Morgunblaðið - 25.06.2007, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í ÖLLUM þeim alþjóðamæl-
ingum sem gerðar hafa verið und-
anfarin ár á jafnrétti kynjanna reyn-
ast Svíar vera efstir á lista. Þar í
landi ríkir almenn viðurkenning á að
kynin sitji ekki við
sama borð og að það
beri að grípa til mark-
vissra aðgerða til að
bæta þar úr.
Árangur Svía í jafn-
réttismálum byggist
ekki síst á öflugum
kynjarannsóknum og
einstöku sambandi
milli kvennahreyfinga
og kynjarannsókna
annars vegar og
stjórnmálaflokka hins
vegar. Sænskar rík-
isstjórnir hafa stutt
dyggilega við kynja-
rannsóknir í þeim til-
gangi að öðlast dýpri
skilning á sænsku
samfélagi og til að
finna leiðir til úrbóta.
Rannsóknir á stöðu
kynjanna ná ekki að-
eins til kvenna, heldur
einnig til gagnrýnnar
skoðunar á hugmyndum um karl-
mennsku, stöðu ýmissa minni-
hlutahópa, lýðræðis og réttlætis og
nú síðast tengsla kyns og þess um-
hverfis/náttúru sem við lifum í. Þótt
margt hafi verið gert í jafnrétt-
ismálum í Svíþjóð er þó langt í frá að
björninn sé unninn. Þar ráða mið-
aldra hvítir karlmenn ferðinni eins
og annars staðar á Vesturlöndum.
Nýlega sótti ég kynjafræðiráð-
stefnuna Past – Present – Future í
Umeå en þar var litið yfir farinn veg
og horft til framtíðar. Þetta var
mjög skemmtileg og fróðleg ráð-
stefna og ég var hreinlega græn af
öfund yfir styrk kynjafræðirann-
sókna í Svíaríki.
Eitt af því sem ég hlustaði á og
vakti hrifningu mína var kynning á
nýju verkefni sem er að fara af stað.
Sænsk stjórnvöld hafa samþykkt að
koma á fót þremur öndvegissetrum
(Centre of Excellence) á sviði kynja-
rannsókna. Hvert þeirra fær um 200
milljóna króna framlag á ári í fimm
ár frá sænska vísindaráðinu en
verða að afla frekari styrkja til rann-
sókna sinna. Háskólarnir í Svíþjóð
kepptu um að fá setrin og voru um-
sóknir þeirra vegnar og metnar í
ljósi gæða, nýjunga, alþjóða-
samstarfs og fleiri þátta. Háskól-
arnir sem hrepptu hnossið eru í
Umeå, Uppsölum og Linköping/
Örebro.
Það er afar fróðlegt að skoða
áherslur öndvegissetranna. Setrið í
Umeå gengur út frá hugtakinu ögr-
un eða hólmgöngu (challenging).
Það á t.d. að skoða lýðræði og rétt-
læti á gagnrýninn hátt út frá kynja-
sjónarhorni, ganga á hólm við við-
teknar hugmyndir. Heilbrigðismál
verða skoðuð á sama hátt, sem og
kynbundið ofbeldi. Fleiri svið eru
undir, t.d. hvernig fjallað er um til-
finningar eða geðshræringar í bók-
menntum, sögu, listasögu og fleiri
greinum. Loks eru það svo hug-
myndir um aðlögun eða hið viðtekna
sem verða rannsakaðar,
hvernig staðalmyndum
kynjanna er viðhaldið,
hvað er viðurkennt og
hvernig kynjaímyndir
spila þar inn í. Hvaða
aðferðum er beitt við að
steypa sem flesta í við-
urkennd mót. Sjá
www.umu.se/genus-
forskning.
Í Uppsölum er verk-
efnaskráin mjög at-
hyglisverð. Þar ber
verkefnið yfirskriftina
Náttúra og menning,
farið yfir landamæri.
