Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 19
|miðvikudagur|27. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Sko, maður gerir svona ogsvona, sagði strákur íblárri peysu og renndirauðum breikpinna í gatið á öðrum rauðum. Fyrr en varði var kominn grunnur að turni. ,,Við skulum ekki setja sama lit saman,“ sagði stelpa við sessunaut sinn og útkoman varð röndótt borð. Þau eru að byggja úr breikpinnum. Sagan á bak við breikpinnanna er skemmtileg en plastpinnarnir lit- ríku voru hannaðir af ísraelsku uppfinninga- og hönnunarfyrirtæki árið 1974. Það var svo árið 1986 sem Kjörís hóf framleiðslu á frostp- innum, undir nafninu break-pinni, með pinnaprikunum litríku. Það var keppikefli margra af kynslóð sem gætu verið foreldrar þessara barna að safna sem flestum breikpinnum, annaðhvort til þess að eiga sem flesta eða til að byggja úr. Framleiðslu bæði íssins og pinn- anna var hætt nokkrum árum síðar en nokkrir á leikjanámskeiðinu af Seltjarnarnesi voru engu að síður svo forframaðir að hafa smakkað svona íspinna! – Hvað er hægt að byggja úr svona breikpinnum? „Allskonar,“ segir þau einum rómi. – Eru þetta eins og venjulegir kubbar? ,,Nei,“ heyrist í mjög samhljóða kór. Oddur Þórisson, 8 ára, var að byggja með hönskum merktum íþróttafélaginu Gróttu. – Er gott að hafa svona vinnu- hanska? „Nei, nei, ég bara gleymdi að taka þá af mér.“ – Og hvað ertu að byggja? „Svona turn,“ segir hann og bendir á himinháa turna sem eru til sýnis við einn vegginn. Hann og Tristan Edwardsson, félagi hans, ákveða að leggja turnana sína sam- an og fá þá einn stóran, svo sann- arlega glæsilega bygging. Nýir, íslenskir leikfangakubb- ar Í tengslum við sýninguna Magma/Kvika fékk Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, sýningarstjóri, ísraelska fyrirtækið til þess að end- urræsa vélarnar og hefja fram- leiðslu á breikpinnunum á ný. Og ekki nóg með það heldur hannaði Ólafur Ómarsson hjá Studiabilty, íslensk tréleikföng. „Ég man vel eftir breikpinnunum og safnaði þeim. Ég sníkti m.a.s. pinna hjá vinum og vandamönnum og notaði þá til þess að byggja úr,“ segir Ólafur hlæjandi en hann hafði breikpinnana til hliðsjónar við hönnunina. „Ég vildi hanna kubba sem höfðuðu jafnt til barna og full- orðna og hafði einfaldleikann að leiðarljósi. Kubbarnir, sem eru úr tré, bjóða samt upp á miklu meiri möguleika. Ég hannaði tengiein- ingar sem auka samsetningarmögu- leikana nánast óendanlega. Það hef- ur verið virkilega gaman að sjá hvernig fólk notar kubbana og hvað það byggir úr þeim,“ segir Ólafur sem hyggur á framleiðslu þeirra. „Þetta er dæmi um íslenska vöru- hönnun sem unnin er í samvinnu við íslensk fyrirtæki,“ segir hönn- uðurinn sem greinilega byggir upp eins og krakkarnir. Af undirtektunum að dæma er ljóst að rúm 20 ár eru ekkert á milli breikpinnaaðdáenda og að hin nýja útfærsla slær í gegn. uhj@mbl.is Stemmning Það var sannkölluð uppbygging í gangi í opnu listasmiðjunni á Kjarvalsstöðum og litrík meistaraverk litu dagsins ljós á örskömmum tíma hjá krökkunum á leikjanámskeiðinu. Hver veit nema að þar sé að finna hönnuði morgundagsins. Himinhár Oddur og Tristan byggðu næstum himinháan turn. Byggt úr breikpinnum hjá Kjarval Nýir kubbar Ragna Kristín og Ragnheiður Kristín voru að byggja kofa úr leikfangaeiningunum sem Ólafur Ómarsson hannaði. Stoltur Þessi meistari var stoltur af lista- smíðinni. Krakkarnir á leikjanám- skeiðinu sem komu í Kveikju, opnu listasmiðj- una á Kjarvalsstöðum, höfðu aldrei séð breik- pinna áður. Unnur H. Jó- hannsdóttir sannfærðist samstundis um að það skipti engu máli, svo eld- fljótir voru þeir að ná byggingatækninni. Breikpinnarnir voru kveikjan að hönnun Ólafs Ómarssonar á nýjum, íslenskum trékubbum, sem hægt er að setja saman á fjölmarga vegu. Byggingameistarar Stöllurnar Melkorka og Áslaug voru sammála um að breikpinnarnir væru afar skemmtilegir. Morgunblaðið/Ásdís Síminn sem „getur allt“ kemur ámarkað á föstudag. Ef ekki allt þáflest. Með honum er nefnilega hægt að hlusta á tónlist, horfa á mynd- skeið, hringja, skoða Netið og margt fleira með því einu að ýta á skjáinn. Græjan kallast iPhone og er afsprengi Appel-tölvurisans. Að sögn vefsíðu Berlingske tidende eru væntingar miklar. Sennilega eru þær þó mestar hjá þeim sem þegar standa í röð við Apple-búðina á fimmta breiðstræti New York-borgar og bíða þess að síminn komi í sölu á föstudag. Veðjað um biðröðina Veðmangarar hjá BetUS.com hafa séð sér leik á borði við að nýta sér þennan yfirgengilega áhuga og bjóða ýmis veð- mál tengd iPhone æðinu. Þeir sem veðja t.d. um 2.000 krónum á að fólk verði troðið undir í biðröðinni fá um 4.000 krónur útborgaðar gangi það eftir. Þetta veðmál gefur sennilega svona vel af sér vegna þess hversu góða raðamenningu Bandaríkjamenn þykja hafa tileinkað sér. Eins er hægt að veðja um það hvort kvikni í tækinu en þar sem það veðmál er annars vegar er gróðavonin 150 föld. Sömuleiðis má veðja um hvort fyrsta kynslóð símans verði afturkölluð, sem gefur 30 falt af sér. Líklegasta uppákomuna telja þó veð- mangararnir vera þá að einhver borgi þrefalt verð fyrir símann á eBay áður en langt um líður. iPhone æðið er hafið Tækni Með tækinu er hægt að hlusta á tónlist, horfa á myndskeið, hringja, vafra um Netið og fl. Þegar er komin röð við Apple-búðina á fimmta breiðstræti New York- borgar þar sem fólk bíður þess að síminn komi í sölu á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.