Morgunblaðið - 25.06.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 25
✝ Ester SigurlaugKristjánsdóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi hinn 4.
febrúar 1931. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri hinn 16. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristján Magnús
Rögnvaldsson vél-
smiður, f. 1900, d.
1965, og Rannveig
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 1909,
d. 2003. Ester átti sex systkini,
þau eru: Sigurður Amlín, f. 1933,
Guðmundur, f. 1936, Guðrún
Ragna, f. 1937, Ólafur, f. 1940,
Edda Svava, f. 1947, og Þuríður,
f. 1950.
Ester giftist 1.9. 1953 Vern-
harði Sigursteinssyni, f.
7.12.1929. Foreldrar hans voru
Sigursteinn Gunnlaugsson sjó-
maður, f. 1896, d. 1959 og Krist-
ín Jóhannesdóttir húsmóðir, f.
1893, d. 1957. Þau eignuðust
þrjú börn. Þau eru: 1) Kristín
Regína, f. 1953, sonur hennar er
Vernharð S. Þorleifsson, f. 1973,
börn hans eru Rannveig Íva, f.
1997 og Kristján Ríkarður,
f.1998. 2) Rannveig Sjöfn, f.
1954, gift Alexander Pálssyni, f.
1956. Synir þeirra eru Gauti, f.
1979, Sindri, f. 1984, og Tjörvi, f.
1988. 3) Kristján
Rögnvaldur, f.
1963, kvæntur Sig-
ríði Jakobsdóttur, f.
1955. Sonur þeirra
er Almar Daði, f.
1992. Börn Sigríðar
eru Jakob, f. 1973,
Einar, f. 1977 og
Elísabet, f. 1979.
Ester, eða Eddý,
eins og hún var
alltaf kölluð, ólst
upp í Stykkishólmi
og lauk þaðan hefð-
bundinni skóla-
göngu. Hún hóf nám við Versl-
unarskóla Íslands en óhapp sem
leiddi til langrar sjúkralegu varð
til þess að hún hætti námi þar.
Hún nam síðan eitt ár við Hús-
mæðraskólann Ósk á Ísafirði.
Hún fór að vinna sem tal-
símavörður hjá Landssímanum,
fyrst í Stykkishólmi og síðan á
Akureyri. Þar kynntist hún eft-
irlifandi manni sínum og búsetti
sig þar. Hún vann áfram hjá
Landssímanum, síðustu árin sem
varðstjóri. Árið 1999, þá orðin
ellilífeyrisþegar, fluttu hjónin til
Danmerkur og bjuggu þar í rúm
3 ár. Árið 2002 komu þau aftur
til Akureyrar og bjuggu þar síð-
ustu æviár hennar. Útför Ester-
ar verður gerð frá Glerárkirkju
á Akureyri í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14,
Elsku mamma.
Það er erfitt að skrifa síðustu
kveðju til þín. Það var svo sárt að sjá
þig lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómn-
um og um leið var það gott að þú
fékkst frið og hvíld frá sársaukafullri
baráttu. Þú varst mamma með stóru
emmi og amma með enn stærra ai.
Orðin fórnfýsi og umhyggja lýsa þér
best. Best leið þér ef einhver þurfti á
þér að halda og gast hlustað enda-
laust þegar aðrir þurftu að tala. Eng-
um hallmæltir þú og barst alltaf í
bætifláka fyrir þá sem misstigu sig á
lífsins vegi. Húsmóðurhlutverkið var
þér mikils virði, heimilið átti að vera
hreint, fötin hrein og heil og maturinn
lystugur. Haustin voru til að birgja
heimilið upp af mat til vetrarins og þó
ekki væru alveg öll börnin jafnhrifin
af vambasaumi og mörbrytjun, var
sko ekkert múður liðið, við hefðum
gott af að læra þetta. Sennilega hefur
þú bara haft alveg rétt fyrir þér.
Handavinnukona varstu líka, prjón-
lesið óx niður af prjónunum, peysur,
húfur, sokkar og vettlingar. Heima-
saumaðir kjólar og önnur plögg urðu
til fyrir hátíðisdagana og ófáir ösku-
dagsbúningar voru framleiddir.