Þar á að efna til þver-
faglegrar samvinnu
milli vísindamanna á
sviði menningar-
tengdra greina og nátt-
úruvísinda. Það á að
hefja umræðu milli
kynjafræðinga og raun-
vísindamanna sem
hingað til hafa verið afar erfiðar
vegna þess hvernig náttúruvísindi
hafa verið notuð í hundruð ára til að
halda konum niðri. Til skamms tíma
voru ríkjandi alls kyns hugmyndir
um ófullkomleika kvenna og enn er
verið að troða upp á þær alls konar
eiginleikum og eðli sem flestar kon-
ur kannast ekkert við. Flestum fem-
ínistum er afar illa við kenningar um
líffræðilegan kynjamun (nema þann
sýnilega) enda oft byggðar á fyr-
irfram ákveðnum hugmyndum. Nú á
að hefja samræður. Ráðstefna sem
halda á nú í lok ágúst skýrir hvað
stendur til en hún ber yfirskriftina
Samfélag, dýr og kyn (Society, Ani-
mals and Gender). Þar verður fjallað
um tengsl manns, menningar og
náttúru út frá ýmsum sjónarhornum
en þau geta verið mjög kynjuð. Fyr-
irlestrarnir fjalla m.a. um karl-
mennsku í kjötauglýsingum,
grimmd og karlmennsku sem birtist
í dýraverndarlögum í Bretlandi á 19.
öld (afstaða til dýra), kynjaðar tilvís-
anir til dýra í tungumálinu, konur og
hesta, dýrasögur og þannig mætti
áfram telja. Rottu- og músarann-
sóknir fá sinn skammt. Afstaða til
dýra tengist hugmyndum um mann-
inn (karlinn) sem höfuð sköp-
unarverksins, manninn sem leyfir
sér að fara með móður jörð og lífríki
hennar eins og honum sýnist. Sjá
www.genna.gender.uu.se.
Þriðja setrið er í Linköping og
Örebro en á síðarnefnda staðnum er
Anna G. Jónasdóttir prófessor í
kynjafræðum í forsvari. Áætlun þess
seturs ber yfirskriftina Til móts við
fjölþjóðlegar rannsóknir á breyttum
kynjasamskiptum. Rannsóknin sem
Anna ber ábyrgð á beinist að kyni,
kynverund (sexuality) og al-
þjóðaþróun. Í Linköping verða
gagnrýnar karlarannsóknir í önd-
vegi sem og áherslur á kynheilbrigði
og rannsóknir sem snúa að hópum
sem skoðaðir verða út frá fleiri
breytum en kyni, t.d. uppruna, kyn-
hneigð, kynþætti o.fl. eða það sem á
ensku er kallað intersectionality.
Hvenær skyldi sú stund renna
upp hér á landi að kynjarannsóknir
öðlist stöðu sem nauðsynlegur og
mikilvægur hluti þeirra rannsókna
sem auka skilning á íslensku sam-
félagi og leiða til aukins réttlætis og
jafnra tækifæra? Hvenær fáum við
þó ekki væri nema eitt öndveg-
issetur á sviði kynjarannsókna?
Öndvegissetur
í kynjafræði-
rannsóknum
Kristín Ástgeirsdóttir skrifar
um kynjafræðirannsóknir
Kristín Ástgeirsdóttir
» Í Svíþjóð eruað fara af
stað þrjú önd-
vegissetur
kynjafræði-
rannsókna.
Höfundur er forstöðumaður Rann-
sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
við Háskóla Íslands.
MINNINGAR
✝ Hilmar JónHauksson fædd-
ist 27. janúar 1950 í
Reykjavík. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut,
fimmtudaginn 14.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Svava J.
Brand, ritari og
húsmóðir, f. 7.3.
1920 í Wynyard,
Sask., Kanada, og
Haukur Jósefsson,
deildarstjóri hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga, f. 11.11.
1915, á Vatnsleysu í Viðvík-
urhreppi, Skagafirði, d. 3.9. 1999.
Systkini Hilmars eru a) Þórunn
Helga, f. 1.12. 1947, gift Guðmundi
Sveinssyni, þeirra dætur eru 1)
Svava Rán, gift Kristjáni Sigurðs-
syni, þeirra synir eru Oliver og
Nói, 2) Hildur Ýr, hennar maður
er Viðar Magnússon og þeirra son-
ur Ari Tómas. b) Björn Torfi, f.
4.12. 1956, kvæntur Laufeyju
Birkisdóttur, þeirra börn eru
30.3. 1980, hennar börn eru Arnar
Már og Katrín María.
