Morgunblaðið - 27.06.2007, Side 26

Morgunblaðið - 27.06.2007, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Guð-mundsson fæddist á Starmýri í Álftafirði í Suður- Múlasýslu 16. júní 1922. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hringbraut 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Eyj- ólfsson, f. 20.9. 1889, d. 2.9. 1975, og Þórunn Jóns- dóttir, f. 5.9. 1888, d. 26.11. 1956. Þau eignuðust saman níu börn á sex árum, þar á meðal þrenna tvíbura. Þau bjuggu fyrst á Starmýri en síðar á Þvottá. Stefán ólst upp á Hnaukum í Álftafirði hjá Björgu Jónsdóttur og Árna Antoníus- arsyni frá því hann var á öðru ári. Systkini Stefáns eru Krist- inn, f. 24.1. 1920, Eggert, f. 30.5. 1921, Valborg tvíburasystir Stef- áns, f. 16.6. 1922, Egill, f. 25.9. 1923, tvíburarnir Sigurbjörg og Leifur, f. 4.4. 1925, og tvíbur- arnir Ingibjörg og Þorgeir, f. 30.11. 1926, d. 23.2. 2003. Stefán kvæntist hinn 28.3. 1964 Mattheu J. Jónsdóttur myndlistarkonu, f. 7.7. 1935. Foreldrar hennar voru J. Matt- hildur Kristófersdóttir, f. 6.12. 1906, d. 1.10. 1983, og Jón Guð- mundsson, f. 17.5. 1896, d. 16.9. 1968. Þau Stefán og Matthea eignuðust fjórar dætur, þær eru: Rúnar, f. 8.10. 1971, Pálmi, f. 11.9. 1973, d. 23.3. 1974, Róbert, f. 7.9. 1978, og Elvar Örn, f. 12.5. 1982. 3) Stefán, f. 10.12. 1949. 4) Gunnar, f. 21.1. 1953. Maki Anna Þorgilsdóttir, f. 29.10. 1956. Börn þeirra eru Haraldur Már, f. 26.7. 1976, Ólafur Þór, f. 15.12. 1982, og María Björk, f. 6.3. 1992. 5) Ása Björg, f. 6.9. 1954. Maki Þórður Jónsson, f. 29.9. 1947. Börn þeirra eru Ólöf Elísabet, f. 22.1. 1973, og Jón Hjalti, f. 20.3. 1976. Stefán hóf skólagöngu sína í farskóla á Starmýri í Álftafirði þar sem foreldrar hans voru bú- settir. Haustið 1939 fór hann í Héraðsskólann í Reykholti. Árið 1943 lá leiðin í Héraðskólann á Laugarvatni. Stefán stundaði margvísleg störf í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Austur- landi. Þar má nefna sjó- mennsku, trésmíðar, matreiðslu, verzlun, búskap, skrifstofu- og fræðistörf. Hann fór á eftirlaun árið 1987 en þá hafði hann starfað um tuttugu og fimm ára skeið hjá Framsóknarflokknum. Nokkur ár eftir það sinnti hann hlutastörfum fyrst hjá ætt- fræðimiðluninni Sögusteini og síðar sem vaktmaður hjá bif- reiðaumboðinu Heklu. Síðustu æviárin sinnti hann marg- víslegum áhugamálum, var af- kastamikill í ritstörfum, mál- aralist og kveðskap auk þess sem hann hafði ætíð mikinn áhuga á ættfræði. Stefán verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1) Matthildur Bára, f. 24.7. 1964. Maki Eiríkur Björnsson, f. 6.12. 1959. Börn þeirra eru Björn Ív- ar, f. 14.6. 2000, og Þórdís Matthea, f. 19.3. 2003. 2) Þór- laug Braga, f. 11.12. 1966. Maki Ingi- mundur Hannesson, f. 28.11. 1961. Börn þeirra eru Andri Snær, f. 23.10. 1992, Tanja Sif, f. 1.2. 1994, Sindri Snær, f. 5.9. 1996, og Erla, f. 28.11. 2002. 3) Hrafnhildur Brynja, f. 26.5. 1969. Maki Hilmar Sigurðsson, f. 22.10. 1963. Synir þeirra eru Hinrik Aron, f. 8.11. 1999, og Hákon Atli, f. 10.4. 2004. 4) Arna Björk, f. 13.7. 1971. Maki Emil H. Valgeirsson, f. 30.9. 1965. Dóttir þeirra er Stefanía, f. 19.11. 1995. Stefán var áður í sambúð með Ólöfu R. Guðmundsdóttur frá Streiti í Breiðdal, f. 31.8. 