Fram í andlátið varstu með heklunál-
ina á lofti að undirbúa brúðkaup í fjöl-
skyldunni. Þegar við lítum tilbaka er
ótrúlegt að þú skyldir koma öllu
þessu í verk og vinna jafnframt utan
heimilis. Okkur var uppálagt að tala
fallega og rétta íslensku og ófáir af
yngri kynslóðinni hafa setið hjá þér
með heimaverkefnin sín. Þegar þið
pabbi svo fluttuð til Danmerkur lentu
þínir grænu fingur í gósenlandi. Stór
garður, nýjar tegundir af blómum og
öll ávaxtatrén. Berjarunnar, græn-
meti og kryddjurtir. Þú varst í essinu
þínu, jákvæð og með opinn huga fyrir
öllu nýju. Litla sveitaþorpið féll líka
fljótt fyrir ykkur, þið eignuðust
marga góða vini og áttuð frábær ár
þar.
Fjölskyldan var þér mikils virði,
þið komuð heim og allir áttu hjá þér
skjól. Ömmubörnin og langömmu-
börnin voru gimsteinarnir þínir, þér
fannst þú svo rík. Talaðir þó oft um að
þér fyndist þú ekki geta gert nóg fyrir
þau. Alltaf tilbúin að gefa meira af
þér.
Orðin eru fátækleg en skrifuð frá
hjartanu, elsku mamma, takk fyrir
það sem þú gafst okkur í veganesti.
Sagt er að ófæddar sálir velji sér for-
eldra, við vorum heppin sem völdum
þig fyrir mömmu og kveðjum þig með
sárum söknuði.
Regína, Rannveig og Kristján.
Ég vil byrja á að þakka Guði fyrir
að hafa gefið mér þessar seinustu
mínútur með þér sem ég fékk, þar
sem við vissum bæði að þær yrðu okk-
ar seinustu saman. Mínútur sem við
nýttum okkur til að segja allt sem
segja þurfti, þó svo að við höfum tal-
ast við nánast á hverjum degi síðan ég
man eftir mér. Sama hvar ég var í
heiminum þá hringdir þú í mig og
minntir mig á að skipta um á rúminu,
ganga ekki í sömu sokkunum dag eft-
ir dag og að þrífa klósettið. Það skipti
þig engu máli hvar ég var, það skipti
þig bara máli að ég var þar. Ég skildi
aldrei hvernig þú gast verið svona
æðrulaus og skilningsrík gagnvart
öllu og öllum og það fór oft í taug-
arnar á mér þegar þú varst að pre-
dika yfir mér hversu mikilvægt þetta
væri. En þegar ég sá þig á sjúkrahús-
inu og gerði mér ljóst að þú værir í
raun að fara frá mér, þá skildi ég
hvers virði það er að geta horft um öxl
á líf eins og þú kaust að haga þínu.
Þeir sem fengu að kynnast þér elsk-
uðu þig og þeir sem minnast þín
sakna þín. Í hvert skipti sem einhver
ljúf rödd hvíslar að mér að hugsa
minn gang og minnir mig á að bera
virðingu fyrir öðrum þá verður það
þín rödd. Í hvert skipti sem ég legg
mig fram af öllum mætti fyrir aðra og
næ að bægja sjálfselsku frá mér þá
varst það þú sem kenndir mér hvers
virði það er. Þú ert fallegasta mann-
eskja sem ég hef kynnst og ég mun
leggja mig allan fram við að kenna
börnunum mínum (okkar) allt það
sem þú þreyttist aldrei á að kenna
mér.
Kristján og Jóel „vilja þakka þér
fyrir allt. Þú varst góð, mjög góð og
við vonum að þér líði vel. Og takk fyr-
ir að vera til og takk fyrir bestu
pönnukökur í heimi. Og Guð blessi
þig.“
Við eigum öll eftir að sakna þín sár-
lega þó að við vitum að þú farir ekki
langt, eins og þú lofaðir.
Vernharð Þorleifsson, Magga
Gísladóttir, Kristján og Jóel.
Elsku amma mín.
Þú varst einstök, því getur enginn
neitað sem varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast þér. Ég á ævinlega
eftir að muna eftir þér og öllum þeim
góðu stundum sem við áttum saman.
