Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 27
var kannski ekki alltaf sátt við
breytinguna – en þú brosandi út að
eyrum alsæll með nýju uppröðunina.
Þú hafðir alltaf þitt afdrep á heim-
ilinu, þar sem þú dvaldir tímunum
saman og skrifaðir endurminningar,
samdir ljóð, grúskaðir í ættfræðinni,
endurraðaðir ljósmyndunum þínum
og málaðir myndir. Við systur ól-
umst upp við mikið ástríki, þið
mamma voruð þokkalega ströng, en
við ólumst afskaplega frjálslega upp.
Alltaf var gott samkomulag á heim-
ilinu og ég man ekki eftir að þið
mamma hafið nokkru sinni rifist.
Ykkur leið afskaplega vel saman, og
sagðir þú hjúkrunarkonum á spít-
alanum nú fyrir stuttu hvað þú elsk-
aðir konuna þína mikið.
Þú varst léttlyndur og gast séð
spaugilegar hliðar á hinum ýmsu
málum. Um daginn þegar ég kom til
þín á spítalann spurði ég þig hvort
ég ætti ekki að sækja eitthvað fyrir
þig að drekka, „jú endilega, lækn-
arnir segja að ég eigi að drekka
MIKIÐ – þannig að ef þú finnur
brennivín eða mysu þá kemur þú
með það“, – svo glottir þú.
Ég kom til baka með kaffibolla,
sagði að brennivínið væri búið og
engin mysa í boði í dag – svo hlógum
við. En þú varst mikill reglumaður á
vín – og hættir að reykja vindla á
jólum þegar ég hef verið fimm ára.
Þegar við systur spurðum þig
hvort við gætum ekki fært þér eitt-
hvað upp á spítala, „jú þið megið
koma með saltkjöt og baunir eða
saltfisk“.
Eitt árið fórst þú á Heilsuhælið í
Hveragerði og sporðrenndir hinum
ýmsu grænmetis- og baunaréttum
en á næturnar dreymdi þig hangi-
læri! Í síðasta skipti sem ég heim-
sótti ykkur mömmu þegar þú varst
heima settist ég hjá þér niðri í kjall-
ara þar sem þú varst að dunda í ljóð-
unum þínum og ljósmyndunum. Við
rifjuðum upp þegar þú varst að bera
okkur Hröbbu yfir ána hjá Kamb-
seli, við þá 14 og 16 ára, þú varst
með mynd af mér á hestbaki á þér,
þú í vaðstígvélum, og hlógum við
mikið að þessari upprifjun.
Ég á eftir að sakna þín pabbi
minn, veit að þér líður vel og við
sjáumst síðar.
Þín
Þórlaug.
Á sólríkum sumardegi á Ítalíu
hringir síminn. Tengdafaðir minn,
Stefán Guðmundsson, er allur. Á 85
ára afmælisdegi sínum hafði hann
fengið nóg eftir erfið veikindi og
kvaddi þennan heim. Þrátt fyrir að í
nokkurn tíma hafi verið ljóst hvert
stefndi var þetta fjölskyldunni í
raun talsvert áfall. Okkur fannst
einhvern veginn sem þessi hrausti
maður yrði ekki bugaður. Hann var
aftur á móti sáttur við að fara og til-
kynnti starfsfólki spítalans að hann
ætlaði að halda upp á daginn annars
staðar.
Það eru komin 22 ár síðan ég sett-
ist í fyrsta skipti yfir kaffibolla
heima hjá Stefáni og Mattheu, þá
nýbyrjaður að stíga í vænginn við
hana Lauju mína. Að sjálfsögðu var
ég spurður um hverra manna ég
væri enda var ættfræðin eitt aðal-
áhugamál Stefáns. Held ég reyndar
að hann hafi nánast á fyrsta degi vit-
að meira um mínar ættir en ég sjálf-
ur. Laumaði hann meðal annars að
mér ljósriti af gamalli grein um föð-
urætt mína úr tímaritinu „Heima er
best“.
Það var ávallt skemmtilegt að
setjast niður með Stefáni og spjalla.
Hann var einstaklega minnugur og
fróður um alla mögulega hluti enda
víðlesinn mjög. Oft sátu barnabörn-
in hjá og hlustuðu full áhuga á afa
sinn rifja upp gamla tíma. Uppvaxt-
arárin í sveitinni, siglingar á milli-
landaskipi til framandi landa en ekki
síst störf hans fyrir herinn á tímum
seinni heimsstyrjaldarinnar. Var
ekki laust við að þeim fyndist faðir
sinn hafa upplifað afskaplega lítið
samanborið við þennan merka
mann.
Ég man aðeins einu sinni eftir því
að örlað hafi á óöryggi hjá Stefáni.
