Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.05.2007, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SNÖGGIR AÐ HÆKKA VERÐ, EN SEINIR AÐ LÆKKA Málflutningur þeirra AndrésarMagnússonar, fram-kvæmdastjóra Félags ís- lenskra stórkaupmanna, og forsvars- manna stóru smásölukeðjanna Kaupáss og Haga, þeirra Eysteins Helgasonar og Finns Árnasonar, er ekki sannfærandi, þegar þeir reyna að verja þá staðreynd að vöruverð hefur ekki lækkað að undanförnu, heldur hækkað, þrátt fyrir mikla styrkingu krónunnar gagnvart dollar og evru frá áramótum. Andrés sagði hér í Morgunblaðinu í gær að matvöruheildsalar hefðu mis- jafnar aðferðir til að bregðast við gengisbreytingum. Sumir brygðust kannski við tvisvar á ári, skoðuðu þá þróun á gengi og erlendum hækkun- um en aðrir brygðust hraðar við. Þetta eru engar skýringar því um síðustu áramót var gengi dollars um 70 krónur en er nú um 62 krónur. Því væri eðlilegt að matvara og önnur vara sem flutt er hingað frá Banda- ríkjunum og innflytjendur greiða fyr- ir í dollurum væri að minnsta kosti 10% ódýrari nú en hún var um áramót- in. Innflytjendur þurfa ekki margra mánaða umþóttunar- og aðlögunar- frest þegar krónan veikist og erlendir gjaldmiðlar hækka í verði. Þá vefst það ekki fyrir innflytjendum að hækka þegar í stað vöruverðið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, rifjaði upp hér í Morgunblaðinu í gær að í upphafi þessa árs hefðu birgjar séð sig neydda til að hækka verð á matvöru, m.a. með þeim rökum að krónan hefði veikst. Það er rétt hjá Jóhannesi að neyt- endur eiga heimtingu á því að fyrir- tæki grípi nú til ráðstafana í hina átt- ina, þ.e. lækki vöruverð tafarlaust, vegna styrkingar krónunnar. Mál- flutningur og rökstuðningur stór- kaupmanna og smásala verður að virka eins í báðar áttir, bæði til hækk- unar og lækkunar, eftir því hvort krónan styrkist eða veikist, ella er hann alls ekki trúverðugur. Það er heldur ekki trúverðugur málflutningur þeirra Eysteins Helga- sonar og Finns Árnasonar að nota það sem höfuðröksemd gegn lækkunum á matvöruverði að einungis 30% mat- vörunnar, sem seld er á Íslandi, séu innflutt. Við þær aðstæður sem ríkt hafa hér á markaði og sterka stöðu krónunnar er það auðvitað óþolandi að verð á mat- og drykkjarvöru skuli hafa hækkað um 1,3% á milli mánaðanna apríl og maí. Forsvarsmenn smásölunnar í land- inu þurfa einfaldlega að taka af skarið og svara án útúrsnúninga. Svör þeirra þurfa og eiga að vera í þá veru að fyrst gengi krónunnar hafi styrkst sem þessu nemi frá áramótum muni smá- salar þegar í stað sækja verðlækkun sem styrkingu krónunnar nemur til birgjanna og skila síðan þeirri verð- lækkun sem neytendur eiga kröfu á þegar í stað út í verðlagið til neytenda. TÍMI TIL KOMINN AÐ SKAPA TRAUST Dómur Hæstaréttar í máli Ör-yrkjabandalags Íslands gegn íslenzka ríkinu, sem féll í fyrradag, er vonandi ákveðinn lokapunktur í afar óheppilegri sögu samskipta þessara aðila undanfarin ár. Traust hefur ekki ríkt á milli samtaka ör- yrkja og ríkisvaldsins. Þrjú dómsmál hafa verið höfðuð til að knýja fram breytingar á bótum öryrkja. Í tveimur þeim fyrri, sem örorkulífeyrisþegar höfðuðu með stuðningi Öryrkjabandalagsins, höfðu þeir sigur fyrir Hæstarétti og fengu viðurkennt að tiltekið fyrir- komulag á skerðingu bóta öryrkja vegna tekna maka stæðist ekki stjórnarskrána. Niðurstaða þessara dómsmála skipti auðvitað máli, ekki sízt í víðara pólitísku og lögfræði- legu samhengi, en átti þó aðeins við um afmarkaðan hóp og breytti engu um kjör langflestra öryrkja. Margir, þar á meðal Morgun- blaðið, bundu því vonir við það sam- komulag sem Öryrkjabandalagið og þáverandi heilbrigðis- og trygginga- ráðherra gerðu með sér í marz 2003 og kvað á um hækkun grunnlífeyris