Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 37 SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 14/6 kl. 20 síðasta sýning MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 15/6 kl 18, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl. 20,11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 15/6 kl. 20 UPPS. BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 Mið 13/6 kl. 20 UPPS. Fim 14/6 kl. 20 UPPS. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 Fim 28/6 kl. 20 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is -hágæðaheimilistæki Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 - www.eirvik.is Aðrir söluaðilar: Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi og Líf og list, Smáralind Törfa tæki Magimix matvinnsluvélin er óvenjulega stílhreint, kraft- mikið og endingargott töfra- tæki fyrir alla þá sem kunna að meta gæði og góðan mat. Vélin er sérstaklega auðveld í notkun og hárbeittir stálhníf- ar tryggja fullkominn skurð. Verð frá: kr. 21.500 stgr. Magimix matvinnsluvélin léttir þér lífið vi lb or ga @ ce nt ru m .is Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar Í KVÖLD, ÞRIÐJUDAGSKVÖLD KL.19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngur ::: Eivør Pálsdóttir og Herdís Elín Lárusdóttir (Dísella) tónleikar í háskólabíói Klassísk íslensk dægurlög Manstugamladaga Í fyrra seldist upp á svipstundu á tvenna tónleika. Nú er enn hægt að tryggja sér gott sæti. FÖSTUDAGINN 29. JÚNÍ KL.19.30 stórtónleikar í laugardalshöll Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Eitt mesta stórvirki rokksögunnar í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Dúndurfrétta. KVIKMYNDIN Gabbið eða The Hoax fjallar um sannsögulegt föls- unarmál sem átti sér stað á 8. ára- tugnum og er lygasögu líkast. Clif- ford Irving var misheppnaður rithöfundur sem þráði velgengni og tók upp á því að skrifa falsaða ævi- sögu viðskiptajöfursins og sérvitr- ingsins Howards Hughes. Hughes hafði þá að mestu lokað sig af frá umheiminum og efuðust margir um geðheilsu hans. Irving ákvað að nýta sér þetta ástand og sannfærði eitt af stærstu bókaforlögum Bandaríkjanna um að Hughes hefði falið sér það verk að skrifa ævisögu sína, með því skilyrði að rithöfund- urinn yrði eini milliliðurinn í sam- skiptum við mógúlinn. Forlagið beit á agnið og úr varð eitt frægasta fölsunarmál Bandaríkjanna. Þessu efni hafa áður verð gerð skil af ekki ómerkari leikstjóra en Orson Wel- les, en hann fjallaði um föls- unarmálið í heimildarmyndinni F for Fake sem snýst um blekkingar og tálsýnir bæði í efni og formi. Kvikmyndin sem hér um ræðir, sem leikstýrt er af Lasse Hallström og er m.a. byggð á bók sem Clifford Irving skrifaði sjálfur um föls- unarmálið, er hins vegar þétt og vafningalaus frásögn af málinu sem grípur áhorfandann frá fyrstu mín- útu. Þar er dregin upp mögnuð mynd af siðlausum spjátrungi sem þó er of einfaldur og e.t.v. of veru- leikafirrtur til þess að átta sig á því hvenær hann er komin of langt út í djúpu laugina. Richard Gere á frá- bæran leik í hlutverki Irvings og aðrir leikarar eru sömuleiðis fyrsta flokks. Aðstandendur myndarinnar varpa að sama skapi fram djörfum tilgátum um ástæður þess að málið gekk svona langt, og tengja það m.a. við það pólitíska andrúmsloft sem ríkti undir lok Nixon-tímans. Gabbið er vel gerð mynd um for- vitnilegt efni og enn viðbótin við þær fjölmörgu góðu myndir sem sýndar eru á vegum Græna ljóssins. Nýju fötin keisarans KVIKMYNDIR Regnboginn – Græna ljósið Leikstjórn: Lasse Hallström. Aðalhlut- verk: Richard Gere, Alfred Molina, Marcia Gay Harden, Hope Davis og Stanl- ey Tucci. Gabbið (The Hoax)  Frábær Richard Gere á frábæran leik í hlutverki Irvings. Heiða Jóhannsdóttir og eina en Matt Damon og Al Pacino ná þó að skapa sér örlítið olnboga- rými, einkum er gaman að fylgjast með þeim síðarnefnda. Pacino er ný persóna í söguheimi myndaseríunnar en frammistaða hans er lágstemmd- ari en oft á síðari árum og nær hann að blanda saman kankvísi og þunga. Soderbergh er hugsanlega til- raunakenndasti leikstjóri stórmynda í Hollywood og þessi mynd er ágætt dæmi um það. Í stíl og litanotkun, svo ekki sé minnst á tónlistina, vísar hann meðvitað aftur til fortíðar (með æp- andi litasamsetningu sem og ofur- áherslu á ákveðna liti, t.d. rauðan og bláan) og hann brýtur frásögnina óhikað upp í ofursmáar og ókrónólóg- ískar einingar. Þetta gerir myndina ólíka þeim sumarsmellum sem við höfum fengið að kynnast hingað til, og að mörgu leyti áhugaverðari. Stundum varð mér reyndar hugsað til þess að hin fagurgerða mynd sem hér birtist af Las Vegas – þeir sem þar hafa verið vita að hún er langt í frá