Ég veit þér þótti vænt um okkur
barnabörnin og þú varst alltaf mjög
mikil amma. Á eftir foreldrum mínum
varst þú örugglega mikilvægasta
manneskjan í lífi mínu, ég gat alltaf
leitað til þín og talað við þig um allt
mögulegt. Ég mun aldrei gleyma því
þegar þú bjóst fyrir ofan okkur, ég í
Austurbergi, þið afi í Austurhlíð og ég
heimsótti ykkur nánast á hverjum
degi. Svo þegar ég heimsótti ykkur til
Danmerkur í 6 vikur þegar ég var 8-9
ára. Og allar góðu stundirnar sem við
áttum eftir að þið fluttuð svo heim.
Þegar þú veiktist af krabbameininu
tókstu því með ótrúlegu æðruleysi allt
fram að síðustu stundu.
Þú átt fastan stað í hjarta mínu og
ég á alltaf eftir að sakna þín.
Almar Daði Kristjánsson.
Ég kynntist Eddý frænku fyrir um
45 árum.
Við vorum fjórir skólapiltar, sem
leigðum hjá þeim Venna í Mýrargöt-
unni.
Fyrir í fjölskyldunni voru tápmikl-
ar yngismeyjar, Regína og Rannveig,
en sonurinn Kristján kom í heiminn
undir lok þessa hernáms.
Ekki var skólapilturinn að velta
fyrir sér því álagi sem lagt var á fjöl-
skylduna og þá ekki hvað síst á hús-
móðurina, sem fyrir utan að sinna
þessu þunga heimilishaldi, vann á
Símanum, ýmist hálfan eða heilan
daginn.
Skrambakornið að maður lyfti
hendi til viðviks; skömm frá því að
segja í dag.
Afsakanir eru vitaskuld engar, en
málið er það, að Eddý kveinkaði sér
aldrei. Hún erfði þá eiginleika for-
eldra sinna, að vinna verkin snarlega,
án þess að eftir því væri tekið.
Annar snar þáttur í hennar skap-
gerð var að svara ekki viðmælanda,
fyrr en hann hafði lokið því sem hann
vildi sagt hafa. Hún greip ekki fram í
og svaraði heldur ekki fyrr en hún var
búin að gaumgæfa málið. Af þessu
urðu stuttar þagnir í samtali sem
veittu orðræðu hennar aukið vægi.
Alltaf gaf hún sér tíma til að spjalla,
fá sér kaffisopa og fara með gaman-
mál, þrátt fyrir langan vinnudag.
Nú er þessi sómakona öll, fyrir ald-
ur fram, eftir langvinna og æðrulausa
baráttu við þann sjúkdóm sem svo
margan manninn hefur lagt af velli.
Guð blessi hennar minningu.
Venna, dætrum og syni og þeirra
fjölskyldum, systkinum og venslafólki
úr Hólminum, sendum við hjónin
samúðarkveðjur.
Jónas Matthíasson.
Þegar ég var lítil stelpa vestur í
Stykkishólmi fannst mér alltaf ein-
hver töfraljómi yfir Akureyri. Þegar
ég lít til baka geri ég mér grein fyrir
því að það var ekki aðeins fegurð Ak-
ureyrar og ,,góða veðrið“ þar í bæ,
sem þessum hughrifum ollu, heldur
líka Eddý frænka mín sem þar bjó og
við kveðjum í dag. Eddý var einstök
kona, sem gott var að eiga að hvenær
sem var og hvar sem var.
Takk, elsku Eddý, fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman. Þær
eru mér dýrmætar.
Þín frænka
Lára Lúðvígsdóttir.
Ester Sigurlaug
Kristjánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Ester
Sigurlaugu Kristjánsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
helstu hljóðfærin sem þar var að sjá.
Þau voru frá öllum heiminum og frá
öllum tímum. Nokkur herbergi voru
tileinkuð helstu tónskáldum. Ég
fann að Hilmar hefði vel getað hugs-
að sér svona leiðsagnarstarf.
Við seinna tækifæri færði Hilmar
mér gular rósir sem voru uppáhalds-
blómin mín. Hann sagðist nefnilega
muna það síðan ég sagði honum það í
lystigarðinum á tónlistarsafninu.
Þannig hugulsemi einkenndi hann
og lýsir honum svo vel.
Þetta er mín eftirminnilegasta
heimsókn af mörgum þangað. Hilm-
ar talaði oft um safnið og gerði það
líka í síðasta skiptið sem við hittumst
nú í vor.
