Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF + Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní–13. júlí. Ferðatímabil: 17. júlí–10. desember. Takmarkað sætaframboð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 66 61 0 6 /0 7 9.9 00 kr . a ðr a l eið ina ÞETTA HELST ... ● SAMRUNI VBS fjárfestingabanka (áður Verðbréfastofunnar) og FSP hf. (Fjárfestingafélag sparisjóðanna) mun ekki valda röskun á samkeppni á fjármálamarkaði og því telur Sam- keppniseftirlitið í nýjum úrskurði sín- um ekki ástæðu til að aðhafast vegna samrunans. Hins vegar hefur eftirlitið til athug- unar hvort leggja skuli stjórnvalds- sektir á VBS fjárfestingabanka vegna mögulegra brota á tilkynning- arskyldu, samkvæmt nýjum ákvæð- um samkeppnislaga. Telur Sam- keppniseftirlitið að í tilkynningu um samrunann í byrjun maí sl. hafi ekki fylgt allar þær upplýsingar sem lögin kveða á um. Tóku þær lagabreytingar gildi í mars sl. að leggja á sektir vegna ófullnægjandi upplýsinga. Til skoðunar að leggja stjórnvaldssekt á VBS ● SAMSON Global Holdings SARL, sem er í jafnri eigu eignarhaldsfélaga feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka. Eftir lokun markaðar á föstudag var til- kynnt um kaup Sam- sonar á 280 millj- ónum hluta í bankanum á meðalgenginu 20,9, eða að andvirði um 5,8 milljarða króna. Eiga feðg- arnir og tengd félög nú um 32% hlut í Straumi og markaðsvirði þess hlutar er um 72 milljarðar króna. Þá var til- kynnt um kaup Áningar, félags í eigu fráfarandi forstjóra bankans, Frið- riks Jóhannssonar, á 25 milljónum hluta í Straumi á genginu 21,1. And- virði viðskiptanna er um 527 millj- ónir króna en Friðrik á kauprétt að 40 milljónum hluta til viðbótar. Samson eykur við sig í Straumi-Burðarási ● LÁN til fyrirtækja í maí sl. jukust um 28% miðað við sama tíma í fyrra, að því er Hálffimmfréttir Kaupþings vitna til upplýsinga frá Seðlabank- anum. Aukningin í fyrra var hins veg- ar 50% og hefur því hægt á útlána- aukningunni. Útlán til fyrirtækja skiptast þannig að langstærstur hluti er gengisbundin lán, eða tæp- lega 59%, verðtryggð skuldabréf eru 14% og önnur skuldabréf 17%. Aukn- ing verðtryggðra skuldabréfa var nán- ast engin milli ára en þau nema nú í heildina 255 milljörðum króna. Gengisbundin skuldabréf fyrirtækja eru nú 1.057 milljarðar og drógust saman á milli mánaða en vegna gengisstyrkingar krónunnar varð samdráttur upp á rúma 30 milljarða. Hægir á útlánaaukn- ingu til fyrirtækja ● FASTEIGNAFÉLÖGIN Sjælsø Gruppen og Property Group, sem Samson Properties, Straumur- Burðarás og fleiri íslenskir fjárfestar eiga hlut í, hafa gert samninga um fasteignaverkefni upp á 1,2 milljarða danskra króna, jafnvirði ríflegra 13 milljarða króna. Um er að ræða framhald á sex verkefnum í Svíþjóð og Finnlandi. Ekki kemur fram í til- kynningu frá Sjælsø hvaða byggingar þetta eru en stærð þeirra er sam- anlögð um 30 þúsund fermetrar. Eiga þær að vera tilbúnar til notk- unar á næsta ári. Samson Properties eiga um helm- ingshlut í Sjælsø og Straumur er stór eigandi að Property ásamt Birgi Þór Bieldvedt og dönskum stjórnendum félagsins. Bæði félögin eiga höf- uðstöðvar sínar í Danmörku. Sjælsø og Property Group í samstarfi FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ News Corp., sem er að stærstum hluta í eigu Ruperts Murdochs, hef- ur átt í viðræðum við vefrisann Yahoo! um að skipta á tónlistarvef- síðunni MySpace fyrir 30% hlut í sameinuðu fyrirtæki Yahoo! og MySpace. Frá þessu er greint í frétt í The Times of London sem er ein- mitt í eigu News Corp. Segir í fréttinni að News Corp. hafi mikinn áhuga á að af samruna Yahoo! og MySpace verði, þó svo að fyrirtækið missi þar með yfirráðin yfir tónlistarvefsíðunni. Í staðinn ná- ist hins vegar mun meiri útbreiðsla á Netinu. Viðræður séu hins vegar það skammt á veg komnar að ekkert sé hægt að segja um líkur á samkomu- lagi. Vilja hlut í Yahoo! fyrir MySpace FLESTIR forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu