Morgunblaðið - 12.06.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 21
UMRÆÐAN
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
Fjöldi útgefinna miða: 130.000
Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og
540 1900 og á heimasíðunni www.krabbameinsfelagid.is/happ
skattfrjáls vinningur
að verðmæti
171
21.750.000 kr.
www.krabb.isKrabbameinsfélagsins
Sumarhappdrætti
Dregið 17. júní 2007
Vertu með og
styrktu gott málefni!
Ford Escape Limited
3,0i V6 sjálfskiptur.
Verðmæti 3.850.000 kr.
Bifreið eða greiðsla upp í íbúð.
Verðmæti 1.000.000 kr.
Úttektir hjá ferðaskrifstofu
eða verslun.
Hver að verðmæti 100.000 kr.
169
Glæsilegir vinningar:Höskuldur Jónsson rifjar uppskopvísuna:
Andskotinn í helvítinu hóar, hinumegin
við Esjuna snjóar.
Mýramenn í koppana kúka,
klóra sína lúsugu búka.
Guðmundur B. Guðmundsson
lærði fyrir fjórum til fimm áratug-
um þýðingu Carls Olsens kaup-
manns á þessari vísu yfir á dönsku:
Djævlen råbede i Helvede
Esjan rystede og skælvede.
Myrmænd i buksene sked
og lusen av maven gik ned.
Raunar var prjónað við vísuna og
hún notuð í lag sem margir þekkja:
Andskotinn í helvítinu hóar
hinumegin við Esjuna það snjóar
Mýramenn í koppana sína kúka
og klóra sína grálúsugu
sjúddírarírei, sjúddírarírei
klóra sínar grálúsugu kýr.
VÍSNAHORNIÐ
Af
andskota
pebl@mbl.is
Á FERÐINNI fyrir þig er yf-
irskrift kynningarátaks sem flutn-
ingasvið SVÞ, Samtaka verslunar og
þjónustu, hefur hleypt af
stokkunum og mun bera
fyrir augu vegfarenda á
þjóðvegunum í sumar.
Með þessu átaki viljum
við í flutningagreininni
minna á hlutverk okkar
og vekja þjóðina til vit-
undar um að við erum á
vegunum til að þjóna
samfélaginu öllu og er-
um mikilvægur hluti
þess.
Flutningabílar á þjóð-
vegum landsins flytja á
degi hverjum vörur í verslanir út um
allt land – vörur sem við viljum að fá-
ist þar sem okkur hentar þegar okkur
hentar. Til baka flytja þeir fram-
leiðsluvörur, hvort heldur er til út-
flutnings eða í verslanir á höfuðborg-
arsvæðinu. Við sjáum ástæðu til að
minna á þetta hlutverk okkar – að við
erum ekki á vegunum í þeim tilgangi
að vera fyrir öðrum vegfarendum
heldur í þeim tilgangi að þjóna þeim.
Þjóðfélagið hefur tekið miklum
breytingum á síðustu árum – breyt-
ingum sem ekki síst koma fram í um-
ferðinni. Umferðin hefur aukist gríð-
arlega og flutningabílar eru hluti af
henni. Sem dæmi um þetta var út-
flutningur á ferskum fiski með flugi
árið 1995 10 þúsund tonn – tíu árum
síðar 2005 var hann orðinn 30 þúsund
tonn. Fyrir 10 árum voru engar lág-
vöruverðsverslanir út um
land – í dag er fjöldi
slíkra verslana víða um
land. Forsenda þess að
hægt sé að reka þessar
búðir með sama þjón-
ustustigi og vöruverði
um allt land eru greiðar
og öruggar samgöngur
flutningabíla. Ferskleiki
vara hvar sem er á land-
inu verður ekki tryggður
nema með daglegum
samgöngum flutn-
ingabíla. Allar vörur sem
seldar eru og neytt er þarfnast flutn-
ings frá einum stað á annan. Það eru
flutningabílarnir – bílarnir okkar –
sem flytja þessar vörur. Þannig erum
við stór hluti af gangverki samfélags-
ins.
Vörurnar sem við kaupum í búð-
inni verða ekki til þar. Fiskurinn sem
fluttur er með flugi og seldur er háu
verði á markaði erlendis flytur sig
ekki sjálfur frá framleiðanda á flug-
völl. Við erum mjög kröfuharðir neyt-
endur. Við krefjumst þess að bjórinn
sem okkur finnst svo góður sé til í
búðinni þegar við ætlum að kaupa
hann. Við ætlumst til þess að áleggið
sem framleitt er fyrir norðan, skyrið
með bragðinu sem okkur finnst svo
gott – sé allt saman til þar sem við
viljum kaupa það þegar við ætlum að
kaupa það.