1926. Þau slitu samvistir árið 1961. Þau eiga fimm börn, þau eru: 1) Dagný, f. 3.12. 1946. Maki Magn- ús Jónsson, f. 13.10. 1940. Synir þeirra eru Stefán Hafþór, f. 30.12. 1964, Jón Ingi, f. 9.2. 1966, Bjarki Þór, f. 27.11. 1972, Ágúst Ragnar, f. 27.7. 1975, og Jóhann Vífill, f. 4.5. 1982. 2) Guðmundur Unnþór, f. 6.6. 1948. Maki Margrét Guðlaugsdóttir, f. 12.12. 1949. Synir þeirra eru Faðir minn Stefán Guðmundsson lést á afmælisdaginn sinn, 16. júní, áttatíu og fimm ára að aldri. Þótt ég hafi búist við því að tími hans væri hugsanlega kominn kom fráfall hans mér samt á óvart. Við áttum eftir að tala um svo ótalmargt saman. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman hin síðustu ár. Mér var mikil ánægja að fá að gera fyrir þig nokkur smáviðvik sem þú baðst mig um að gera, og segi það satt að ég hefði viljað að þau hefðu verið fleiri. Einhvern veginn fyrir fjölda- mörgum árum minnkaði samband okkar, en jókst svo aftur fyrir um tveimur árum. Við reyndum senni- lega báðir að endurnýja þau, en kannski talaði hvorugur okkar nægjanlega skýrt. Fórum kannski ekki nægjanlega nálægt kjarnanum, þannig að sá sem hlustaði skildi þann sem talaði. Þannig að við nálg- uðumst hvor annan lítið fyrr en nú síðustu ár. Er þá á hvorugan hallað. Við erum bara svona af Guði gerðir. Ein fyrsta minning mín um þig er sennilega frá 1952. Þú hafðir verið á veiðum við Grænland og Nýfundna- land. Skipið var komið í höfn og þú kominn heim. Þú þurftir eitthvað að skreppa niður í skip og tókst mig með. Þú settir mig undir vinstri handlegginn og hélst á mér fyrst niður og síðan upp mjóan stigann sem lá frá skipsdekki upp á bryggju. Ég man hvað mér fannst vera hátt niður í sjóinn milli skips og bryggju. Var sennilega eitthvað lofthræddur. Margar minningar á ég um þig frá þeim tíma er við fluttumst austur í Lón í Austur-Skaftafellssýslu. Einhverjir hefðu látið hugfallast er komið var þangað vorið 1958. Húsið gamalt og hrörlegt, ekkert rafmagn, ekki rennandi vatn. Þarna var kannski ekki allt eins og talað hafði verið um. Við breyttum þessu koti í dýrðarstað. Þetta kot varð heimili okkar. Þótt við ættum ekki heima þarna nema í þrjú ár hef ég alltaf litið á Lónið sem minn æsku- stað. Fallegur fjallahringur, um- gjörð sveitarinnar, lónið, jökulsáin og góða veðrið. Sérstaklega minnt- umst við þess hvað vornæturnar voru yndislegar. Logn svo ekki bærðist hár á höfði, lömbin að koma í heiminn, fuglar og ungar þeirra. Allt vont svo fjarlægt. Allt hafði þetta áhrif á mig, sem var aðeins 10 ára þegar við flutt- umst þangað. Ég held að þessi áhrif hafi verið komin í þig löngu áður, þú ert nefnilega úr næstu sveit fyrir austan Lón, Álftafirði. Það er líka falleg sveit og margt frændfólk sem við eigum þar. Ekki má ég gleyma fólkinu sem í Lóninu bjó á þessum tíma. Gott fólk og hjálpsamt. Um það vorum við sam- mála, feðgarnir. Vinnan var mikil á þessum árum. Kartöflurækt, rófu- rækt og nokkurt búfé. Mér er það minnisstætt hvað þú barst Hornfirðingum vel söguna. „Þeir voru mér mjög hjálpsamir,“ sagðirðu. Árið 1961 slituð þið foreldrar mín- ir samvistir. Ég fluttist vestur á land með móður minni og systkinum og þú