Morgunblaðið - 21.05.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 37
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞAÐ ER eiginlega orðið of seint að nota til-
lögur mínar, ég kom með þessar hugmyndir
til að veggjaskrif yrði ekki vandamál en nú er
það orðið það mikið vandamál að það yrði
heldur seint í rassinn gripið,“ segir Ómar
graffitiáhugamaður sem sendi borgarstjóra
þrisvar sinnum bréf í vetur með tillögum að
verkefnum og úrbótum sem gætu stuðlað að
bættri graffitimenningu í borginni en um leið
til að koma böndum á neikvæðar hliðar
veggjaskrifa og eignaspjalla.
„Eftir öll bréfaskrifin fékk ég fund með að-
stoðarmanni borgarstjóra í mars, hann sýndi
mikinn áhuga á þessu en ekkert hefur gerst
síðan.
Þeir fara eftir þeirri stefnu að banna þetta
algjörlega, sem ég sagði að væri röng stefna
ef þeir vildu halda veggjakroti niðri. Ég get
sýnt þeirra stefnu skilning en hún virkar ekki
og það eru til margar skýrslur úr hinum og
þessum borgum sem styðja það. Allir sem til
þekkja vita að þessi leið sem borgin er að fara
mun ekki skila þeim árangri sem þeir vilja ná.
Það verða alltaf eignaspjöll tengd veggjakroti
en það hefði verið hægt að beina þessu á allt
aðrar brautir og gera þetta að miklu jákvæð-
ari menningu en þetta er orðið,“ segir Ómar
og bætir við að þar sem þeir setji alla orkuna í
ólögleg veggjaskrif aukist það bara.
„Ef enginn kennir og fræðir fólk um þetta
þá verður minni þekking og meiri vitleysa. Ef
það eru löglegir veggir þá krota þeir hæfustu
þar og þeir yngri koma og læra af þeim og
fara að bera virðingu fyrir þessu listformi.
Það vantar samfélag í kringum þetta. Ég
myndi líka vilja opna heimasíðu í kringum
graffiti þar sem aðeins er rætt um það löglega
og jákvæða og sjónum yrði beint frá skemmd-
arverkunum, sem fá alla athyglina núna, yfir í
að það fái ekki neina athygli og þá minnka
skemmdaverkin því þetta snýst allt um við-
urkenningu.“
Ómar segir að stærsti kosturinn við íslensk
veggjaskrif sé að þetta sé ung menning og því
ætti að vera hægt að breyta henni til hins já-
kvæða.
Farið í frekari þrif
Í seinustu viku voru lagðar fram tillögur í
borgarráði um frekari lausnir á veggjakroti
sem virðist tröllríða borginni um þessari
mundir.
„Við fáum 30 milljóna króna aukafjárveit-
ingu til að takast á við betri hreinsun mið-
borgarinnar og er m.a. inn í því að þrífa
veggjakrot,“ segir Hrólfur Jónsson, sviðs-
stjóri hjá framkvæmdarsviði Reykjavík-
urborgar, og bætir við að borgin hafi ýmislegt
í pokahorninu til að sporna við veggjakroti.
„Bráðlega munum við bera út bréf með
léttri áskorun til íbúa í miðbænum að þrífa
veggjakrotið af eigum sínum. Við munum líka
setja upp vefsíðu þar sem verður að finna leið-
beiningar um hvernig er best að þrífa veggja-
krot og fara í nánari samvinnu með lögregl-
unni.
Íþrótta- og tómstundaráð ætlar að standa
að jákvæðri umræðu og viðhorfsmótun meðal
barna og ungmenna í félagsmiðstöðvum og
Hinu húsinu um fegrun borgarinnar og virkja
þau til umræðu um þessi mál,“ segir Hrólfur
og bætir við að veggjakrot sé bannað.
Hrólfur segir að borgin hafi kortlagt
miðbæinn í mars og þar hafi þá mátt finna um
4000 krot.
„Í dag er krotað miskunnarlaust á eigur
fólks og virkar það ekki ósvipað á fólk eins og
það sé búið að brjótast inn til þeirra.“ Hrólfur
segist fá margar hringingar frá fólki í bænum
sem kvartar mjög undan þessum subbuskap
sem sjá má mjög víða um borgina.
Skemmdarverkin fá alla athyglina
Vill bæta veggjakrotsmenningu í borginni Borgarbúar kvarta sáran undan kroti á eignir
Morgunblaðið/Kristinn
Graffiti Getur verið flott og skemmtilegt ef rétt er farið að.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Veggjakrot Það er skiljanlegt að borgarbúar kvarti undan þessu.
VERIÐ er að undirbúa kvik-
mynd um tónlistarmanninn
Iggy Pop og hefur leikarinn
Elijah Wood verið ráðinn til
að leika söngvarann, sem
þekktur er fyrir vægast sagt
óhefðbundna sviðsframkomu
og villtan lífsstíl á köflum.
Wood er helst þekktur fyrir
að hafa leikið hobbitann
Fróða í kvikmyndunum um
Hringadróttinssögu.
Kvikmyndin hefur fengið
heitið Passenger og fjallar
um fyrstu ár Iggy sem tón-
listarmanns er hann vakti
fyrst athygli með hljómsveit-
inni Stooges á sjöunda ára-
tug síðustu aldar.
Tímaritið Variety er ekki
hrifið af leikaravalinu og
spyr hvort Toby Maguire
verði valinn í hlutverk Alice
Cooper.
Wood
verður Pop
Iggy Pop Elijah Wood
GARÐAR Thór Cortes er á
Íslandi þessa viku til að
kynna útgáfu á plötunni
Cortes sem kom í verslanir á
fimmtudag hérlendis. Garðar
mun einnig framleiða mynd-
bönd við lögin „Nessun
Dorma“ og „Hunting High
and Low“ af plötunni á Ís-
landi, segir í tilkynningu frá
Believer Music, útgáfufyr-
irtæki Garðars.
Síðustu vikur og mánuðir
hafa verið gríðarlega anna-
samir hjá Garðari og var því
gripið til þess ráðs að taka
tvö myndbönd í einu og sam-
nýta þannig tímann heima
við kynningarvinnuna og
myndbandsgerð. Það er
Hannes Þór Halldórsson
sem stýrir tökum á báðum
myndböndunum en hann
framleiddi myndbandið Nella
Fantasia fyrir Garðar.
Myndböndin verða tekin upp
að mestu leyti í íslenskri
náttúru eins og síðustu
myndbönd Garðars og nú
eru það Nesjavellir sem
verða í aðalhlutverki.
Garðar í
íslenskri
náttúru
Garðar Thór Cortes
WWW.SAMBIO.IS
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
Hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý...
Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður?
STÓRSTJÖRNUR ÚR REAL MADRID... 25.000 MANNS
Á AÐEINS 10 DÖGUM!
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
THE REAPING kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
GOAL 2 kl. 8 B.i. 7 ára
BLADES OF GLORY kl. 10:10 B.i. 12 ára
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
SPIDER MAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára
BECAUSE I SAID SO kl. 8 LEYFÐ
THE MESSENGERS kl. 10:10 B.i. 16 ára
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR
KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN!
eee
S.V. - MBL A.F.B - Blaðið
FORSALA HAFIN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA !