Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 36
36 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
eee
V.J.V. TOPP5.IS
WWW.SAMBIO.IS
FRÁ FRAMLEIÐANDA
MATRIX, DIE HARD
OG LETHAL WEAPON
HILARY SWANK
SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUM
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA
SE7EN & FIGHT CLUB.
“BESTA KVIKMYND
FINCHER TIL ÞESSA.”
David Ansen, Newsweek
“MÖGNUÐ KVIKMYND!”
Leonard Maltin, E.T.
“ÁN EFA BESTA MYND
ÁRSINS TIL ÞESSA”
Ó.F.
ZODIAC kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
GOAL 2 kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára
BLADES OF GLORY kl. 6 B.i. 12 ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
ZODIAC kl. 5:50 - 9 B.i.16.ára
ZODIAC VIP kl. 5:50 - 9
THE REAPING kl. 5:50 - 8 -10:10 B.i.16.ára
SPIDER MAN 3 kl. 6 - 9 B.i.10.ára
BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára
BREACH kl. 6 - 10:10 (Síðustu sýn.) B.i.12.ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 8 (Síðustu sýn.) B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
FORSALA HAFIN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA !
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
Birta Björnsdóttir
birta@mbl.is
LEIKARINN, og nú handritshöf-
undur og framleiðandi, Leonardo
Di Caprio mætti til Cannes um
helgina í tilefni af frumsýningu nýj-
ustu myndar sinnar The 11’th Hour.
Myndin er í formi heimildarmyndar
og fjallar um þau eyðilegging-
aráhrif sem við mannskepnurnar
höfum haft á jörðina okkar. Við-
fangsefnið er þarft áminningar og
boðskapur myndarinnar sá að öll
getum við gert eitthvað til að koma
í veg fyrir frekari eyðileggingu
með tilheyrandi náttúruhamförum
og útrýmingu dýrategunda.
Myndin er dæmigerð heimild-
armynd að uppsetningu og byggist
eingöngu á viðtölum við sérfræð-
inga um málefnið. Inn á milli eru
svo klipptar frétta- og náttúrulífs-
myndir. Þetta hljómar ef til vill ekk-
ert ýkja spennandi og myndin væri
það í sjálfu sér ekki nema vegna
þess hve umræðuefnið er áhugavert
og þarft auk þess sem myndin er
„ekki nema“ einn og hálfur klukku-
tími en sú áður staðlaða lengd á
myndum heyrir næstum til und-
antekninga hér á hátíðinni í ár.
Gaman var að heyra „Flugufrels-
ara“ Sigur Rósar hljóma undir hug-
ljúfum dýralífsmyndum og heyra
sungið á íslenska tungu um flug-
urnar sem bjargað var við bæj-
arlækinn. Ekki veit ég hvort Di
Caprio var einungis hrifinn af lag-
inu eða hvort hann sé að biðla til
okkar allra að verða Flugufrels-
arar allra dýra á jörðinni. Ef svo er
hefði þurft að hafa enskan texta
undir.
Di Caprio sat blaðamannafund að
lokinni sýningu ásamt meðfram-
leiðendum sínum, Nadiu Conners
og Leila Conners Petersen, auk
tveggja sérfræðinga úr myndinni.
Fyrsta spurning lá beint við þar
sem An Inconvinient Truth hans Al
Gore vakti mikla athygli á hátíðinni
í fyrra. Hafði sú mynd ekki erindi
sem erfiði?
„Já og nei,“ svaraði Di Caprio
líkt og sannur stjórnmálamaður.
„Það hefur enn ekki mikið breyst í
þessum málum á heimsvísu og okk-
ur fannst við þurfa að minna fólk
enn og aftur á að hvert einasta litla
atriði telur í þessu samhengi.“
Di Caprio var inntur eftir eigin
neysluvenjum hvað umhverfisvernd
varðar og sagðist hann reyna eftir
fremsta megni að vera sem „græn-
astur“. Annar blaðamaður ætlaði
sér greinilega að hanka Di Caprio á
þessu svari og spurði hvernig hann
hefði þá ákveðið að ferðast frá
Bandaríkjunum á hátíðina. Leik-
arinn svaraði réttilega að hann
hefði ekki haft möguleika á að
ferðast með lest eða vetnisbíl svo
flugvél hafi orðið fyrir valinu.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Leikari Leonardo Di Caprio mætti til Cannes um helgina í tilefni af frum-
sýningu nýjustu myndar sinnar The 11’th Hour.
