Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður sjálf- stæðiskvenna LANDSÞING Landssambands sjálfstæðis- kvenna var hald- ið mánudaginn 21. maí sl. Þar lét Ásta Möller af formennsku og við tók Drífa Hjartardóttir. Drífa átti sæti á Alþingi 1999-2007 og er nú vara- þingmaður flokksins Aðrar í aðalstjórn eru: Katrín Helga Hallgrímsdóttir (varafor- maður), Rúna Malmquist (gjald- keri), Margrét Kristín Sigurð- ardóttir (ritari), Herdís Hólmfríður Þórðardóttir, Soffía Lárusdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Sig- ríður Hallgrímsdóttir, Elísabet Val- geirsdóttir, Áslaug Jóhanna Jens- dóttir, Brynhildur K. Andersen, Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir, Mar- grét Björnsdóttir, Þóra Þórarins- dóttir og Ríkey Ríkarðsdóttir. Drífa Hjartardóttir Virkjanavefur LANDSVIRKJUN hefur nú opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Vefslóðin er www.thjorsa- .is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkj- unar. Á vefnum munu koma fram allar nýjar upplýsingar um und- irbúning virkjana í Þjórsá neðan Búrfells. FJÁRVEITINGAR til Fornleifa- sjóðs í ár voru 25 milljónir króna en sjóðnum bárust alls 57 umsóknir að upphæð rúmar 88 milljónir króna. Stjórn sjóðsins ákvað að úthluta að- eins einu sinni á þessu ári og hefur lokið úthlutun. Samtals var úthlutað 24,5 millj- ónum til 12 verkefna. Stærstu styrkirnir komu í hlut rannsóknar á Hólum, 7 milljónir króna, Náttúrustofa Vestfjarða og Strandagaldur, Ragnar Edvards- son og Magnús Rafnsson fá þrjár milljónir til rannsóknar á hval- veiðum útlendinga við Ísland og loks voru veittar 2,4 milljónir vegna uppgraftar á rústum Skriðuklaust- urs í Fljótsdal. Fornleifastyrkir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is NEYSLA íslenskra ungmenna á fíkniefnum er minni í Reykjavík en í níu samanburðarborgum í Evrópu, að því er fram kemur í niðurstöðum evrópskrar rannsóknar í forvörnum, Youth in Europe-A Drug Prevent- ion Programme. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Bessastöðum sem Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands efndi til í gær. Þar var einnig Forvarnardeginum sem hald- inn var síðastliðið haust fylgt eftir. Ólafur Ragnar ræddi á fundinum um fíkniefnahættuna sem að ungu fólki steðjaði. Á Íslandi hefði verið unnið merkilegt starf sem kæmi að miklum notum í baráttunni gegn fíkniefnum og vísaði forsetinn m.a. til rannsókna á vegum Háskóla Ís- lands og Háskólans í Reykjavík. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum að ýta úr vör því metnaðarfulla markmiði að tengja saman borgir í Evrópu í nýju forvarnarstarfi,“ sagði Ólafur Ragnar. Hátt á annan tug borga tekur nú þátt í því, þar á meðal Helsinki, Vilnius, Sofia og Ósló. 9,9% í 10. bekk reykja Inga Dóra Sigfúsdóttir, fræði- maður við HR, kynnti fyrstu nið- urstöður forvarnarverkefnisins. Það stendur í fimm ár og er samstarfs- verkefni evrópskra borga sem stýrt er frá Íslandi. Samstarfsaðilar hér á landi eru forseti Íslands, Actavis, Reykjavíkurborg, HR, HÍ, Rann- sóknir og greining og ECAD. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að daglegar reykingar unglinga í 9. bekk eru minnstar í Ósló og Reykjavík. Á Íslandi reykja um 9,9% nemenda í 10. bekk dag- lega, en til samanburðar er hlut- fallið 18,9% í Helsinki og 33% í Vil- nius. Þá sögðust 4,8% íslenskra 10. bekkinga hafa drukkið áfengi síð- ustu 30 dagana, en hlutfallið er 3,4% í Helsinki, 10,8% í Ósló og 12,1% í Vilnius. „Okkar þróun er ánægju- leg. Unglingar og foreldrar eru greinilega farnir að eyða meiri tími saman. Foreldrar hafa nánari gætur á því hvar unglingarnir þeirra eru og með hverjum. Neyslan hefur dregist saman svo um munar. Í samstarfsborgum okkar í Evrópu ætlum við nú að leitast við að ná sama árangri þar og við höfum náð hér á undanförnum árum,“ sagði Inga Dóra. Meiri hlýja frá foreldrum Inga Dóra sagði að á næstu mán- uðum yrði rýnt í stöðu þeirra þátta sem tengdust vímuefnaneyslu ung- linganna. Sérstaklega yrði hugað að stöðu jafningjahóps og foreldra. Könnunin leiðir í ljós „að íslenskir unglingar eiga auðveldara með að fá hlýju og stuðning frá foreldrum sín- um en unglingar í samstarfsborg- unum“, sagði Inga Dóra. Róbert Wessman, forstjóri Acta- vis, sem er helsti bakhjarl forvarn- arverkefnanna, sagði að það væri áhugavert hversu miklum árangri væri hægt að ná með einföldum að- gerðum eins og að verja tíma með börnunum sínum, hvetja þau til að stunda íþróttir og reyna að fresta því að unglingar byrjuðu að drekka áfengi. Ljóst væri að glíman við fíkniefni væri ekki eins dags verk. Forvarnardagurinn hefði heppnast mjög vel í fyrra og því hefði verið ákveðið að Actavis myndi áfram styðja slíkan dag á þessu ári. Gaman að elda saman Álfgeir Logi Kristjánsson hjá HR rakti nokkrar af helstu niðurstöðum spurninga sem lagðar voru fyrir unglinga í 9. bekk á Forvarnardag- inn í fyrra. Hann nefndi dæmi um spurningu til ungmennanna um hvað gæti hjálpað þeim að fresta áfengisneyslu. Voru svörin meðal annars á þá leið að áfengisneysla væri „ein af mörgum leiðum til að lenda í slysi“. Álfgeir benti meðal annars á að í könnuninni hefði komið í ljós að flestir unglinganna hafi áhuga á að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Hefðbundnar samverustundir, eins og að borða, elda mat, fara í bíl- túr, horfa á sjónvarp og tala saman, séu algengustu dæmin sem ungling- arnir nefna um góðar sam- verustundir. „Spurningin er því hvernig við sem erum fullorðin get- um stuðlað að fjölgun þessara stunda,“ sagði Álfgeir Logi. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sagði forvarnarstarf mikilvægt og benti á að senn myndi annar hluti hins evrópska verkefnis hefjast. Í október í haust yrði haldin ráð- stefna í Reykjavík en þar myndu fulltrúar samstarfsborganna hittast og læra hverjir af öðrum. Minni fíkniefnaneysla ung- linga í Reykjavík en í Evrópu Samvera með fjöl- skyldu, íþróttir og það að fresta því sem lengst að unglingar hefji áfengisdrykkju eru mikilvægar forvarnir, að því er fram kom á fundi um forvarnarmál.         !"  #$$%%     !" # $$ *  + * , -    %#&#'&( $    %' %! &' &! ' ! "' "! ! ./0 ./# .// .!! .!" .! .!& .!% .!' .!