Okkur samleið hefur varað í 35 ár
og ég þakka samfylgdina, minningin
um hann mun lifa. Það er sárt að
kveðja en gott er að hugsa til þess að
nú sé þjáningunum lokið. Ég mun
alltaf minnast Hilmars með gleði og
þakklæti.
Ég votta móður hans, börnum og
öðrum ástvinum mína dýpstu samúð.
Heidi Strand.
Vinur okkar og samstarfsmaður,
Hilmar Jón Hauksson, er fallinn frá
langt um aldur fram. Okkur setti öll
hljóð þegar við fréttum að hann væri
látinn, en samt sáu allir að hverju
stefndi þegar við kvöddumst við
skólaslitin í vor. Það verður ekki
annað sagt en að Hilmar hafi barist
eins og hetja við þennan vágest, sem
sigraði hann að lokum.
Það er stórt skarð höggvið í kenn-
arahóp Fjölbrautaskólans í Breið-
holti og samstarfsmenn og nemend-
ur munu sakna hans sárt.
Hilmar kom til starfa við skólann í
september 1979 og hafði kennt hér
allar götur síðan. Hann var einn af
aðal-líffræðikennurum skólans, og
svo miklar sögur fóru af frábærri
kennslu hans, að eftir að hann veikt-
ist óskuðu nemendur eftir því að
hann kenndi þeim eins mikið og hann
treysti sér til, og voru nemendur til-
búnir að hliðra til í stundatöflu bara
ef þeir gætu fengið hann sem kenn-
ara. Þetta segir meira en langar töl-
ur um hversu dáður Hilmar var sem
fræðimaður og kennari.
Hilmari var margt til lista lagt.
Hann var frábær hljóðfæraleikari,
lagahöfundur og söngvari. Þegar
hann kvaddi okkur samstarfsmenn
sína núna í vor gaf hann öllum hljóm-
disk sem hann hafði búið til og til-
einkaði vinum sínum, Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og nemendum
skólans. Hann hafði samið öll lögin
og texta sjálfur og einnig söng hann
og spilaði undir á hljóðfæri.
Þetta sýnir hvílíkur kraftur og
lífsvilji bjó í honum.
Hilmar hafði ákveðið að fara til út-
landa í sumar, en örlögin réðu því að
hann fór í aðra ferð sem við öll eigum
eftir að fara í.
Við munum minnast Hilmars sem
góðs félaga og frábærs kennara,en
nú er röddin hans þögnuð, og það
verður erfitt að hefja skólastarfið í
haust án hans
Starfsfólk og nemendur Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti kveðja
góðan dreng og þakka fyrir þau ár
sem við fengum að njóta hans. Við
vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu
samúð.
F.h . kennara og starfsfólks Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti,
Stefán Benediktsson.
Nú þegar sumarblíða og blóma-
ilmur eru í lofti gerir dauðinn enn
einu sinni vart við sig og tekur frá
okkur ljúfan, dugmikinn og
skemmtilegan samstarfsmann.
Hilmar J. Hauksson, vinur okkar, er
genginn alltof snemma. Góður
drengur sem átti eftir að gera margt,
sem hann ætlaði að koma í verk.
Við höfum þekkst í nær þrjá ára-
tugi, en síðustu 15 árin, síðan blak-
félagið Flatmagar
var sett á laggirnar í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, fengum við að
kynnast Hilmari mun betur. Þar
komu til æfingarnar sem voru tíðar
og ferðalögin fylgdu í kjölfarið til að
taka þátt í mótum sem haldin voru
víða um landið. Tónlist, söngur og
skemmtiatriði voru alltaf með í för-
inni því Hilmar ferðaðist ætíð með
gítar og harmóníku okkur öllum til
gamans. Hilmar var ævilangt ráðinn
sem veislustjóri okkar, enda manna
best til þess fallinn. Frá stofnun var
Hilmar formaður Flatmaga og helsti
drifkraftur félagsins. Stórt skarð er
höggvið í leikmannahópinn okkar og
verður hans ávallt minnst.