fórst á sjóinn og sigldir til fram- andi hafna. Upp frá því varð nokkur fjarlægð á milli okkar Árið 1964 gift- ist þú yndislegri konu, Mattheu Jóh. Jónsdóttur listmálara, og eignaðist með henni fjórar dætur. Ég og kona mín Margrét sendum Mattheu og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Unnþór. Pabbi var glaðlyndur en hæglátur maður. Hann átti sér mörg áhuga- mál en ritstörf, kveðskapur, nátt- úruskoðun, ljósmyndun og ættfræði voru efst á blaði. Eftir hann liggja margar möppur fullar af endur- minningum og ljóðum. Í seinni tíð sneri hann sér í ríkari mæli að því að mála og var afkastamikill á tímabili. Minningabrotin svífa um hugann. Sveitaferðir, göngur um fjöll og firn- indi í leit að steinum eða berjum, sumarbústaðurinn í Grímsnesinu, fjöruferðir og lautarferðir að litla læknum á Kjalarnesinu þar sem við fengum að sulla. Pabbi þekkti flest örnefni, var fróður um staði og þekkti býsna vel hvernig þeir tengd- ust sögunni. Hann var góður sögu- maður, hafði lifað tímana tvenna og þreyttist seint á að segja okkur frá því sem hafði á daga hans drifið sem jafnaðist oft á tíðum við bestu reyf- ara. Hann hafði siglt um fjarlæga staði allt frá Norður-Íshafi til Afr- íkustranda og átti minjagripi því til sönnunar. Hann hvatti okkur dæturnar til að ganga menntaveginn. Hvað ætlarðu að verða? spurði hann oft: „Forn- leifafræðingur, leikkona, stjörnu- fræðingur.“ Hann langaði sjálfan mikið til að mennta sig meira en hann fékk tækifæri til. Hann hefði eflaust orðið einhver fræðingur, lík- legast náttúrufræðingur eða kannski sagnfræðingur. Þegar önnur okkar var við nám á Ítalíu gladdist hún við bréfin sem hann sendi henni sem voru full ást- ríkis, hvatningar og kímnigáfu. Hann var glöggur á skoplegar hliðar tilverunnar og hafði gaman af að rabba við barnabörnin sín um lífið og tilveruna. Pabbi kvaddi á 85 ára afmælis- deginum sínum. Hann talaði um það á spítalanum að hann langaði til að halda veglega veislu og fá þangað alla sína nánustu ættingja og vini. En að morgni afmælisdagsins sagð- ist hann vera kominn annað, myndi halda upp á afmælið þar. Elsku pabbi okkar, þín er sárt saknað. Við gleðjumst samt yfir því að þú þurftir ekki að lifa lengur bundinn við sjúkrarúm. Þú sem allt- af varst að sýsla eitthvað og gast ekki hangið lengi yfir engu. Við vor- um heppnar að eiga þig. Líf okkar er ríkara eftir að hafa fengið nær- ingu úr viskubrunni þínum og það geymum við á helgum stað í hjörtum okkar og miðlum af stolti til afkom- enda þinna. Hrafnhildur Brynja og Matthildur Bára. Elsku pabbi minn, þú valdir þér flottan dag til að deyja. Þú varst bú- inn að segjast ætla að fara heim á af- mælisdaginn þinn og um morguninn þegar hjúkrunarfólk óskaði þér til hamingju með daginn sagðist þú ætla að halda veisluna annars stað- ar. Þú varst búinn að fá alveg nóg af að liggja á spítalanum og horfa upp í hvítt loft, enda átti slíkt engan veg- inn við þig. Það er gott að eiga á þessari kveðjustund aðeins góðar minningar um þig. Þú varst einstak- lega fróður maður. Þegar þú varst ungur hafðir þú áhuga á að læra náttúrufræði eða guðfræði, þú myndir tóna vel og semja fínar ræð- ur það væri ekki spurning – en þú værir e.t.v. ekki alveg