Morgunblaðið - 26.05.2007, Page 22
22 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LEIKKLÚBBURINN Krafla í Hrís-
ey fagnar um þessar mundir 30 ára
starfsafmæli og í tilefni af því verð-
ur í kvöld frumsýnt verk sem fé-
lagar klúbbsins hafa samið sjálfir.
Verkið ber heitið Hernám í Hrísey
og fjallar, eins og titillinn ber með
sér, um hernámsárin í Hrísey. Leik-
ritið er ekki sannsögulegt á nokk-
urn hátt en gæti þó endurspeglað á
einhvern hátt hvernig lífið var á
hernámsárunum. Verkið er því
uppspuni frá upphafi til enda, að
sögn aðstandenda sýningarinnar,
en nöfn á stöðum og staðhættir eru
hafðir nokkuð réttir.
Frumsýning er í kvöld kl. 20.00 í
Sæborg.
Leikhúsið á Möðruvöllum í
Hörgárdal verður tekið í notkun í
dag kl. 14.00 eftir glæsilega end-
urbyggingu. Kórsöngur, ávörp og
upplestur verður til skemmtunar
og léttar veitingar á boðstólum.
Leikhúsið var byggt árið 1881 og
þjónaði sem leikfimishús Möðru-
vallaskóla. Þar verður fund-
araðstaða og safnaðarheimili kirkj-
unnar og samkomustaður fyrir
menningartengda viðburði, fræðslu
og fyrirlestra.
Hernámið
í Hrísey
ÞAÐ veldur formanni íþróttaráðs
Akureyrar miklum vonbrigðum að
Íþróttafélagið Þór skuli hafa hafnað
tillögu bæjarins um uppbyggingu á
svæði félagsins í Glerárhverfi. Hann
segir málið aftur á byrjunarreit.
„Þessi niðurstaða kemur mér á
óvart og veldur mér vonbrigðum. Við
erum á byrjunarreit aftur en ég lít
svo á að boltinn sé hjá Þór. Við þurf-
um bara að gefa okkur tíma til þess
að setjast yfir þetta, bæjaryfirvöld,
en ég er mjög svartsýnn á að fram-
hald geti orðið á þessu,“ segir Ólafur
Jónsson, formaður ÍRA.
Völlurinn í Naustahverfi?
„Við [í íþróttaráði] vorum svo sem
farin að velta fyrir okkur til hvers við
myndum grípa ef svona færi en ég
átti samt sannarlega ekki von á þess-
ari niðurstöðu eftir alla fundina og
alla þá vinnu sem lögð hefur verið í
málið,“ sagði Ólafur.
Spurður nánar sagði formaður
ÍRA: „Það er engin launung á því að
við höfum velt fyrir okkur að koma
frjálsíþróttavellinum upp á framtíð-
arsvæði KA í Naustahverfi. Sá kost-
ur er reyndar miklu lakari því [Þórs-
svæðið] er í hjarta bæjarins og þar
eru samlegðaráhrif meiri.“
Forráðamenn Þórs nefna tvær
meginástæður fyrir því að félagið
hafnar tillögum bæjarins. Annars
vegar þá að áhorfendastúka hefur
verið færð, frá fyrri hugmyndum,
vestur fyrir fyrirhugaðan aðalknatt-
spyrnuvöll, og hins vegar að bærinn
er ekki reiðubúinn að greiða félaginu
fébætur fyrir það land sem fer undir
frjálsíþróttavöll.
Landsmót UMFÍ verður á Akur-
eyri 2009, þess vegna þarf að koma
upp aðstöðu fyrir frjálsíþróttir, og
viðræður um að hún yrði á Þórs-
svæðinu hafa staðið lengi á milli fé-
lagsins og bæjaryfirvalda.
Ólafur segir það hafa komið fram
strax í upphafi viðræðna við Þór að
bæjarfélagið sé ekki til umræðu um
að greiða bætur fyrir svæðið sem
færi undir frjálsíþróttavöllinn. Aftur
á móti hefði alla tíð legið ljóst fyrir að
bærinn myndi láta Þór í té landsvæði
í staðinn; félaginu var boðið svæði á
milli verslunarmiðstöðvarinnar
Sunnuhlíðar og félagsheimilisins
Hamars. Þá lagði hann áherslu á að
skv. tillögu bæjarins yrðu tveir
gervigrasvellir á svæðinu frá og með
vorinu 2009 því ekki mætti gleyma
Boganum, og Þórsarar hefðu
greiðari aðgang að húsinu þá en nú
eftir að gervigrasvöllur yrði líka
kominn í gagnið á KA-svæðinu.
