Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SHREK 3 m/ensku tali kl. 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WWW.SAMBIO.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. eee SNÆBJÖRN MBL. einmitt reynt að líkja eftir reyfaraútgáfu fyrri tíma á skemmtilegan hátt, sem eykur ánægj- una af lestrinum. Líkt og vill vera með svo afkastamikla höf- unda er sagan meingölluð, en það kemur ekki svo að sök – Wallace skrifar af svo mikilli íþrótt og á svo miklum hraða að maður nær varla andanum. Öllu ægir saman, hefnd glæpa- gengis, dularfullum munum frá Suður- Ameríku, hlutskipti fátæklinga í Lundúnum og svo má telja. Maður sér eiginlega Wallace fyrir sér þar sem hann sat og hamaðist við að skrifa bókina og engin hugmynd var of fjar- stæðukennd til að eiga heima í henni. Að þessu sögðu er The Feathered Serpent ágætasta skemmtun, ekki veigamikil, en fljót- lesin, hentar vel í stutta flugferð eða álíka, en reyndar er best að lesa hana í einni lotu, ann- ars er hætt við að maður ruglist aðeins í öllum þeim fjölda af óþokkum sem bregður fyrir og svo eru morð og morðtilræði á hverju strái. Endirinn er líka passlega snúinn. RICHARD Horatio Edgar Wallace, sem þekktur varð fyrir bækur sem hann skrifaði undir nafninu Edgar Wallace, var ótrúlega af- kastamikill höfundur – skrifaði 175 skáldsög- ur, 24 leikrit og ýmislegt til viðbótar. Honum var lagið að skrifa lifandi og lýsandi texta sem sést kannski best á því að ríflega 160 kvik- myndir hafa verið gerðar eftir verkum hans. Þrátt fyrir þetta kannast væntanlega fáir við kauða núorðið, en nægir að nefna að um það leyti sem hann lést var hann að leggja síðustu hönd á handritið að King Kong, einni mestu ævintýramynd sögunnar. Bækur á við þær sem Wallace skrifaði af svo miklum móð þykja ekki og þóttu ekki par fín- ar. Á kápu þessarar endurútgáfu Hodder er Morð og morðtilræði á hverju strái The Feathered Serpent eftir Edgar Wallace. Hodder gefur út. Árni Matthíasson SAPPER var rithöfundarheiti Hermans Cyrils McNeile sem var vinsæll höfundur á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hann skrifaði ævintýrabækur, reyfara, og ný- verið hóf Hod- der að gefa út aftur bækur hans í skemmti- legum kápum sem eru líkt og bækurnar hafi velkst í höndum manna mánuðum saman. Þeir voru samtímamenn John Buchan og Sapper, sá fyrrnefndi, einn helsti ævintýrahöfundur Breta, skrifaði meðal annars 39 Steps, fæddur 1875 og lést 1940, en sá síðarnefndi fæddur 1888 og lést 1937. Báðir voru þeir upp full- ir af uppskrúfaðri þjóðerniskennd, (Buchan reyndar merkilega ensk- ur höfundur í ljósi þess að hann var Skoti) litu báðir niður á aðrar þjóðir, sérstaklega Þjóðverja, en einnig fannst þeim lítið til þel- dökkra koma. Þar skildi þó á milli þeirra að Buchan var betur menntaður, Oxford-maður, og átti merkilegri vini. Var líka aðlaður á endanum. Sapper var aftur á móti hermaður þegar hann tók til við að skrifa sögur og fékk svo góðar viðtökur að hann hætti í hernum til að helga sig ritstörfum Bulldog Drummond, heitir helsta sögupersóna Sappers, rammur að afli og hugumstór, hræðist ekkert og vílir ekki fyrir sér að stinga höfðinu í gin ljóns- ins, stundum eiginlega til skemmt- unar að manni finnst. Söguþráð- urinn er lapþunnur og ruglingslegur, en bækurnar þó skemmtilegar á sinn hátt. Uppskrúf- uð þjóð- erniskennd Bulldog Drummond eftir Sapper. Hodder gefur út 2007. 240 bls. kilja. