Morgunblaðið - 25.06.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 31
Atvinnuauglýsingar
Kranamaður óskast
Óskum eftir að ráða kranamann með réttindi.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar í síma 861 1401.
Á.B. Lyfting ehf.
ⓦ Blaðbera
vantar í
Hveragerði
í afleysingar og
einnig í fasta
stöðu
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
ⓦ Blaðbera
vantar á
Blönduós
Upplýsingar í síma
569 1440
Atvinna óskast
Dýralæknastofan í Garðabæ leitar eftir
aðstoðarfólki
Í starfinu felst afgreiðsla, símsvörun aðstoð við
dýralækna o.fl. Við leitum að framtíðarstarfs-
krafti sem á gott með mannleg samskipti,
getur unnið undir álagi og er sjálfstæður og
heiðarlegur. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst.
Umsóknir ásamt meðmælum og ferilskrá
sendist á netfangið: bjorn@dyralaeknastofan.is
eða í pósti á: Dýralæknastofan, Lyngási 18,
210 Garðabær, fyrir 1. júlí 2007, merkt starfs-
umsókn.
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/Útboð
Lóðir & lagnir
Einn verktaki í allt verkið
Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir,
húsfélög og einstaklinga. Grunnar, hellu-
lagnir, snjóbræðslulagnir, dren, skolplagnir,
lóðafrágangur o.fl. Gerum föst verðtilboð.
Ólafur 897 2288/Guðjón 896 1001.
Ýmislegt
Félagslíf
24. - 29.6. Lónsöræfi (6 da-
gar)
Brottför kl. 08:30. 0706LF02
V. 24.500/28.200 kr.
28.6. - 1.7. Sveinstindur -
Skælingar (4 dagar)
Brottför frá BSÍ kl. 08:30.
0706LF04
Fararstj. Steinar
Frímannsson. V.28.200 kr./32.100 kr.
29.6. - 1.7. Fimmvörðuháls
Brottför frá BSÍ kl. 17:00.
0706HF06 Lagt af stað í skála
Útivistar á Fimmvörðuhálsi á
föstudagskvöldi. Daginn eftir
verður gengið niður í Bása þar
sem gist verður næstu nótt. V.
13.100/15.900 kr.
30.6. - 8.7. Vatnajökull (9 da-
gar) Brottför frá skrif-
stofu Útivistar
kl. 08:30. 0706LF06
Krefjandi gönguskíðaferð yfir
stærsta jökul Evrópu. Þátttaka
háð samþykki fararstjóra.
Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson.
Sjá nánar á www.utivist.is.
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Fréttir
á SMS
AUGLÝSINGASÍMI
569 1100
Efnistaka í Hrossadal
í Mosfellsbæ
Mat á umhverfisáhrifum - álit Skipulags-
stofnunar
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt á mati á
umhverfisáhrifum efnistöku í Hrossadal í
Mosfellsbæ samkvæmt lögum nr. 106/2000
m.s.b.
Niðurstaða Skipulagstofnunar er að helstu
umhverfisáhrif framkvæmdarinnar lúti að
ónæði vegna umferðar efnisflutningabifreiða
fyrir dvalargesti í frístundabyggð í nágrenninu,
auk þess sem þungaflutningarnir geti haft í för
með sér neikvæð áhrif á núverandi umferðar-
öryggi og að mikilvægt sé að endurbætur verði
gerðar á Nesjavallavegi í samráði við Vega-
gerðina. Þá telur Skipulagsstofnun að að ekki
hafi verið sýnt fram á hver verði áhrif hávaða
frá sprengingum og annarri starfsemi á
efnistökusvæðinu í frístundabyggðinni og að
framkvæma þurfi tilraunir með sprengingar í
því námusári sem fyrir er á svæðinu til þess að
mæla titringsáhrif og hljóðstig í frístunda-
byggðinni. Með ákvæðum í framkvæmdaleyfi
er að mati Skipulagsstofnunar unnt að setja
skilyrði sem tryggja að hávaði frá sprengingum
og annarri starfsemi á efnistökusvæðinu verði
viðunandi í frístundabyggðinni.
Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstof-
nun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipu-
lagsstofnunar og matsskýrslu Stróks ehf. má
sjá á heimasíðu stofnunarinnar:
www.skipulag.is
Skipulagsstofnun
✝ Stella Árnadótt-ir fæddist í
Reykjavík 26. júní
1931. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans 19. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Árni Pálsson bif-
reiðastjóri, f. á
Reynifelli á Rang-
árvöllum 6. febrúar
1893, d. 15. ágúst
1958, og kona hans
Ingibjörg Sveins-
dóttir, f. á Felli í
Biskupstungum 15.
þeir eru Jón Einar, f. 1949,
Björn, f. 1950, og Árni, f. 1963,
sambýliskona Bozena Zofia Ta-
baka. Sonur hennar er Andreas
Tabaka.
Stella ólst upp í Reykjavík.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Ingimarsskólanum. Hún starfaði
jafnan utan heimilis við versl-
unarstörf í ýmsum verslunum,
samhliða heimilisstörfum, lengi í
Skóbúð Lárusar G. Lúðvíkssonar
og síðar í verslunum KRON, síð-
ast í Domus við Laugaveg. Árið
1980 lauk hún prófi frá Sjúkra-
liðaskóla Íslands og starfaði eftir
það á ýmsum deildum Borg-
arspítala og Landspítala, og síðar
á geðdeild Landspítalans uns hún
lét af störfum í árslok 2001.