Ólafur segir að í tillögum bæjarins
felist einnig að endurbæta núverandi
keppnisvöll Þórs, þar sem gert er
ráð fyrir frjálsíþróttaaðstöðunni, og
að Þór og Ungmennafélag Akureyr-
ar muni hafa samráð um nýtingu
vallarins, en frjálsíþróttir eru stund-
aðar á vegum UFA.
Formaður ÍRA svart-
sýnn á framhaldið
Ekki hægt Hugmyndin sem hugnast formanni Þórs best; frjálsíþróttavöll-
urinn á austurhluta svæðisins, knattspyrnuvöllur vestan megin og áhorf-
endastúka í miðjunni. Illmögulegt að mati arkitekta, segir formaður ÍRA.
Í HNOTSKURN
»Ólafur Jónsson segir arki-tekta telja illmögulegt að
koma áhorfendastúku fyrir á
milli vallanna á Þórssvæðinu,
nema frjálsíþróttavöllurinn
verði á vesturhluta.
NORÐURLANDSDEILD Heila-
heilla var stofnuð formlega á fjölsótt-
um fundi á Akureyri á mánudaginn.
Heilaheill eru samtök um sjúkdóm-
inn heilaslag (heilablóðfall) og ein-
beitir sér einkum að velferðar- og
hagsmunamálum þeirra sem hafa
orðið fyrir heilaslagi og skaða af
völdum þess. Heilaheill leggja einnig
áherslu á að aðstoða aðstandendur
einstaklinga sem orðið hafa fyrir
heilaslagi.
Fundinn sótti m.a. fólk sem orðið
hefur fyrir heilaslagi, aðstandendur
og hjúkrunarfólk.
Ingvar Þóroddson læknir, einn
þeirra sem skipulögðu stofnun deild-
arinnar, ræddi almennt um heilaslag
og svaraði fyrirspurnum. Þórir
Steingrímsson, formaður Heila-
heilla, og Ingólfur Margeirsson,
fræðslufulltrúi samtakanna, sátu
báðir fundinn og ávörpuðu fundar-
gesti.
Norðurlandsdeild Heilaheilla er
fyrsta skref samtakanna í þá veru að
efla fræðslu um heilablóðfall og
vinna að forvörnum að því lútandi
um allt land og efla tengsl milli sjúk-
linga, aðstandenda og fagfólks varð-
andi heilaslag sem er ört vaxandi
sjúkdómur. Um 700 einstaklingar á
Íslandi fá heilaslag árlega eða um
tveir á dag.
Samtökin starfa á breiðum grund-
velli, m.a. með félagsstarfsemi og
veita fræðslu og upplýsingu um
heilaslag.
Öllum sem vilja fræðast meira um
samtökin eða heilaslag er bent á
skrifstofu samtakanna í Nóatúni 12 í
Reykjavík. Síminn þar er 561 2200.
Farsími er 860 5585.
Ný deild
Heilaheilla
stofnuð
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Það er auðvitað alltaf skemmtilegast
að geta gert mönnum til hæfis og að sjá þá fara
ánægða út úr búðinni,“ sagði Ágúst R.
Morthens, veiðimaður og eigandi Veiðisports á
Selfossi, sem hann hefur starfrækt síðan 2. maí
1987. Verslunin er til húsa við Eyraveg og er
lax- og silungsveiðimönnum að góðu kunn en
þeir eru margir sem ekki fara í veiðitúr án þess
að koma við hjá Gústa.
Margir hafa þá trú að heimsókn í Veiðisport
fyrir veiðiferð geri veiðivonina enn meiri enda
er af mörgu að taka í versluninni sem hefur nú
verið stækkuð og svo er kaupmaðurinn ótæm-
andi visku- og sagnabrunnur þegar veiði, veiði-
tól og veiðiaðstæður eru annars vegar.
