Morgunblaðið - 26.05.2007, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VALGERÐUR Sverrisdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins, lýsti
því yfir í gær að hún hygðist bjóða
sig fram til embættis varaformanns
flokksins á miðstjórnarfundi sem
fram fer í næsta mánuði.
„Framsóknarflokkurinn hefur frá
upphafi verið frjálslyndur umbóta-
flokkur eins og stefnuyfirlýsingar í
gegnum tíðina bera með sér. En það
er mjög athyglisvert að sú ríkis-
stjórn sem tók við völdum í gær hafi
þurft að sækja í smiðju Framsókn-
arflokksins til að skilgreina sig og
kalla sig frjálslynda umbótastjórn,“
sagði Valgerður og benti á að það
væri mikill munur á frjálslyndi og
frjálshyggju.
Hún lagði sérstaka áherslu á að
stefna Framsóknarflokksins væri
hvorki til hægri né vinstri heldur
beint áfram. Sú staða sem væri kom-
in upp í íslenskum stjórnmálum
skapaði ný tækifæri fyrir Framsókn-
arflokkinn. „Þegar þrír flokkar á
vinstri vængnum sameinuðust í
Samfylkingu á sínum tíma var það
megintilgangurinn að vera mótvægi
við Sjálfstæðisflokkinn. Þá var talað
um tvo póla í íslenskum stjórnmál-
um. En með samstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar heyrir þetta
sögunni til. Segja má að Samfylking-
in hafi gefist upp á að keppa við
Sjálfstæðisflokkinn.“
Fram til varaformanns
Morgunblaðið/G. Rúnar
Framboð Valgerður Sverrisdóttir tilkynnti á blaðamannafundi í gær að
hún sæktist eftir að verða varaformaður Framsóknarflokksins.
Ný tækifæri fyrir
Framsóknarflokk-
inn í stöðunni
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
SVONA NOTAR ÞÚ
GLITNISPUNKTANA
• Útborgun í peningum
• Ferðaávísun MasterCard
• Vildarpunktar Icelandair
• Innborgun á sparnað
• Góðgerðamál
og margt fleira
ÞRETTÁN námsmenn tóku á
fimmtudag við námsstyrkjum frá
Landsbankanum. Yfir 350 umsókn-
ir bárust um styrkina, sem eru á
bilinu 150-350 þúsund krónur.
Styrkirnir eru veittir í fjórum
flokkum; til framhaldsskóla- og
iðnnema, til háskólanema, til há-
skólanema á framhaldsstigi og til
listnema.
Þetta er í átjánda sinn sem
Landsbankinn veitir styrki af þessu
tagi og hafa 150 námsmenn hlotið
ríflega 29 milljónir króna frá upp-
hafi. Í ár var tekin ákvörðun um að
hækka styrkina til listnáms frá 300
þúsund upp í 350 þúsund hvern. Í
heildina nema styrkirnir í ár
3.650.000 krónum.
Dómnefndin var skipuð fólki í at-
vinnu- og listalífi. Formaður dóm-
nefndar var Svafa Grönfeldt, rektor
Háskólans í Reykjavík. Auk hennar
sátu í dómnefnd Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbankans,
Atli Atlason, framkvæmdastjóri
starfsmannasviðs Landsbankans,
Kristín Rafnar, forstöðumaður hjá
Kauphöll Íslands, Runólfur Smári
Steinþórsson, forstöðumaður MBA-
námsins í HÍ, og Þorvaldur Þor-
steinsson, rithöfundur og myndlist-
armaður. „Dómnefndin leitaðist við að
velja framúrskarandi námsmenn með
mikinn metnað og framtíðarsýn sem
nefndin taldi líklega til að auðga ís-
lenskt samfélag í framtíðinni. Einnig
var litið til annarra atriða við valið svo
sem afreka í íþróttum, greinaskrifa,
sjálfboðastarfa og þátttöku í fé-
lagsmálum,“ segir í frétt frá bankan
Eftirtaldir hlutu styrk:
Styrkir til framhaldsskóla-
og iðnnáms – 150.000 kr. hver
Ólafur Páll Geirsson, Kvennaskól-
anum í Reykjavík.
Ragnar Harðarson, Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi.
Svandís Rós Þuríðardóttir, Mennta-
skólanum í Kópavogi.
Styrkir til háskólanáms –
300.000 kr. hver
Magnús Sigurðsson, stundar nám í
bókmenntafræði við Háskóla Ís-
lands.
Hrafn Þorri Þórisson, stundar nám
í tölvunarfræði við Háskólann í
Reykjavík.