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. A Thousand Splendid suns – Khaled Hosseini 2. Blaze – Richard Bachman 3. Double Take – Catherine Coul- ter 4. The Children of Húrin – J.R.R. Tolkien 5. The Harlequin – Laurell K. Ha- milton 6. The Good Guy – Dean Koontz 7. The Navigator – Clive Cussler ásamt Paul Kemprecos 8. The Overlook – Michael Con- nelly 9. The 6th Target – James Patter- son og Maxine Paetro 10. For One More Day – Mitch Al- bom New York Times 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 3. The Memory Keeper’s Daug- hter – Kim Edwards 4. A Spot of Bother – Mark Had- don 5. The Inheritance of Loss – Kiran Desai 6. The Vanishing Act of Esme Len- nox – Maggie O’Farrell 7. The Road – Cormac McCarthy 8. The Kite Runner – Khaled Hos- seini 9. Everyone Worth Knowing – Lauren Weisberger 10. A Short History of Tractors in Ukrainia – Marina Lewycka Waterstone’s 1. The Secret – Rhonda Byrne 2. The Bancroft Strategy – Robert Ludlum 3. Judge & Jury – James Patterson & Andrew Gross 4. What Came Before He Shot Her – Elizabeth George 5. Triptych – Karin Slaughter 6. Beach Road – James Patterson & Peter de Jonge 7. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 8. Icepick: Icelandic Street Art – Þórdís Claessen 9. Travels in the Scriptorium – Paul Auster Fragile 10. Things – Neil Gaiman Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is REYFARAR eru arfleið frá gamalli tíð, tíð þegar allt var svart og hvítt, ekkert grátt; hetjurnar sterk- ar og göfugar, stúlkurnar fagrar, saklausar og hjálp- arvana og illmennin sannkölluð illmenni, ófrýnileg og alvond. Grúi slíkra bóka var gefinn út um heim allan og þótti ekki fínn litartúr, prentaður á ódýran pappír fyrir ódýran smekk. Inn á milli voru svo bækur sem meira var spunnið í og óvenjulegar hetjur; sérvitring- urinn Sherlock Holmes, gallaður snillingur, spjátr- ungurinn Raffles, ævintýramaður og þjófur með gull- hjarta, og svo var það Arsène Lupin sem naut gríðarlegra vinsælda og nýtur enn; skammt er síðan gerð var um hann kvikmynd, þó að hann sé orðinn ríflega hundrað ára. Rómantískt ofurmenni Höfundur sagnanna af Arsène Lupin var franski rithöfundurinn Maurice Leblanc sem framfleytti sér með því að skrifa veigalitlar smásögur þar til hann datt niður á formúluna – meistaraþjófur, nánast ofur- mannlegur en þó heltekinn rómantík, Arsène Lupin. Fyrsta Lupin-sagan átti víst að vera bara sú eina, en henni var svo vel tekið að Leblanc var ekki lengi að skrifa aðra sögu og síðan fleiri og fleiri – sögurnar um Lupin fylla 23 bindi, en einnig hafa verið gerðar margar kvikmyndir – sú 21. var frumsýnd fyrir þremur árum. Afkomandinn slær í gegn í Asíu Eitt er svo sérkennilegt við Arsène Lupin og það er að afkomandi hans er vinsæll vel í Asíu. Nægir að nefna að á Filippseyjum er nú sýnd sjónvarps- þáttaröð um Arsène Lupin III., barnabarn Arsène Lupin, og í Japan hafa verið gerðar bíómyndir og sjónvarpsmyndir um sömu persónu. Hann er ekki síður klár þjófur en afinn og jafn mikill kjáni þegar ungar konur eru annars vegar. Ólíkt afanum hefur Lupin III. safnað að sér lítilli hirð; aðstoðarmenn hans eru skyttan klára Daisuke Jigen og skylminga- kappinn Goemon Ishikawa XIII. Til hliðar er svo ást- in í lífi Lupins III., Fujiko Mine, jafnoki hans í flestu, en fer sínar eigin leiðir og skirrist ekki við að koma Lupin í klandur ef hún nær með því mark- miðum sínum. Í Lupin-bókunum eftir Leblanc var helsti fjandi Lupins Ganimard lögreglufulltrúi, en í teiknimynd- unum japönsku er það Zenigata, sem á sér enga ósk stærri en að hafa hendur í hári þrjótsins, en þó kem- ur fyrir að þeir félagar leggjast á eitt ef mikið liggur við. Sherlock Holmes gegn Arsène Lupin Þeir Maurice Leblanc og Arthur Conan Doyle, höf- undur Sherlock Holmes, voru samtímamenn, og Le- blanc hefur örugglega haft sitthvað frá Doyle. Hann gerði líka út á þjóðerniskennd landa sinna þegar hann lætur þá glíma Holmes og Lupin, og þarf varla að taka það fram að Lupin hefur betur. Lupin er um margt nútímalegri en Holmes, kannski aðallega fyrir það að franskt þjóðfélag í upp- hafi tuttugustu aldar var nútímalegra en breskt, en svo er það eitthvað í siðblindu Lupins sem heillar okkur nútímamennina sem lifum í grátóna heimi. Forvitnilegar bækur: Í heimi reyfarans eru engir gráir tónar Meistaraþjófurinn mikli Þjófur Arsène Lupin nýtur vinsælda víða um heim, þar á meðal í Tyrklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.