jafnfáguð og hér er gefið í skyn – virkaði sem ein stór auglýsing fyrir borgina. ÞRIÐJA myndin í röðinni um Ocean, sem er leikinn á sjarmerandi hátt af George Clooney, og vini hans er án efa sú lakasta hingað til. Líkt og í fyrri myndunum er mikið lagt í út- leggingu á gríðarlega vandasömu ráni og hverju viðviki sem tengist skipulagningunni er fylgt eftir á allt að því blætiskenndan hátt. Hér bregst þó Soderbergh og félögum bogalistin hvað það varðar að skipu- lagningin er svo fullkomin að ekkert getur farið úrskeiðis – og ekkert fer úrskeiðis – sem þýðir að spennan er svo gott sem engin. Leikaraliðið er hins vegar afbragðsgott. Samband og samleikur Clooney og Pitt er ákveðið akkeri fyrir myndina, lipurlegt og skemmtilegt, og jafnan tilefni fyndn- ustu brandaranna. Reyndar úir svo og grúir af persónum að myndinni gefst lítill tími til að fjalla um hverja Síst Soderbergh tekst ekki að slá fyrri myndunum við. Glansmynd af Vegas KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Steven Soderbergh. Aðal- hlutverk: George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Elliot Gould, Al Pacino, Don Cheadle. BNA, 122 mín. Þrettán vinir Oceans (Ocean’s Thirteen)  Heiða Jóhannsdóttir ÞAÐ var geggjað stuð á DOMO er léttblúsaður djass úr penna Sig- urðar Flosasonar kætti hlust- endur, enda ekki í kot vísað þar sem Pétur Östlund var í heimsókn og með gamla vopnabræður sér við hlið; Jón Pál á gítar og Þóri Bald- urs á hammond, og tónsmiðurinn var með altsaxófóninn í fram- herjastöðu. Að vísu var heldur dauft yfir tveimur fyrstu ópus- unum af Blakey-ættinni, menn voru að ná sambandi hver við ann- an og salinn, en þegar kom að blúsuðu ballöðunni um tómu flöskuna small allt saman og mjúk sóló Sigurðar, Jóns Páls og Þóris snertu hverja taug. Oft var gaman að heyra Jón Pál spinna einfaldar línur í óhagganlegri ró sinni milli trylltra sólóa Sigurðar og Þóris. Pétur var frábær með burstana í ballöðu sem Sigurður byggir á Parker-blúsum tileinkuðum Alice og Þórir var með „sándið“ hans Fats Wallers. Fyrir hlé fengum við einn Killer Joe, og Stígum á stokk, og meira að segja Jón Páll brá sér í blúshaminn. Pétur Östlund var sá klettur er hrynurinn byggði á og dúettar hans og Sigurðar voru makalaus skemmtun. Pétur túlkaði einnig frábærlega undirölduna í MS Herjólfi og tónleikunum lauk á Kvíabryggjublús sem tileinkaður var alþýðulistamanninum sem þar dvaldi og er byggður á Brother Can You Spare a Dime. Góður endir á kraftmiklum tónleikum þar sem leikin voru þrettán lög úr penna Sigurðar, bæði blús sem hljómaði eins og eitthvað allt ann- að og lög sem hljómuðu eins og blús en voru það ekki, svo vitnað sé í lagasmiðinn. Vernharður Linnet Geggjað stuð TÓNLIST Múlinn á DOMO Fimmtudaginn 6.6. 2007. Kvartett Sigurðar Flosasonar  ÉG GET ekki sagt annað en að Sverrir Stormsker hafi komið mér á óvart þegar ég brá There Is Only One á fóninn. Í stað þess að vera uppfull af fyndnum og jafnvel dónalegum textum (eins og ég er skil- yrt til þess að búast við af Sverri) er platan einlæg- ur og tilfinn- ingaþrunginn óður til ástarinnar. Lagasmíðar Sverris eru afskaplega vandaðar, hann hefur góðan skilning á tón- fræði og getur látið lögin sín hljóma kunnuglega og frumlega í senn. Af þessum sökum er auðvelt að hrífast með í stemningunni sem hann framkallar. Helsti galli plötunnar er þó sá að textarnir eru á ensku. Sverrir er ágætur á ensku en hann er bara svo miklu betri á íslensku. Það er eins og persónuleiki hans nái ekki í gegn á sama hátt og hann gerir á móðurmálinu. Auk Sverris syngja á plötunni þau Myra Quirante og Gregory Carroll – flutningur þeirra er afar fallegur og þá sér- staklega eftirtektarverð rödd Car- rolls sem gefur lögunum dýpri merkingu. Í heildina er There Is Only One ágætisplata en fremur einsleit og því miður aðeins skuggi af fyrri verkum Sverris Storm- skers. Helga Þórey Jónsdóttir Erlendur Stormsker TÓNLIST Sverrir Stormsker – There Is Only One  SÖNGVARINN Pete Doherty er sagður hafa falið sig í runna og öskrað: „Djöfl- arnir eru að koma að sækja mig!“ Þá stökk hann upp á vélarhlíf bifreiðar ljósmyndarans Sam Kelley, heim- ildamanns slúðurfréttaveitunnar Bang Showbiz fyrir þessu. Doherty mun hafa misst stjórn á skapi sínu nokkru áður þegar leigubílstjóri neitaði honum um far, en hann fékk far með ljósmyndaranum. Doherty sat í bílstól fjögurra ára dóttur ljósmyndarans á leiðinni og sagðist stefna á frekari afrek í tón- listarheiminum en Paul McCartney. Doherty stökk svo skyndilega út úr bílnum þegar hann var kyrrstæður á götuhorni og lét sig hverfa. Doherty faldi sig í runna fyrir djöflum Pete Doherty

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.