Fyrir hálfu öðru ári greindist
Hilmar með krabbamein í lungum og
af þeim sökum varð hann að hætta
að mæta á æfingar á meðan spítalad-
völ og lyfjameðferð stóðu yfir. Hilm-
ar sýndi þá hvað dugnaður hans og
hugrekki var mikið, öðrum eins bar-
áttuvilja og kjarki höfum við ekki
kynnst. Með vorinu byrjaði hann aft-
ur að æfa blakið með okkur og lyfta
upp andanum í þeim góða fé-
lagsskap. Við spurðum hann oft
hvernig líðanin væri á meðan hann
barðist við banvænan sjúkdóm og
alltaf var svarið á þann hátt að hann
hefði trú á lífinu og á sigur á veikind-
unum. Einu sinni svaraði hann okk-
ur, eftir að hægra lunga hans hafði
verið fjarlægt: „Vitið þið, núna get
ég ekki lengur hlaupið heilt mara-
þon, en ég get hlaupið hálft.“
Við blakfélagarnir höfðum fylgst
með Hilmari takast á við sjúkdóminn
af miklum kjarki, þrautseigju og
æðruleysi, ætíð jákvæður og sann-
færður um að geta sigrað að lokum.
Í dag kveðjum við dyggan for-
mann, liðsmann og vinnufélaga með
þakklæti. Nærveru hans, félagslynd-
is og hlýlegs viðmóts verður sárt
saknað. Móniku, eiginkonu hans og
fjölskyldu vottum við okkar dýpstu
samúð.
F.h. blakfélagsins Flatmaga í FB,
Torfi Magnússon, þjálfari,
Jesús Potenciano, fyrirliði.
Leiðir okkar undirritaðra og
Hilmars lágu fyrst saman í hljóm-
sveitinni Náttfara sem starfaði á
Húsavík á árunum 1979 til 1981. Þar
nutum við fjölhæfra tónlistarhæfi-
leika Hilmars, sem gat spilað á öll
þau hljóðfæri sem sett voru uppí
hendurnar á honum. Eins og Nátt-
fari forðum, sem fór sínar eigin leiðir
í landnámi sínu við Skjálfandann, fór
Hilmar oft eigin leiðir með óhefð-
bundinni túlkun sinni í lagasafni
sveitarinnar og spilaði, ef þurfti, á
fleiri en eitt hljóðfæri í einu, eftir því
sem tónlistinni hæfði eða andinn blés
honum í brjósti.
En fleira átti Hilmar sameiginlegt
með landnemanum Náttfara, því til
Húsavíkur kom hann einmitt sigl-
andi seglum þöndum á víkingaskip-
inu Hrafninum. Já, Hilmar Hauks-
son var sannkallaður landnemi á
hinum ýmsu sviðum lífsins. Hann
samdi fjöldann allan af söngleikjum
og lögum og gaf út hljómplötur, og
nú síðast fyrir nokkrum vikum gaf
hann út hljómdisk. Á Húsavíkurár-
unum áttum við oft boð í mat, en þá
hristi hann fram úr lopaerminni
„þvílíka“ alþjóða matarrétti, en rúss-
neska kjötsúpan hans var og verður
öllum sem hana fengu, alltaf ógleym-
anleg. Við minnumst þess að oft þeg-
ar við heimsóttum hann, var hann að
semja leikrit með hægri hendinni,
eins og t.d. þegar hann samdi söng-
leikinn Landkrabbar, um leið og
hann fór yfir prófverkefni með þeirri
vinstri, og munaði hann lítið um það.
Síðastliðin tíu ár voru Daði og
Hilmar í góðu sambandi og spiluðu
saman tónlist af og til, eða þar til fyr-
ir 2 árum þegar Hilmar veiktist.
Fyrir nokkrum vikum, þegar vel leit
út með bata, vöknuðu vonir um að við
gætum farið að telja inn aftur í
næsta lag, en við verðum að bíða með
það þar til síðar í nýju landnámi.
Við sem fengum að spila með
Hilmari í nokkrum þáttum í lífs-sin-
fóníu hans, erum ævinlega þakklátir
fyrir hlýlega nærveru hans, geisl-
andi bros og óborganlegan húmor.
Við sendum eiginkonu hans, dóttur
og syni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum hinn hæsta höf-
uðsmið ljóssins og kærleikans að
gefa þeim styrk.
Steingrímur B. Gunnarsson og
Þorvaldur Daði Halldórsson.
Fleiri minningargreinar um Hilm-
ar J. Hauksson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning