Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 24
Ég er heillaður af hönnun áþessu tímabili tuttugustualdarinnar, öðrum ogþriðja áratugnum. Hún er svo gullfalleg. Það sem einkenndi þetta tímabil var fágun og glæsi- leiki, hjá þeim sem áttu peninga, auðvitað. Nokkuð sem mér finnst aldrei hafa komið aftur. En svo kom kreppan og lagði allt í rúst.“ Það var gamall draumur Þrastar að kaupa Lincolninn, draumur sem hann gerði að veruleika árið 2003. „Ég vann aðeins á söfnum þegar ég var yngri, m.a. Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og Samgöngutækjasafni sem sett var upp á Egilsstöðum 1993. Þar komst ég í kynni við tíma- bilið og erlenda ferðamenn sem margir höfðu sögur að segja frá sín- um löndum og eins hef ég lesið mik- ið um það. Ég hef lengi sankað að mér hlut- um frá þessu tímabili, einkum fyrir heimilið, bæði hér heima og erlend- is. Ég flutti inn fornbíl árið 1989 og það dró ekki úr áhuga mínum á þeim.“ Þegar Þröstur hóf svo að vafra um netheima um aldamótin síðustu varð Lincoln, árgerð 1930, fljótlega á vegi hans. Lincoln var bíllinn sem hinir ríku, frægu og valdamiklu í Bandaríkjunum á þessum tíma, eins og uppfinningamaðurinn Thomas Edison og forseti Bandaríkjanna, Herbert Hoover, kusu. „Ég sá þennan bíl árið 2000 á e-bay, langaði að kaupa hann en gerði það ekki. Árið 2003 sá ég að hann var aftur til sölu og ákvað ég þá að láta slag standa.“ – Hvers vegna tókstu þá ákvörð- un? „Ég var búinn að sjá svo eftir því að hafa ekki keypt hann árið 2000,“ segir Þröstur og hlær. ,,Bílinn er stórglæsilegur og alveg ökuhæfur. Það er fín tilfinning að keyra hann.“ – Og ertu alltaf svona fínn í tauinu við stýrið? „Ja, kannski ekki alltaf en oft. Mér finnst þessi klæðnaður vel við hæfi. Þegar ég var á ferð í Edin- borg rambaði ég þar inn í herra- fataverslunina Slater. Þeir áttu jakkaföt frá öllum tímabilum og vissu nákvæmlega hvað ég var að meina þegar ég sagði mig vanta föt í stíl við bílinn. Ég er auðvitað í „two-tone“-skóm við, þessum svart/ hvítu og svo setur hatturinn punkt- inn yfir i-ið.“ Gamaldags matur er næringarríkur En Þröstur hefur áhuga á fleiru góðu úr fortíðinni en góðri hönnun, nefnilega góðum og næringarríkum mat fyrir börnin. Hann er mat- sveinn að mennt og sér um mötu- neyti grunnskólabarna í Hagaskóla og var ráðgefandi um þau mál í nokkrum skólum Reykjavíkur. „Jú, það má segja að ég leiti til fortíðar í þeim efnum og sé dálítið þjóðlegur en það er einfaldlega vegna þess að sá matur er eldaður frá grunni og er næringarríkur. Kjöt í karríi, rófur og gulrætur, hangikjöt og svið, svo ég tali nú ekki um nætursaltaða ýsu er hollt og gott fyrir börnin. Nútímabörn fá oft ekki neitt almennilegt að borða, það er bara staðreynd, og stundum er það einfaldlega ástæða fyrir skorti á einbeitingu og hegðunar- erfiðleikum. Ég legg því áherslu á heitan hádegismat í mötuneytinu. Sumir telja að börnin fitni af því að borða hádegismat en það er af og frá. Það fitnar enginn af því að borða hádegismat, börn og full- orðnir fitna oftast af hreyfingar- leysi. Börnunum finnst maturinn góður, sum þurftu tíma til að venj- ast honum en ég held að flest séu nú ánægð,“ segir matsveinninn sem talar ekki bara heldur framkvæmir og bauð m.a. borgarstjóranum í Reykjavík, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, í svið í Hagaskóla og að kynna hon- um þessi mál. „Ástríðan og aðdráttaraflið snýst um það sem vel er gert í upphafi og endist vel. Lincolninn er vel byggð- ur bíll, minn hefur enst í 77 ár og góðir matarsiðir í æsku auka lík- urnar á betri heilsu.“ Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Eyþór Glæsileiki Þröstur er stoltur eigandi Lincoln 1930 og klæðir sig oft upp þegar han keyrir eðalvagninn. Gamlir bílar og góð- ir matarsiðir endast Hann hefur engan áhuga á bílum nema sínum, Lincoln, árgerð 1930. Þröstur Harðarson, kokkur í Hagaskóla, upplýsti Unni H. Jóhannsdóttur um tvennt, hvers vegna hann dáir bílinn og vill gefa börnum almennilegan mat eins og tíðkaðist ekki fyrir svo mörgum árum. Tónlistarkokkur Þröstur heillar börnin í Hagaskóla ekki aðeins með matnum heldur grípur hann stundum í smágítar í hádeginu. Ferðaþjónustan er mikilvægur hluti atvinnulífs í Stykkishólm- inum og nú eru sumarferða- langarnir farnir að sjást. » 27 bæjarlífið Þau tóku fimmtíu ára gamla blokkaríbúð og færðu hana í nú- tímabúning þar sem naum- hyggjan fær að njóta sín. » 26 lifun daglegtlíf |laugardagur|26. 5. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.