Morgunblaðið - 12.06.2007, Page 18

Morgunblaðið - 12.06.2007, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur Hvolsvöllur | Minningarhátíð um séra Tómas Sæmundsson Fjölnismann var haldin á Breiða- bólstað í Fljótshlíð sl. laugardag og í Sögusetr- inu á Hvolsvelli á sunnudag. Hátíðin var haldin að frumkvæði Rangárþings eystra og aðstand- enda Breiðabólstaðarkirkju af því tilefni að nú eru 200 ár liðin frá fæðingu Tómasar en hann fæddist 7. júní 1806 á Kúfhól í Austur-Land- eyjum. Leikþáttur um Tómas Á laugardeginum var leikinn þáttur um lífs- hlaup Tómasar í Breiðabólstaðarkirkju. Höf- undur þáttarins og leikstjóri er Guðrún Ás- mundsdóttir. Að því loknu var minningarsteinn um séra Tómas blessaður eftir endurgerð. Söfnuðu Íslendingar fyrir steininum eftir lát Tómasar og prýddu hann lágmyndir úr marm- ara sem síðar var skipt út fyrir afsteypur úr kopar. Steinninn kom í Breiðabólstaðar- kirkjugarð 1855 og hefur það verið mikið þrek- virki að koma honum þangað því hann er stór og myndarlegur úr dönsku grjóti, nokkur tonn að þyngd. Boðið var upp á kaffi að gömlum og góðum íslenskum sið í hlöðunni á Breiðabólstað að athöfn lokinni. Málþing í Sögusetrinu Á sunnudeginum var haldið málþing um séra Tómas í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Var þar fjallað um uppruna, ævi og störf Tómasar og helstu afrek hans. Þórður Tómasson í Skógum fjallaði um uppruna og ætt Tómasar en hann var sonur Sæmundar ríka í Eyvindarholti. Tómas var gáfumaður mikill og fór til mennta í Kaupmannahöfn þar sem hann lærði guðfræði. Talið er að hann hafi talað 8 tungumál og eftir að hann lauk námi ferðaðist hann um Evrópu, Litlu Asíu og allt til Svartahafs. Tómasi var veitt eitt af veigameiri prestsembættum lands- ins þrátt fyrir ungan aldur og fluttist hann á Breiðabólstað 1835, aðeins 28 ára að aldri. Séra Önundur Björnsson flutti erindi eftir dr. Gunnar Kristjánsson sem hann kallaði „Eldhugi í hempu“. Í erindinu var fjallað um Tómas sem kennimann og þau málefni sem hann barðist fyrir en honum var mikið í mun að innleiða bætta búskaparhætti í sveitum lands- ins og einnig lagði hann mikla áherslu á að bæta húsakynni á Breiðabólstað. Í erindinu kom fram að í byrjun var Tómas heldur um- deildur meðal sóknarbarna sinna en eftir því sem þau kynntust honum betur kunnu þau bet- ur að meta hann og að lokum var hann í mikl- um hávegum hafður. Hann var skipaður pró- fastur og vildi hann efla menntun prestanna og einnig lagði hann áherslu á að prestar hefðu konur sínar með á ferðalögum því þær hefðu þörf fyrir tilbreytingu eins og prestarnir sjálf- ir. Ef til vill má segja að Tómas hafi verið einna fyrstur til að huga að réttindum kvenna hér á landi. Rómantíska stefnan var leiðarljós Tóm- asar og vildi hann efla og hefja til virðingar allt sem þjóðlegt var og skerpa sjálfsmynd þjóð- arinnar. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson flutti er- indi sem hann nefndi „Í nábýli við Tómas Sæ- mundsson, minni og minjar“. Þar vék hann að því hvernig minning Tómasar blasti við honum í munnlegri geymd. Hann hafði m.a. kynni af Jóni biskupi Helgasyni sem var barnabarn Tómasar. Hann sagði einnig frá ýmsum bú- verkum Tómasar og man sjálfur eftir minjum um þau. Vildi Alþingi á Þingvöllum Sigurður Líndal prófessor fjallaði um ágreining Tómasar og Jóns Sigurðssonar um endurreisn og skipan Alþingis. Tómas taldi rétt að Alþingi væri haldið á Þingvöllum því þar ríkti hinn sanni þjóðarandi. Skömmu fyrir and- lát sitt skrifaði hann grein um endurreisn Al- þingis á Þingvöllum og skipan þess að fornum sið sem Jón svaraði en Tómasi gafst ekki færi á að hrekja ýmislegt sem þar kom fram. Í erind- unum kom fram að Tómas var mikill ham- ingjumaður í sínu einkalífi en kona hans, Sig- ríður Þórðardóttir, var búkona