allra öryrkja, aldurstengingu bóta og aukin tækifæri fyrir öryrkja í at- vinnulífinu. Það voru mikil von- brigði þegar ríkisstjórnin stóð ekki við þetta samkomulag að fullu, mið- að við skilning Öryrkjabandalagsins og margra fleiri á því. Reiði margra öryrkja í garð fyrrverandi ríkis- stjórnar var mikil, eins og kom skýrt fram í nýafstaðinni kosningabar- áttu. Niðurstaða Hæstaréttar, um að ekki hafi verið kominn á bindandi samningur um tiltekið fyrirkomulag á hækkun bóta, getur í raun fyrst og fremst stuðlað að því að auka enn á tortryggni öryrkja og samtaka þeirra gagnvart ríkisvaldinu. Þeir geta með réttu haldið því fram að semja verði um hvert einasta smáat- riði við stjórnvöld til að samkomulag á borð við þetta haldi. Þetta má að sjálfsögðu ekki verða niðurstaða málsins. Nú er kominn tími til að skapa á ný traust í sam- skiptum öryrkja og stjórnvalda. Í hinum nýja stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- arinnar er sterk áherzla á bættan hag aldraðra og öryrkja. Ríkis- stjórnin verður að standa við öll sín loforð gagnvart lífeyrisþegum í stjórnarsáttmálanum. Nýr félagsmála- og tryggingaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, hef- ur verið ötull talsmaður öryrkja. Henni er vel treystandi til að skapa á ný traust í samskiptum við öryrkja og vinna að því að tryggja þeim mannsæmandi tekjur, auk þess að stuðla að því að fólki verði hjálpað til að endurheimta starfsorku sína og snúa aftur á vinnumarkaðinn. Þetta er eitt af mörgum brýnum verkefn- um nýs ráðherra velferðarmála. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is V ið höfum verið þeirrar skoðunar að það þurfi að styrkja lögreglu hvað varðar heimildir viðvíkj- andi Netinu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu, spurður hvort yfirvöld búi yfir nægilega öflugum úrræðum til þess að sporna við ólögmætri háttsemi sem viðgengst í netheimum. Aðgengi al- mennings að ólöglega dreifðu höfund- arréttarvörðu efni hefur sennilega aldrei verið meira og hið sama gildir um klám og ýmiss konar niðurlæg- ingar- og ofbeldisefni. Að undanförnu hefur Morgunblaðið fjallað um leik sem íslenskir tölvunotendur deila hver með öðrum, en leikurinn hefur það að markmiði að nauðga kvenfólki með ýmsum aðferðum. Umfjöllunin hefur vakið marga til umhugsunar um það hvort lögregla og önnur yfirvöld búi yfir nægilega virkum úrræðum til þess að sporna við dreifingu efnis á Netinu, hvort sem það er varið af höfund- arrétti eða dreifing þess felur í sér brot á hegningarlögum eða öðrum lög- um. Lénsherra torrent.is ákvað í gær að fjarlægja leikinn RapeLay af vefsvæð- inu um sinn. Á vefnum torrent.is kem- ur fram að umsjónaraðilar vefsvæð- isins hafi faið að „óskum kynferðis- brotadeildar lögreglu um að hindra frekari dreifingu á leiknum RapeLay á meðan rannsókn stendur yfir um lög- mæti hans hér á landi,“ eins og það er orðað á vefsvæðinu. „Mér finnst menn vera svolítið óör- uggir í þessum efnum. Þetta er það nýtt fyrirbæri að ég held að við sem störfum við þetta höfum einfaldlega ekki áttað okkur fyllilega á þessu margslungna umhverfi og úrlausn- irnar blasa ekki við,“ segir Bragi og telur fulla ástæðu til að taka þessi mál til nánari skoðunar. Hann bendir á að í Bretlandi og Noregi sé verið að breyta lögum í því augnmiði að gera rann- sóknarúrræði lögreglu varðandi Netið virkari. Lögregla ágætlega í stakk búin „Þetta er breyttur heimur og umfang efnis sem við erum að rannsaka sem er inni í tölvunum er orðið miklu meira og það margfaldast á hverju ári,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins. Hann segir að í lögreglu. Hann segi að styrkja eigi og ef þessu sviði og auka færni, líkt og Steing hafi lagt til í aðdrag inganna. Spurður u því að breyta lögum