Morgunblaðið - 12.06.2007, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Engar áhyggjur, góði, þegar ekkert verður eftir af þorski til að skera, þá snúum við okkur
bara að skjátunum, ég er nú líka rollumálaráðherra.
Framsóknarflokkurinn er búinn aðkoma sér upp nýrri forystu eftir
nokkrar hremmingar. Áður hafði
Guðni Ágústsson tekið við sem for-
maður flokksins, þegar Jón Sigurðs-
son sagði af sér.
Um helgina var svo ValgerðurSverrisdóttir kjörin nýr varafor-
maður. Þar með hafa framsókn-
armenn end-
urskipulagt
forystu sína og
ganga nú fram til
orustu.
Morgunblaðiðhefur áður
lýst þeirri skoð-
un, að þau Guðni
og Valgerður séu
býsna öflugt
teymi til þess að takast á við vanda-
mál og verkefni Framsóknarflokks-
ins.
Það finnast ekki sannari þjóðlegiríhaldsmenn en Guðni Ágústsson
og Valgerður Sverrisdóttur óx mjög
í starfi utanríkisráðherra og er víg-
reif í stjórnmálastörfum sínum.
En eitt vantar þau til þess að getaunnið það verk, sem þau hafa
tekizt á hendur fyrir Framsókn-
arflokkinn. Þau eru ekki búin að
finna hinn rétta tón.
Þau hafa bæði sagt ýmislegt frá þvíað ný ríkisstjórn var mynduð en
í þeim textum er ekki að finna þann
nýja grundvöll fyrir endurreisn
Framsóknarflokksins, sem er lífs-
nauðsynlegt fyrir þau að finna.
Þetta er flókið verkefni og það ererfitt fyrir þau að finna hinn
eina sanna tón. En á því veltur mikið.
Að þau finni þann þráð í rótumFramsóknarflokksins, sem getur
tengt hann við nýja tíma með eðlileg-
um hætti.
STAKSTEINAR
Valgerður
Sverrisdóttir
Hinn rétti tónn
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
*$;<
!
"##
*!
$$; *!
! "
"
#"
$#
=2
=! =2
=! =2
"!
% &
'
()*%#+
<2>
/
# #
*%%%, -#
.* #
#/*%0#
#
'1
2
%1
=
87
#
!%,
*%
%%,
-
0#
#
'12+ 3
1
2!%
#
!% + 3
%
*%
" $
#", '
4
'
#
/*%
'
1
2
%1
53%%#66
%#"7 #
*#&
'
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
1 ,
1 1 1
1
1
1
/
/
/
/
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
Jón Agnar Ólason | 11. júní 2007
Met í ljótleika
Það er með eindæmum
að sú borg sem jafnan
er af eigin íbúum skip-
uð sú svalasta í heimi,
London, skuli ekki hafa
komist betur frá því að
hanna merki fyrir ól-
ympíuleikana sem þar verða 2012.
Það er ekkert sem segir „Swingin’
London“ í þessu afleita lógói; mér
dettur í hug að kalla þetta lógóleysu,
sbr. orðið mannleysa sem notar er
um mann sem er almennt glataður
og til fárra hluta gagnlegur.
Meira: jamesblond.blog.is
Anna Ólafsdóttir Björnsson | 10. júní
Hvað nú Framsókn?
Hvort sem okkur í VG
líkar betur eða verr
verðum við [og Fram-
sókn] saman í stjórn-
arandstöðu. Ég efast
ekki um að það mun
ganga vel að græða
sárin eftir málefnalega ósamstöðu í
stóriðjumálum. Oft eru flokkar sam-
an í stjórnarandstöðu sem eiga ekk-
ert annað sameiginlegt en að veita
sitjandi ríkisstjórn aðhald og það er
einmitt það sem ég sé þessa flokka
eiga sameiginlegt.
Meira: annabjo.blog.is
Sigurður G. Tómasson | 10. júní 2007
Sleppti honum!