Hilmar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1970 og B.Sc. í sjávarlíffræði og
grasafræði frá Háskólanum í Ban-
gor N-Wales 1975. Hann tók stýri-
mannapróf frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 1973, var á
Bjarnareynni og Gullberginu frá
Vestmannaeyjum, bæði sem háseti
og stýrimaður, og stundaði einnig
sjávarrannsóknir. Hann sigldi
Víkingaskipunum heim frá Noregi
þjóðhátíðarárið 1974 og var úti-
bússtjóri Hafró á Húsavík í eitt ár.
Hilmar kenndi við Grunnskólann í
Grundarfirði veturinn 1975-76,
lauk prófi í uppeldis- og kennslu-
fræði frá HÍ 1978 og hóf kennslu í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
árið 1979, þar sem hann starfaði
til dauðadags. Hann lauk meist-
araprófsritgerð frá HÍ árið 2003
um Eldi lagardýra með jarðhita í
Vestmannaeyjum. Hann var afar
fjölhæfur tónlistarmaður, lék á
hvers kyns hljóðfæri og spilaði
með fjölda hljómsveita bæði hér-
lendis og erlendis. Eftir hann
liggja bæði plötur og diskar.
Hilmar verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju mánudaginn 25.
júní kl. 13.
Birkir Thor og María
Elísabet.
Hilmar var í sam-
búð með Kari Ólafs-
dóttur og eignuðust
þau dótturina Söru,
f. 8.5. 1983. Hilmar
kvæntist 30.5. 1989
Salóme Benediktu
Kristinsdóttur, f.
4.12. 1949, d. 27.8.
1993, þau eignuðust
soninn Hauk Stein, f.
23.10. 1989. Salóme
átti frá fyrra hjóna-
bandi Kristin Sævar
Thorarensen, f. 14.4. 1971, hans
kona er Ásdís Guðrún Magn-
úsdóttir, þeirra sonur er Eiður
Andri. Hilmar kvæntist 11.6. 2007
eftirlifandi eiginkonu sinni Mo-
niku D. Blöndal, f. 31.1. 1947, í
Neuenkirchen, Þýskalandi. Börn
Moniku frá fyrra hjónabandi eru
a) Davíð, f. 23.8. 1972, hans kona
er Kristín, þau eiga soninn Kára,
b) Dagný, f. 13.9. 1972, hennar
börn eru Sandra Sif og Pétur
Andri, c) Stefán, f. 28.6. 1976, hans
dóttir er Monika Sól, d) Stella, f.
Það er gott að eiga stóran bróður
þegar maður er að alast upp. Bróðir
var fæddur kennari. Líffræðin skip-
aði strax forustusætið. Haldnar voru
ánamaðkasýningar þar sem maðk-
arnir voru krufðir með viðhlítandi
skýringum. Götubardagar voru dag-
legt brauð í Hlíðunum og eiga þær
kynslóðir sem þar ólust upp allar
minningar um þessa bardaga. Oft
var lögreglan kölluð til að stöðva
leikinn áður en ungviðið fór sér að
voða, Hilmar bróðir var þessi sem
aldrei náðist. Einhverju sinni vant-
aði öll eggin í ísskápinn en það fékkst
skýring á því; þau höfðu verið notuð
til að fleygja þeim yfir verslunina
Krónuna í Lönguhlíðinni og komu
þau öll niður í miðri Keflavíkur-
göngu. Húsin hristust, rúður skulfu
og stór gígur hafði myndast í miðri
götu, svo stór að líktist því að gríð-
arstór lofsteinn hefði ákveðið að
lenda í miðri Barmahlíðinni. Pabbar,
misrauðir í framan, birtust einn af
öðrum við útidyrnar og tilkynntu
móður okkar að sonum þeirra væri
stanglega bannað að leika við Hilm-
ar. Verkfræðingurinn hafði verið að
störfum og ekki gætt að styrkleika
sprengjunnar. Hilmar var einstak-
lega heppinn með vini sem allir eiga
það sameiginlegt að hafa góðan húm-
or. Húmorsleysi var ófyrirgefanlegt
og ekki miklum tíma eytt í fólk sem
þannig var ástatt fyrir.
Ævintýri voru ástríða, svo og tón-
list og matargerð. Minnisstæðar eru
útilegurnar með fjölskyldunni þegar
lagt var upp í ferð á gamla Ópelnum.
