Morgunblaðið - 12.06.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.06.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 29 hún sinnti móður okkar í hennar veikindum nokkrum árum áður en hún veiktist sjálf. Inga átti langa og góða ævi. Henn- ar verður sárt saknað af mörgum. Hún var sannur vinur vina sinna. Eftir að Inga veiktist fyrir um það bil tveimur og hálfu ári fylgdumst við með því hversu börn hennar önnuð- ust hana af einstakri umhyggju og ástúð. Við vottum Hallgrími, Gunnari Snorra og Áslaugu, tengdabörnum og barnabörnum Ingu okkar innileg- ustu samúð og þökkum fyrir þá ein- stöku vináttu sem ríkt hefur milli fjölskyldna okkar svo lengi sem við munum. Anna, Áslaug og Bjarni Agnar. Heiðurskonan Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir er fallin frá. Fyrir hartnær 30 árum tengdust fjölskyldur okkar þegar Áslaug og Þór bróðir okkar kynntust. Kynni móður okkar, Gyðu, og Ingu eiga sér þó lengri sögu. Þessi kynni áttu síðar eftir að breytast í langa og trausta vináttu fjölskyldnanna, heimsóknir tíðar sem og veisluhöld sem erfitt verður að gleyma. Félagsvera var Inga mikil, enda hafði hún yndi mikið af því að hitta fólk og vera meðal þess á góðum stundum. Hús hennar stóð alltaf opið og var hún ætíð höfðingi heim að sækja og var þess ætíð gætt að allir færu mettir á sál og líkama úr henn- ar húsi. Nærtækast er að nefna 85 ára stórafmæli Ingu þar sem rausn- arskapur og velvild hennar skein í gegn. Með öllu og öllum fylgdist Inga, fólk aðstoðaði hún í erfiðleikum sín- um, afmælisdagar fóru sjaldan fram hjá henni og þjóðmálaumræðuna var hún með á hreinu. Allt fram að veikindum sínum hélt Inga áfram sínum höfðingsskap, þá langt komin á níræðisaldur. Það er dýrmætt að fá að kynnast fólki eins og Ingu, fólki sem þekkir bæði gleði og sorgir lífsins en lætur sig alltaf náungann varða og er um- hugað um allt og alla. Því miður eru manneskjur eins og Inga að verða æ sjaldgæfari í íslensku nútímaþjóð- félagi. Fyrir hönd móður okkar viljum við þakka fyrir langa vináttu sem aldrei bar skugga á, hlýhug og rausnarskap í gegnum árin. Ættingjum öllum sendum við samúðarkveðjur. Gyða Vestmann Einarsdóttir, Anna Björg Þorláksdóttir, Einar Þorláksson og fjölskyldur. Hún Inga Hall var engum lík. Hún var sannkölluð ættmóðir eða öllu heldur drottning móðurfjölskyldu okkar. Mikil samheldni og vinskapur ríkti í fjölskyldunni og átti Inga stór- an þátt í því. Ræktarsemi, höfðing- skapur, einlæg vinátta og trygglyndi eru orð sem koma upp í hugann þeg- ar hennar er minnst. Alltaf var glatt á hjalla þegar hverfisklúbburinn kom saman en Inga, Bryndís móðir okkar, Bryndís Jóns, Erna, Áslaug og Guðrún heitin voru alla tíð nánar og góðar vinkonur og kunnu að gleðjast á góðri stundu. Síðast nutum við gestrisni Ingu á 85 ára afmælisdegi hennar í stór- veislu sem hún hélt með einstökum glæsibrag. Við kveðjum frænku okkar með virðingu og þökk, og vottum Ás- laugu, Hallgrími, Gunnari Snorra og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Minningin um Ingileif Hallgríms- dóttur mun lifa. Systkinin Laugarásvegi 63. Nú kveð ég frænku mína Ingileif B. Hallgrímsdóttur. Í þjóðfélagi hraða og tímaleysis þar sem allir eru uppteknir af sjálf- um sér, var Inga alveg einstök því ávallt átti hún tíma fyrir aðra. Góð- mennska og hjartahlýja einkenndi hana alla tíð. Hún var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd, jafnt háum sem lágum í þjóðfélaginu, og við sem eftir lifum megum læra mik- ið af þessari tígulegu sómakonu. Við hjónin kveðjum Ingu með söknuði og virðingu og sendum að- standendum hennar okkar dýpstu samúðarkveðju. Hvíl í friði. Bryndís Helga Jónsdóttir. Í dag kveðjum við góða vinkonu og minnumst hennar sem