Veiðimenn fullir bjartsýni
„Já, ég hef eignast marga góða kunningja í
gegnum tíðina og smám saman hefur reynslan
safnast saman og margir láta mig vita af því
hvernig tilsögnin virkaði í það og það skiptið en
það er mjög gaman og kryddar tilveruna og svo
fylgir oft veiðisaga með.
Það er mikið veitt í Árnessýslu og austur um.
Þetta er vaxandi sport og menn eru stöðugt á
ferðinni til að huga að möguleikum í veiði. Ég
er hérna alveg fram til klukkan sjö á kvöldin og
fer ekki heim fyrr en sá síðasti hefur yfirgefið
staðinn.
Núna eru þær aðstæður uppi að netin eru að
hverfa úr Ölfusá og þá vaknar meiri von um
veiði þegar þau hundruð fiska sem farið hafa í
netin koma á stangaveiðisvæðin. Ég finn það að
veiðimenn eru strax fullir bjartsýni um að meiri
fiskur verði á veiðisvæðunum á vatnasvæði Ölf-
usár og Hvítár. Það er auðvitað alveg klárt að
stangaveiði getur orðið stórútgerð hér á Suður-
landi með því að menn hugsi vel um árnar og
séu ekki of kröfuharðir um að hirða allan fisk
sem bítur á. Svo er sjóstöngin vaxandi þáttur
sem maður reynir líka að sinna enda eru sjó-
stangveiðimót um allt sem menn eru að sækja.
„Hann var gríðarlegur“
Það hefur verið vaxandi sala í veiðivörum,
menn vilja koma hér og kaupa vörur og fá ör-
litla tilsögn í leiðinni, menn vilja vita hvernig
þetta virkar. Svo fá menn hvatningu og góðar
óskir og auðvitað er skipst á góðum veiðisögum
sem alltaf eru til. Ég hélt einu sinni að ég hefði
fest túpuna í botni og reyndi að losa hana með
lagni en þá allt í einu lagði stórfiskur af stað
með línuna út í næsta hyl þar sem hann velti
sér hring eftir hring og náði að losa úr sér en ég
gerði þá vitleysu að halda ekki fast í hann eins
og maður myndi gera í dag. En ég fæ örugglega
aldrei svona stóran fisk á aftur, hann var gríð-
arlegur,“ sagði Ágúst R. Morthens, veiðimaður
og eigandi Veiðisports á Selfossi, og leggur
áherslu á orðin en hann hefur staðið veiðivakt-
ina í versluninni í 20 ár og lætur engan bilbug á
sér finna.
Ágúst R. Morthens í Veiðisporti á Selfossi hefur þjónað veiðimönnum í 20 ár
Stangaveiði getur orðið
stórútgerð á Suðurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Álitlegt agn Ágúst Morthens með fluguboxið og tvær flugur, Skrögg og hinn litríka Hróa hött.
Selfoss | Bókamarkaður er haldinn um
þessar mundir í Listagjánni á Bæjar- og
héraðsbókasafninu á Selfossi. Markaður-
inn er opinn á afgreiðslutíma bókasafnsins
til laugardagsins 2. júní.
Á markaðinum eru til sölu á sanngjörnu
verði skáldsögur, ævisögur, fræðibækur,
barnabækur, kiljur, ástarsögur, spennu-
sögur, gamlar bækur og nýjar.
Bækur á markaði
Þorlákshöfn | Félagar úr unglingadeild-
inni Strumpi sem er deild innan björg-
unarsveitarinnar Mannbjargar í Þorláks-
höfn fór í göngu á dögunum. Tilgangurinn
var að safna áheitum vegna námskeiða
fyrir upprennandi björgunarsveitarmenn
og konur og er haldið á Gufuskálum á
Snæfellsnesi.
Gangan hófst við björgunarskýlið í Þor-
lákshöfn kl. 9.20 að morgni og lauk við
Rauðavatn klukkan 19.15. Gangan tók 9
tíma og 40 mínútur.
Í göngunni sást vel hvað Þorlákshafn-
arbúar eiga öflugan hóp ungmenna sem
tilbúinn var að leggja þetta á sig til að
komast á námskeið fyrir unglingadeildir,
segir í fréttatilkynningu.
Áheitasöfnun er enn í gangi.
Gangan til
Reykjavíkur tók
tíu klukkustundir
Áhugi Ungt björgunarsveitarfólk gekk í
heilan dag til að afla fjár fyrir námskeiði.