og klöppuðu næst-
um á sig gat. Moore var hinn vand-
ræðalegasti og var að lokum, eftir
um 5 mínútna stanslaust uppklapp,
leiddur út kafrjóður í framan.
Það eru ekki bara kvikmynda-stjörnur sem leggja leið sína til
Cannes. Tvennir tónleikar fóru
fram hér í borg síðastliðið laug-
ardagskvöld.
Fyrst voru það hinir snoppufríðu
Finnar í Lordi sem skemmtu lönd-
um sínum í teiti við ströndina. Lordi
voru staddir hér til að kynna hryll-
ingsmyndina Dark Floors sem liðs-
menn sveitarinnar leika í. Framleið-
endur myndarinnar, þeir Júlíus
Kemp og Ingvar Þórðarson, voru
einnig viðstaddir. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem þeir félagar mæta
hingað suður eftir en það var fyrst
árið 1993 þegar þeir mættu með
myndirnar Sódóma Reykjavík og
Veggfóður í farteskinu.
Meiri músík. Virðulegt yf-irbragð rauða dregilsins föln-
aði örlítið uppúr miðnætti þegar
Bono, The Edge, Adam Clayton og
Larry Muller Jr. mættu og tóku
nokkur lög á dreglinum. Uppá-
koman var til kynningar á þrívídd-
armyndinni U2 3D sem sýnd er á há-
tíðinni og er upptaka frá tónleikum
sveitarinnar.
birta@mbl.is
TÓNLISTARMAÐURINN Goran
Bregovic er snillingur, hann er með-
al fárra sem þakka má það að tónlist
frá Balkanskaganum er þekkt utan
skagans góða, og sannanir fyrir gáf-
unni liggja víða, ekki síst í kvik-
myndatónlist. Nóg er að nefna að
hann á heiðurinn af tónlistinni sem
elti þá félaga Marko og Petar Pop-
ara á röndum í kvikmyndinni Un-
derground og tónlistinni við furðu-
myndina Arizona Dream, sem hann
vann að hluta með söngvaranum
Iggy Pop. Fyrir utan það þá hefur
hann verið poppstjarna í eigin landi
um áratuga skeið, sem hefði nú
hugsanlega nægt einhverjum.
Bregovic hefur semsagt fyrir
löngu sannað sig og umgjörðin í
Laugardalshöllinni undirstrikaði
það þegar hann lék fyrir Íslendinga,
og glaðan hóp landa sinna, síðast-
liðið laugardagskvöld. Tónlist-
armaðurinn sat ánægður í hvítum
jakkafötum og baðaði sig í sviðsljós-
inu, studdur af kór, söngkonum frá
Sófíu í Búlgaríu, strengjasveit, auð-
vitað blásturssveit og ungum söngv-
ara og ásláttarleikara sem hélt for-
sprakkanum félagsskap fremst á
sviðinu.
Hljómsveitin kennir sig við brúð-
kaup og jarðarfarir, af því að þar
eru einu tækifærin til að koma
fram, að því er Bregovic segir sjálf-
ur. Jarðarförin var áberandi framan
af tónleikunum, kórinn og streng-
irnir voru í aðalhlutverki, sveitin lék
löng lög þar sem blástur og Brego-
vic sjálfur léku síður áberandi hlut-
verk og treginn var gríðarlegur.
Þessi kafli var jafnvel of langur,
sem helgaðist kannski af kring-
umstæðum.
Tónlistarlega var þetta ófull-
komið, eins og tónlist á að vera,
Bregovic er víst sjálfur á þeirri
skoðun að flutningurinn megi ekki
verða of fínpússaður, og þetta
heyrðist á beygluðum lúðrunum og
söngvurum sem voru oft tæpir á að
ná nótum, en á hárréttum stöðum.
Allt virkaði þetta vel, tónlist er ekki
reikniformúla heldur tilfinning, og
sérstaklega í þeirri tónlist sem
Bregovic flytur.
Það er aðra sögu að segja um
hljóminn, Laugardalshöll er við-
kvæm þegar kemur að hljómburði
og virkar oft alls ekki, þótt hún sé
ágætur tónleikastaður að öðru leyti.
Stundum límdust hinir ólíku þættir
ekki saman, strengirnir, kórinn,
lúðrarnir og svo ásláttur sem leik-
inn var af bandi urðu að ólíkum
hlutum sem hljómuðu á sama tíma
en urðu ekki að heild, þetta spillti
fyrir stemningunni í jarðarförinni.
Þegar kom að brúðkaupinu hins
vegar var hljómsveitin í essinu sínu,
þá gleymdust fljótt allar áhyggjur
af hljóm og öðrum smáatriðum.
Þegar færðist fjör í leikinn mátti sjá
fólk standa upp og reyna að vera í
stuði, en án árangurs, gæslan sá til
þess að fólk settist niður svo það
væri ekki fyrir hinum sem enn sátu.
Gæslan mátti sín hins vegar lítils
eftir að allur salurinn stóð upp. Þeg-
ar ærandi lúðrar og þungur
trumbusláttur glymja í hrynjandi
sem undirritaður hefur aðeins getað
lýst sem hjartsláttartruflunum, þá
er ekki hægt að sitja. Enda kom það
í ljós, salurinn vildi ekki sitja í vel
skipulögðum ferningum heldur
standa í kös og baða út höndum,
tónlistin er bara þannig.
Þegar þessari stemningu var loks
náð voru tónleikarnir frábærir, eftir
að sveitin var klöppuð upp tóku kór-
inn og strengjasveitin sér nokkuð
langt hlé, málmblásturshljóðfæri og
trumba sáu um hljóðfæraleik og í
raun má segja að þar hafi verið há-
punktur tónleikanna, þegar útsetn-
ingunum sleppti og sígaunabrjál-
æðið tók við.
TÓNLEIKAR
Laugardalshöll 19. maí 2007
Goran Bregovic - fjör fyrir brúðkaup
og jarðarfarir
Morgunblaðið/Eggert
Stuð „Bregovic hefur semsagt fyrir löngu sannað sig og umgjörðin í Laug-
ardalshöllinni undirstrikaði það þegar hann lék fyrir Íslendinga, og glaðan
hóp landa sinna, síðastliðið laugardagskvöld.“
Gísli Árnason
Löng jarðarför, magnað brúðkaup