merkrar og góðrar manneskju sem ræktaði svo vel mannlífið í kringum sig. Allar stundir sem við áttum með Ingu voru ánægjulegar og skemmtilegar. Minningar sem fyrst koma upp í hug- ann eru heimsóknir til Ingu á heim- ilið hennar á Lynghaga. Hún var gestrisin og alltaf var glatt á hjalla, mikið rætt um fjölskyldu og pólitík. Oft voru gestir fyrir og tókum við þá þátt í umræðum og þáðum góðan drykk sem ævinlega var borinn fram í silfurkönnu. Eitt sinn vantaði okkur norðanfólkið gistingu, var þá ekkert mál að ganga úr rúmi fyrir okkur. Er ættarmót niðja Hákarla-Jörundar var haldið í Hrísey, en við bjuggum þá á Dalvík, komu þau Gunnar Snorri sonur hennar og gistu og morguninn eftir var siglt út í Hrísey. Mikið var spjallað og skemmtilegt var hjá okk- ur, og undruðumst við þrek Ingu að koma norður og taka þátt í þessu öllu. Inga var afar ættrækin og var óvenjulegt, í svo stórri tengdafjöl- skyldu sem hún átti, að hún skyldi al- laf fylgjast með og gjarnan senda jólagjafir og aðrar gjafir þegar eitt- hvað stóð til. Einu sinni mættum við henni á Lækjarbrekku við Laugar- veginn, var ég þá nýkomin úr erind- isferð í menntamálaráðuneytið en Inga, komin vel á áttræðisaldurinn, var að koma úr öðru ráðuneyti þar sem hún var að reyna að fá felldan niður eignaskatt fyrir ekkjur. Inga var mágkona föður míns og fyrst man ég eftir mér sem smástelpu í heimsókn á Lynghaganum, hvað mér fannst þetta stórfenglegt heimili og krakkarnir allir svo vingjarnlegir og skemmtilegir. Inga og Gunnar á Ak- ureyri í heimsókn hjá foreldrum mín- um er eitt af minningarbrotunum. Inga er af kynslóð foreldra minna, kynslóð sem er að hverfa, kynslóð sem ekki er lengur hægt að spyrja hvernig var þetta í gamla daga. Öll förum við sömu leiðina, þinn tími var væntanlega kominn, farðu vel og hafðu þökk fyrir samveruna. Þórunn Bergsdóttir og Helgi Þorsteinsson. Í foreldrahúsum mínum var sagt um Ingileifi Bryndísi að hún væri ekki bara einstaklingur heldur líka ígildi stofnunar; hún var sem sé margra manna maki. Sem ungur maður skildi ég nú ekki alveg þessa samlíkingu en síðar hlotnaðist mér sá heiður að fá að kynnast henni og varð mér þá ljóst hvað við var átt og hvað þetta var vel meint. Þegar ég minnist Ingileifar Bryn- dísar kemur tvennt aðallega í hug- ann, eljusemi og hugulsemi. Í ríku- legum mæli átti ég þess kost að verða vitni að hvoru tveggja. Það vita þeir sem standa fyrir samkvæmum að mikla orku þarf til að standa vel að verki. Henni reyndist það auðvelt verk og átakalítið að því er virtist. Í öllu falli var ljóst að fumlaust stýrði hún mörgum stórum veislum á heim- ili sínu að Lynghaga 13. Margar voru haldnar af sérstöku tilefni en það var ekkert skilyrði. Hitt var aðalatriði að standa fyrir því að ættingjar og vinir hittust og gleddust saman eina kvöldstund. Að sjálfsögðu var hún hrókur alls fagnaðar og engum hef ég kynnst um dagana sem það orða- tiltæki á betur við. En dugnaðurinn birtist ekki bara á þessu sviði þó að þessi hlið á Ingileifi komi fyrst í hug- ann. Ég átti þess kost að eiga við hana samræður um ýmis viðfangs- efni hennar sem snertu viðskipta- heiminn. Mér þótti auðvitað að því nokkur upphefð að hún hringdi oft í mig og bað mig um að hitta sig á heimili sínu til skrafs og ráðagerða. Oftast var að hún leita eftir viðhorfi til tiltekinna málefna en var þó iðu- legast búin að móta skoðun sína en vildi þó athuga hvort önnur sjónar- mið kæmu til greina. Mér var auðvit- að ljóst að hún átti ýmsa fleiri að í þessum efnum, bæði utan og innan fjölskyldu hennar, en samt lét hún mig skilja að henni væri akkur í að heyra mín sjónarmið. Einu sinni lét hún mig þó skilja að henni mislíkaði þegar ég gaf í skyn í tilteknu máli að hrein peningaleg