Morgunblaðið - 25.06.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.06.2007, Qupperneq 17
Ljósmynd/UHJ Sjúkranudd Ólífuolían kom sér vel í sjúkranuddinu sem Reyni Frey Framara fannst mikilvægt fyrir fót- boltamenn eftir erfiða leiki. „Þetta er eins og alvöru.“ Á KNATTSPYRNUVÖLLUNUM á Langasandi var það leikgleði hinna ungu knattspyrnukappa sem bar hæst ásamt heilbrigðum keppn- isanda og drengilegri keppni. Yfir 90 lið tóku þátt í mótinu, oft mörg frá hverju félagi og hvert eitt og einasta gerði eins og það best gat. Þetta var eins og á alvörumóti og strákarnir skynjuðu það. Að leik loknum tókust leikmenn ávallt í hendur og oft hlupu liðin fagnandi af velli, hvort sem þau höfðu unnið, tapað eða gert jafn- tefli. Hverju liði fylgdi líka dyggur stuðningsmannahópur; nefnilega foreldrarnir. Við enda eins vallarins hljóp Hrannar Máni Eyjólfsson, 7 ára, úr Fylki, sem nýhafði lokið leik, og spurði gesti og gangandi hvort þeir hefðu séð þessa glæsilegu víta- spyrnu sem hann tók í leiknum. Einlægnin var ekta, enda kváðu flestir vítaspyrnuna hafa verið ein- mitt eins og fótboltakappinn lýsti. Hrannar Már gaf samstundis jáyrði sitt þegar hann var beðinn um við- tal í Morgunblaðið. – „Ertu búin að æfa lengi fót- bolta?“ „Já, í svona fimm, fjögur ár.“ – Hvers vegna byrjaðirðu að æfa fótbolta? „Af því að ég ætla að verða fótboltamaður. Ég ætla að vera í Fylki. Mér finnst gaman að keppa í fótbolta.“ – Varstu að taka vítaspyrnu áðan? „Já, ég tók víta- spyrnu í tveimur leikjum. Eina á móti Stjörnunni og þá skoraði ég og líka núna. – Og var hún svolítið glæsileg? „Mörgum finnst það.“ – Hvort finnst þér skipta meira máli að sigra leiki eða að vera með? „Vera með.“ Mörg lið best á Íslandi Leikmenn Þróttar og Breiðabliks hlupu fagnandi af einum vellinum eftir drengilega keppni. Leikmaður Breiðabliks, Ísak Ólafsson, 7 ára, og Kristófer Þórisson, 6 að verða 7 ára, leikmaður Þróttar, voru báðir sáttir við úrslitin, enda lauk leikn- um með jafntefli, 1-1. ,,Þetta er búið að vera rosa gam- an, sagði Kristófer. Kapparnir voru báðir með svarið við næstu spurn- ingu á kristaltæru. – Hvert er besta liðið á Íslandi? „Auðvitað Breiðablik,“ sagði Ísak. „Auðvitað Þróttur,“ sagði Krist- ófer. Er ekkert erfitt að spila í þessu roki? „Nei, nei,“ segir Ísak sem er greinilega ákveðinn í að láta rokið ekkert á sig fá þótt það hafi stund- um verið eins og áttundi maðurinn í liðinu eftir því hvort spilað var með eða á móti vindi. Hann er líka búinn að vera í fótbolta frá því að hann var fjögurra ára. – Hvað er svona skemmtilegt við fótbolta? „Mér finnst skemmtilegast að spila á vinstri kantinum,“ segir Kristófer sem fær oft að spila í draumastöðunni. – En hvort skiptir meira máli að vinna eða vera með? „Það skiptir máli að hafa gaman af að keppa,“ segir Ísak og Krist- ófer tekur undir það. „Það er gaman að spila við svona mörg lið og vera með.“ Það er greinilegur samhljómur um það. „Sástu þessa glæsilegu vítaspyrnu?“ Ljósmynd /UHJ Barátta Það var hart barist í leik Stjörnunnar og Fram á einum knattspyrnuvallanna á Langasandi við Akranes um helgina. Það voru margir fót- boltar á lofti í knatt- spyrnubænum Akra- nesi um helgina þar sem hundruð 6-8 ára stráka léku listir sínar í knattspyrnu. Unnur H. Jóhanns- dóttir fylgdist með tilþrifunum. » Strákunum fannstekki mikilvægast að sigra heldur að vera með og hafa gaman af því að keppa. uhj@mbl.is Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Á Skaganum Sigursteinn Gíslason með börnin sín, Unni Elínu og Magnús Svein. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Stjarnan Stjörnustrákarnir stóðu sig vel á mótinu á Akranesi og hlutu að launum bikar. Ljósmynd/UHJ Drengileg Keppnin var drengileg en hér eru Ísak í Breiðabliki og Kristófer í Þrótti að leik loknum. Ljósmynd/UHJ Vítaskytta Hrannar Már skoraði úr vítaspyrnu og ætl- ar að verða fótboltamaður þegar hann er orðinn stór. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 17 VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.