Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 33
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá
kl. 9-16.30.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16.30
smíði/útskurður, kl. 10-11.30 heilsu-
gæsla.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, almenn handavinna, fótaaðgerð,
morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður,
spiladagur brids/vist, kaffi. Upplýs-
ingar í síma 535-2760.
Bólstaðarhlíð 43 | Farin verður ferð
á Hvammstanga fimmtudaginn 12.
júlí kl. 12. Selasetrið skoðað. Kaffi-
hlaðborð á Gauksmýri. Ef tími vinnst
til verður farið út á Vatnsnes í
tengslum við Selasetrið. Skráning og
greiðsla eigi síðar en þriðjudaginn 10.
júlí. Allir velkomnir. Uppl. í síma 535-
2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan Gullsmára 9 er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í
Gjábakka er opin á miðvikudögum kl.
13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára
á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá-
bakka á miðvikudögum kl. 13 og á
föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | 3 daga Vestmannaeyjaferð
2.-4. júlí. Skráningarlistar og nánari
ferðalýsing í Gullsmára og Gjábakka.
Gist á Hótel Þórshamri. Boðið upp á
skoðunarferðir um Heimaey og á sjó
umhverfis Heimaey. Brottför frá Gull-
smára kl. 10 og Gjábakka kl. 10.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-Hróflar fara í létta göngu kl.
10. Fundur með fararstjóra vegna
Austfjarðaferðar í dag, miðvikudag,
kl. 14. Dagsferð í Landmannalaugar
7. júlí, skráning hafin. Uppl. í s. 588-
2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin og heitt á könnunni
til kl. 16. Hádegisverður kl. 11.40. Fé-
lagsvist kl. 13. Viðtalstími FEBK milli
kl. 13 og 14. Bobb kl. 17.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl.
10 vefnaður og ganga, kl. 11.40 há-
degisverður, kl. 13 kvennabrids og
púttmót á vellinum vestan félags-
heimilisins. Opið verður í sumar kl. 9-
15 alla virka daga, nema miðvikudag,
þá kl. 9-16.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.30
leggur danshópur af stað til Keflavík-
ur. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Frá
hádegi spilasalur opinn. Á morgun kl.
10-12 leiðsögn á púttvelli við Breið-
holtslaug umsj. Vinnuskóli Reykjavík-
ur. Strætisvagnar S4, 12 og 17. S.
575-7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 opin vinnu-
stofa, kl. 10.15 ganga, kl. 12 matur, kl.
13 brids, kl. 15 kaffi. 4. júlí. Ferð að
Skógum, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjar-
klaustri. Hádegisverður snæddur á
Skógum.Verð 2.500 kr. Skráning á
skrifstofu eða í síma 587-2888.
Hraunsel | Píla kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-12,
Sóley Erla. Böðun fyrir hádegi. Há-
degisverður kl. 11.30. Bingó kl. 13.30,
6 umferðir spilaðar, kaffi og meðlæti í
hléi. Allir velkomnir. Fótaaðgerðir,
hársnyrting. Blöðin liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Gönguferðir, heit-
ur kaffisopi á morgnana, félagsvist.
Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist
reglulega, hádegismatur, síðdegis-
kaffi, bridshópur. Leiðbeiningar í pútti
í dag kl. 17-18. Uppl. í s. 568-3132,
asdis.skuladottir@reykjavik.is.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Eva
hjúkrunarfr. frá heilsugæslunni kl. 10.
Verslunarferð í Bónus kl. 12. Hand-
verks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveit-
ingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Kl. 14 félagsvist, kaffi
verðlaun. Kl. 13 ganga.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/
böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45
hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunar-
ferð í Bónus í Holtagörðum. Kl. 13-14
videó/spurt og spjallað. Kl. 14.30-
15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9, morgunstund kl. 9.30, handa-
vinnustofan opin, hárgreiðslu- og
fótaaðgerðarstofur opna allan dag-
inn, verslunarferð kl. 12.30, söngur
og dans kl. 14 við undirleik Vitatorgs-
bandsins, allir velkomnir. Félagsmið-
stöðin er opin öllum, á hvaða aldri
sem er. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 ganga
(Bergþór). Kl. 14 pútt (Bergþór). Kl.
15 kubb (Bergþór).
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er
opin frá kl. 17-20.30. Sr. Jóna Lísa
Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkj-
unni og eftir samkomulagi í síma
858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir
velkomnir.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa í
Hallgrímskirkju alla miðvikudags-
morgna kl. 8. Hugleiðing, altaris-
ganga. Einfaldur morgunverður í
safnaðarsal eftir messuna.
Háteigskirkja | Kvöld- og fyrirbænir í
Háteigskirkju alla miðvikudaga kl. 18.
Kristniboðssalurinn | Samkoma
verður í Kristniboðssalnum Háaleitis-
braut 58-60 í kvöld, 27. júní, kl. 20.
„Fjötruðum boðuð lausn.“ Margrét
Jóhannesdóttir talar. Fréttir frá Eþí-
ópíu: Bjarni Gíslason. Kaffi eftir sam-
komuna. Allir eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10.30 heldur
gönguhópurinn Sólarmegin af stað
frá kirkjudyrum. Fararstjóri er Örn
Sigurgeirsson. Öllum er velkomið að
koma og slást í hópinn.
Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldra-
morgnar hvern miðvikudag í sumar,
kl. 10-12.30. Gott tækifæri fyrir
mömmur og börn að hittast og kynn-
ast. Alltaf heitt á könnunni.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 27. júní, 178. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17, 5.)
Íár eru liðin 85 ár frá stofnunHestamannafélagsins Fáks,elsta hestamannafélagslandsins. Bjarni Finnsson er
formaður félagsins: „Félagið var
stofnað árið 1922 til að gæta hags-
muna hestamanna, m.a. með því að
stuðla að lagningu góðra reiðvega,“
segir Bjarni. „Á þessum tíma var
hestamennska að byrja að ná fót-
festu sem íþrótt og tómstund hér á
landi, og höfðu stofnendur félagsins
mikinn áhuga á að efna til kappreiða.
Kappreiðar Fáks sem fóru fram
hverja hvítasunnu voru mikill við-
burður og rak félagið veðbanka
tengdan kappreiðunum. Er Fákur
líklega í dag eina hestamannafélagið
sem hefur leyfi til að stunda veðreið-
ar, þó að slík keppni hafi fyrir löngu
lagst af.“
Í dag stendur Fákur fyrir fjöl-
breyttu starfi: „Barna- og unglinga-
starfið er hvað fyrirferðarmest, og
mjög góð aðsókn að reiðnámskeiðum
Fáks fyrir unga sem aldna allan árs-
ins hring. Við leggjum einnig ríka
áherslu á mótshald og gæðingasýn-
ingar og rekur félagið Reiðhöllina í
Víðidal,“ segir Bjarni. „Eins og önn-
ur hestafélög á landinu leggjum við
okkur fram við að gæta hagsmuna
hestamanna og eigum í uppbyggi-
legum samskiptum við sveitarfélög
um að hestaíþróttin þrífist vel innan
höfuðborgarsvæðisins, að reiðstíg-
um sé vel við haldið og ekki þrengt
að starfseminni.“
Uppbygging og samstarf
Bjarni segir reiðstígagerð bæði
öryggis- og náttúruverndarmál:
„Skipulagðar hestaferðir eru vel
sóttar og sækja bæði fyrirtæki og
einstaklingar í ferðir á vegum einka-
aðila. Oft er um stóra hópa að ræða
og þarf að gæta hvar er farið ef leið-
in liggur um viðkvæmt land. Þá get-
ur skipt sköpum að góðir reiðstígar
séu til staðar.“
Bjarni segir starfsemi Fáks í
miklum blóma og unnið að framtíð-
aruppbyggingu félagsins til að svara
sívaxandi vinsældum hestaíþrótta-
rinnar : „Þetta er sport sem kallar
bæði á mikla fyrirhöfn og kostnað,
en veitir að sama skapi mikla
ánægju. Vel tamið hross er einstök
skepna og er ekkert frábærara en að
þeysast um í náttúrunni á gæðingi,“
segir Bjarni að lokum.
Heimasíða Hestamannafélagsins
Fáks er á slóðinni www.fakur.is
Útivist | Hestamannafélagið Fákur 85 ára í ár og starfsemin í blóma
Virkt félag með langa sögu
Bjarni Finns-
son fæddist í
Reykjavík 1948.
Hann útskrifaðist
sem garðyrkju-
fræðingur frá
Garðyrkjuskóla
ríkisins 1968 og
stundaði fram-
haldsnám í Dan-
mörku. Hann rak fjölskyldufyrir-
tækið Blómaval í þrjá áratugi.
Hann hefur setið í stjórn Fáks í
fimm ár og verið formaður í þrjú
ár. Bjarni er kvæntur Hildi Bald-
ursdóttur verslunarmanni og eiga
þau tvö börn og fjögur barnabörn.
Tónlist
Thorvaldsen Bar | The tiny thorvaldsen
trio leikur djass á Thorvaldsen bar kl. 22.
Tríóið skipa Jóhannes Þorleiksson á
trompet, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar
og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa.
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Túngata 7, Reykjavík. Fundir hjá
sjálfshjálparhópi fólks með geðhvörf eru
haldnir alla fimmtudaga kl. 21. Einstakl-
ingar með geðhvörf eru hvattir til að
mæta.
Börn
Elliðarárdalurinn | Í dag kl. 18 sýnir Leik-
hópurinn Lotta barnaleikritið Dýrin í Hálsa-
skógi í Elliðaárdalnum. Þar sem sýnt er
utandyra er um að gera að klæða sig eftir
veðri og taka með sér teppi til að sitja á og
hlýja sér. Miðapantanir og upplýsingar eru í
síma 699-3993 eða á www.123.is/-
dyrinihalsaskogi.
MJÖG heitt er nú í veðri víða um heim og ýmis góð ráð má nota til að kæla
sig niður. Þessi palestínski drengur stingur sér til sunds í hitabylgjunni
sem nú er í borginni Hebron á Vesturbakkanum.