Það er þetta sem við viljum minna
á með því átaki sem ýtt er úr vör. Við
sem höfum með höndum rekstur
flutningabíla á vegum landsins erum
stolt af hlutverki okkar í samfélaginu.
Við vitum að tilvist okkar og þjón-
ustustig skiptir öllu máli hvort heldur
sem er fyrir atvinnulífið eða heimilin í
landinu. Í sumar koma vegfarendur á
vegum landsins til með að aka á eftir
flutningabílum sem minna á hlutverk
sitt með glaðlegum hætti. Með þessu
vonumst við til að vekja þjóðina til
umhugsunar um að flutningabílar eru
stór hluti af því hvernig samfélagið
virkar frá degi til dags. Við erum á
vegunum … fyrir þig.
… á ferðinni fyrir þig
Signý Sigurðardóttir
segir frá kynningarátaki
flutningasviðs SVÞ
Signý Sigurðardóttir
»… við erum á veg-unum til að þjóna
samfélaginu öllu og
erum mikilvægur
hluti þess.
Höfundur er forstöðumaður flutn-
ingasviðs SVÞ, Samtaka verslunar og
þjónustu.
Krafan um „aðgengi fyrir alla“ vís-
ar yfirleitt til áþreifanlegra hluta.
Hún er ákall um víðari
dyrakarma, hjólastól-
arampa, lyftur og ann-
að sem gerir hreyfi-
hömluðum auðveldara
að komast leiðar sinnar
í þjóðfélaginu. En sum-
ar hindranir í lífinu eru
ósýnilegar. Það þekkj-
um við sem erum með
astma og ofnæmi.
Margir astma-
sjúklingar eiga í dag-
legri baráttu við ósýni-
lega hluti – og sú
barátta mætir oft afar
takmörkuðum skilningi hjá þeim sem
ekki þekkja astma og ofnæmi af eigin
raun. Við getum til dæmis þurft að
varast sterka lykt en þegar reynt er
að útskýra þetta fyrir fólki, sem ang-
ar af dýrindis ilmvatni eða rakspíra,
heldur það stundum að okkur finnist
það illa lyktandi. En andþyngsli eru
enginn dómur um það hvort lykt af
ilmvatni, ilmkremi, reykelsi eða ilm-
kerti sé góð eða vond.
Einstaklingar með ofnæmi geta
líka þurft að forðast dýrahár, ryk,
heymaura, rykmaura og
annað sem erfitt er að
greina berum augum.
Manneskju með katta-
eða hundaofnæmi nægir
því ekki endilega að
forðast hunda og ketti.
Hún getur orðið fárveik
af því einu að setjast inn
í bíl hundaeiganda eða
sitja við hlið kattareig-
anda í kvikmyndahúsi.
Þar til 1. júní síðast-
liðinn áttu margir
astmasjúklingar einnig
erfitt með að fara á veit-
ingastaði, kaffihús, bari og skemmti-
staði. Á flestum þessara staða voru
reykingar leyfðar – en sígar-
ettureykur er einmitt eitt af þessu
ósýnilega sem fólk með viðkvæm
lungu þarf að forðast. Og það var ekki
nóg með að við þyrftum að anda að
okkur reyknum inni á þessum stöð-
um, heldur fylgdi sígarettulyktin okk-
ur alla leið heim. Fólk sem þolir illa
reykingalykt þurfti því að viðra fötin
sín og jafnvel þvo á sér hárið eftir inn-
lit á kaffihús. Það er að segja ef því
fannst yfir höfuð taka því að fara inn
á reykmettaða staði.
En núna er sumsé runnin upp ný
og betri tíð. Einum af ósýnilegu
þröskuldunum, sem gert hafa astma-
sjúklingum erfitt fyrir, hefur verið
rutt úr vegi. Fólk með astma og aðra
lungnasjúkdóma getur nú andað létt-
ar yfir góðri máltíð og hressandi
kaffibolla. Og auðvitað samgleðjumst
við líka starfsfólkinu sem ekki neyðist
lengur til að stunda áhættusamar,
óbeinar reykingar í vinnutímanum.
Öndum léttar
Jónína Leósdóttir skrifar um
reykingabann á veitingahúsum
Jónína Leósdóttir
» Fólk með astma ogaðra lungnasjúk-
dóma getur nú andað
léttar yfir góðri máltíð
og hressandi kaffibolla.
Höfundur er rithöfundur og félagi í
Astma- og ofnæmisfélaginu.