Það var þegar við Lauja vorum að
fara að gifta okkur. Að lokinni æf-
ingu í kirkjunni þar sem farið var yf-
ir hvernig athöfnin skyldi fara fram
hringdi Stefán í okkur og var gjör-
samlega búinn að gleyma öllu varð-
andi athöfnina. Ekki bætti úr skák
að brúðguminn mundi ekkert betur
hvað gera skyldi fyrir utan að segja
já og kyssa brúðina. Ekki kom þetta
minnisleysi okkar félaganna þó að
sök og fór athöfnin afskaplega vel
fram og án hnökra.
Ég held að ég hafi aldrei nokkurn
tíma kynnst jafn orkumiklum og
duglegum manni og tengdaföður
mínum. Hann þurfti alltaf að vera að
stússast eitthvað. Sífellt var verið að
dytta að húsinu að utan sem innan.
Þegar við Lauja fluttum síðast var
hann með fyrstu mönnum að mæta á
staðinn og bjóða hjálp sína 76 ára
gamall.
Stefán flíkaði tilfinningum sínum
ekki mjög en hann var afskaplega
hlýr maður og elskaði fjölskyldu
sína mikið. Hann var afar stoltur af
Mattheu og hennar verkum og ekki
síður af öllum börnum sínum sem
hann fylgdist vel með hvað voru að
starfa á hinum ýmsu sviðum þjó-
félagsins.
Ég hitti Stefán í síðasta sinn
stuttu áður en farið var í sumarfrí.
Hlýja augnaráðið og brosið voru á
sínum stað. Handtakið var óvenju-
þétt og benti ekki til þess að þar
færi fárveikur maður. Það var þó
ljóst að það átti ekki við þennan
hrausta mann að liggja hjálparvana
og upp á aðra kominn.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum kveð ég kæran tengdaföður
með þakklæti fyrir þá umhyggju
sem hann sýndi mér frá fyrstu
kynnum.
Ingimundur.
Hann Stefán, tengdafaðir minn,
var gegnheill og góður maður. Hann
var listfengur þótt honum gæfust
ekki tækifæri til að sinna því fyrr en
líða tók á ævina. Hann var ávallt
hógvær og lítillátur og meginmark-
mið hans var að vera stoð og stytta
fjölskyldu sinnar. Hann studdi dæt-
ur sínar hvað sem á dundi og Matt-
heu tengdamóður var hann akkerið í
lífinu. Barnabörnum tók hann ávallt
fagnandi og blíðlega. Og orðum
kunni hann að koma að hlutunum.
Kímni var aldrei langt undan og dill-
andi hlátur hans þegar orð hans
hittu í mark verður sú mynd sem við
geymum um hann um eilífð. Eins og
sagan af því þegar hann var drengur
og menn komu í húsvitjun til að
kanna hvort strákur væri læs. Hann
var að leik við tjörn nálægt bænum
og hafði útbúið kalla úr tilfallandi
efni, þ.m.t. drullu. Spurður um gorm
í stað háls eins þeirra svaraði hann
því til að þar færi hreppstjórinn en
hinn raunverulegi var víst gormælt-
ur. Og þegar hann var spurður hvort
hann gæti ekki mótað prest líka
svaraði hann því víst að hann ætti
víst ekki næga drullu í slíkan stór-
kall. Svona var Stefán og þannig
man ég hann.
Hilmar Sigurðsson.
Hinn 16. júní síðastliðinn, á 85. af-
mælisdegi sínum, lést á Landspít-
alanum tengdafaðir minn, Stefán
Guðmundsson, eftir um tveggja
mánaða legu og erfið veikindi.
Fyrir átta árum kynntist ég hon-
um og konu hans Mattheu, þegar við
Matthildur dóttir þeirra tókum sam-
an. Fann ég strax fyrir hlýju og vel-
vilja þeirra hjóna í minn garð. Fljótt
kom í ljós að Stefán hafði fjölbreytt
áhugamál og var stundum að grúska
þegar við komum í heimsókn á
Digranesveginn. Var hann þá gjarn-
an að lesa, skrifa frásögur eða ljóð,
og mála málverk.
Skemmtilegt var að ræða við Stef-
án um mörg sameiginleg áhugamál
varðandi náttúru og staðhætti
landsins og sérlega var hann fróður
um ættfræði og var ekki lengi að
rekja saman ættir okkar í sjötta lið.
Greinilega voru honum æskuslóðir
hans í Álftafirði hugleiknar bæði
náttúran og staðhættir, og var mjög
áhugavert að ræða við hann um
starfshætti og aðstæður þar á fyrri
hluta síðustu aldar. Starfsferill Stef-
áns var einnig mjög fjölbreyttur, allt
frá hefðbundnum sveitastörfum sem
voru rótgróin frá aldaöðli, hafnar-
gerð á Hvalsnesi, sjósókn, störfum
fyrir herinn á stríðsárunum, við ull-
arverksmiðjuna á Álafossi, matseld
á skipi, skrifstofustörf og störf við
næturvörslu. Reynslan sem hlýst af
kynnum við jafnólík viðfangsefni er
mikil og gagnlegt fyrir eftirkomend-
ur að hafa heyrt af.