Flugufrelsarinn
DiCaprio
„ÞETTA er þá draumur enn, eða
eins og rugl í vitfirringi“ – Symlir
konungur í Þjóðleikhúsinu.
Symlir konungur ásamt nokkrum
öðrum leikritum, saminn af Shake-
speare undir lok ferils hans, er
hvorki gamanleikur né harmleikur
heldur tilraunaverk sem er eins kon-
ar sambland af hvorutveggja. Þetta
nýja form, stundum kallað „rómans“
(þó að skáldið notaði aldrei það orð
sjálfur) byrjar oft á deilu eða
árekstri á milli þjóða (eins og í þessu
leikriti) eða einstaklinga en ágrein-
ingurinn er alltaf leystur á síðustu
stundu með óvenjulegum hætti. Oft-
ast eru fleiri en einn söguþráður. Í
Symli konungi fléttar Shakespeare
til dæmis saman þrjá ólíka sögu-
þræði. Innihald rómans leikrita þarf
alls ekki að vera trúverðugt en
minnir okkur oftast á ævintýri. Al-
gengt er að börn týnist og finnist
aftur, að sönn ást er borin saman við
girnd og að goð og aðrar yfirnátt-
úrlegar verur taka þátt í atburða-
rásinni. Alls staðar í síðustu leik-
ritum Shakespeare má einnig finna
fjölkynngi, drauma, hamskipti og
gátur. Skáldið virðist leggja áherslu
á það kristilega en án þess að minnst
sé á Jesú eða guð. Frekar ræður
forsjá yfir öllu, þar sem persónurnar
iðrast synda sinna og fyrirgefa hvor
annarri.
Sumir telja að með því að snúa sér
að þessari leikritategund, hafi
Shakespeare verið að reyna að end-
urheimta vinsældir sínar við hirðina,
þar sem yngri leikskáld voru farin
að taka við. Aðrir sjá síðustu leikrit
hans sem ljóðrænustu og dul-
arfyllstu verkin sem hann samdi –
eins konar lokaorð um líf og tilveru
og svanasöng hans til leikhússins.
Samt sem áður hefur Symlir kon-
ungur ekki verið í uppáhaldi hjá
fræðimönnum fyrr en nýlega. Þeir
hafa séð of marga galla og fáa kosti
en leikritið virðist ekki njóta sömu
virðingar og Óviðrið og Vetraræv-
intýri. Hins vegar hefur Symli kon-
ungi gengið ágætlega á sviði þó að
það hafi verið sett upp mun sjaldnar
en flest önnur leikrit Shakespeares.
Ástæðan fyrir þessari þversögn er
að þótt Symlir konungur bjóði upp á
alls konar tækifæri fyrir góða leik-
ara að sýna listir sínar býr það samt
yfir mörgum vandamálum sem erfitt
er að leysa, og þá sérstaklega hvað
varðar hegðun aðalpersónanna Ima-
gýnar og Posthúmusar. Sem dæmi
er ræða Posthúmusar í öðrum þætti
leikritsins þar sem hann kennir kon-
um um „hver synd sem nafni er
nefnd“. Einnig er það Posthúmus
sem skipar þjóninum sínum Písaníó
að drepa eiginkonuna hans Ímagýn.
Seinna sjáum við Ímagýn fyrirgefa
honum þetta þó að hann eigi það alls
ekki skilið.
