Morgunblaðið - 25.06.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 43
GÓÐ stemning var á tón-
leikum hljómsveitarinnar
Hjálma og Megasar á Nasa
aðfaranótt sunnudags en þar
flutti Megas lög af plötum,
sem væntanlegar eru í haust.
KK aðstoðaði einnig við
flutning laganna og var því
fjölmennt á sviðinu. Megas
áformar frekara tónleika-
hald í haust, þar á meðal
stórtónleika í Laugardals-
höll.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Fjömennt Þeir Megas, KK og Hjálmar léku saman.
Meistarinn Megas hyggur á frekara tónleikahald á árinu.
Megastuð
á Nasa
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR hljóm-
sveitarinnar Amiinu voru haldnir í
Iðnó síðastliðið fimmtudagskvöld.
Hljómsveitin sendi nýverið frá sér
plötuna Kurr en á henni hljómar
afskaplega vönduð popptónlist í
klassískum dúr. Amiina hefur verið
í slagtogi við hljómsveitina Sigur
Rós um nokkurt skeið – þær stöll-
ur hafa meðal annars farið með
þeim á tónleikaferðalög svo eitt-
hvað sé nefnt.
Amiina stóð sig með prýði – eig-
inlega alveg ótrúlega vel. Lögin
léku fyrirhafnarlaust í höndum
hljómsveitarstúlkna og mátti auð-
veldlega heyra hve færir tónlist-
armenn þær eru. Það var ekki ann-
að að sjá á gestum en að þeir nytu
stundarinnar afskaplega vel, tón-
leikarnir voru vel sóttir og stemn-
ingin notaleg. Hljómburðurinn í
Iðnó hefur stundum verið til vand-
ræða, ég hef séð margar hljóm-
sveitir þjást þar vegna slæms
hljóðs. Því var ekki að heilsa á
fimmtudagskvöldið, hljóðið var nán-
ast óaðfinnanlegt í höndum þeirra
Kjartans í Sigur Rós og Bigga í
Sundlauginni. Ljúfir tónar léku fyr-
irhafnarlaust um salinn.
Þetta var á allan hátt vel heppn-
að kvöld. Amiina á heiður skilinn
fyrir vandaðar útsetningar sem
nutu sín sérstaklega vel á þessum
skemmtilegu tónleikum. Ekki ber á
öðru en að þær stöllur séu að koma
sér kirfilega fyrir í íslensku tónlist-
arlífi.
Morgunblaðið/Sverrir
Góðar „Amiina stóð sig með prýði – eiginlega alveg ótrúlega vel.“
Afskaplega vel
heppnað kvöld
TÓNLIST
Amiina í Iðnó
Helga Þórey Jónsdóttir
„LÍFIÐ er fullt af óútskýranlegum
fyrirbrigðum,“ segir sálusorgari við
Lindu Hanson (Bullock), að-
alpersónuna í mynd sem á að flokk-
ast undir eitt slíkt en tekst það ekki.
Það virðist allt leika í lyndi hjá
hjónunum Lindu og Jim (McMa-
hon). Þau búa praktuglega, eiga fal-
legar, ungar dætur og húsbóndinn
rekur blómstrandi viðskipti. Þá knýr
ógæfan dyra í líki lögreglumanns,
sem tilkynnir Lindu að maður henn-
ar hafi lent í umferðarslysi daginn
áður og látist samstundis.
Upp frá því er lítil glóra í handrit-
inu því höfundunum tekst engan
veginn að vinna á viðunandi hátt úr
atburðarásinni sem þeir setja í gang.
Hún er nógu áhugaverð í sjálfu sér,
því næsta morgun vaknar frú Linda
með Jim sprelllifandi við hliðina á
sér í bólinu. En framvindan er
grautarkennd þar sem Jim er ýmist
lífs eða liðinn, Linda á geðlyfjum, ól-
uð niður á sjúkrahúsi, eða alheil í
basli með að fá vitrænan botn í mál-
ið. Það kemst upp um framhjáhald,
grunur er um heimilisofbeldi o.s.frv.
Aldrei dettur Lindu í hug að spyrja
sem svo í lífsköflum Jims: „Heyrðu
kallinn minn, hvernig er það, ertu
lifandi eða draugur?“
Það hefði fríað hana og okkur við
mikil leiðindi.
Bullock hefur sjálfsagt séð eitt-
hvað athyglisvert í handritinu en
það skilar sér ekki á tjaldið. Það
bætir heldur ekki úr skák að Bul-
lock, sem er ljómandi gam-
anleikkona, er ömurleg þegar kemur
að dramatíkinni. Að hafa hana grát-
bólgna fyrir augunum eða djúpt
hugsi mestallan sýningartímann er
þolraun. McMahon (Fantastic 4),
þarf að fá sér nýjan umboðsmann;
Kate Nelligan og Peter Stormare
bregður fyrir en þau hafa ekki erindi
sem erfiði frekar en aðrir. Lokakafl-
inn er ótrúlegur.
Lífs eða liðinn?
KVIKMYNDIR
Háskólabíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Mennan Yapo. Aðalleikarar:
Sandra Bullock, Julian McMahon. 110
mín. Bandaríkin 2007.
Viðvörun/Premonition Sæbjörn Valdimarsson
Bullock „Að hafa hana grátbólgna
fyrir augunum eða djúpt hugsi, mest
allann sýningartímann, er þolraun.“