Útför Stellu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
maí 1902, d. 28. apríl
1988. Systur Stellu
eru Sveinrún Árna-
dóttir, f. 7. sept-
ember 1925, d. 21.
desember 1997, Elín
Árnadóttir Jenssen,
f. 17. maí 1928, bú-
sett í Noregi, og Sig-
ríður Helga Árna-
dóttir, f. 8. ágúst
1929, búsett í Hafn-
arfirði.
Árið 1948 giftist
Stella Böðvari Jóns-
syni málara. Þau
eignuðust þrjá syni,
Í dag kveðjum við mæta konu,
Stellu Árnadóttur, með trega í
hjarta og miklum söknuði. Með orð-
um mun mér aldrei takast að lýsa
hversu einstök Stella var. Með sínum
einstaka hætti gerði Stella gleðileg
tilefni enn gleðilegri með nærveru
sinni. Ég á margar góðar og bjartar
minningar um hana og með henni,
sem ég mun varðveita í hjarta mínu.
Dýrmætust þeirra allra er minning-
in sem ég á um hana laugardaginn
16. júní síðastliðinn. Ég er þakklát
fyrir að við fjölskyldan skyldum eiga
þennan dag saman og gleðjast og
njóta samverunnar með Stellu. Það
hvarflaði ekki að okkur að þetta yrði
síðasta skiptið sem Stella myndi
vera með okkur. Hún var sjálfri sér
lík þennan dag, glæsileg og falleg.
Hún geislaði sem sólin. Þótt hún
hafði átt við nokkur veikindi að
stríða undanfarið lét hún það ekki
stoppa sig í að trítla upp á þriðju hæð
í háhæluðum skóm. Við stilltum okk-
ur upp og létum taka myndir af okk-
ur á þessum dásamlega laugardegi.
Eru það einu myndirnar sem ég á af
okkur saman þó hún Stella mín hafi
verið í lífi mínu í tæp 30 ár. Ég hugsa
til þess með miklum trega að ná
áfangasigrum í lífinu og Stella verð-
ur ekki þar til að gleðjast með mér.
Ég er jafnframt þakklát fyrir þær
gleðistundir sem við áttum saman.
Mun ég ylja mér við þær góðu minn-
ingar um ókomna tíð.
Stella var eins konar andleg víta-
mínsprauta fyrir mig. Í hvert skipti
sem við hittumst eða töluðum í síma,
styrkti hún mig og hvatti með upp-
örvandi orðum. Tómarúm hefur
myndast innra með mér við fráfall
Stellu, en ég veit að hún vakir yfir
okkur öllum sem elskuðum hana á
himnum, hjá algóðum Guði.
Ég var þeirrar blessunar aðnjót-
andi að eiga Stellu að í gleði og sorg.
Minningin um dásamlega góða konu
mun með tímanum fylla upp í tóma-
rúmið.
Elsku Böddi, Jón Einar, Bjössi,
Árni og Bozena og aðrir aðstandend-
ur og ástvinir, ég votta ykkur öllum
mína dýpstu samúð. Guð blessi
minningu Stellu Árnadóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elsku Stella, Guð launi þér fyrir
mig.
Þín
Nanda María.
Elsku Stella mín
Ég kveð þig með miklum söknuði
kæra frænka. Þú varst 16 ára þegar
ég fæddist og ég var skírð í höfuðið á
þér.
Þú varst yngsta systir hennar
mömmu minnar af fjórum systrum.
Mamma var næst yngst af ykkur
systrum, svo þið voruð miklar vin-
konur.
Þú hefur alla mína ævi verið mér
miklu meira en móðursystir. Alltaf
léstu mig vita af því hvað þér þótti
vænt um mig, nöfnu þína, og að þér
fyndist þú eiga heilmikið í mér. Ég
væri í raun dóttirin sem þú eignaðist
ekki. En þú eignaðist þrjá stráka og
enga stelpu, sem eru góðir frændur
mínir í dag. Væntumþykjan var og
er gagnkvæm elsku Stella mín. Ég
hef alla tíð verið ánægð með nafnið
okkar og nú er þriðja Stellan komin í
fjölskylduna svo að nafnið þitt lifir.
Það var dálítið í þínum anda að
skilja við okkur á kvenréttindadag-
inn 19. júní, án þess þó að þú værir
sérstök kvenréttindakona. Þú varst
hjartahlý, falleg og skemmtileg
kona.
Takk fyrir samveruna, elsku
Stella mín. Hvíl í friði.
Þín nafna,
Stella.
Stella
Árnadóttir
Kær vinkona, Stella Árna-
dóttir, er kvödd í dag. Margs er
að minnast og þakka. Hún var
gefandi í mannlegum sam-
skiptum, átti auðvelt með að
setja sig í spor annarra, réttsýn
og uppörvandi. Hún var ljós
vonarinnar. Stella sótti styrk í
trúna, bæði fyrir sjálfa sig og
aðra.
Ég þakka Stellu samfylgdina
og bið henni Guðs blessunar í
heimi ljóss og friðar.
Borghildur Maack.
HINSTA KVEÐJA