Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 29
Andlát Þórdísar
Einarsdóttur er okkur
samstarfsmönnum
hennar í kjaradeild
mikill harmur. Í lok
janúar síðastliðins
ræddi hún framtíðaráform sín.
Stefndi hún á námskeið og var með
hugmyndir um hvernig hún gæti við-
haldið og aukið þekkingu sína og víkk-
að sjóndeildarhringinn enn frekar.
Þar er Þórdísi rétt lýst. Hún ætlaði
ekki að staðna eða daga uppi í starfi
jafnvel þótt hún hefði áform um að
minnka við sig starfshlutfall innan
skamms, til að njóta betur efri áranna.
Á þessum tíma vorum við með öllu
grandalaus og vissum ekki hvaða vá-
gestur beið handan við hornið. Tveim-
ur vikum síðar greinist hún með
krabbamein sem náði öllum tökum á
heilsu hennar og tilveru. Læknismeð-
ferð skilaði ekki árangri og aðeins
fjórum mánuðum síðar varð hún að
lúta í lægra haldi fyrir þessu meini
sem engu eirir.
Þegar hún kvaddi okkur vinnu-
félaga sína til að fara í rannsókn um
miðjan febrúar vonaðist hún til að
geta unnið eitthvað á milli lyfjameð-
ferða. Við áttum öll von á að hún kæmi
að minnsta kosti til okkar í heimsókn
annað slagið, enda hæg heimatökin
hér á spítalanum. Þetta varð hins veg-
ar ekki raunin. Heilsunni hrakaði svo
hratt að hún náði aldrei að koma á
vinnustaðinn eftir þetta.
Þórdís og hann Ástvaldur hennar,
sem hún talaði svo oft um og var henni
augljóslega mjög kær, voru farin að
undirbúa efri árin og höfðu nýlega
flutt í nýtt og hentugra húsnæði og
búin að koma sér upp notalegum sum-
arbústað, sælureit í sveitinni. Til-
hlökkun Þórdísar að eiga góðar stund-
ir þar með sínum nánustu í
framtíðinni leyndi sér ekki.
Þórdís hafði sérstaklega góða nær-
veru. Hún var góður samstarfsmaður,
bóngóð, áreiðanleg og úrræðagóð.
Þórdís kunni vel til verka á sviði
kjaramála og bjó yfir mikilli starfs-
reynslu sem við nutum góðs af. Um-
ræða um launa- og kjaramál getur á
stundum verið erfið og beinskeytt.
Þegar Þórdís tók til máls á fundum
með fulltrúum starfsmanna eða stétt-
arfélögum, af þeirri stillingu og yfir-
vegun sem gjarnan einkenndi hennar
málflutning, var tekið mark á því sem
hún hafði fram að færa. Hún naut
virðingar og menn efuðust ekki um
heilindi hennar og trúverðugleika.
Þórdís bjó yfir einstakri frásagnar-
gáfu og þegar hún náði sér á strik á
kaffistofunni var frásögnin svo lifandi
og full af gleði og kátínu að maður var
ennþá hlæjandi á leiðinni heim. Í end-
ursögn okkar voru þessar sögur hins
vegar aldrei annað en skuggamynd
enda er slík náðargáfa, að segja
skemmtilega frá, ekki öllum gefin.
Nú við fráfall Þórdísar eigum við
meira en góða minningu um einstakan
samstarfsmann og vin. Við búum að
hinum bætandi og jákvæðu áhrifum
sem hún hafði með nærveru sinni og
starfi á vinnustaðinn og okkur. Þau
áhrif lifa með okkur til frambúðar.
Við sendum Ástvaldi, Hólmari, Álf-
heiði, Ásgeiri, Hólmfríði og öðrum að-
standendum Þórdísar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsmenn í kjaradeild,
Ragna, Oddur,
Ingunn og Dagrún.
Nú er kær vinkona kvödd, Þórdís
Einarsdóttir eða Dísa eins og við köll-
uðum hana. Hún er farin inn á eilífð-
arvöll svo allt of fljótt. Tíminn var
naumt skammtaður og engin grið gef-
in en það er huggun harmi gegn að
hún þurfti ekki að kveljast lengur.
Dísa var einstaklega heilsteypt
manneskja, góður vinur, traust og
skarpsýn.
Þórdís Einarsdóttir
✝ Þórdís Einars-dóttir fæddist á
Akureyri 24. júní
1944. Hún lést á
Líknardeild LSH
17. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Digranes-
kirkju 25. júní.