viðhorf ættu að ráða ferð og minnti mig á að rekstur fyrirtækja væri flókið fyrirbæri og gæta yrði allra hagsmuna, ekki bara peningalegra. Hugulsemi hennar var einstök. Hún virtist hafa þennan óskilgreinda hæfileika að vita ávallt hvenær hjálp- ar væri þörf og var þá reiðubúin að bregðast við. Þá mátti maður bóka að hún myndi eftir öllum dögum sem skiptu mann máli og tókst á sinn ein- staka hátt að samgleðjast þegar við átti eða votta samúð þegar svo bar undir. Svo er það kaldhæðni örlag- anna að sú sem alltaf mundi skyldi í lokin þurfa að sæta því að missa þann eiginleika. Ingileif Bryndís var fríð kona ásýndum en hitt skipti þó meiru að hún var stór í öllum skilningi mann- legra dygða. Örlæti og rausnarskap- ur einkenndu hana en einnig ein- lægni og hreinskipti. Það gerði mann að betri manni að fá að kynnst þess- ari stóru konu og fyrir það þökkum við. Við Þórlaug vottum börnum hennar og öðrum afkomendum okkar innilegustu samúð. Þórlaug Jónsdóttir og Stefán Svavarsson. Inga Hall var engri lík. Vinátta hennar og hlýja fylgdi okkur í fjöl- skyldunni frá fyrstu tíð. Nóapáska- eggin frá Ingu hittu alltaf í mark í barnæskunni og vináttukveðjur við stærri tímamót. Fjölskyldan var henni allt og ekki aðeins hennar nán- asta heldur ættstofninn allur nær og fjær. Inga vildi umfram allt að við ræktuðum ættar- og vinatengslin. Veislur Ingu voru rómaðar og gest- risni hennar og stórhugur með ein- stökum glæsibrag. Á Lynghaga var ættarblóðinu ríkulega veitt með dýr- indis matarkrásum og Inga lét öllum líða vel með nærveru sinni og reisn. Mér er minnisstætt sem stunda- kennari í MR við útskriftarathöfn í Háskólabíói þegar Inga fagnaði 50 ára útskriftarafmæli sínu. Inga stóð glæsileg á sviðinu einsog ung stúdína og hélt tölu fyrir hönd árgangsins og minntist gömlu góðu daganna. Fram- koma hennar öll fumlaus og örugg einsog tækifærisræður og opinber framkoma væru henni í blóð borin. Inga sýnir okkur að eitt af því mik- ilvægasta í lífinu er að gefa af sér til meðborgara sinna. Megi minningin um Ingu lengi lifa. Helgi Gunnlaugsson. Í dag verður jarðsungin Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, stjórnar- formaður Nóa-Síríusar í 50 ár. Ingileif var einstök kona. Hún bar hag okkar fyrir brjósti og sagði oft: „Fólkið í Nóa er fólkið mitt.“ Það sýndi hún svo sannarlega í verki, kom oft í heimsókn, gekk á milli manna, spurði frétta og gladdist með okkur á góðum stundum. Þetta var okkur mikils virði og bárum við til hennar mikinn hlýhug. Það var því mikill söknuður þegar heilsan leyfði ekki fleiri samveru- stundir. Við kveðjum Ingileif með virðingu og þökk og sendum fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Nóa-Síríusar hf. Á haustdögum árið 1932 urðum við Inga sessunautar í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Inga var greind og fal- leg stúlka, samviskusöm, metnaðar- full og í hópi bestu nemendanna. Þarna hófst vinátta okkar sem staðið hefur í 75 ár. Heimilin voru sam- komustaðir okkar unglinganna, orðið kynslóðabil þekktist ekki. Þá var kreppa og atvinnuleysi á Íslandi, sparsemi var á allra vörum og þóttu forréttindi að fara í framhaldsskóla. Nú streyma minningar fram í hug- ann: æskuheimili Ingu í Fjólugötu, glæsilegir foreldrar, tveir bræður og Snorra föðursystir hennar, ferming- ardagurinn 1934, ferð til Noregs og Svíþjóðar sama ár, menntaskólaárin, saumaklúbbur, skíða- og skautaferð- ir, útilegur og ferðalög, spilaklúbbur. Eftir stúdentspróf dvaldi Inga í Englandi og Danmörku en kom heim í stríðsbyrjun. Hún fór með föður sínum til Bandaríkjanna á stríðsár- unum og ferðuðust þau þar mikið. Inga og Gunnar áttu fallegt heimili í Lynghaganum og eignuðust fjögur efnileg börn. Frændgarður beggja