Það var eiginlega krók-
urinn sem gaf þetta
mest, landaði fimm
bleikjum, missti eina
fyrir óþolinmæði og
kæruleysi. Svo tók ég
reyndar einn urriða,
ekki stóran, og sleppti honum. En
þetta var kvöld við vatnið eins og
þau gerast best, himbriminn söng
ástarsöng suður undir Arnarfelli,
toppandapar synti hjá og stokkönd
var á brauðskógi innst í víkinni. Guði
sé þökk fyrir svona daga.
Meira: einherji.blog.is
Sigríður Laufey | 11. júní 2007
Hraðakstur –
uppeldisvandamál
og agaleysi?
Hins vegar vekur það
upp spurningar. Hvers
vegna eru menn svona
innstilltir, að aka á
ofsahraða, geta ekki
virt lög, vantar ábyrga
siðferðilega vitund fyr-
ir öðrum í samfélaginu? Oft er um
drykkjuskap að ræða, oftast eru það
ungir karlmenn sem eru haldnir
þeirri ástríðu að fá einhvers konar
útrás fyrir frelsi.
Hvar á að leita orsakanna? Í upp-
eldinu, þar með talinni grunnskóla-
göngunni? Er agaleysið í uppeldinu
orsakavaldur? Hafa foreldrar ekki
tíma til uppeldis vegna vinnu? Vant-
ar skólana öðruvísi stefnumörkun
þar sem fyrst og fremst er lögð
áhersla á samskipti, að taka siðferði-
lega afstöðu með samræðum og per-
sónulegum samskiptum við börnin?
Bókleg og verkleg fög eru vissulega
mikilvæg en ef mannleg samskipti
eru ekki innrætt með nægilegum
siðferðilegum gildum, vantar þá
þann grunn sem framtíð samfélags-
ins byggir ætíð á? Sigla börnin í
gegnum grunnskóla án mannlegra
gilda með afskiptaleysi/stefnuleysi
stjórnvalda þar sem skólinn er
meira eins og „köld geymsla“ fyrir
börnin þegar almennri kennslu hef-
ur verið sinnt, þ.e. bóklegri? Þáttur
íþróttafélaga barna er einnig vissu-
lega mikill og hvernig íþróttaand-
anum er komið á framfæri þar.
Ekki vantar menntað fólk, sál-
fræðingar og félagsfræðingar eru
vissulega til staðar, en frekar til að
leysa sérstök tilfelli, sem upp koma,
þeir eru ekki nógu stór almennur
þáttur í skólastefnunni að því er
virðist. Ekki hefur mátt viðurkenna
guðfræðimenntað fólk sem fastan
þátt í skólauppeldinu þótt boðskapur
Krists sé frambærilegur óháð því
hverrar trúar menn eru, kristin gildi
gætu bætt verulega uppeldisþáttinn
án þess að um innrætingu væri að
ræða.
Alls ekki væri nauðsynlegt að
kirkjan kæmi þar að með beinum
hætti. Að þegja umrætt vandamál í
hel án umræðu og aðgerða að hálfu
skóla, stjórnvalda og foreldra er að
fresta hæfilegum aga í uppeldi kom-
andi kynslóða áfram.
Meira: logos.blog.is
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS
UNDANFARNA daga hefur verið
sannkallað sumarveður og sól-
argeislarnir leikið við landann á
flestum stöðum á landinu.
Mannfólkið fagnar sumrinu
með mismunandi hætti en þessi
unga dama sem sést á myndinni
hafði gert sér blómakrans úr fífl-
um og sat fyrir við tjörnina.
Sýndi stúlkan fyrirsætutakta á
meðan vinkona hennar tók mynd-
ir í gríð og erg. Gæti yfirskrift
myndarinnar verið „velkomið
sumar“ enda breiðir stúlkan
faðminn á móti einhverju en
hvort það er sumarið sjálft eða
eitthvað allt annað skal látið
ósagt.
Morgunblaðið/Ásdís
Blómarós niðri við Tjörn