góð- ar um þessar mundir en hins vegar er bjartsýni um horfur í efnahags- lífinu á næstu sex mánuðum mun minni en áður. Hefur vísitala efna- hagslífsins sex mánuði fram í tím- ann lækkað úr 117 stigum í febrúar í tæp 107 stig. Þetta er meðal niðurstaðna nýrr- ar könnunar um stöðu og framtíð- arhorfur stærstu fyrirtækja á Ís- landi, en könnunin er samstarfs- verkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabankans og Samtaka atvinnu- lífsins, og var framkvæmd af Capa- cent-Gallup á tímabilinu 8. til 31. maí sl. Frá þessu er greint í vefriti fjármálaráðuneytisins en í end- anlegu úrtaki voru 370 fyrirtæki og tóku 223 þeirra þátt í könnuninni. Engir forráðamenn í fyr- irtækjum í fjármála- og trygginga- starfsemi, sjávarútvegi, bygging- arstarfsemi og veitum og ýmissi sérhæfðri þjónustu telja að ástand- ið sé slæmt í efnahagslífinu. Þá telja 51% svarenda að skortur sé á starfsfólki, en 40% svarenda töldu svo vera í febrúar. Fyrirtæki í fjár- mála- og tryggingastarfsemi og í ýmissi sérhæfðri þjónustu eru áber- andi hvað það varðar, sem bendir til að skortur sé á háskólamennt- uðum einstaklingum. Fyrirtæki í byggingarstarfsemi, veitustarf- semi, iðnaði og sjávarútvegi telja skortinn minni. Minnkandi bjart- sýni fyrirtækja Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útgerð Sjómaður í Þorlákshöfn lyftir boldangsþorski úr góðri veiði en ekki er alveg jafn létt yfir útgerðarmönnum um horfur í efnahagslífinu. Ríflega 50% stjórnenda telja skort vera á starfsfólki en voru 40% í febrúar 2007 JK fjárfestingar kaupa Odda skrifstofuvörur af Kvos EIGNARHALDS- og fjárfestingarfélagið Kvos hefur selt eitt af fyrirtækjum sínum, Odda skrif- stofuvörur (OSK), til JK fjárfestinga, sem á og rekur Eico og fleiri fyrirtæki. Nýir eigendur taka við rekstri OSK hinn 1. júlí nk. en firmaheitið Oddi fylgir ekki með í kaupunum og fær fyrirtækið því nýtt nafn á næstu mánuðum. Söluverð er trún- aðarmál, að því er segir í tilkynningu. OSK rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæð- inu, þar á meðal Skólavörubúðina, eina verslun á Akureyri og gefur árlega út stóran vörulista. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns. Í tilkynningu um söluna segir að áframhaldandi samstarf muni verða milli nýrra eigenda og Kvos- ar um kaup á pappír og pappírstengdum vörum sem verða seldar undir Odda-nafninu áfram. Nýir eigendur munu starfrækja bæði verslanir og fyr- irtækjaþjónustu í óbreyttri mynd. Haft er eftir Baldri Þorgeirsyni, framkvæmda- stjóra innlendrar starfsemi Kvosar, að með söl- unni sé verið að skerpa á áherslum Kvosar. Helsti styrkur félagsins felist í þekkingu og reynslu af prentiðnaði og skyldum rekstri. Kvos á nú tíu dótturfélög á Íslandi, í Bandaríkj- unum og Evrópu, með samtals um 1.300 starfs- menn. Áætluð velta í ár er um 12 milljarðar króna. Í HNOTSKURN »Oddi skrifstofuvörur rekur fjórar versl-anir og starfsmenn er um 30. Fram- kvæmdastjóri er Ólafur Sveinsson. Creative Foods ræktar og fram- leiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fimm verksmiðjum fyrir stórmarkaði og veitinga- húsakeðjur í Kína. Starfsmenn fyr- irtækisins eru um 750 talsins. Á meðal helstu viðskiptavina fyr- irtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur m.a. Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru m.a. Wal-Mart, Starbucks og Burger King. BAKKAVÖR Group hefur keypt eftirstandandi hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaup á 40% hlut í félaginu í mars 2006 stofnuðu Bakkavör Group og Glitnir nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. Eftir kaupin á Bakkavör 80% hlut í Creative Foods og Glitnir 20%. Glitnir veitti ráðgjöf og fjár- magnaði kaupin en kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör tekur yfir Creative Foods Bakkavör Tækifærin í Kína eru gríðarleg en samfara matvælaframleiðslu er Bakkavör Group með öflugt rannsókna- og þróunarstarf á matvælum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.