var stór og vinirnir margir og á heim- ilinu var sama rausn og gestrisni og á æskuheimili Ingu forðum í Fjólugöt- unni. En í lífinu skiptast á skin og skúrir, Gunnar lést og fyrir nokkrum árum dó Páll sonur þeirra eftir lang- varandi veikindi. Hún stofnaði minn- ingarsjóði og fékk auk þess reit í Heiðmörk til skógræktar, Pálslund, þar sem hún reisti syni sínum bauta- stein. Inga sat í stjórn fjölskyldufyrir- tækjanna um árabil, hún var fé- lagslynd og starfaði í mörgum fé- lögum. Trygglyndi hennar var einstakt. Meðal annars minnist ég þess er hún gerði að veruleika með stuttum fyr- irvara málverkasýningu Drífu Viðar vinkonu okkar sem var þá fársjúk og lést skömmu síðar. Þetta var um páska 1971. Þá sparaði Inga hvorki tíma né krafta frekar en fyrri daginn. Inga kunni vel við sig í fjölmenni og hefði átt vel við hana að búa í land- inu „þar sem eldurinn aldrei dvín og allar klukkur standa“. Á áttatíu og fimm ára afmælisdegi sínum hélt Inga ættingjum og vinum stórkost- lega afmælisveislu sem lengi mun í minnum höfð. Inga gekk ekki alltaf heil til skógar en það var eins og hún mætti ekki vera að því að vera veik, harkaði af sér og hélt áfram sínu striki. Hún átti góða vini hér á landi sem erlendis og reyndist þeim öllum ein- staklega vel í sorg og gleði. Hún vildi öllum rétta hjálparhönd og það eru því margir sem minnast Ingu með þakklæti í huga. Þeirra á meðal er ég og fjölskylda mín sem sendum nú samúðarkveðjur til barna hennar, tengdabarna og barnabarna sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta Ingu sjúkdómsbyrðirnar síð- ustu árin. Blessuð sé minning Ingileifar Bryndísar Hallgrímsdóttur. Sigfríður Nieljohníusdóttir. Mér er kært að minnast með nokkrum orðum merkrar konu, Ingi- leifar Bryndísar Hallgrímsdóttur, vinkonu minnar og skólasystur. Við Inga, en svo var hún ávallt kölluð, út- skrifuðumst úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938 og vorum þá fyrsti stóri kvennabekkurinn, nítján stúlkur og aðeins sex piltar, og er margs að minnast frá þeim skemmti- legu tímum. Þá voru aðeins tveir bekkir í MR, A máladeild og B stærðfræðideild. Í B-bekknum voru engar stúlkur í þetta sinn og héldu þessir tveir bekkir mikið saman, eig- inlega eins og einn bekkur væri á stundum. Að loknu námi dreifðist hópurinn eins og gengur, sumir fóru í langt nám, aðrir að vinna. Inga fór til Kaupmannahafnar í verslunarskóla og vann svo seinna hér heima hjá Sjóvá um tíma. Inga giftist Gunnari Pálssyni, ættuðum frá Hrísey, árið 1948 og eignuðust þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Einn sonur þeirra, Páll, lést langt um aldur fram og varð hann öllum harmdauði. Gunnar Pálsson lést árið 1976 svo mörg urðu árin sem Inga var ekkja. Þegar skrifa á um Ingu og lýsa henni og öllu því sem hún stóð fyrir og áorkaði í lífinu liggur við að maður staldri við, því af svo miklu er að taka. Inga var sérstæður persónu- leiki og engri annarri lík sem ég hef kynnst. Gestrisni og trygglyndi voru aðalsmerki Ingu. Hún var sérlega fé- lagslynd kona, hafði ómælda ánægju af að taka á móti gestum og veita þeim af rausn. Það eru enn ógleym- anlegar allar stórveislurnar hjá Ingu í gegnum tíðina og skólasystkinum sínum var hún ómetanleg. Alltaf var það hún sem kallaði saman árgang- inn, stundum á merkum tímamótum, en annars bara til að hittast. Alltaf var sömu rausn fyrir að fara og stöndum við öll bekkjarsystkini Ingu í mikilli þakkarskuld við hana. Inga var góð námsmanneskja og dugnaður og þrautseigja voru henni í blóð borin. Hún sýndi það líka í verki. Hún var stjórnarformaður Nóa-Sírí- usar í 51 ár og fékkst við margt ann- að sem ég tel ekki upp hér. Hún rak líka ávallt stórt heimili með fjögur börn og mikinn