mikil og skörungur. Þau hjón eignuðust fimm börn á sjö árum, en aðeins tvö þeirra komust til fullorð- insára, þau Þórhildur og Þórður. Tómas veikt- ist af berklum í seinni hluta ferðar sinnar um Evrópu og stóð í sífelldri baráttu við sjúkdóm- inn eftir það. Í maí 1841 lést Tómas og í sömu viku tvær dætur hans, sem hvíla með honum í kistunni, en einnig misstu þau hjón son. Sigríð- ur ekkja hans giftist síðar Ólafi Steffensen og fluttist til Viðeyjar. Tómas varð mörgum harm- dauði og Jónas Hallgrímsson orti að margra mati eitt hið ódauðlegasta minningarljóð um vin sinn, „Dáinn, horfinn harmafregn“. Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Tómasar komu afkomendur hans saman á Breiðabólstað og héldu minningarstund í kirkj- unni. Taldi hópurinn a.m.k. 250 manns og að at- höfn lokinni var haldið kaffisamsæti í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum. Minningarhátíð um Tómas Sæmundsson Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Leiklist Leikhópurinn sem flutti leikþátt um ævi séra Tómasar eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Leikþátturinn var fluttur í Breiðabólstaðarkirkju og er hópurinn hér á tröppum kirkjunnar. Í HNOTSKURN »Tómas var gáfumaður mikill og fórtil náms í Kaupmannahöfn þar sem hann lærði guðfræði. Talið er að hann hafi talað 8 tungumál. »Tómas var mikill hamingjumaður ísínu einkalífi en kona hans, Sigríður Þórðardóttir, var búkona mikil og skör- ungur. » Rómantíska stefnan var leiðarljósTómasar og vildi hann efla og hefja til virðingar allt sem þjóðlegt var og skerpa sjálfsmynd þjóðarinnar. Tómasi var veitt eitt af veigameiri prestsembættum landsins þrátt fyrir ungan aldur Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Sandgerði | „Við vorum á hlaupum eftir ref í alla nótt. Hann kom eftir götunni og því voru einungis tvær útgönguleiðir. Einn situr við endann á veginum, hinn tekur á móti. Við náðum honum,“ sagði Sigurður K. Eiríksson, æðarbóndi í Norðurkoti í Sandgerði, í samtali við blaðamann, sem heimsótti hann á dögunum til að ræða um æðarvarpið sem nú er í blóma og skemmtilegt áhugamál Sigurðar, útskurð fugla. Sigurður K. Eiríksson hefur verið viðloðandi æðarvarp mestallt sitt líf þó svo að það hafi ekki verið hans eina vinna í gegnum tíðina. Faðir hans byrjaði með æðarvarp í hólma utan við Norðurkotslandið fyrir um 70 árum síðan en það fluttist síðan í land Norðurkots vegna betri skil- yrða. Fyrir þremur áratugum tóku Sigurður og Eiríkur bróðir hans við varpinu, en Sigurður segir varpið nú alfarið í höndum Sigríðar dóttur hans og tengdasonar hans, Páls Þórðarsonar. Tófan fælir mávinn frá varpinu Varpið í Norðurkoti og í landinu við hliðina, Fuglavík, er með stærstu vörpum á landinu samanlagt. Æðar- bændurnir á þessum tveimur stöð- um vakta svæðin í sameiningu og létta þannig undir hver með öðrum. Nú um mánaðamótin var aðalvarp- tíminn og Sigurður sagði varpið vera seinna á ferðinni núna en áður. Hann hefði hins vegar enga hald- bæra skýringu á seinkuninni. Refaveiðarnar sem eftirlitsmenn þurftu að stunda umrædda nótt eru engin nýlunda en Sigurður þvertek- ur fyrir að tófum hafi fjölgað hjá þeim eftir að flugvallaryfirvöld hófu að fjölga þeim í grennd við flugstöð- ina til að hafa hemil á mávunum, sem geta valdið miklum skaða þvæl- ist þeir í flugvélahreyflana. „Það eru engin vandamál með refinn,“ sagði Sigurður. „Þetta er bara eitt af því sem þarf að gera þegar maður er með æðarvarp. Auðvitað er það meiri vinna að þurfa að halda tófunni frá en því fylgja engin vandamál. Auk þess gerir mávurinn mun meiri skaða en tófan og hún hjálpar við að halda þeim frá.