Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 6
UM 75 slökkviliðs- og björg- unarsveitarmenn réðu niðurlögum mosabruna á laugardaginn. Alls brann um 15 hektara svæði og segir plöntuvistfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands að mörg ár kunni að taka svæðið að gróa á ný. Eldurinn kviknaði í mosa á Mið- dalsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Slökkviliðið höf- uðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfþrjú. Slökkvistarfið var erfitt vegna þess hve mosi og annar gróður var þurr en einnig var vindur nokkuð hvass og blés því lífi í glæð- urnar. Jafnframt reyndist torvelt að koma vatni að eldinum og þurftu slökkviliðsmenn að draga slöngur nokkra vegalengd. Slökkviliðsmenn voru síðan ferjaðir frá veginum að eldinum á sexhjólum. Eldurinn sást víða að og bárust margar hringingar til Neyðarlín- unnar. Engin hætta stafaði af eld- inum enda brann hann fjarri öllum mannvirkjum. Síðdegis voru 50 björgunarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða slökkvilið við slökkvi- starfið og umferðarstjórn nærri vettvangi. Um ellefuleytið hafði tek- ist að ráða niðurlögum eldsins en þrír slökkviliðsmenn urðu eftir á brunastaðnum og höfðu eftirlit. Borgþór Magnússon, plöntuvist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, skoðaði svæðið á laugardag- inn og segir svæðið vera u.þ.b. 15 hektara á stærð og illa farið eftir eldinn. „Þetta er u.þ.b. eins fets þykk mosaþemba. Hún hefur verið alveg skraufþurr efst og hefur brunnið að miklu leyti.“ Hann segir þann plöntugróður sem hafi þrifist í mosanum illa farinn og mestallan brunninn. „Þetta er ófrjótt land og ef ekkert verður gert er ég hræddur um að það taki mörg ár fyrir svæðið að ná fyrri mynd. Mosinn er lengi að vaxa upp aftur.“ Háplöntugróðurinn nái sér tæplega á strik aftur fyrir sumarlok og einungis strjált á næsta ári. Hann segist þó ekki halda að upp- blástur verði á svæðinu og venjulega sé ekki mikið um fuglavarp á svona gróðursvæðum. „Kannski eitthvað en það er þá ekki stórfellt,“ segir Borgþór. Ekki er vitað um elds- upptök en einnota grill fannst á brunastaðnum. Mun taka svæð- ið langan tíma að gróa á ný Morgunblaðið/Árni Sæberg Basl Aðstæður voru slökkviliðsmönnum ekki hliðhollar á laugardaginn. Bruninn var fjarri samgönguleiðum, mos- inn þurr og vindurinn blés í glæðurnar. 75 slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn réðu niðurlögum eldsins. Slökkvistarf stóð yfir í um það bil 12 tíma á Miðdalsheiði á laugardaginn                                                     ! " #$ %& ' '  6 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÍFURLEGT mold- og sandrok var um helgina af Suð- urlandi og út á haf og sést það greinilega á gervi- tunglamynd sem tekin var á laugardag. Gervitunglið nam líka óeðlilega hitabreytingu vegna mosabrunans á Miðdalsheiði og sést hann á myndinni sem rauður punktur. Ástæðu þessa mikla uppblásturs má að einhverju leyti rekja til þess að síðasti vetur var óvenjusnjóléttur og gróður á hálendinu því berskjaldaður fyrir frostinu. Þegar við bætast miklir þurrkar eins og verið hafa að undanförnu losnar mikið af jarðvegi sem fýkur á haf út þegar sterkir vindar blása úr norðri. Mold fýkur á haf út og gróður brennur FARÞEGAR bíls sem valt á Lang- holtsvegi í Hrunamannahreppi sluppu vel. Bílveltan varð snemma í gærmorgun og voru þrír fluttir með sjúkrabíl á Landspítala – háskóla- sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sel- fossi er ökumaðurinn grunaður um ölvun. Að sögn læknis á slysadeild sluppu allir ótrúlega vel úr veltunni. Síðar um daginn rákust torfær- umótorhjól og fjórhjól saman í ná- grenni Selfoss. Einn var fluttur til aðhlynningar en hann hlaut minni- háttar áverka. Hjólunum var ekið á slóða meðfram þjóðveginum þegar mótorhjólið reyndi að aka fram úr fjórhjólinu. Ökumaður torfærumót- orhjólsins blindaðist þá í moldryk- inu með þeim afleiðingum að hjólin rákust saman. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að ökumaður fjórhjólsins var aðeins 13 ára og því réttinda- laus. Sluppu ótrúlega vel úr bílveltu Réttindalaus fjór- hjólaökumaður GÓÐ stemning var á Thule-mýrarboltamótinu sem haldið var á Selfossi á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi er haldið sunnan heiða en samskonar mót hefur verið haldið á Ísafirði um árabil. Það voru liðsmenn utandeildarliðsins Grettis sem sigruðu á mótinu en Knattspyrnufélag Árborgar stóð fyrir skemmtuninni. Mýrarbolti er ætt- aður frá Finnlandi og svipar til knattspyrnu en leikið er á litlum forarvelli í sex manna liðum. Hið árlega mýrarboltamót Mýrarboltafélags Íslands verður svo haldið um verslunarmannahelgina á Ísafirði. Skítsæl íþrótt Það verður víst ekki komist hjá góðri sturtu með ærlegu skrúbbi og ferð í þvottahúsið eftir þennan foruga keppnisleik. Atgangur í mýrarbolta Morgunblaðið/Guðmundur Karl „EF þetta er íslenskur fiskur, sem mér finnst hvað líklegast, er þetta fiskur sem er í bókhaldinu okkar sem ungviði, þannig að ég held að þetta breyti ekki miklu. Þó svo að það væru þarna einhver þúsund tonn, breytir það ekki heildarmyndinni í okkar ráð- gjöf, segir Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun. Að undanförnu hafa íslenskir togarar á grálúðuveiðum við Hamp- iðjutorgið þurft að flýja þaðan vegna mikillar þorskgengdar. Hilmar Helgason skipstjóri segir í samtali við Morgunblaðið á laugardaginn að hann hafi stundað veiðar á svæðinu frá árinu 1990 og aldrei séð annað eins. Björn segir að sýni frá svæðinu verði tekin til rannsóknar. Þegar þau hafa borist stofnuninni verði farið mjög ítarlega yfir það hvaðan fiskur- inn er upprunninn, með tilliti til fæðu- vals, kvarnastrúktúrs, aldurs og fleiri atriða. Þá muni afladagbækur frá tog- urum á Hamp- iðjutorgingu verða hafðar til hliðsjónar. „Það sem er merkilegt við þetta er það að þeir eru að fá fisk þarna á mun meira dýpi en áð- ur hefur þekkst,“ segir Björn, en þorskur hefur verið að veiðast í allt niður á 500 faðma dýpi á svæðinu. Hann segir blikur á lofti um að ástandið í Grænlandshafi sé að breyt- ast. „Í raun má segja að þeir [skip- stjórarnir við Hampiðjutorg] séu að sjá fiskinn breyta hegðun sinni. Um- hverfisaðstæður eru mjög breyttar og það er allt önnur mynd sem blasir við í dag,“ segir Björn og bætir við að Haf- rannsóknastofnun rannsaki nú þenn- an samgang þorsksins milli Austur- Grænlands og Íslands. Breytir ekki heildarmyndinni Hafró mun taka þorskgengd á Hampiðjutorginu til rannsóknar Björn Ævarr Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.