Hildur Æsa Oddsdóttir, stundar
nám í vélaverkfræði og stærðfræði
við Háskóla Íslands.
Styrkir til háskólanáms á fram-
haldsstigi – 350.000 kr. hver
Ragnheiður Hulda Proppé, dokt-
orsnemi í mannfræði við Univers-
ity of Cambridge, Bretlandi.
Martin Ingi Sigurðsson, stundar
læknanám við Háskóla Íslands.
Kristín Björnsdóttir, doktorsnemi í
matvælafræði við North Carolina
State.
Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir,
stundar nám í ónæmisfræðum við
læknadeild Karolinska Institutet í
Stokkhólmi.
Styrkir til listnáms –
350.000 kr. hver
Óskar Örn Arnórsson er í arkitekt-
úr við Cooper Union í New York.
Sæunn Þorsteinsdóttir er meist-
aranemi í sellóleik við Juilliard í
New York.
Katrín Gunnarsdóttir er í dans- og
kóreografíunámi í Hollandi.
Ljósmynd/Árni Torfason
Verðlaunaveiting Styrkþegar ásamt Björgólfi Guðmundssyni og þremur úr dómnefnd. Dómnefndarfólkið er
lengst til vinstri, Runólfur Smári Steinþórsson, forstöðumaður MBA-náms í HÍ, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans
í Reykjavík, sem var formaður dómnefndar, og Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans.
Landsbankinn
styrkir þrettán
framúrskarandi
námsmenn
LOKIÐ er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði
fyrir árið 2007 og þar með þrítugustu úthlutun
úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofn-
ana og annarra aðila, er hafa það verkefni að
vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta
lands og menningar, sem núverandi kynslóð hef-
ur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr
sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verk-
efna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að
lækka önnur opinber framlög til þeirra eða
draga úr stuðningi annarra við þau.
Í stjórn sjóðsins sitja nú:
Margrét Bóasdóttir, söngkona, formaður,
skipuð af forsætisráðherra. Eiríkur Guðnason,
seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af
Seðlabanka Íslands. Jónína Michaelsdóttir, rit-
höfundur, Margrét K. Sverrisdóttir, varaborg-
arfulltrúi og Björn Teitsson, magister, sem kjör-
in eru af Alþingi.
Ritari sjóðsstjórnar er Sigfús Gauti Þórðar-
son, lögfræðingur.
Alls bárust 150 umsóknir um styrki að fjárhæð
um 168,3 millj. kr. Úthlutað var að þessu sinni 46
styrkjum að fjárhæð samtals kr. 20.600.000 og
hlutu eftirtaldir aðilar hæstu styrkina, kr.
1.000.000 hver:
1. Sjómannasafnið á Hellissandi – vegna báta-
húss og viðgerðar áttæringa.
2. Saga forlag ehf. – útgáfa Íslendingasagna á
Norðurlandamálum.
3. Árnastofnun – gagnagrunnur um þjóðlög
Bjarna Þorsteinssonar.
4. Námsefnisvefurinn Katla sf. – námsefni til
að auka orðaforða ungra innflytjenda.
5. Háskólinn á Hólum – áframhald fornleifa-
rannsókna við Kolkuós.
Nánari upplýsingar um Þjóðhátíðarsjóð má
m.a. sjá á vefslóðinni http://www.sedlabanki.is.
Styrkir veittir úr Þjóðhátíðarsjóði
Morgunblaðið/Sverrir
Athöfn Styrkþegar og forsvarsmenn Þjóðhátíðarsjóðs. Úthlutað var að þessu sinni 46 styrkjum.
KONA var flutt á sjúkrahús eftir að
hún missti stjórn á bifreið sinni í
Óshlíð í gær. Beita þurfti klippum
til að ná konunni úr bílnum, sem er
talinn ónýtur. Ekki er að sögn lög-
reglu vitað nákvæmlega um meiðsl
konunnar, sem var ein í bílnum, en
þau voru ekki talin alvarleg. Bíllinn
valt upp fyrir veg, sem verður að
teljast lán í óláni enda hlíðin snar-
brött fyrir neðan veginn.
Á sjúkrahús
eftir bílveltu
NOKKUÐ var um slys á fólki á höf-
uðborgarsvæðinu í fyrradag, að
sögn lögreglu, en óhöppin voru flest
minniháttar. Meðal þess sem gerðist
var að kona á níræðisaldri datt í
vesturhluta borgarinnar og var hún
flutt undir læknishendur. Sama
henti fertuga konu á svipuðum slóð-
um en hún var að ganga niður tröpp-
ur þegar hún datt. Konan hélt á
barni sem slapp við meiðsli.
Nokkuð um
slys á fólki