Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 11 FRÉTTIR „Hvergerðingar eru langþreyttir á þessum vegi,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um Suðurlandsveg. „Það er löngu tímabært að auka flutnings- getu hans og tvö- földun er eina leiðin til þess. Vegur- inn er löngu sprunginn á álags- tímum,“ segir hún og ítrekar að meðaltalsumferð um Suðurlands- veg sé nú orðin meiri en hún var á Reykjanesbraut þegar farið var í tvöföldun á henni. „Það er gríðarlegt öryggisatriði að tvöfalda veginn. Með aðeins eina akrein í hvora átt er mjög erfitt að hafa ökutæki með mismunandi há- markshraða á svona fjölförnum vegi. Flutningabílar og bílar með eftirvagna hafa 80 kílómetra há- markshraða á klukkustund, en aðr- ir 90. Hér er mikið um malarflutn- inga, og hundruð ferða farin á hverjum degi úr malarnámum fyrir austan fjall. Þungaflutningar aust- ur á land fara allir um þennan veg,“ segir Aldís, en hún telur fulla tvö- földun einu lausnina til framtíðar. Tvöföldun eina leiðin Aldís Hafsteinsdóttir Tvöföldun vega út frá höfuðborginni forgangsmál að mati forsvarsmanna bæjarfélaga á suðvesturhorninu „Ferðamenn voru tvo og hálf- an tíma að kom- ast frá Grundar- tanga og suður á sunnudaginn,“ segir Gísli S. Ein- arsson, bæjar- stjóri á Akranesi, um ástandið á Vesturlandsvegi. Gísli lýsir um- ferðardögum eins og um síðustu helgi þannig að álagið sé allan dag- inn, ekki á afmörkuðum tímapunkt- um. Hann telur að tvöföldun vegar- ins og Hvalfjarðarganga verði að fara í gang sem fyrst og vill tvöfald- an veg alla leið að Bifröst í Norður- árdal, enda margir hættulegir kafl- ar á leiðinni, ekki síst á milli Munaðarness og Bifrastar. „Þetta verður 4-5 ára verkefni, en menn verða komnir í alvarlegt ráðþrot á næstu tveimur árum ef þróun umferðarþungans helst eins og hún hefur verið undanfarið,“ segir Gísli og nefnir sérstaklega að gríðarleg fjölgun eftirvagna auki umferðarþungann til mikilla muna. Hann segir Akraneskaupstað hagn- ast á nálægðinni við Reykjavík, en umferðarþunginn sé þó galli á þeirri sambúð. Tvöfalt upp að Bifröst Gísli S. Einarsson „Umferðarþung- inn hefur verið mikill lengi og nær frá Reykja- vík alla leið á Sel- foss, en þar losn- ar tappinn,“ segir Ragnheið- ur Hergeirs- dóttir bæjar- stjóri sveitar- félagsins Ár- borgar. Hún segir augljóst að Suðurlandsvegur, aðkoman að Sel- fossi og Ölfusárbrúin séu mikil þrenging. Við Selfossbæ sjálfan segir hún málið fyrst og fremst snú- ast um að minnka tafir fyrir ferða- menn og óþægindi fyrir bæjarbúa, en úti á þjóðvegi sé tvöföldun gríð- arlegt öryggisatriði. Þetta segir hún horfa til betri vegar, aðgerðir séu hafnar í samgönguráðuneyti og byrjað að hanna nýjan veg sem verður leiddur framhjá bænum. Megináhersla Ragnheiðar er á tvö- földun austur fyrir Selfoss og nýja brú yfir Ölfusá. „Það er skýr krafa af okkar hálfu að vegurinn verði tvöfaldaður, enda sjáum við að svo- kallaður tveir-plús-einn vegur ann- ar alls ekki því sem þarf hinum megin við Hellisheiðina og er ekki lausn til framtíðar.