Morgunblaðið - 25.06.2007, Qupperneq 40
40 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
SHREK 3 m/ensku tali kl. 3 - 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL
CODE NAME: THE CLEANER kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára
OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
WWW.SAMBIO.IS
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR.
MYNDDISKAR»
HOLLAND er mikilvægur leikstjóri sem sendi frá sér
fáein stórvirki á ofanverðri kvikmyndaöldinni. Copying
Beethoven er ekki í hópi hennar bestu mynda, en falleg
og persónuleg. Gerð til heiðurs meistaraverkunum og
nýtur sýnilega góðs af uppruna leikstjórans, þrungin
anda aldagamallar hámenningar Mið-Evrópu. Hljóm-
agleði 9. sinfóníunnar kemur mest við sögu af verkum
Beethovens og Búdapest er trúverðug sem Vínarborg á
öndverðri 19. öld. Sögþráðurinn er spunninn í kringum
síðustu ár tónskáldsins. Anna (Kruger), ung og efnileg
stúlka, kemur sem nótnaskrifari inn í hljóðan heim
Beethovens. Með tímanum fær hún stærri hlutverk í lífi
hans, en sjálf hyggst hún njóta góðs af síðar sem skap-
andi tónlistamaður.
Harris er útsmoginn senuþjófur, það var hann líka
sem málarinn Pollock og hinn helsjúki Brown í The Ho-
urs. Hann kann tökin á hlutverkum sem þessum, og Kru-
ger (National Treasure), er seiðandi.
Copying Beethoven er ætlað að bregða ljósi á hvaða
kraftar stóðu að baki köllun jöfursins, en það er ómark-
visst og á köflum í litlu samræmi við mikilfengleika lista-
mannsins. Þá bestu að finna þegar sú 9. flæðir um sali.
Dálítill óður til meistarans
MYNDDISKAR
Drama/Tónlist
Bandaríkin/Þýskaland/Ungverjaland 2006. Myndform 2007.
100 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Agnieszka Hol-
land. Aðalleikarar: Ed Harris, Diane Kruger.
COPYING BEETHOVEN Sæbjörn Valdimarsson
NEW JERSEY er mafíubæli og
hafa þeirri sögu verið gerð skil í
verkum eins og Á eyrinni – On the
Waterfront, eftir Kazan. Nú er Lu-
met, annar gamalkunnur, en
kannski ekki jafn hátt skrifaður
snillingur, kominn með sína útgáfu.
Byggð á alræmdu sakamáli sem lauk
1987, eftir tveggja ára dóm-
stólaskrípaleik. Þrátt fyrir gíf-
urlegan málatilbúnað þar sem átti að
klekkja á einni sterkustu maf-
íufjölskyldu Bandaríkjanna sat rétt-
lætið eftir tómhent.
Sannið mig sekan fjallar um mála-
ferlin, hvernig Jackie Dee (Diesel),
öðrum fjölskyldumeðlimum fremur,
náði að slá vopnin úr höndum sækj-
endanna með skopskyni og götu-
visku sem er ósjaldan haldreipi
manna með ríka glæpahneigð.
Myndin fer að mestu fram í rétt-
arsölunum en er fimlega skrifuð,
skynsamleg og rík af fyndnum uppá-
komum og tilsvörum um leið og hún
skýtur föstu skoti á galla rétt-
arkerfis sem byggist á kviðdómi.
Lumet (Serpico, Network), sem
heldur upp á 83 ára afmælið sitt í
dag (25. júní), er hér með sína fyrstu
klassamynd í árafjöld. Það er hægt
að taka hana sem kómedíu, rétt-
arsalsdrama, gangstermynd, en
háðsádeila er réttasta skilgrein-
ingin. Leikhópurinn er skotheldur,
með hárprúðan og fantagóðan Dies-
el í fararbroddi. Frábær skemmtun
sem er forvitnilegt að bera saman
við Little Caesar.
Réttlætið gegn götuviskunni
MYNDDISKAR
Glæpagrín
Þýskaland/Bandaríkin 2006. Sena. 125
mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri:
Sidney Lumet. Aðalleikarar: Van Diesel,
Alex Roco.
FIND ME GUILTY Vin Diesel Hárprúður og fantagóður. Sæbjörn Valdimarsson
FÁA hefur grunað að tímamóta-
mynd væri í smíðum þegar Little
Ceasar var gerð. Ódýr í framleiðslu,
sagan ógeðfelld, um uppgang og fall
samviskulauss þorpara (Robinson),
sem kemur utan af landsbyggðinni
og haslar sér völl í undirheimum
stórborgarinnar.
