Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 36
Justin Long ætti að vera vel undirbúinn fyrir hlutverk tölvuhakkara þar sem hann er nýbúinn að leika tölvu… 41 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is PARA-DÍS heitir einn af skapandi sumarhópum Hins hússins, skipaður þeim Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara og Kristjáni Karli Bragasyni píanó- leikara. Þau hafa staðið að verkefninu Tónaregni í Reykjavík sem hófst í þessum mánuði og stendur út júlí. Verkefnið er á vegum Hins hússins og styrkt af Reykjavíkurborg. Tónaregn felst í því að fluttir verða tónleikar á leikskólum, dvalarheimilum aldraðra og sjúkra- húsum en auk þess verða haldnir tónleikar hér og þar um borgina. „Markmið verkefnisins er að ná til breiðs hóps hlustenda. Á leikskólum erum við með fuglaþema, leikum verk sem tengjast fuglum, t.d. „Svarta skógarþröstinn“ eftir Messiaen,“ seg- ir Hafdís. Þeim börnum sem heyrt hafa dag- skrána, utan leikskólanna, hafi líkað vel við verkin þó svo þau séu engar barnavísur heldur „alvöru“, klassískar tónsmíðar. „Þessa dagana erum við að spila á dvalar- heimilum aldraðra og sjúkrahúsum, reynum að hafa þar létta, franska tónlist. Það er franskt þema hjá okkur í sumar, minni verk og áheyrileg, grípandi lög, í bland við stærri verk,“ segir Haf- dís. Þau hafi fundið tónleikastaðina og skipulagt allt sjálf. Hægt að panta tónleika Síðast en ekki síst býðst dúóið til að halda tón- leika í heimahúsum, en skilyrði fyrir slíku tón- leikahaldi er að píanó eða flygill sé á heimilinu. Hugmyndina að slíkum tónleikum fékk Krist- ján þegar hann komst að því að á fjölda heimila væru lítið notuð eða ónotuð píanó og flyglar. „Það eru fjölmargir Íslendingar sem hafa keypt sér pí- anó en aldrei eða afar sjaldan spilað á þau,“ segir Kristján. Enginn hefur óskað enn eftir slíkum tónleikum, enda nýhafið að auglýsa þá. „Við spilum bara í smástund, bara eins og fólk vill. Við viljum með þessu höfða til breiðs hóps, sýna að klassísk tónlist er fjölbreytt og auka út- breiðslu hennar, koma henni til fólksins. Við leggjum áherslu á létta tónlist, allt mjög áheyri- legt,“ segir Hafdís. Þessi þjónusta er bundin við Reykjavík, þar sem hún er á vegum Hins hússins. Hafdís og Kristján eiga bæði langt tónlistar- nám að baki og stunda bæði framhaldsnám í Frakklandi. Kristján nemur við C.N.R. de Versa- illes en Hafdís við C.N.R. de Rueil Malmaison. Báðir skólar eru í sveitarfélögum í nágrenni Parísar. Kristján hóf píanónám tólf ára og Hafdís í forskóla fjögurra ára. Þau hafa því lifað og hrærst í tónlist meirihluta lífs síns. Þegar Tónaregni lýkur, undir lok júlímánaðar, ætlar para-Dísar-dúóið að halda styrktartónleika, en ekki hefur verið ákveðið enn til hvaða samtaka eða málefnis það fé rennur. Föstudaginn næstkomandi, 29. júní, heldur dúóið tónleika í Þjóðmenningarhúsinu og er að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Þeir sem vilja hlýða á þau heima í stofu, þ.e. þeir Reykvíkingar sem eiga píanó eða flygil, eru beðnir um að hringja í síma 696 5298 eða 864 0010. Einnig má senda tölvupóst á hafdisvaff@hotmail- .com. Ekki amalegt að fá slíka heimaskemmtun og það endurgjaldslaust. Klassíkin