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt
fram frumvarp til breytinga á
stjórnarráðslögunum. Frum-
varpið lætur lítið yfir sér og virð-
ist fyrsta kastið fremur saklaust.
Á yfirborðinu snýst
það um að sameina
sjávarútvegsráðu-
neytið og landbún-
aðarráðuneytið ann-
ars vegar og hins
vegar að flytja
tryggingamálefni úr
heilbrigðisráðuneyt-
inu og í félagsmála-
ráðuneytið.
Er ástæða til að
hafa mörg orð um
þessar breytingar? Í
sjálfu sér ekki. Nema
fyrir þá sök að rík-
isstjórnarflokkarnir
hafa líka látið í veðri
vaka að fyrirhugaðir
séu viðamiklir flutn-
ingar á málaflokkum
milli ráðuneyta, fyrir
utan það sem laga-
frumvarpið gerir ráð
fyrir. Má þar nefna
flutning sveit-
arstjórnarmála úr fé-
lagsmálaráðuneyti í
samgönguráðuneyti,
ferðamála úr sam-
gönguráðuneyti í iðn-
aðarráðuneyti, mat-
vælamála úr
umhverfisráðuneyti í sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyti
og jafnvel flutning Íbúðalánasjóðs
úr félagsmálaráðuneyti í fjár-
málaráðuneyti. Og vafalaust ým-
islegt fleira.
Nei, það sem er sérlega at-
hugavert við lagafrumvarp rík-
isstjórnarinnar er að þar leynist
laumufarþegi sem bersýnilegt er
að stjórnin ætlar að setja í lög
þótt það hafi ekkert, nákvæmlega
ekkert, með breytingarnar á ráðu-
neytunum að gera. En þær breyt-
ingar eru sagðar meginefni og til-
gangur frumvarpsins. Það sem
mestu máli skiptir er að lagt er til
að draga mjög úr réttindum
starfsmanna, m.a. með því að fella
niður skyldu til að auglýsa laus
störf í stjórnarráðinu. Auglýs-
ingaskyldan gegnir veigamiklu
hlutverki, annars vegar til að
tryggja jöfn tækifæri allra til
starfa og starfsframa og hins veg-
ar til að tryggja að hæfasti ein-
staklingurinn sem völ er á hverju
sinni sé ráðinn til starfa. Augljóst
er að ríkisstjórnin vill kasta þess-
um markmiðum fyrir róða úr því
hún sækir það svo stíft að fá fram
þessar lagabreytingar.
Í umsögn BSRB við frumvarp-
inu er þessum breyt-
ingum mótmælt. Enn
fremur bendir BSRB í
umsögn sinni á að
breytingin geti haft
áhrif á aðkomu og
möguleika kvenna á
viðkomandi störfum.
Bandalagið bendir
jafnframt á að með
þessari breytingu er
verið að stíga stórt
skref aftur á bak og
að auki fyrsta skrefið
í þá átt að afnema
auglýsingaskyldu á
störfum hjá hinu op-
inbera. Getur verið að
þetta sé ásetningur
ríkisstjórnarinnar?
Ríkisstjórnar með að-
ild jafnaðarmanna?
Því verður ekki trúað
fyrirfram.
Í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar er
m.a. talað um gott
samstarf við stjórn-
arandstöðuna og í
ræðu sinni í umræðum
um stefnuræðu for-
sætisráðherra lagði
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylking-
arinnar, áherslu á að farnar væru
leiðir sátta og samræðu. Nú getur
reynt á þau dýru orð.
Það er sérkennilegt, að þegar
ríkisstjórnin leggur fram laga-
frumvarp, sem á yfirborðinu er
einungis ætlað að gera tiltölulega
litlar efnisbreytingar á stjórn-
arráðinu, skuli hún um leið velja
að lauma inn í það frumvarp
ákvæðum sem rýra réttarstöðu
starfsmanna og hafa ekkert með
meint meginefni frumvarpsins að
gera. Og hyggst svo bíta höfuðið
af skömminni með því að skella
skollaeyrum við viðvörunarorðum
og andmælum samtaka starfs-
manna og stjórnarandstöðunnar.
Hver er tilgangurinn með þessum
vinnubrögðum?
Laumufarþegi í
lagafrumvarpi
Árni Þór Sigurðsson skrifar
um frumvarp ríkisstjórn-
arinnar til breytinga á
stjórnarráðslögunum
Árni Þór Sigurðsson
»Ríkisstjórninleggur fram
lagafrumvarp
um litlar breyt-
ingar á stjórn-
arráðinu en vel-
ur að lauma inn
í það ákvæðum
sem rýra rétt-
arstöðu starfs-
manna.
Höfundur er alþingismaður.