lögreglu víðtækari h og aðgerða á Netinu slíkt hafi þegar veri mæli og bendir á ný sem gerðar hafi ver um, til þess að greið reglu að IP-tölum n lögreglu séu færðar arheimildir vegist h sjónarmiðin um hag af því að afbrot séu vegar og hins vegar þeirra sem rannsók sjálfu sér gildi sömu reglur í net- heimum og annars staðar, en það sem flæki málin sé sú staðreynd að erfitt geti verið að finna ábyrgðaraðilana eða í hvaða landi efnið sé sett inn á Netið. Hann telur lögregluna ágætlega í stakk búna til þess að sinna þeim verk- efnum sem við blasi á Netinu, en hún þurfi hins vegar alltaf að vera á tánum, og hið sama gildi um löggjafann. Innan lögreglunnar er starfandi tölvurannsókna- og rafeindadeild sem vinnur að rannsóknum á tölvum. Deildin er hins vegar einungis stoð- deild sem aðstoðar rannsakendur í öðrum deildum, s.s. í kynferðis- og efnahagsbrotum. Stefán segir að rann- sóknarmenn sem hafi með tölvurann- sóknir að gera séu í stöðugri þjálfun og að þessi efni séu í stöðugri þróun hjá Fréttir af þrívíddartölvuleik sem byggist á nauðgunum „Þetta er brey Forstjóri Barnaverndar- stofu telur að efla eigi heimildir lögreglu til eft- irlits með ólögmætri háttsemi á Netinu. Lög- reglustjóri segir lögreglu vel í stakk búna til að takast á við nýja tíma. FRÉTTASKÝRING Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FRÉTTIR af því að hægt væri að nálgast leik sem byggist á nauðgunum og misþyrmingum í gegnum íslenska vefsíðu hafa vakið óhug og ýmsir haft orð á því að stöðva þyrfti dreifingu á tölvuleikjum sem þessum. Það er þó hægara sagt en gert. Leiknum RapeLay er aðallega dreift með svo- kallaðri torrent-dreifingu, en sú tækni byggist á því að allir sem sækja sér efnið dreifa því líka og þannig jafnast netálag á því fleiri tölvur sem við- komandi efni verður vinsælla. Ýmis fyrirtæki og samtök nota þessa tækni til að dreifa löglegu efni, til að mynda er hægt að sækja flestar gerð- ir af Linux-stýrikerfinu á þennan hátt, ýmislegu fræðslu- og skemmtiefni hefur verið dreift með þessu móti, hljómsveitir og tónlistarmenn og kvikmyndagerðarmenn hafa nýtt tæknina til að dreifa eigin efni og svo má telja. Stærstur hluti torrent-notkunar felst þó í að dreifa efni á ólöglegan hátt, til að mynda stoln- um hugbúnaði, kvikmyndum og tónlist. Einnig er dreift ýmsu efni sem ekki er ólöglegt en mörgum þykir brjóta í bága við almennt siðferði eins og efni sem elur á kynþáttahatri og kven- fyrirlitningu og leikurinn RapeLay er gott dæmi um hið síðarnefnda. Allir sem sækja dreifa Þeir sem ætla sér að sækja torrent-skrá byrja á að lesa skrá sem inniheldur slóðina á einhverri deilitölvu, svonefndum tracker, heiti skrárinnar, eða skránna, lengd o.s.frv. Síðan nota þeir við- Ógerningur að koma í Morgunblaðið/G. Rúnar Sigurður Þór Þrastarson, 18 ára „MÉR finnst þetta of gróft og of langt gengið. Það á náttúrlega bara að taka leikinn út. Ég er ekkert inni í þessu torrent, en ég sá þetta í fréttunum um daginn. Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, að vera í hlutverki manns sem gengur um og nauðgar kon- um,“ segir Sigurður. Sk þrí þát öfu neð þei M ath ing hun og Ótta „MÉR menn sig. Þ henda virkil netin þess a H þ R Morgunblaðið/G. Rúnar Svavar Þór Georgsson, 20 ára „ÞETTA er alveg góður leikur sko, ég prófaði hann hjá bróður mínum og mæli bara með honum,“ segir Svavar. Spurður hvort það sé ekkert skrýtið að bregða sér í hlutverk nauðgara segir Svavar að umfjöllunarefni leiksins eigi sér stað í raunveru- leikanum. „Það eru til byssuleikir og það er til fólk í heiminum sem að skýtur aðra með byssu. Það er til fólk í heiminum sem er að nauðga fólki og af hverju ekki að búa til leik um nauðganir?“ segir Svavar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.