til fólksins Morgunblaðið/Ásdís para-DÍS Dúóið lék valin, klassísk verk á Landspítalanum í gær. Kristján Karl Bragason og Hafdís Vigfúsdóttir munu halda fjölda tónleika næstu vikur. Nánar um tónleikahaldið á blog.central.is/flautarinn tuðruna safnast alltaf hópur af fólki,“ segir Páll. Knattspyrnan sé jákvæð, félagslegt athöfn. Páll fékk hugmyndina að bókinni þegar hann var að ljósmynda staði á heimsminjaskrá í Afríku fyrir Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann vill sýna jákvæðu hliðarnar á álfunni, hún sé oftast í fréttum vegna hörmunga og styrjalda. „Það er óskaplega mikil gleði, litadýrð og bjartsýni í þessari álfu,“ segir Páll. Þetta er fyrsta sýning Páls á Afríkumyndunum. Sýningin stend- ur til 4. ágúst og er opið í Fótógrafí alla daga vikunnar frá kl. 12 til 18. NÆSTA laugardag, 30. júní, verð- ur opnuð sýning Páls Stefánssonar ljósmyndara í ljósmyndagalleríinu Fótógrafí, á ljósmyndum sem hann tók í Afríku. Sýningin ber hinn við- eigandi titil Heitt, en myndirnar tók Páll í Kamerún í maí síðast- liðnum fyrir ljósmyndabók um álf- una sem hann er með í smíðum. „Knattspyrna er hryggjarsúlan eða samnefnari í bókinni. Það er vegna þess að Kamerúnar hafa brennandi áhuga á knattspyrnu, þeir eru ekki sófaknattspyrnu- menn. Þetta er ódýr íþrótt, þú get- ur verið úti á akri berfættur. Það eina sem þú þarft er tuðra og um Gleði, litadýrð og bjartsýni Einbeittur Stoltur knattspyrnu- maður í treyjunni öfugri. Ljósmynd/Páll Stefánsson Efnilegur Ungur drengur í Kamerún sýnir hvað hann getur og þrumar tuðrunni að marki. Knattspyrna er rauður í Afríkumyndum Páls. ÍSLENSKA R&B söngkonan Kenya heldur kynningartónleika á Gauki á Stöng annað kvöld. Þar flytur hún frumsamin lög. Lag Kenya, „Hot Dancing“, hefur fleytt nokkuð öldur ljósvakans í sumar og má benda áhugasömum um Kenyu á vefsíðu hennar, myspace.com/kenyaice- land. Þar eru 200 ókeypis miðar á tónleikana í boði sem hægt er að prenta út. Húsið verður opnað kl. 20. Kenya heldur kynning- artónleika á Gauknum LEIKFÉLAGIÐ Leikhús Frú Norma frumsýnir á morgun barnaleikritið Bara í draumi í sláturhúsinu á Egils- stöðum. Verkið fjallar um ungan dreng sem verður eina nóttina vitni að því að leikföngin hans lifna við. „Er hann að dreyma? Geta bangs- ar bara talað í draumi? Eru höfuð- áttirnar fjórar eða átta?“ segir m.a. í lýsingu á verkinu. Leikfélagið sýnir þó fleiri en eitt verk því nú standa yfir sýningar á Nátthröfnum, einnig í sláturhúsinu. Verkið verður einnig sýnt á Humarhátíð, Höfn í Hornafirði, á laugardaginn kl. 11 og 15 og verður frítt inn í boði bæjarfélagsins. Barnaleikrit í Sláturhúsi HALDIÐ verður upp á nýtt útlit vefsíðu Jafningjafræðslu Hins húss- ins, www.jafningjafraedslan.is, frá kl. 17 til 22 á morgun í kjallara Hins hússins. Undir lok uppákomunnar verður málverkauppboð og rennur ágóði af því til góðs málefnis, að því er segir á vefsíðunni. Búast má við kaffihúsastemningu. Ýmsar hljóm- sveitir leika tónlist, m.a. <3 Svan- hvít, Byssupiss, Ministery of for- eign affairs, Ásgeir, Eysteinn og Sæi, Söngfuglinn Tríó og Breathe. Jafningjafræðslan með málverkauppboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.