Eftir rúmlega 40 ára
vináttu er margs að
minnast. Má þar nefna
yndislegar stundir sem
við Jonni höfum átt
með þeim hjónum Dísu
og Itta í gegnum árin,
bæði fyrir norðan og
hérna í bænum, leik-
húsferðirnar og sæl-
keramatarboðin sem
við héldum reglulega
voru alltaf tilhlökkun-
arefni og var þá ósjald-
an farið heim aftur með
góða uppskrift í far-
teskinu. Einnig er eftirminnileg úti-
leguferð sem við fórum vestur á Snæ-
fellsnes haustið 1966, þegar búið var
að koma tjaldinu upp fórum við að lit-
ast um og sáum þá að allt var svart af
berjum í kringum okkur. Þá gerðist
eitthvað hjá okkur öllum, það er að
segja græðgisgenið tók við hjá okkur
og við hófum tínsluna af öllum kröft-
um og hættum ekki fyrr en við höfð-
um fyllt tvo 25 kílóa hveitisekki sem
áður höfðu hýst svefnpokana. Meira
komst ekki í bílinn í það sinnið og
brunuðum við því sæl og glöð í bæinn
með aflann. Þegar þangað kom rann
nú móðurinn af mér og ég gaf afrakst-
urinn sem gekk reyndar frekar illa að
koma út. Dísa var ekki í vandræðum
með að nýta berin, því að í næsta
skipti þegar við Jonni komum í heim-
sókn á Rauðarárstíginn var litla eld-
húsið þeirra fullt af sultukrukkum og
saftflöskum, Dísa var ekki að velta
sér upp úr hlutunum heldur gekk í
verkin og lauk þeim, þannig var henn-
ar lífstíll.
Og áfram rúlla minningarnar. Það
er gott að eiga fallegar og góðar
minningar og fá að deila þeim með
hennar yndislegu fjölskyldu sem var
styrkur hennar og stoð í lífinu og sem
hún umvafði af ástúð.
Kæra vinkona, vertu Guði falin.
Elsku Itti, Hólmar, Heiða, Ásgeir
og fjölskyldur, Hólmfríður og Madda.
Við Jonni biðjum almættið að
styrkja og blessa ykkur öll.
Margrét Valdimarsdóttir.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum Þórdísi, okkar kæru vin-
konu og samstarfskonu til margra
ára. Að umgangast Þórdísi var virki-
lega gefandi, hvort sem var í leik eða
starfi, dugnaður hennar og umhyggja
fyrir fólkinu í kringum hana leyndi
sér ekki.
Það var gaman að fylgjast með
þegar hún sagði okkur stolt frá börn-
unum sínum, mökum þeirra og barna-
börnum. Alltaf var nóg að gerast og
Þórdís vílaði ekki fyrir sér að flakka
milli landa til að standa við bakið á
fjölskyldu sinni í útlöndum. Hún
skrapp til Svíþjóðar til að létta undir
með Heiðu og Halldóri og til Ameríku
til að leggja sitt af mörkum hjá Hólm-
ari og Ólu. Hana munaði ekki um að
leyfa börnunum að búa hjá sér sum-
arlangt og dáðumst við að umhyggju
hennar í garð þeirra allra. Við fylgd-
umst með þegar Karólína, kærasta
Ásgeirs, bættist í hópinn með dóttur
sína, sem varð strax ein af barnabörn-
um Þórdísar. Móður sinni og tengda-
móður sinnti hún af alúð og taldi ekki
eftir sér að skjótast norður í land
þeim til aðstoðar.
Þórdís og Ástvaldur voru mjög
samhent hjón og fengum við oft að
heyra sögur frá búskap og samvinnu
þeirra hjóna, m.a. frá árunum á Sauð-
árkróki. Fyrir nokkrum árum keyptu
þau sér sumarbústað fyrir austan fjall
og talaði Þórdís oft um „kofann“ og
brambolt þeirra hjóna við að betrum-
bæta hann.
Það er erfitt að sætta sig við að Þór-
dís sé farin, aðeins fjórum mánuðum
eftir að hún veiktist. Þórdís fékk vitn-
eskju um veikindi sín rétt fyrir árshá-
tíð okkar hér á skrifstofunni og bað
hún sérstaklega um að okkur yrði
ekki tilkynnt um þau fyrr en eftir
árshátíðina. Þannig var Þórdís, alltaf
að hugsa um aðra, hún vildi alls ekki
skyggja á gleði okkar þetta kvöld.
Þórdís hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á hlutunum og gat verið föst fyrir
ef því var að skipta, en sanngjörn að
sama skapi. Við minnumst Þórdísar
fyrir gamansemi hennar, hláturmildi
og jákvæðni. Hún var góður félagi og
vinur, sem alltaf var til í að taka þátt í
því sem til stóð, hvort sem var í
vinnunni eða utan hennar.