Pabbi keyrði og mamma frammi í,
vopnuð brjóstsykurspoka, systir
með bestu danslagatextana, bróðir
með gítarinn og kverið spilað frá
upphafi til enda. Þegar kom að bítla-
lögunum hafði verið samið við
mömmu um upplagðan tíma til að
gefa pabba brjóstsykur, því pabbi
var kórmaður og söng bassa, en
Hilmar hafði alveg gefist upp á að
reyna frekari skýringar á því að það
væri enginn bassi hjá Bítlunum.
Hilmar gat samt haft skoðanir eins
og að Bítlarnir hefðu kannski getað
þegið hjálp frá Óla Gauk við að út-
setja þetta lag og svo spilaði hann
lagið í annarri útsetningu. Hann lék
á hljóðfæri sem enginn spilar á nema
einhver kósakki í Rússlandi eða
Sorba í Grikklandi og hefði náð lagi
úr ryksugu hefði hann viljað. Ingi-
björg Þorbergs fékk sinn skammt;
Ari var lítill átta ára bítill sem reykti
og drakk, mamman í ástandinu, afi
og amman geggjuð, bróðirinn svart-
ur og allt í steik hjá Ara, mjög svart-
ur húmor, fullur af ádeilu og eins
langt frá upprunalega textanum og
hægt var. Matargerðin var eins, allt
ætt, aðeins spurning um matreiðslu.
Það var málað í olíu, vatnsliti, graf-
íkin reynd og flestallt sem viðkemur
listum. Hjálpsamur var Hilmar með
eindæmum, hann vildi vita hvenær
maður ætlaði að flytja, hvenær mað-
ur ætlaði að mála íbúðina, flytja fyr-
irtækið og var alltaf fyrstur á svæð-
ið. Þegar illa gekk þá gat maður
leitað til Hilmars, en þegar áföllin
dundu á honum þá var það ekki rætt.
Hilmar var mikill námsmaður og var
í fyrsta eða öðrum árganginum í MH
og að sjálfsögðu í hljómsveit þar,
upphafinu að Stuðmönnum og kórn-
um sem sá skóli er löngu landsþekkt-
ur fyrir. Síðan lá leiðin til Bangor í
Wales í sjávarlíffræðina. Ég man að
hann tók sér frí einn vetur og kom
heim, fór í stýrimannaskólann, tók
alla bekkina saman og dúxaði, en ég
sá hann aldrei með opna bók. Mér
fannst hann alltaf í einhverju námi
takandi þessa gráðu eða aðra og er
löngu hættur að henda reiður á hvað
hann var að nema. Hilmar var ein-
staklega fjölhæfur maður og allt sem
hann tók sér fyrir hendur var gert í
botn og helst haldið upp á það. Hér
sem ég sit og set þessar fátæklegu
línur á blað í minningu bróður fæ ég
fréttir af hesti sem ég á og er mér
náinn, sem Birtingur heitir. Hann
hefur kastað sér í sjóinn, synt í kjöl-
far franska leiðangursskipsins og
tekið land í Straumfirði á Mýrum.
Það leiðir hugann að keltneskum
uppruna okkar nú á Jónsmessunni,
það er fleira sem prýðir góðan klár
en gangur. Bróðir gat átt það til að
kasta sér í sjóinn. Öll náum við landi
að lokum. Minningin um bróður
minn er sú að þar fer skemmtilegur
maður sem kemur örugglega til með
að lífga upp á himnaríki. Við skulum
hafa það skemmtilegt. Ég og fjöl-
skylda mín biðjum góðan guð að
styrkja börnin hans tvö og aðra að-
standendur á þessum tímamótum og
þökkum öllu því góða fólki sem ann-
aðist hann í veikindunum
Björn Torfi (Bonni),
Laufey og börn.
Hilmar bróðir minn var maður líð-
andi stundar og þá alveg sér í lagi
gleðistundar. Hann vildi hafa gam-
an. Og það var sannarlega oft gam-
an, mikið fjör og mikið talað.
Við systkinin ólumst upp í Hlíð-
unum í faðmi stórfjölskyldunnar.