“ 2+1 vegur er ekki nóg Ragnheiður Hergeirsdóttir „Það er borð- leggjandi fyrir okkur sem búum í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi, í Kjós og langleiðina upp í Borgarnes, að Vesturlands- vegur verði ein- faldlega tvöfald- aður. Síðasti sunnudagur sýndi okkur það, hér var í 4-5 klukkustundir bíll við bíl svo langt sem augað eygði,“ segir Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún segir Sundabraut vissulega munu slá eitthvað af umferðinni um Vesturlandsveg, en þrátt fyrir það sé mikilvægt að það verði tvöfald- að. „Ég tel að tvöföldun Vestur- landsvegar standi okkur nær held- ur en Sundabrautin, enda mun Sundabrautin heldur alls ekki taka alla þá umferð sem fer hér í gegn- um bæinn,“ segir Ragnheiður. Hún leggur áherslu á vinnu sem hefur verið unnin í þessu máli, bæjar- stjórar á höfuðborgarsvæðinu hafi gert tillögur um úrbætur í þessum málum í heild, sem lagðar voru fyr- ir samgönguráðherra síðastliðið vor. Bílaröðin ansi löng Ragnheiður Ríkharðsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir það mjög alvar- legt að umferð sé jafnmikil og raun ber vitni á viss- um tímum, en Sundabraut er honum efst í huga. „Það er gerð Sundabrautarinnar sem ég horfi fyrst og fremst á núna. Það er mjög mikilvægt að þeirri fram- kvæmd verði hraðað. Nú er hún í undirbúningsferli og verið að skoða nokkra kosti, en sjálfum líst mér best á jarðgöng,“ segir Vilhjálmur. Hann deilir samt sem áður skoð- unum annarra á mikilvægi þess að Vesturlandsvegur verði tvöfald- aður. Spurður um forgangsröðun segir Vilhjálmur: „Sundabrautin er alveg sérstakt verkefni. Búið er að eyrnamerkja ákveðna fjármuni fyr- ir hana. Ég lít ekki svo á að eitt þurfi endilega að víkja fyrir hinu.“ Hann telur jafnvel hægt að fara í hvort tveggja um svipað leyti, enda sé þarna um mjög mikilvægar sam- gönguúrbætur að tefla og mörg erfið gatnamót á Vesturlandsvegi sem þurfi úrbóta við. Sundabraut og meira til Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson SUNDAGÖNG eru á byrjunarstigi í hinu lögformlega matsferli um- hverfisáhrifa. Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt í gær, en segja má að matsáætlun sé eins konar yfirlit yfir það sem taka skal til skoðunar við gerð frum- matsskýrslu. Áætlað er að vinnu framkvæmdaraðila við frummats- skýrslu verði lokið um miðjan næsta vetur og henni skilað til Skipulagsstofnunar í kjölfarið. Skipulagsstofnun tekur skýrsluna til umfjöllunar og innir eftir við- brögðum íbúa við henni. Að því loknu þarf framkvæmdaraðili að vinna úr athugasemdum áður en endanleg matskýrsla er lögð fram til Skipulagsstofnunar, sem þá hefur fjórar vikur til umfjöll- unar, áður en útgáfa fram- kvæmdaleyfis er auglýst. Gert er ráð fyrir því að breytingar á að- alskipulagi og svæðisskipulagi verði unnar samhliða þessu, sem og umhverfismat áætlana. Ef gengur að óskum, má reikna með því að framkvæmdaleyfi fáist út- gefið að um 12 mánuðum liðnum, en ef framkvæmdirnar verða kærðar til úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála lengir það útgáfu leyfisins í allt að þrjá mánuði. Á byrjunarstigi í matsferlinu Fulltrúar FramkvæmdasviðsReykjavíkurborgar, Skipu-lagsstofnunar og Línu-hönnunar kynntu drög að tillögu að matsáætlun fyrsta áfanga Sundabrautar á fjölmennum fundi í Rimaskóla í gær. Í fyrsta áfanga kemur annars vegar til greina að gera 4,3 kílómetra löng jarðgöng sem hefjast við Kirkjusand og enda á Gufunesi, svokölluð Sundagöng, og hins vegar að byggja brýr og gera landfyllingu frá Vogahverfi til Gufu- ness um Elliðaárvog. Hefur sú tillaga verið nefnd Eyjaleið. Að sögn Ólafs Bjarnasonar, aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, virðast ýmsir borgarfulltrúar og almenningur mun spenntari fyrir fyrri kostinum, enda þótt bæði gerð jarðgangnanna og viðhald þeirra sé mun dýrara en gerð og rekstur þeirra vegamannvirkja sem Eyja- leiðin gerir ráð fyrir. Gróflega áætl- aður kostnaður við gangnagerðina