Hugur okkar þessa dagana er hjá
fjölskyldu Þórdísar og biðjum við þess
að góður Guð styrki hana á þessum
erfiðu tímum.
Samstarfsfólk á skrifstofu
starfsmannamála LSH.
Það er hljótt á starfsmanna-
skrifstofu Landspítala há-
skólasjúkrahúss því sam-
starfsfólk Þórdísar Einars-
dóttur drúpir höfði í virðingu
og eftirsjá. Hópurinn er
hnípinn því traustur sam-
starfsmaður og vinur er far-
inn. Söknuðurinn rífur í.
Það er erfitt að koma til
vinnu þessa dagana og átta
sig á því að hún kemur aldrei
aftur, að aldrei aftur getum
við stokkið af stað og leitað í
reynslu hennar og brjóstvit;
að aldrei aftur munum við
veltast um af hlátri yfir sög-
unum hennar; að aldrei aftur
munum við finna fyrir rétt-
lætiskennd hennar og um-
hyggju.
En við getum heiðrað
minningu hennar með því að
gera gildin hennar að okkar
og hlusta eftir leiðsögn henn-
ar úr fjarska. Fyrir það er-
um við þakklát.
Algóður guð gefi Ástvaldi,
móður hennar, börnum og
fjölskyldunni allri frið og
styrk til að takast á við lífið á
nýjan leik.
Erna Einarsdóttir,
sviðsstjóri skrifstofu
starfsmannamála.
HINSTA KVEÐJA
✝
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför systur okkar og frænku,
MARGRÉTAR G. Þ. TÓMASDÓTTUR,
,,Gógó”,
Hringbraut 50,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Grundar
fyrir alúð og hlýju.
Bryndís Tómasdóttir,
Tómas Guðnason,
Þórarinn Guðnason,
Eiríkur Eiríksson,
Auðunn Eiríksson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HÖRÐUR STEFÁNSSON
fyrrv. flugvallarvörður í Norðfirði,
Þelamörk 1b,
Hveragerði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
þriðjudaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju, fimmtudaginn 28. júní kl. 14.00.
Kristín Munda Kristinsdóttir,
Stefán Karl Harðarson, Sólveig Margrét Magnúsdóttir,
Kristinn Grétar Harðarson, Aðalheiður Ásgeirsdóttir,
Hörður Harðarson, Anna Margrét Pétursdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
GUÐLAUG EINARSDÓTTIR
frá Heylæk,
lést á heimili sínu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, að morgni
sunnudagsins 24. júní.
Útförin fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð,
laugardaginn 30. júní, kl. 11:00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli.
Anna Sigurveig Sæmundsdóttir, Sæmundur Árnason,
Guðlaug Sæmundsdóttir, G. Yngvi Þorsteinsson,
Ingibjörg Sæmundsdóttir, Sigurður Sigurþórsson,
Aðalheiður Sæmundsdóttir,
Ásdís Sæmundsdóttir,
Elín Kristín Sæmundsdóttir, Einar Þór Árnason,
Eyrún Ósk Sæmundsdóttir, Guðfinnur Guðmannsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Okkar ástkæri,
SIGURVIN KRISTJÁNSSON
bóndi,
Fáskrúðarbakka,
Eyja- og Miklaholtshreppi,
sem andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi,
föstudaginn 22. júní, verður jarðsunginn frá
Fáskrúðarbakkakirkju, föstudaginn 29. júní
kl. 16.00.
Steinunn Hrólfsdóttir,
Gunnar Kristjánsson,
Veronika G. Sigurvinsdóttir, Björn H. Kristjánsson,
Sigursteinn Sigurvinsson,
Kristján Sigurvinsson,
Hrólfur Már Helgason, Ársól Ólafíudóttir,
Sandra Dögg, Rakel Ösp og Arnar Freyr.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVAVAR MAREL MARTEINSSON,
Breiðamörk 15,
Hveragerði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnu-
daginn 24. júní verður jarðsunginn frá Hveragerðis-
kirkju laugardaginn 30. júní kl. 13.30.
Kristjana Sigríður Árnadóttir,
Arnheiður Ingibjörg Svavarsdóttir, Einar Sigurðsson,
Anna María Svavarsdóttir, Wolfgang Roling,
Hannes Arnar Svavarsson, Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir,
Árni Svavarsson, Svandís Birkisdóttir,
Guðrún Hrönn Svavarsdóttir,
Svava Sigríður Svavarsdóttir, Erlendur Arnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.