“ Í framhaldinu nefndi Sigurður að mávurinn æti frá æðarfuglinum og þannig væri skaðinn af honum meiri en af völdum tófunnar. Hvorugt dýr- ið vilja æðarbændurnir þó fá í varpið og þurfa þeir því að vakta það vel all- an sólarhringinn. „Það væri ekkert varp ef við gerðum það ekki,“ sagði Sigurður og rifjaði upp þegar varp- inu var rústað fyrir um 40 árum. Þá var byggður varðskúr og girt um- hverfis varpsvæðið. „Þá kom í ljós að það voru kettir sem ollu skaðanum og reyndar tófan líka.“ Tófuna nota þau hins vegar til að fæla mávinn frá og ef þau skjóta mjólkandi læðu finna þau grenið og ala ungana upp með því að gefa þeim í hreiðrin. Sigurður nefndi að tófan héldi mávinum í skefjum, þar sem hann héldi sig fjarri grenunum. Hann sagði líka gott að mávavarpið væri að mestu horfið á svæðinu en það var áður eitt það mesta í heimi á Miðnesheiðinni. „Ég er nú reyndar hræddur um að það eigi eftir að aukast aftur því nú er menn farnir að nota slor til uppgræðslu í hög- unum hér í kring og mávurinn sækir svo í það. Ég veit að menn hafa verið í vandræðum með að losna við slorið en það þyrfti að grafa það niður í stað þess að dreifa því á túnin.“ Sjálfur notar Sigurður slorið í æti handa æðarfuglunum ásamt grá- sleppu sem hann hakkar og gefur þeim í fjöruborðinu. Æðarbændurn- ir dreifa auk þess brauði við bæina fyrir æðarfuglinn. Beri á mávi er hann umsvifalaust skotinn. Þegar blaðamaður horfir yfir varpið sér hann einstaka máv voka yfir varpsvæðinu. Þarna á ferð eru einnig skoskir vísindamenn sem hafa komið hingað til lands í gegnum Fræðasetrið í Sandgerði og rann- saka æðarvarpið, m.a. hitastig og hjartslátt í eggjunum. Æðarfuglinn er hinn rólegasti yfir þessu. Geirfuglinn nýjasta viðfangsefnið Úti á hlaði heyrist að Sigurður er umkringdur mörgum tegundum fugla, enda segist hann hafa girt fyr- ir mófuglinn, ekki bara æðarfuglinn. Nálægðina við fuglana hefur Sigurð- ur nýtt í mjög áhugavert tómstunda- gaman. Hann sker fugla út úr tré og hver fugl er mikið listaverk. „Ég er ekki í neinum vandræðum með svip- inn, það gerir nálægðin við fuglana, en það er verra með litinn. Þá reyni ég að styðjast við fuglabækur,“ sagði Sigurður og blaðamaður lýkur heim- sókninni á því að fá að kíkja í skúr- inn þar sem útskurðurinn fer fram. Nýjasta viðfangsefnið er geirfugl- inn og fuglunum er Sigurður að reyna að koma í sölu, en segist léleg- ur í markaðssetningu. Handverk og hönnun hefur þó sýnt fuglunum áhuga og þeir hafa verið á sýningu á þess vegum og selst furðuvel, eins og Sigurður orðar það. Blaðamaður undrast það ekki enda stórhrifinn af fuglunum. Á tjörninni utan við hús Sigurðar svamla æðarhjón sem hann segir að eigi hreiður nálægt húsinu og utan varpsvæðis. „Það er einstaka fugl sem verpir utan svæðis og ég reyni að passa það. Svo er ég að vona að rjúpan komi hingað og verpi innan svæðis, en það er engin leið að reyna að stjórna því. Bráðum kemur krían í varpið. Þessum tjörnum þarf ég hins vegar að loka um leið og ung- arnir koma úr eggjunum, annars fara þeir sér að voða,“ sagði Sig- urður að lokum og ber greinilega mikla umhyggju fyrir fuglunum í lífi sínu. Fuglarnir eru jafnt innandyra sem utan Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Handverksmaður Sigurður K. Eiríksson er umkringdur fuglum og notar nærveru þeirra í skemmtilegt áhugamál, að skera fugla út úr tré. Sigurður K. Eiríksson er æðarbóndi og handverksmaður Í HNOTSKURN »Sigurður nefnir að tófanhaldi mávinum í skefjum, þar sem hann haldi sig fjarri grenunum. Hann segir líka gott að mávavarpið sé að mestu horfið á svæðinu en það var áður eitt það mesta í heimi á Miðnesheiðinni. »Nálægðina við fuglanahefur Sigurður nýtt í mjög áhugavert tómstundagaman. Hann sker fugla út úr tré og hver fugl er mikið listaverk. »Á tjörninni utan við húsSigurðar svamla æðarhjón sem hann segir að eigi hreiður nálægt húsinu og utan varp- svæðis. SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.