nemur 14,6 milljörðum króna á móti 10,6 milljörðum sem áætlað er að Eyjaleiðin muni kosta. Áhyggjur íbúa í Sundum af umferðarþunga og hávaða Flestir fundargestir virtust sam- mála því að langeðlilegast væri að gera Sundagöng. Með því yrðu mun færri íbúar í austurbæ Reykjavíkur og Grafarvogi fyrir óþægindum vegna umferðarþunga og hávaða. Gert er ráð fyrir að Sundabrautin tengist við Sæbraut sunnan Holta- vegar og var það sú tenging sem íbú- ar í Sundum höfðu hvað mestar áhyggjur af. Telja þeir að tengingin muni valda því að umferð um Sæ- brautina, bæði frá Miklubraut og Reykjanesbraut, aukist í kjölfar framkvæmdanna, þar sem vegfar- endur muni taka Sundabrautina fram yfir Vesturlandsveginn á leið sinni úr bænum. Þá höfðu íbúar við Sæviðarsund og aðrar nærliggjandi götur áhyggjur af miklum umferðar- þunga og hávaða í kringum teng- inguna sunnan við Holtaveg og spurðu þeir framkvæmdaraðila til hvaða mótvægisaðgerða þeir ætluðu að grípa til að sporna við áhrifum um- ferðarmannvirkjanna. Fram- kvæmdaraðilar sögðu ekki unnt að svara nákvæmlega spurningum á borð við þessar, þar sem aðeins væri um að ræða drög að matsáætlun, þ.e. drög að því hvaða taka ætti til skoð- unar við gerð frummatsskýrslu. Þeg- ar hún lægi fyrir yrði sennilega unnt að svara flestum þessum spurningum þar sem þá væri búið að taka út ein- staka þætti framkvæmdarinnar og áhrif þeirra á umhverfi, hljóðvist og samgöngur. Þeir þættir sem mest áhersla verð- ur lögð á að skoða í frummatsskýrslu fyrir Sundagöngin eru hafstraumar, göngur laxfiska, hljóðvist, loftgæði, landslag og sjónrænir þættir, sam- göngur og umhverfisáhrif fram- kvæmdanna. Einnig verður litið til áhrifa framkvæmdanna á útivist, fornleifar og náttúruminjar. Tvíbreiður vegur í báðar áttir Á íbúafundinum í gær var einnig rætt um annan áfanga, en matsáætl- unin er komin lengra hvað hann varðar; búið er að kynna drög að til- lögu að matsáætlun og taka við at- hugasemdum frá almenningi og mun framkvæmdaraðili á næstu dögum skila tillögu að matsáætlun til Skipu- lagsstofnunar sem hefja mun form- lega málsmeðferð með því að auglýsa tillöguna. Hins vegar er stefnt að því að frummatsskýrslum fyrir báða áfanga verði skilað samtímis í vetur. Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir því að leggja tvíbreiðan veg í báðar áttir frá Gufunesi, norður Geldinganes og yfir í Gunnunes þaðan sem hann fer um Álfsnes og yfir Kollafjörð. Veg- urinn endar á því að sameinast Vest- urlandsvegi skammt norðan Kolla- fjarðar. Þrír valkostir verða teknir fyrir í mati á umhverfisáhrifum varðandi annan áfanga. Innri og ytri leiðir yfir Leiruvog verða skoðaðar sem og jarðgöng undir Eiðsvík. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun mun ytri leið á Geldinganesi yfir Leiruvog kosta 12,4 milljarða króna, innri leiðin 10,4 milljarða og jarðgöng undir Eiðsvík 14,6 milljarða. Fundarmenn vöktu máls á því að eðlilegast væri að gera jarðgöng samfleytt frá Kirkjusandi og upp á Álfsnes. Helga Jóhanna Bjarnadótt- ir, sviðstjóri umhverfissviðs Línu- hönnunar, svaraði því til að slík gangnagerð væri mjög dýr og því hefði hún verið lögð til hliðar. Tillaga að matsáætlun fyrsta áfanga Sundabrautar lögð fram Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is                                                          Morgunblaðið/ÞÖK Framtíðin Áhugasamir íbúar beggja vegna Elliðaárvogs skoða líkan af fyrirhugaðri lagningu Sundabrautar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.