gestagang. Inga unni fjölskyldu sinni mjög og var afar annt um hag þeirra allra og sérstak- lega barna og barnabarna. Hún hafði foreldra sína mjög í heiðri og frænd- garð sinn allan og sýndi það ævinlega í verki. Undirrituð bjó lengi í Bandaríkj- unum, lengst í Washington, DC og þangað kom Inga einu sinni í heim- sókn til okkar hjóna en maður minn, Hans G. Andersen, var þá sendiherra þar. Var það kærkomin heimsókn sem gaf okkur tækifæri til að end- urgreiða örlítinn skerf af þeirri ein- stöku gestrisni sem Inga hafði ávallt sýnt okkur. Það er mikill sjónarsviptir að Ingu. Hún átti fáa sína líka. Við skólasystk- ini hennar sem eftir erum eigum eftir að sakna hennar mikið. Með þakk- læti fyrir ævilanga vináttu og tryggð bið ég Ingileifu Bryndísi Hallgríms- dóttur blessunar og sendi Áslaugu, Hallgrími og Gunnari Snorra, barna- börnum og tengdafjölskyldu allri mínar einlægustu samúðarkveðjur. Ástríður H. Andersen. Heiðurskonan Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir er látin. Hún Inga Hall eins og okkur var tamast að kalla hana var mikill vinur vina sinna og við áttum því láni að fagna að vera í þeim hópi. Vináttuna tókum við í arf frá foreldrum því mikil vinátta var með þeim Ingu og Gunnari og Krist- ínu og Einari Baldvin Guðmunds- syni. Þegar þau síðarnefndu féllu frá voru börnin þeirra boðin velkomin í vinahópinn. Skömmu síðar féll Gunn- ar frá en Inga kunni þá list öðrum fremur að rækta og efla vináttuna. Enginn merkisdagur í okkar fjöl- skyldu leið án þess að Inga minntist hans á einhvern hátt og ótalin eru þau tækifæri sem við fengum til þess að gleðjast með henni þegar slíka daga bar að garði hjá henni. Þannig minnumst við Ingu fyrst og fremst sem hins trausta og góða fjölskyldu- vinar sem auðgaði líf okkar á svo margan hátt. Inga tók virkan þátt í atvinnulífinu og lét sig hag þeirra fyrirtækja sem henni tengdust miklu varða. Ekki síður var henni umhugað um hag þess starfsfólks sem þar vann og hik- aði ekki við að tala máli þeirra hvar sem var. Það gustaði af Ingu þegar henni þótti einhver órétti beittur og það munaði um slíkan málsvara sem hún var. Inga var glæsileg kona og bar sig vel. Hún átti fallegt heimili sem stóð opið vinum hennar og vandamönn- um. Henni var auðvelt að halda stór- ar veislur og eftirminnilegt er boð hennar fyrir fjölda gesta á 85 ára af- mæli hennar. Inga var mjög pólitísk eins og hún átti kyn til. Hún hafði sterkar skoð- anir á þjóðmálum en hún var ekki já- manneskja og var oft gagnrýnin á gerðir stjórnmálamanna. Skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu ráðamenn úr hennar flokki eða öðrum. Inga naut mikilla samvista við börn sín og barnabörn. Hún var mið- punktur fjölskyldunnar sem líka um- vafði hana ástúð alla tíð og ekki síst á seinustu og erfiðustu árum hennar. Nú þegar leiðir skilja er okkur efst í huga mikið þakklæti til Ingu fyrir allt sem hún var okkur. Með henni er horfinn á braut einn seinasti fulltrúi tíma sem liðnir eru en við teljum okk- ur gæfusöm að hafa fengið að kynn- ast. Jóhanna og Ólafur B. Thors. Fyrir rúmum 70 árum fórum við nokkur bekkjarsystkin út í Örfirsey og fundum áletrun sem höggvin hafði verið í klöpp svohljóðandi: ME- MENTO MORI („minnstu dauð- ans“). Tilefnið var það að rektor hafði lagt út af þessari setningu við skóla- slit nokkru áður og eftir hans frásögn fórum við að leita staðarins. Í fyrr- greindri ræðu sinni lýsti rektor því hversu allt er eyðingunni háð, að þarna hafi verið stærsti kaupstaður landsins en þess sáust engin merki lengur. Sjórinn hafði brotið niður verulegan hluta eyjarinnar og versl- unarhús voru löngu horfin. Ekkert var eftir sem minnti á forna frægð SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.