Morgunblaðið - 25.06.2007, Page 33

Morgunblaðið - 25.06.2007, Page 33
Fréttir í tölvupósti ÓNEFND sölu- kona í Hanoi í Víetnam ber smáverslun sína um á höfðinu. Brauð er það sem hún býður upp á, fyrir rétta upphæð. Reuters Brauð til sölu! MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 33 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Viðtalstími hjúkrunarfræðings frá kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Félagsvist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg- unkaffi/dagblöðin, fótaaðgerðir, hádegisverður, kaffi. Upplýsingar í síma 535 2760. Dalbraut 18-20 | Brids alla mánudaga í sumar frá kl. 13 í félagsmiðstöðinni á Dalbraut 18-20. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | 3 daga Vestmannaeyjaferð 2.-4. júlí. Skráningarlistar og nánari ferðalýsing í Gullsmára og Gjábakka. Gist á Hótel Þórshamri. Boðið upp á skoðunarferðir um Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey. Brottför frá Gullsmára kl. 10 og Gjábakka kl. 10.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Dagsferð í Landmannalaugar 7. júlí, skráning hafin. Upplýsingar í s. 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin. Lomber kl. 13. Canasta kl. 13.15. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti til kl. 16. Upplagt að líta inn, kíkja í blöðin, taka í spil eða bara spjalla. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handavinna, kl. 20.30 félagsvist FEBK. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi vinnustofur opnar. Á morgun kl. 13 hefst leiðsögn á púttvelli við Breiðholtslaug, um- sj. frá Vinnuskóla Reykjavíkur, kylfur og kúlur eru á staðnum til afnota að kostnaðarlausu, allir vel- komnir. Strætisvagnar S4, 12 og 17. S. 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa. Kl. 10-11 bænastund. Kl. 12- 12.30 hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9. Ganga kl. 10. Félagsvist kl. 13.30. Skráning í Akranesferð er í Hraunseli, nokkur sæti laus. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Böð- un fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Frjáls spila- mennska kl. 13-16. Fótaaðgerðir, s. 588 2320. Blöð- in liggja frammi. Hæðargarður 31 | Göngur á hverjum degi, púttað og skrafað við hringborðið. Félagsvist. Sumarferðir. Morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Kíktu við og skoðaðu dagskrána. S. 568 3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka- stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Söng og sam- verustund kl. 15. Nánar auglýst á töflu í anddyri. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní – ágúst). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofur opnar frá kl. 9, handavinnustofa opin allan daginn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 félagsráðgjafi (annan hvern mánudag til 18. júní). Kl. 13 leikfimi (Bergþór). Kl. 14 boccia (Bergþór). Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Verið velkomin. Áskirkja | Bænastund á Dalbraut 27 kl. 9.30 í umsjá djákna Áskirkju. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús í Vídalíns- kirkju. Vettvangsferð á Byggðasafn Akraness þriðjudaginn 26. júní. Kaffi á staðnum. Lagt verður af stað kl. 13, áætluð heimkoma kl. 17. Þeir sem óska að koma með láti Nönnu Guðrúnu vita í síma 895 0169. Verið velkomin. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynn- ingu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.- mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélrit- aða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er mánudagur 25. júní, 176. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sl. 27, 1.) Myndlist Sýningarsalur SÍM Seljavegi 32 | Gestalistamenn SÍM sýna afrakst- ur dvalar sinnar á Íslandi mánu- daginn 25. júní kl. 20. Listamenn- irnir eru Anne Kathryn Greiner frá Þýskalandi, Celeste Roberge og Sharyn Finnegan frá Bandaríkj- unum, Lesley Davy frá Bretlandi og Inga Darguzyte frá Litháen. FRÉTTIR Háskóli Íslands og Háskólinná Hólum undirrita í dagsamstarfssamning um nýttsameiginlegt BS-nám í sjávar- og vatnalíffræði. Sameina styrkleika skólanna Bjarni Kristófer Kristjánsson er sérfræðingur við Hólaskóla og situr í samstarfsnefnd um nýju námsleiðina: „Með þessu samstarfi tekst okkur að búa til nýtt hágæðanám sem sameinar styrkleika skólanna. Við Háskóla Ís- lands er boðið upp á góðan almennan líffræðigrunn en Háskólinn á Hólum býr að mikilli sérþekkingu og úrvals- rannsóknaraðstöðu,“ segir Bjarni, en á Hólum er 1.500 fermetra rann- sóknar- og kennsluaðstaða og hefur skólinn til umráða sérútbúna fiskeld- isstöð þar sem gera má jafnt stórar sem smáar tilraunir á ferskvatns- og sjávarfiskum. „Námið hefur verið skipulagt með þeim hætti að fyrstu tvö árin stunda nemendur líffræðinám fyrir sunnan, en þriðja og síðasta námsárið stunda þeir á Hólum, en einnig er gert ráð fyrir alþjóðlegu samstarfi og að fá hingað til lands er- lenda sérfræðinga frá samstarfs- skólum sem og að nýta skiptimögu- leika fyrir nemendur erlendis.