Í heild er uppsetning Cheek by
Jowl („Kinn við kjamma“) hópsins á
Symli konungi fjörug, hröð og bráð-
skemmtileg. Mest er það Tom
Hiddleston að þakka sem leikur
bæði prinsinn Klótan og aðalsmann-
inn Posthúmus. Hiddleston er kraft-
mikill, sjarmerandi, fyndinn og ekki
síst ágætur dansari og söngvari,
enda er flutningur hans á „Hark,
hark the lark“ langskemmtilegasta
atriði sýningarinnar. Guy Flanagan
( Jakímó), Laurence Spellman (Ka-
jas Lúsíus) og Richard Cant
(Písaníó) eru einnig sterkir í
hlutverkum sínum og gaman
er að fylgjast með þeim allan
tímann. Því miður var ekki
alveg jafnskemmtilegt að
fylgjast með þeim Gwendol-
ine Christie (Drottningin) og
Jodie McNee (Ímagýn).
Christie er mjög hávaxin og
gnæfir yfir flestar hinar per-
sónurnar og þó sérstaklega
yfir eiginmann sinn Symbli
og, jú, það er virkilega fyndið
að sjá. En sem vonda stjúp-
móðirin leggur Christie of
mikla áherslu á að vera fynd-
in en ekki nóg á það að vera
illmenni. Hins vegar skilaði
Jodie McNee Ímagýn ágæt-
lega en var samt oft upp-
trekkt bæði í orðaflutningi og
í hreyfingum. Í stað þess að
vera yfirveguð kom hún oft
fram sem pirruð og jafnvel
manísk.
Flestir sem ég talaði við
eftir sýninguna voru yfir sig
hrifnir. „Svona á að gera
þetta! Bretar eru fagmenn!
Æðislegt að sjá Shakespeare
á ensku!“ Og reyndar var
þessi sýning mjög lífleg. En
samt sem áður saknaði ég dýpt-
arinnar sem er einhvers staðar falin
í Symli konungi. Senurnar með Bel-
aríus og týndum sonum Symlis,
þeim Gíderíus og Arvíragus, fannst
mér þreytandi og tilgerðarlegar, en
senan þar sem Gíderíus kemur fram
á sviðið með haus Klótans var því
miður á mörkum þess að vera fárán-
leg. Tilgangurinn með þessum hluta
sögunnar er meðal annars að bera
saman sveitina og borgina, menn-
ingu og ómenningu en því þema voru
aldrei gerð góð skil. Eins og Óviðrið,
Períkles og Vetrarævintýri fjallar
Symlir konungur um það dularfulla í
lífi okkar sem er ómögulegt að lýsa
nema í formi drauma. Það fjallar
einnig um vonir og trú enda er engin
tilviljun að Symlir konungur er eina
leikrit Shakespeares sem gerist á
sama tíma og Jesús var á lífi, en
þessi uppsetning (vegna þess að hún
er uppfærð í tíma) getur ekkert sagt
um þau mál.
Niðurstaðan: fullt hús af stigum
fyrir að vera hressileg og skemmti-
leg. Ef til vill er ekki hægt að kreista
meira úr þessu stykki ef aðal-
áherslan er lögð á gamanleikinn.
Samt fannst mér eitthvað skorta á
hugmyndaflugið og töfrana sem
gera síðustu leikrit Shakespeares
svo sérstök og töfrandi.
Symlir konungur
í Þjóðleikhúsinu
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Leikstjóri: Declan Donnellan, Aðstoð-
arleikstjórar: Jane Gibson og Owen Hors-
ley, Búningar: Angie Burns, Sviðsstjóri:
Dougie Wilson, Ljósahönnun: Judith
Greenwood, Tónlist: Catherine Jayes,
Cymbeline: David Collings, Cloten/ Post-
humus: Tom Hiddleston, Belarius: Ryan
Ellsworth, Guiderius: John Macmillan, Ar-
viragus: Daniel Percival, Iachimo: Guy
Flanagan, Caius Lucius: Laurence Spell-
man, Pisanio: Richard Cant, Cornelius:
Jake Harders, Queen: Gwendoline Chris-
tie, Imogen: Jodie McNee, Ýmis hlut-
verk: David Caves og Mark Holgate.
Cymbeline eftir William Shakespeare
í uppsetningu Cheek by Jowl
Martin Regal
Fjörug „Í heild er uppsetning Cheek by
Jowl („Kinn við kjamma“) hópsins á Symli
konungi fjörug, hröð og bráðskemmtileg,“
segir m.a. í dómnum.