Það leynir sér ekki að Little Ca-
esar er komin til ára sinna, gerð um
það leyti sem kvikmyndahljóð kom til
sögunnar. Þessi magnþrungna lýsing
á glæpamanni af sauðahúsi Al Ca-
pone, varð kveikjan að „Gangster-
myndinni“, sem varð nánast vöru-
merki Warnerbræðra á fjórða ára-
tugnum.
Túlkun Robinsons á illfyglinu Rico,
sem lætur ekkert standa í vegi fyrir
fjölmiðlafrægðinni, lýsir eins og leift-
ur um nótt og heldur myndinni sí-
ungri. Hann einfaldlega verður „and-
litið sem aðrir óttast“. Fyrsta,
umtalsverða hlutverk skapgerðarleik-
arans, sem átti í ævilangri baráttu við
að losna undan ímynd gangstersins.
„Allir sem sverði bregða …
Litli Sesar Tímamótamynd sem
staðist hefur tímans tönn.
MYNDDISKAR
Glæpamynd
Bandaríkin 1930. Sam-myndir. 75
mín. Leikstjóri: Mervyn LeRoy. Aðal-
leikarar: Edward G. Robinson, Dou-
glas Fairbanks, Jr.
LITTLE CAESAR Sæbjörn Valdimarsson
MARGIR hafa sjálfsagt velt fyrir sér hvað hlutur mynddiskaleigu er stór í
samanburði við aðsóknartölur kvikmyndahúsanna. Hann ræðst af ýmsum
og ólíkum aðstæðum, sjálfsagt breytilegur eftir landi, útgáfutíma, inni-
haldi, hvernig þeir eru auglýstir og hversu langt er liðið frá því að mynd-
irnar gengu í bíóunum. Tölur af markaðnum hér heima hafa ekki legið
frammi, til að gefa lesendum hugmynd um þessa stærðargráðu, er gluggað
í nýjan lista frá Bandaríkjunum.
Þegar rýnt er í forvitnileg sýnishorn af listanum yfir 50 vinsælustu
mynddiskana (vikan 11.–17. júní), kemur ýmislegt óvænt í ljós. Bæði hvað
snertir úthald þeirra og stöðu miðað við bíóaðsókn, þá blasir við undarlegt
faðmlag afþreyingarmoðs og gæðamynda. Yfir höfuð er ekki annað að sjá
en DVD-markaðurinn sé jafn óútreiknanlegur og kvikmyndahúsin. Upp-
hæðirnar eru í Bandaríkjadölum.
Vægi mynddiskaleigu
miðað við bíóaðsókn
" 1 94
&&
9
<D< >&'=
! " ##
$%&#
'# '( ") *
+
$
" ,
!
"
##
#
$%
&#
&&
&
&
&
!
$
$
&
%'"
"'
$!'(
$('%
$'(
#'"
%&'"
"'
('%
('&
('"
%('
!'%
'!
$'
##'"
'%
$'"
'
"'#
#!'
'
'%
'
('()
$')
&'%)
'%)
"')
'$)
$' )
""'$)
%$'")
(' )
&%'&)
#'!)
*++
AFFLECK leikur Jack, umboðs-
mann handritshöfunda í Hollywood,
sem hefur vegnað vel, þangað til allt
hrynur sem hrunið getur í kringum
hann. Konan heldur framhjá með
besta viðskiptavini eiginmannsins,
sem er barinn til óbóta og dagbók
hans með persónulegum og við-
skiptalegum upplýsingum, er rænt
og efninu lekið í fjölmiðla.
Meinið er að Jack skiptir ekki
máli eins og hann er skrifaður af
Binder og leikinn af Affleck. Jack á
ekki að vekja meðaumkun, en Af-
fleck er fyrirmunað að túlka per-
sónuna af þeirri grípandi
innlifun sem t.d. gerði
Warren Schmidt áhuga-
verðan í höndum Nichol-
sons. Affleck er tak-
markaður leikari og
Romjin er síst skárri.
Leikstjórn og handrit
Binders minnir á bíl í
hálku og hríð, ferðalagið
hæpið, endalokin tvísýn.
Hafi hann ætlað sér að
gera ádeilu á drauma-
borgina er hún ósamin
enn.
Hverjum er ekki
sama um Jack?
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDDISKAR
Gamandrama
Bandaríkin 2006. Myndform. 94 mín.
Bönnuð innan 14 ára. Leikstjóri: Mike
Binder. Aðalleikarar: Ben Affleck, Re-
becca Romjin.
MAN ABOUT TOWN Óheppinn Hinn afleiti Affleck á sjúkrahúsi.