Uppi á lofti bjuggu afi og amma og á
hæðinni fyrir neðan voru pabbi og
mamma með okkur börnin þrjú. Á
þeim árum voru Hlíðarnar paradís
okkar barnanna, lóðirnar flestar
ófrágengnar, malargöturnar og
portin helstu boltavellirnir og kál-
garðar borgarbúa í Kringlumýrinni
voru ígildi stærstu frumskóga. Gamli
golfvöllurinn, Öskjuhlíðin með dular-
fullum stríðsminjum, Stóri-pollur,
sem hefur sennilega slagað hátt upp
í Þingvallavatn að stærð í okkar aug-
um, allt hafði þetta aðdráttarafl sem
ekki var hægt að standast. Fyrir
uppátektarsama krakka var ekkert
til sem gat mögulega tekið þessu
fram og Himmi var sannarlega einn
af þeim. Boð og bönn mömmu voru
svo ótrúlega fljót að gleymast og áð-
ur en við vissum af vorum við mætt
við Stóra-poll enn eina ferðina, þrátt
fyrir allar aðvaranir, Himmi og fleiri
strákar komnir út á flekaræfil, sem
engu hélt og komnir í vandræði. Í
landi var hlaupið, hrópað og kallað,
góð ráð gefin til hægri og vinstri og
allt reynt til bjargar án hjálpar full-
orðinna en okkur til mikillar furðu
var þessi sjómennska furðu illa séð
af foreldrum. Þannig var reyndar
um ýmislegt fleira. Heimatilbúnar
sprengjur voru t.d. mjög illa séðar og
ýmislegt efnafræðifikt þótti í meira
lagi varhugavert. Enda mun heyrn
uppfinningamannanna ekki hafa
batnað neitt sérstaklega við þessar
tilraunir. Kálgarðahernaðurinn átti
það til að enda í brenninetlurunna,
sem hafði langvarandi afleiðingar og
varð að forðast í lengstu lög, nú eða
einhver fullorðinn kom til skjalanna
og upphófst þá eltingaleikur upp á líf
og dauða. Á rigningardögum lá
Himmi í alfræðibókum, setti saman
módel og mekkanó, varð að sjá
hvernig allt virkaði.
En allt voru þetta skref á þroska-
brautinni. Seinna tóku við annars
konar siglingar, markvissari hlaup
og aðrar tilraunir, en allt gert af jafn
mikilli ástríðu og fyrr, allt lesið og
kannað í þaula svo fullkomnun yrði
náð.
Orgelið hennar mömmu var mikið
notað, spilað eftir eyranu og sungið
með og aldrei gleymist sá merki at-
burður þegar fyrsta Bítlaplatan var
spiluð, 45 snúninga plata, á grammó-
fón sem Himmi hafði eignast.
Á okkar æskuheimili var mikið tal-
að. Miklir ræðumenn eru í báðum
ættum og til siðs að hafa skoðun.
Ekkert gefið eftir í rökræðum og
sögur sagðar hvort heldur var vest-
an úr Ameríku eða norðan úr Skaga-
firði. Þegar rætt var um menn og
málefni var aðeins einn mælikvarði
notaður, hafði maðurinn húmor?
Þeir sem höfðu húmor voru „all
right“. Hvorki var að finna öfund né
ágirnd í garð náungans og skilaboðin
til okkar systkinanna voru í þá átt, að
vera ánægður með sig og sitt frekar
en stöðugur samanburður við aðra.
Þessu finnst mér Hilmar hafa verið
trúr, hann hafði góðan húmor, sagði
skemmtilega frá, hafði skoðanir á
flestu, var ánægður með sitt og fór
sannarlega ekki troðnar slóðir.
Þórunn Helga Hauksdóttir.
Á kveðjustund kemur svo margt
upp í hugann, bjartar minningar af
öllu tagi, en allt í einu erum við Hilm-
ar stödd saman á tónlistarsögusafn-
inu í Þrándheimi fyrir tæpum ald-
arfjórðungi. Hilmar átti erindi í
borginni á sama tíma og ég og í mín-
um huga kom ekkert annað til greina
en að heimsækja safnið. Það var fal-
legur dagur og við eyddum löngum
tíma í lystigarðinum frá 19. öld, feng-
um okkur hressingu og spjölluðum.
Við fórum saman inn í safnhúsið
sem hafði einu sinni verið bernsku-
heimili sjóhetjunnar Tordenskjolds.
Þar vorum við leidd um af ungu leið-
sögufólki sem sagði frá og spilaði á
Hilmar J. Hauksson
Fréttir
í tölvupósti