“ Löngu tímabært Bjarni segir nýja námið bjóða upp á spennandi möguleika fyrir frekari rannsóknir: „Það er löngu tímabært að bjóða upp á nám af þessu tagi hér á landi. Þó að þær rannsóknir sem farið hafa fram á sviði vatna- og sjáv- arlíffræði hér á landi hafi allar verið unnar af mjög hæfum fræðimönnum hefur mátt greina að skortir á frekari rannsóknir,“ segir Bjarni. Þörf fyrir frekari rannsóknir „Nýting okkar á auðlindum fersk- vatns og sjávar er að stóraukast, en þegar kemur að framkvæmdum t.d. í tengslum við aflvötn eða lífríki sjávar rekumst við oft á að vitneskju vantar. Vonandi mun tilkoma þessa nýja náms verða til þess að bæta úr þess- ari þörf og auka þekkingu okkar á vatnalífi í og við landið.“ Finna má nánari upplýsingar um nýja námið, rannsóknaraðstöðu og kennsluhætti á heimasíðum Háskólans á Hólum á slóðinni www.holaskoli.is og Háskóla Íslands á slóðinni www.- hi.is. Menntun | Nýtt nám í sjávar- og vatnalíffræði í samstarfi HÍ og Hólaskóla Bjóða nýtt hágæðanám  Bjarni Kristófer Kristjánsson fædd- ist í Hafnarfirði 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1991, BS-prófi í líf- fræði frá Háskóla Íslands 1994, fjórðaársverkefni 1997, meistaranámi frá háskólanum í Guelph 2001 og leggur nú stund á doktorsnám í sama skóla. Bjarni hefur starfað við kennslu og rannsóknir, einkum á sviðum fiskalíffræði og um- hverfisfræði fiskeldis. STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sam- þykkt ályktun þar sem segir að sá atburður þegar lögregla stöðvaði með valdi spila- keppni, sýni að „þörf sé á því að fjarlægja úr íslenskum lög- um heimildir stjórnvalda til þess að hafa afskipti af ein- staklingum sem stunda starf- semi eða afþreyingu sem er öðrum skaðlaus, jafnvel þótt einhverjum kunni að þykja hún siðferðislega ámælisverð,“ eins og segir í ályktuninni. „Undanfarið hefur þeirrar tilhneigingar orðið mjög vart að stjórnvöld á Íslandi beiti valdi sínu til að þvinga sið- ferðismat sitt upp á sam- félagið. Borgarstjórn Reykja- víkur beitti valdi sínu til þess að fæla löglega spilastarfsemi frá fyrirhuguðu starfssvæði, Alþingi hefur sett ofstækisfull lög sem leggja sektir við því að veitingahúsaeigendur leyfi gestum sínum að reykja inn- andyra; og nú síðast greip lög- regla til aðgerða gegn hópi manna sem sat og spilaði á spil gegn þátttökugjaldi. Hræsnin í aðgerðunum gegn spilamótinu er algjör, enda eru víða stundaðir leikir þar sem greitt er þátttöku- gjald og verðlaunað er með peningum. Eitt dæmi um slíkt er Íslandsmótið í knattspyrnu, sem þó hefur enn ekki verið stöðvað með lögreglu- aðgerðum. Aðgerðunum gegn pókerspilinu réð augljóslega sú staðreynd að um ákveðna gerð spils var að ræða,“ segir í ályktun stjórnar SUS. Á undanförnum áratugum hafa íslenskir stjórnmálamenn borið gæfu til þess að draga smám saman úr valdi sínu í ís- lensku viðskiptalífi. Þessi þró- un hefur reynst ákaflega happadrjúg. Eitt mikilvægasta verkefni löggjafans nú um stundir er að vinda ofan af forneskjulegri forræðishyggju sem víða er til staðar í íslensk- um lögum. Ungir sjálfstæð- ismenn ætlast til þess að þing- menn sinni ekki af minni alúð því verkefni að auka persónu- frelsi einstaklingsins heldur en þeir hafa gert við að frelsa athafnalífið undan þeim höml- um sem á það höfðu verið lagðar.“ Þvinga siðferðismat sitt upp á samfélagið UM fjórir tugir nemenda og kennara frá 16 löndum taka þátt í smáríkjaskjóla Rann- sóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, sem hefur störf í dag. Heimsþekktir er- lendir fræðimenn á sviði smá- ríkjarannsókna og Evr- ópufræða munu sinna kennslu á námskeiðinu, sem er fjármagnað af veglegum ERASMUM-styrk frá Evrópu- sambandinu. Skólinn, sem er starfræktur frá 25. júní til 7. júlí, er haldinn í samstarfi við ellefu erlenda háskóla og er opinn bæði fyrir innlenda og erlenda nemendur á BA- og MA-stigi. Meðal kennara í sumar verða Alyson Bailes, fráfar- andi forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunar- innar, SIPRI, Clive Archer frá Manchester Metropolitan- háskólanum, Richard Grif- fiths frá Háskólanum í Lei- den í Hollandi og Annica Kronsell frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þetta er annað árið af þremur sem styrkur ESB til reksturs sumarskólans gildir fyrir. Styrkurinn er að mati forsvarsmanna skólans mikil viðurkenning fyrir Smáríkja- setrið sem var stofnsett árið 2002 að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Þetta er í annað sinn sem Smáríkjasetrið hlýtur þennan stóra þriggja ára styrk frá ESB til að reka sumarskóla um smáríki og Evrópusam- runann. Sumarskólinn er þegar orðinn vel þekktur meðal háskólasamfélagsins í Evrópu sem marka má af því að á hverju ári sækja mun fleiri um inngöngu en pláss er fyrir, bæði kennarar og nemendur. Auk þess að sitja fyrirlestra sækja nemendur ýmis embætti, samtök og stofnanir heim, m.a. forseta Íslands, utanríkisráðuneytið, Alþingi og Samtök iðnaðar- ins. Smáríkjaskólinn hefur störf Í FRÁSÖGN af braut- skráningu stúdenta frá MA í Morgunblaðinu var farið rangt með nafn Guð- rúnar Hlínar Þórarins- dóttur. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Rangt nafn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.