Kælir sig niður
Reuters
FRÉTTIR
Allar nánari uppl. á skrifstofu Heimili fasteignasölu
Síðumúla 13 • sími 530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.-fös. frá kl. 9-17
Sími 530 6500
Síðumúla 13
Vesturholt - Hafnarfirði - einbýli
Glæsilegt 213,8 fm einbýlishús á þrem-
ur hæðum með innbyggðum bílskúr í
pýramídastíl teiknað af Vífli Magnús-
syni. Húsið stendur innst i botlanga í
suðurhlíðum á holtinu í Hafnarfirði, rétt
við golfvöllinn. Í húsinu eru 3 herbergi á
aðalhæðinni auk 2ja herbergja íbúðar í
kjallara með sérinngangi.
Suðurás – raðhús
Glæsilegt raðhús á einni hæð með inn-
byggðum bílskúr. Rúmgott svefnher-
bergi með skápum. Gott barnaher-
bergi. Þvottahús. Baðherbergi með flís-
um á gólfi og veggjum, innréttingu,
sturtuklefa og þakglugga. Björt stofa
og stúdíóeldhús með útgengi á verönd.
Stanislav teiknaði veröndina fyrir framan
og aftan húsið. Allt gólfefni er parket.
Bílskúrinn er flísalagður með millilofti.
Breiðavík - 2ja herbergja
Nýleg fullbúin og vandlega innréttuð
2ja herbergja 68 fm íbúð með sérinn-
gangi að norðanverðu og afgirtan sér-
garð að sunnanverðu. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni. Verð 19,5 millj.
Áhv. 17,3 millj. frá Glitni.
Brattakinn - Hafnarfirði - einbýli
Gott 160 fm einbýlishús með 30 fm
sérstandandi bílskúr. Nýleg gólfefni og
innréttingar, nýlegar raf-, vatns- og
skólplagnir. Skjólgóður bakgarður í
suður, timburverönd. Gott sérbýli á
rólegum fjölskyldustað. Áhvílandi 24,0
millj. frá KB með 4,15% vöxtum.
Hólmgarður - stór efri sérhæð við Fossvoginn
Falleg mikið endurbætt 140 fm efri
sérhæð. Stór garður í góðri rækt.
Hellulagðar upphitaðar stéttir og suður-
svalir með góðu útsýni. Þrjú stór
svefnherbergi, tvær stofur og tvö bað-
herbergi. Góð eign á rólegum og vin-
sælum stað. Verð 36,0 millj.
Sandavað - 4ra herbergja
Sérlega vönduð um
100 fm íbúð á 3. hæð í
lyftuhúsi. Glæsileg
gólfefni og vandaðar
innréttingar. Þrjú rúm-
góð herbergi og björt
stofa með fallegu út-
sýni. Stórar svalir. Stæði
í bílageymslu fylgir.
Verð 27 millj.
Bogi
Pétursson
lögg.
fasteignasali
ÍSMÓT 2007, Íslandsmeistaramót
hársnyrta, snyrtifræðinga, gull-
smiða, klæðskera og ljósmyndara
innan Samtaka iðnaðarins, fer fram
í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í
Laugardal helgina 1. og 2. septem-
ber.
Í fréttatilkynningu segir að þetta
sé í fyrsta sinn sem sameiginlegt
mót þessara greina er haldið og
verður það án efa stærsta mót sinn-
ar tegundar hér á landi á þessu
sviði.
Meðal keppnisgreina er hár-
snyrting, litun, klipping, snyrting,
förðun, skartgripasmíði, klæð-
skurður, kjólasaumur, auglýsinga-
og iðnaðarljósmyndun og portrett-
myndataka svo dæmi séu tekin.
Einnig verður hönnunar- og tísku-
sýning, fyrirlestrar, námskeið og
sýningar.
Samhliða mótinu verður haldin
sölusýning þar sem fyrirtækjum,
félögum og stofnunum er boðið að
kynna vörur sínar og þjónustu.
Boðið verður upp á fræðslu og fyr-
irlestra á ÍSMÓTI og m.a. munu er-
lendir sérfræðingar í hárgreiðslu,
Joakim Ross, Michael Cole og Rudy
Mostada, halda fyrirlestra og sýn-
ingar.
Að ÍSMÓTI 2007 standa Samtök
iðnaðarins, Meistarafélag í hár-
greiðslu, Félag íslenskra snyrti-
fræðinga, Klæðskera- og kjóla-
meistarafélagið, Félag íslenskra
gullsmiða og Ljósmyndarafélag Ís-
lands. Nánari upplýsingar má finna
á slóðinni www.si.is/ismot.
Meistaramót iðngreina í haust
GÖNGUFERÐ á Helgafell í Mos-
fellsbæ verður laugardaginn 30.
júní og verður lagt af stað frá Ásum
norðan við fjallið kl. 10.
Meðal annars verða skoðuð
stríðsmannvirki og gömul gull-
náma. Gangan tekur um tvær til
þrjár klukkustundir. Leiðsögu-
maður verður Magnús Guðmunds-
son sagnfræðingur.
Allir eru velkomnir, ekkert þátt-
tökugjald.
Laugardagsganga á Helgafell