Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 21 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17-18 LAUGAVEGUR 86-94, GLÆSILEG NÝBYGGING Mjög vandaðar, 2ja og 3ja herbergja íbúðir á 2. og 3. hæð í glæsilegu lyftuhúsi í hjarta miðborgarinnar Íbúðirnar eru fullbúnar, með vönduðum eikarinnréttingum og fataskápum. Eikarparket á gólfum. Baðherbergisgólf og veggir eru lögð marmarasteini og með vönduðum tækjum frá Phillipe Starck og Duravit. Innfelldir spegla- skápar eru í baðherbergjum. Í eldhúsum íbúðanna eru gæða tæki frá AEG úr burstuðu stáli, þ.e. ísskápur með frysti, uppþvottavél og bökunarofn með keramikhelluborði. Hiti er í gólfum og gólfsíðir gluggar í stofum. Svalir eru á öllum íbúðum og möguleiki er á að kaupa sérbílastæði með hverri íbúð. Aukin hljóðeinangrun er í gólfum og veggjum. Dyrasími með myndavéla- kerfi í hverri íbúð. Sameign hússins er afar glæsileg, lögð svörtu graníti. ÍBÚÐIRNAR AFHENDAST VIÐ KAUPSAMNING. ÍBÚÐIRNAR ERU FRÁ 70,4 FM UPP Í 94,5 FM. VERÐ ER FRÁ 26.308.000.- ÍBÚÐIRNAR ERU FRÁ 70,4 FM UPP Í 124,6 FM VERÐ ER FRÁ 28.420.000.- ÖLL SELD ÍBÚÐIRNAR VERÐA TIL SÝNIS Í DAG, MIÐVIKUDAG, FRÁ KL. 17-18. SÖLUMENN VERÐA Á STAÐNUM. VERIÐ VELKOMIN. Bílastæði kostar kr. 1.500.000 að auki. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fast- eignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. 2. HÆÐ 3. HÆÐ 4. HÆÐ Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 All ra síð us tu sæ tin ! Terra Nova býður nú síðustu sætin til Golden Sands í Búlgaríu í júlí á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vin- sæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Súpersól til Búlgaríu Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn í hótelher- bergi/ stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð, 2. og 9. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku. Súpersól tilboð, 2. og 9. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann. 2. og 9. júlí frá kr. 29.995 NÝJAR rannsóknir sýna að ef konur gangast undir hormónameðferð rétt eftir tíðahvörf getur hún verndað þær gegn elliglöpum, þrátt fyrir að slíkt auki áhættuna hjá eldri konum. Frá þessu er sagt á vef MSNBC.com. Rannsóknin bætir enn í vafa- brunninn um það hvort gott eða vont er fyrir konur að taka hormóna til verndar gegn öldrunarsjúkdómum. Hið viðtekna svar hefur verið „vont“ á undanförnum árum en nýjustu gögn sýna á hinn bóginn að tíma- setning getur verið lykilatriði, í það minnsta hvað varðar hjartaáföll og elliglöp. Sérfræðingar vara þó við því að um sé að ræða niðurstöður frum- rannsókna. Dr. Victor Henderson hjá Stanford-háskóla fór fyrir rann- sókninni og hann tekur undir þau varnaðarorð og segir að of snemmt sé að íhuga að setja yngri konur aft- ur á hormóna til að koma í veg fyrir elliglöp. Áratugum saman tóku konur markvisst hormóna vegna hitakófa eftir tíðahvörf og til að bægja frá sér einkennunum. Árið 2002 voru birtar tímamótaniðurstöður rannsókna sem sýndu fram á aukna hættu á hjartaáföllum, heilablóðfalli og brjóstakrabba í konum sem voru á hormónunum estrógen-progestin. Töflur sem eingöngu innihéldu estrógen voru síðar jafnframt tengd- ar heilablóðfalli. Í kjölfarið hættu milljónir kvenna að taka slíkar töflur og sérfræðingar stjórnvalda í Bandaríkjunum ráðlögðu að horm- ónarnir yrðu eingöngu notaðir við mjög alvarlegum einkennum tíða- hvarfa og að eingöngu yrðu notaðir minnstu mögulegu skammtar í eins stuttan tíma og hægt væri. Sérstaklega gegn Alzheimer Undanfarnar vikur hafa komið fram vísbendingar um að betra geti verið fyrir konur taka hormóna fljót- lega eftir tíðahvörf og áhættan geti verið minni heldur en ef þær hefja hormónainntöku þegar þær eru orðnar eldri. Ennfremur er komið fram að hormónarnir auka ekki hættuna á hjartaáfalli hjá konum á aldrinum 50–59 ára. Nýjustu rannsóknirnar voru gerð- ar á 7.153 konum. Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að hjá konum sem tóku hormóna eftir 65 ára aldur jókst hættan á elliglöpum um 75%. Nýj- asta rannsóknin sýndi á hinn bóginn að hjá konum sem tóku hormóna fyrir 65 ára aldur minnkaði áhættan á elliglöpum því sem næst um helm- ing. Elliglöp komu fram hjá 22 af 2.228 konum, eða einungis einu prósenti, sem tóku hormóna snemma, en hjá 84 konum af 4.925 sem gerðu það ekki, eða 1,7 prósentum kvenna. Verndaráhrifin komu sérstaklega fram gagnvart Alzheimers- sjúkdómnum, sem er þekktur elli- hrörnunarsjúkdómur. „Þetta eru athyglisverðar og sannfærandi niðurstöður,“ var haft eftir dr. JoAnn Manson við Brig- ham-kvennaspítalann í Boston, en hún kom einnig að rannsókninni. Reuters Rannsóknir Komið hafa nú fram vísbendingar um að betra geti verið fyrir konur að taka hormóna fljótlega eftir tíðahvörf og áhættan geti verið minni heldur en ef þær hefja hormónainntöku þegar þær eru orðnar eldri. Tímasetning hormóna- töku lykilatriði ÞEIR sem eru fæddir blindir muna langar runur af orðum yfir tvöfalt betur en þeir sem sjá. Vísindamenn telja að m.a. sé hægt að rekja þetta til þess að blindir notist við eins konar minnislista til að rata um. Almennt eru blindir 20 til 35 pró- sent flinkari við að muna langa lista af hlutum eða viðfangsefnum en sjáandi fólk að því er fram kem- ur á forskning.no. Minnishæfileikar þeirra koma þó fyrst að fullu í ljós þegar kemur að því að muna röð hlutanna. Samkvæmt tilraunum sem vísindamennirnir Noa Raz og Ehud Zoharty við Hebreska há- skólann í Ísrael gerðu, mundu þeir þátttakendur, sem voru blindir, milli 85 og 135 prósent fleiri orð í réttri röð en þeir sem höfðu fulla sjón. Vísindamennirnir telja að skýr- inguna megi finna í því að blindir þurfi á einskonar minnislistum að halda til að rata í umhverfi sínu. Meðan sjáandi fólk getur litið yfir svæðið og fengið yfirsýn þurfa blindir að þreifa sig áfram frá hlut- um til hluta til að átta sig á því hvar þeir eru og hvert þeir eiga að fara. Önnur skýring er að blindir not- ist við uppröðun hluta til að þekkja þá aftur, til dæmis með því að raða svipuðum krukkum í kryddhillu í ákveðinni röð frá vinstri til hægri. Þannig geta þeir vitað í hvaða krukku er oregano og hvaða krukka inniheldu pipar. Morgunblaðið/Þorkell Blindir muna betur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.