nógu trúaður. Þú varst hvattur til þess að hefja rit- störf af nokkrum merkismönnum sem þú kynntist hjá bókaútgáfunni Helgafelli, sem þú gerðir – en þú hélst þeim aðeins fyrir þig. Þú varst allt þitt líf með mikla þörf fyrir að breyta – íbúðinni var umturnað nokkrum sinnum, skápar, sófar og borð færð úr stað og þú agalega ánægður með útkomuna. Ef mamma hætti sér í saumaklúbb þá kom hún tilbaka í gjörbreytta íbúð – Stefán Guðmundsson ✝ Áslaug Árna-dóttir fæddist 20. janúar 1928 í Hvammi í Vest- mannaeyjum. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Að- alheiður Sigurð- ardóttir, f. 15. feb. 1896, d. 30. jan. 1958, og Árni Sig- urjón Finnbogason skipstjóri, f. 6. des. 1893, d. 22. júní 1992. Systkini hennar voru Rósa, Ráðhildur, Ágústa Kristín, Þór og Linda Ósk. 2) Guðbjörg Aðalheiður sálfræðingur, búsett í Svíþjóð, f. 28. júní 1959, gift Hallgrími Friðrikssyni, börn þeirra eru Ratan Pétur Friðrik og Mamata Björk. Stjúpbörn Ás- laugar eru: Jón Dalman, Sveind- ís, Sigurður Oddur, Margrét og Sævar. Áslaug ólst upp í Hvammi í Vestmannaeyjum og gekk þá hefðbundnu skólagöngu sem þá tíðkaðist. Um 17 ára aldur veikt- ist móðir hennar alvarlega og tók þá Áslaug alfarið við heim- ilinu. Þegar Áslaug var 25 ára fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún réð sig í vist. Stuttu seinna kynntist hún ástinni og þar með voru örlög hennar ráðin. Útför Áslaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. hún lést aðeins fimm mánaða, Sigurbjörn, Ágústa Kristín, Að- alheiður Árný, Finn- bogi og Borgþór. Ágústa Kristín, Finnbogi og Borg- þór lifa systkini sín. Áslaug giftist 13. sept. 1959 Pétri Sveinssyni bifreiða- stjóra, f. 16. maí 1918, d. 8. sept. 1985. Saman eignuðust þau tvær dætur, þær eru: 1) Sigurbjörg innanhúss- arkitekt, f. 26. júlí 1955. Börn hennar eru Áslaug María, Atli Elsku hjartans mamma, þá er komið að kveðjustund og þrautum þínum er lokið. Við vissum hvert stefndi en ekki að kallið kæmi svona snöggt. Við vonuðum að við fengjum sumarið til að kveðja en vitum að nú líður þér vel og ert loks komin til pabba. Elsku mamma, við vissum að þú áttir við veikindi að stríða alveg frá barnæsku en urðum ekki varar við það sem börn sökum þess að þú tókst á við veikindi þín í hljóði. Alltaf hafðir þú tíma fyrir þá sem þurftu á þér að halda og ófáar voru þær stundirnar við eldhúsborðið á Njarð- argötu sem vinir og vandamenn sátu á spjalli við þig. Tónlist var þér í blóð borin, þú varst sjálflærð á gítar og spilaðir allt eftir eyranu. Þegar við vorum litlar spilaðir þú og söngst með okkur öll Eyjalögin o.m.fl. Þú reyndir að kenna okkur á gítarinn en hann end- aði sem veggskraut í unglingaher- berginu. Af þér lærðum við að njóta tónlistar. Okkur er minnisstætt hversu Eyjarnar voru þér kærar og hve hamingjusöm þú varst þegar við eyddum sumrum í Eyjum, þá varstu heima. Þú elskaðir að spila á spil og marg- ar urðu þær kvöldstundirnar sem setið var við spilamennsku og þú naust þín vel. Kvikmyndaáhuginn var ríkjandi enda varst þú ein af þeim fyrstu til að fá þér sjónvarp. Við uppgötvuðum, þegar við urðum eldri, að hugmyndaflug þitt var mik- ið, sem dæmi má nefna þegar þú varst að fræða okkur um allt sem sagt