Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 1
Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÞAU voru vel útbúin, krakkarnir sem æfðu sig utan á olíutönkunum á Ísafirði nýverið. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið framhjá voru þau Arnar og Lóa að láta reyna á reipin og byrjuð að fikra sig niður eftir tönkunum með góðri aðstoð fagmanna sem fylgdust vandlega með þeim. Sigið utan í tönkum Mengun Einkennilegur litur á Elliðaánum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „EF ÞESSAR fréttir reynast réttar er þetta kjaftshögg fyrir okkur,“ segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri mengunarvarna hjá Reykja- víkurborg, sem síðdegis í gær barst ábending um mengun í Elliðaánum. Vart hefur orðið mengunar í Elliðaánum að undanförnu, sem m.a. birtist í grunsamlegum vatnslit á ánum og telja sumir sig geta greint olíubrákir niður eftir þeim. Að sögn Arnar verður það hans fyrsta verk að kanna málið í dag og bregðast við eftir atvikum. Segir hann óviðunandi ef rétt reynist að meng- un berist í árnar úr öðru sveitarfélagi, ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg hafi á umliðnum árum eytt ómældum tíma og fjármunum í að halda Elliðaánum hreinum, t.d. með því að koma upp settjörnum sem taka við yfirborðsvatni svo það mengi ekki árnar. „Ég óttast að svona mengun geti haft áhrif á dýralífið í ánum.“ Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, sem starfar að umsýslu fasteigna hjá OR, er annars vegar um að ræða rör frá iðnaðarhverfi í Kópavogsbæ sem liggur út í ána skammt frá Breiðholtsbrú, en með því berist sjóðandi heitt vatn og „önnur óþekkt efni“, eins og hann orðar það. Hins vegar sé um að ræða rör sem liggi frá bílaþvottastöð skammt frá Sprengisandi, en við ákveðin skilyrði berist sápa þaðan út í árnar. Aðspurður segir hann ástandið hafa verið svona í tæpt ár og hann hafi ítrekað sett sig í samband við Kópavogsbæ til að benda mönnum á málið en án viðbragða. Settjörn væntanleg Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri fram- kvæmdadeildar Kópavogsbæjar, staðfesti að yf- irborðsvatn úr neðsta hluta iðnaðarhverfisins í Urðarhvarfi rynni út í Elliðaárnar, en tók fram að ekki væri um skólp að ræða. Sagði hann fyr- irhugað að koma upp settjörn síðar á þessi ári til þess að taka við þessu yfirborðsvatni. Sagði hann af og frá að heitt vatn flæddi út í árnar frá Kópa- vogsbæ, enda væri tvöfalt kerfi í hitaveitunni í Vatnsenda, sem tryggði það að allt heitt vatn rynni til baka til hitaveitunnar. Aðspurður sagð- ist hann þess fullviss að dýralíf Elliðaánna hefði ekki hlotið skaða af yfirborðsvatninu sem flætt hefði í árnar, enda hefði það verið í svo litlu magni, og að það hefði verið ástæða þess að ekki hefði þótt ástæða til að koma upp settjörn fyrr. „Kjaftshögg fyrir okkur“  Vart hefur orðið við mengun í Elliðaánum að undanförnu  Sviðsstjóri mengunarvarna óttast áhrifin á dýralífið  Sumir segjast sjá olíubrákir Í HNOTSKURN »Deildarstjóri framkvæmdadeildarKópavogsbæjar segir aðeins um yfir- borðsvatn að ræða. »Yfirborðsvatn úr neðsta hluta iðn-aðarhverfis í Urðarhvarfi rennur út í Elliðaárnar. STOFNAÐ 1913 142. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í TÍMAFLAKKI ÞRÖSTUR VILL BARA GAMLA BÍLA OG ALMENNILEGA MATARGERÐ >> 24 KJÓLARNIR Á RAUÐA DREGLINUM Í CANNES LITADÝRÐ FALLEGA FÓLKIÐ >> 49 FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NORSK-ÍSLENZKA síldin er að koma á ný. Mikið af henni er nú innan lögsögunnar, mun meira en verið hefur undanfarin ár. Hún gengur nú vestar og vestar og stöðugt aukast líkurnar á því að hún fari að hafa vet- ursetu fyrir Norðurlandi. Fari svo verður hún í verulegu magni innan íslenzku lögsög- unnar í um níu mánuði á ári og gæti hugs- anlega tekið upp á því að hrygna hér við land að hluta til eins og gerðist á gömlu góðu síld- arárununum. Þá var gangur síldarinnar sá að hún hrygndi við Noreg og leitaði síðan í æti á svæðinu norður og austur af Íslandi. Þá hafði hún oft vetursetu á Rauðatorginu djúpt austur af landinu. Gömlu síldarárin hreint ævintýri Gömlu síldarárin voru hreint ævintýri og á sjöunda áratugnum stóð síldin undir nán- ast allri verðmætasköpun í landinu. Afli Ís- lendinga fór mest í 691.400 tonn árið 1966, en það ár varð heildaraflinn nærri tvær millj- ónir tonna. Svo fór að halla undan fæti, stofninn skorti æti og hann var ofveiddur og eltur uppi langt norður í höfum, þar sem endanlega var gengið frá honum, enda voru margar þjóðir um hituna. Það tók 40 ár að byggja hann upp á ný. Síðastliðin ár hefur ekki náðst samkomu- lag um veiðarnar og því verið veitt umfram ráðleggingar fiskifræðinga. Samkomulag um skiptinguna er hins vegar í gildi nú og því verða veiðarnar í samræmi við ráðleggingar. Norðmenn hafa mesta hlutdeild, 61%, en hlutdeild Íslands er 14,5%. Kvóti Íslands er um 183.000 tonn á þessu ári en í fyrra varð aflinn 157.000 tonn. Norðmenn hafa lengi viljað auka hlut sinn verulega á kostnað ann- arra þjóða á grundvelli þess að síldin hrygni við Noreg og haldi sig lengst af innan norskrar lögsögu. Með breyttu göngu- mynstri síldarinnar er þó ljóst að vígstaða Íslands verður mun betri en áður. Íslend- ingar hafa í auknum mæli veitt síldina innan eigin lögsögu. Í fyrra veiddust 40.000 tonn í eigin lögsögu, 38.000 tonn í þeirri færeysku og 79.000 tonn í Síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu milli Íslands og Noregs. Mikilvægi síldarinnar Síldin skiptir miklu máli. Á síðasta ári var útflutningsverðmæti síldar 9,8 milljarðar og hafði aukizt um rúmlega þriðjung frá fyrra ári. Það eru aðeins þrjár fisktegundir sem skila meiru, þorskur, ýsa og karfi. Síldin er að miklu leyti unnin til manneldis. 2005 var bróðurparturinn af síldinni frystur um borð í fiskiskipum og í landi. Í fyrra voru markaðir fyrir frysta síld ekki eins góðir og árið áður og fór mest af síldinni í mjöl- og lýsisvinnslu. Verð á þeim afurðum var þá í sögulegu há- marki og verðmætasköpun mikil. Það er síld! Mikið af norsk-íslenzku síldinni innan lögsögu                         TILBOÐ bárust í allar lóðaeiningar sem í boði voru í nýrri íbúðarbyggð í Urriðaholti í Garðabæ, í nágrenni verslunar IKEA, sem opnuð var und- ir lok síðasta árs. Tilboð voru opnuð í gær en alls stóðu 47 lóðaeiningar fyr- ir 100 íbúðir til boða og var tilboðum tekið í rúmlega helming lóðanna samkvæmt fréttatilkynningu frá eig- anda svæðisins, Urriðaholti ehf. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Jóni Pálma Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Urriðaholts, að þetta sé skýr viðurkenning á verðmæti landsins og þeim skipulagsgæðum sem lagt var upp með. Sex óvenjustórar einbýlishúsalóðir voru boðnar út og var viðmiðunar- verð fasteignasala fyrir þessar lóðir á bilinu 50–60 milljónir króna. Athygli vekur að tilboð bárust í allar þessar lóðir en aðeins einu þeirra var tekið. Viðmiðunarverð annarra lóða sem óskað var tilboða í var á bilinu 6–29 milljónir króna. Boðið var í allar lóðirnar í Urriðaholti Eftirsótt Sex óvenjustórar ein- býlishúsalóðir voru boðnar út og bárust tilboð í þær allar. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.