$ .!0 1 Í HNOTSKURN » „Ekki endalausar ræður,heldur venjuleg samtöl,“ segir unglingur um samskipti við foreldra í forvarnarkönn- uninni. »Kaupa minni íbúð, þáþurfa foreldrar ekki að vinna eins mikið og allir eru í meira návígi og meira sam- an,“ segir annar unglingur. »Vinna minna og tala meiravið börnin sín,“ segir enn annar. Morgunblaðið/RAX Forvarnir Ólafur Ragnar sagði gott forvarnarstarf unnið á Íslandi. Dreg i› í áskr iftar leikn um á lau gard agin n 3 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmtframkvæmdastjóra tveggja gjald-þrota verktakafyrirtækja til aðgreiða 83,5 milljónir króna í sekt eðasæta ella 12 mánaða fangelsi fyrirbrot gegn lögum um virðisaukaskattog lögum um staðgreiðslu opinberragjalda. Fyrirtækin sem um ræðir heita Kraftvaki og Kvarða-Afl og sam- kvæmt hlutafélagaskrá var tilgang- ur þeirra verktakastarfsemi auk annars. Kraftvaki tók m.a. að sér viðgerðir á Þjóðminjasafninu á sín- um tíma en að sögn framkvæmda- stjórans varð það verkefni til þess að félagið fór í þrot. Fyrir dómi sagði maðurinn að ástæða þess að fyrir- tækið hefði ekki staðið skil á um- ræddum gjöldum væri sú að Kraft- vaki hefði orðið fyrir „fjárhagslegu hruni“ á örskömmum tíma. Fyrir- tækið hefði starfað að verktakaiðn- aði í þrjú ár þegar það hefði tekið að sér stórt verkefni fyrir Þjóðminja- safnið en það verkefni hefði orðið fyrirtækinu að falli. Gjaldþrot fyr- irtækisins mætti einkum rekja til verksamnings sem lá til grundvallar og til slælegra vinnubragða Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Kvaðst hann hafa haldið verkinu áfram, þrátt fyr- ir slæma fjárhagsstöðu og hann hefði í raun náð að takmarka fjár- hagslegt tjón ríkissjóðs af málinu. Eftir á að hyggja hefði hann séð að hyggilegast hefði verið að rifta verk- samningnum en þá hefði það leitt til þess að tjónið hefði orðið margfalt meira. Aðspurður sagði maðurinn að hann hefði ekki gert neinar ráðstaf- anir til að fá leiðréttingu á því mis- rétti sem hann taldi sig hafa orðið fyrir og kvaðst hann ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til að fylgja slíkri kröfugerð eftir. Maðurinn gerði ekki athugasemd við þá heildarfjárhæð sem hann var ákærður fyrir að standa ekki skil á, rúmlega 46,5 milljónir króna, en hann sagði að allt handbært fé fyr- irtækjanna hefði á þessum tíma farið í að halda rekstri þeirra gangandi. Fram kom að hann greiddi um fjórar milljónir króna inn á skuld sína við skattayfirvöld áður en dómur féll í málinu í héraði. Varðandi Kvarða-Afl sagði maður- inn að það fyrirtæki hefði verið stofnað til að taka yfir raflagnaverk- efni sem Kraftvaki hefði ekki haft bolmagn til að ljúka. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Árni Kol- beinsson og Ólafur Börkur Þorvalds- son. Verjandi framkvæmdastjórans fyrrverandi var Björn Ólafur Hall- grímsson hrl. en Björn Þorvaldsson, settur saksóknari, sótti málið. Greiði 83,5 milljónir í sekt LANDSVIRKJUN hefur formlega tekið tilboði samstarfsaðilanna VST hf., VGK-Hönnunar hf., og Rafteikningar hf. í ráðgjafarþjón- ustu undirbúnings Hvammsvirkj- unar, Holtavirkjunar og Urriða- fossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár en þessir aðilar áttu hagstæðasta tilboðið sem barst í útboðið. Samn- ingsfjárhæð vegna verksins sam- kvæmt tilboði lægstbjóðenda er rúmar 1.370 m.kr. Verkið felst m.a. í svokallaðri út- boðshönnun mannvirkja og gerð út- boðsgagna ásamt nauðsynlegri undirbúnings- og rannsóknarvinnu fyrir hönnun mannvirkja. Þá er annast um gerð yfirlitsáætlunar um framkvæmdir og kostnað. Ráðgjaf- inn annast lokahönnun virkjananna og gerð vinnuteikninga ásamt til- heyrandi aðstoð á byggingartíma. Landsvirkjun Frá Árnesi þar sem Holtavirkjun er fyrirhuguð. 1.370 milljónir fyrir ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.