var í kvikmynd sem sýnd var í bandaríska sjónvarpinu (kananum) og kunnir ekki orð í ensku, það skipti ekki máli, þú túlkaðir frjálslega það sem þú sást og við gátum notið þess með þér. Þú máttir ekkert aumt sjá og varst dýravinur mikill, alltaf var eitthvert dýr á heimilinu, lengst af voru það þó kisur enda höfum við báðar ketti á heimilum okkar í dag, þú sagðir allt- af að börn hefðu gott af að alast upp með dýrum. Þér þótti gaman að ferðast og er okkur hugleikið þegar þú fórst í þína fyrstu utanlandsferð með pabba til Mallorca. Síðan ferð- irnar til Svíþjóðar til Öllu sín, hvað þér fannst nú gaman að versla og skoða þig um í borginni og skemmta þér. Í Svíþjóð komstu í kynni við tölvutæknina og varst ekki lengi að skaffa þér eina þegar heim kom. Þú varst óhrædd að fikra þig áfram við nýja tækni og styttir þér stundir við tölvuna. Barnabörnin voru hátt skrifuð hjá þér og varst þú þeim allt- af góð. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Við viljum þakka starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Seljahlíðar fyrir góða umönnun síðustu ár mömmu. Að lokum viljum við þakka starfs- fólki á bráðadeild Borgarspítalans og gjörgæsludeild Landspítalans fyrir lipurð og tillitssemi þessa síð- ustu sólarhringa. Við söknum þín og kveðjum þig með þökk. Við vitum að þér líður vel núna. Sigurbjörg og Guðbjörg. Elsku amma mín. Nú loks finn- urðu ekki lengur til. Ævi þín hefur ekki verið neinn hægðarleikur, þar sem líkami þinn hefur verið í stöðugu stríði við þig og ekki gefið þér stund- arinnar frið frá verkjum og vanlíðan. Þú varst sérstök og misskilin amma mín og ég veit að þú hafðir miklu meira að segja en þú gerðir og fannst miklu meira en þú sýndir. Ég vona að þú fáir þann frið, skilning og þá hamingju sem þú átt svo sann- arlega skilið þarna uppi með mann- inum þínum. Ég vildi óska að ég gæti gefið þér kveðjukoss og hvíslað í eyra þitt hvað ég elska þig mikið og hversu mikið ég sé eftir að hafa ekki eytt meiri tíma með þér en ég gerði. Ég elska hvað þú varst alltaf létt í lundu og hvað þú tókst á móti mér með mikilli hlýju þegar ég kom í heim- sókn. Megir þú hvíla í friði amma mín og njóta þess að vera laus við kvalirnar. Þinn dóttursonur Atli Þór. Hún var alltaf svo góð hún Áslaug. Ég man svo vel hvað mér fannst gaman að koma til hennar í Hvammi. Þar bjó hún lengi hjá foreldrum sín- um og hjálpaði til við heimilisstörfin. Hún var svo ótrúlega dugleg, enda þótt hún ætti við fötlun að stríða. Áslaug flutti til Reykjavíkur til að fá vinnu og þar hitti hún þann mann, sem varð lífsförunautur hennar, Pét- ur Sveinsson. Hann reyndist henni mjög vel, en hún missti hann fyrir mörgum árum. Þau Áslaug og Pétur eignuðust tvær indælar dætur, Aðalheiði og Sigurbjörgu. Það vildi svo til að þær voru á sama aldri og elstu dætur mínar og áttum við því góðar stundir saman. Við fórum í langa göngutúra og smáferðalög með dætrum okkar. Svo heimsóttu þau okkur í Kópavog- inum. Það var alltaf gott að eiga Ás- laugu fyrir vinkonu, því hún var ætíð í góðu skapi og talaði ekki annað en vel um alla. Foreldrar Áslaugar, Aðalheiður og Árni í Hvammi, voru líka besta Áslaug Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.