Þegar barnabörnin komu hafði
Stefán gaman af því að sýna þeim
einhverja skrítna hluti sem hann
átti, og börnum þóttu forvitnilegir,
svo sem plastpáfagauk sem át allt
upp sem maður sagði, og oft þótti
Bjössa syni mínum spennandi að
komast niður í kjallara í vinnuafdrep
afa, eða út í bílskúr.
Stefán hafði gaman af að gantast
við börnin og hafði á þeim gott lag,
kom fjörlegt geðslag hans þar oft í
ljós.
Seinni árin fór heilsa Stefáns sí-
versnandi og erfitt hefur verið fyrir
hann að sjónin versnaði þannig að
hann gat lítið lesið. En alltaf var
hann jafn viðræðugóður og ætíð tók
hann brosandi við okkar heimsókn-
um. Jafnaðargeð var honum í blóð
borið og þrátt fyrir veikindin bar
hann sig ætíð vel. Að leiðarlokum vil
ég þakka Stefáni góðar samveru-
stundir og hlýhug hans til mín og
barna minna. Hann hefur haldið ær-
lega afmælisveislu á nýjum tilveru-
stigum, eins og hann sagðist mundu
gera, rétt fyrir andlátið.
Eiríkur Björnsson.
Það var á 85. afmælisdegi sínum
sem Stefán Guðmundsson, tengda-
faðir minn, kvaddi þennan heim á
Landspítalanum eftir nokkurra
vikna sjúkrahúslegu. Það má segja
að við fráfall hans hafi maður misst
góðan félaga sem maður átti
ánægjulegar samverustundir með.
Þær voru nokkuð reglulegar heim-
sóknir okkar fjölskyldunnar til
tengdaforeldranna á Digranesveg-
inn en þær gengu gjarnan þannig
fyrir sig að fyrst var sest með Matt-
heu við kaffiborðið og tilheyrandi
veitingar bornar fram en um síðir
kom Stefán inn af skrifstofu sinni og
bættist í hópinn. Eftir gott sameig-
inlegt spjall héldu mæðgurnar
áfram tali í eldhúsinu meðan við
Stefán settumst inn í stofu þar sem
rætt var um heima og geima. Ég
hafði gaman af að heyra margt af
því sem á daga hans hafði drifið og
hann var óþreytandi að segja frá
hvernig lífið gekk sinn gang í sveit-
inni fyrir austan. Hann var ákaflega
fróður um allt náttúrufar heimaslóð-
anna svo sem örnefni, jarðfræði og
veðurfar og þar snertust okkar sam-
eiginlegu áhugamál.
Það sem mér finnst eiga við um
Stefán ásamt svo mörgum af hans
kynslóð er að í honum endurspegl-
ast vel saga okkar Íslendinga á síð-
ustu öld. Hann var hluti af stórum
systkinahópi á Starmýri í Álftafirði
en var fljótlega komið í fóstur á ná-
grannabænum Hnaukum. Hann
ákvað sem ungur maður að yfirgefa
sveitina til að komast til náms og
afla sér tekna en það var hart í ári í
byrjun og rættist ekki úr fyrr en það
skall á með hernámi og allar vinn-
andi hendur voru vel þegnar.
Stefán átti síðan eftir að koma
víða við, bæði í verslunar- og skrif-
stofustörfum en einnig við siglingar
til fjarlægra landa og á tímabili
stundaði hann búrekstur í Lóns-
sveit. Eftir að ég kom við sögu í til-
veru Stefáns með því að kynnast
yngstu dóttur hans voru stærstu af-
rek hans að baki og maðurinn sestur
í helgan stein. Þó sat hann aldrei að-
gerðalaus því hann varði löngum
stundum í ýmsum ættfræði- og end-
urminningaskrifum enda var hann
vel ritfær. Stefán var einnig list-
hneigður, hann skrifaði ljóð, málaði
myndir og á yngri árum hafði hann
söngrödd sem bræddi hjörtu sveit-
unganna fyrir austan.
Það var gefandi og lærdómríkt að
kynnast Stefáni, hann var í senn
þægilegur og hlýr maður og hans já-
kvæði andi og létta lund fylgdu hon-
um allt til hins síðasta.
Emil Hannes.
fólk, enda voru þau góðir vinir for-
eldra minna í Vestmannaeyjum.
Því miður hef ég ekki verið dugleg
að heimsækja gamla vini, en sem
betur fer fórum við Jóhann og hitt-
um Áslaugu á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð, þar sem hún dvaldi. Það
var ánægjulegt að sjá andlit hennar
ljóma, þegar við töluðum saman um
börnin okkar, bæði hennar og mín,
því hún vildi líka frétta af mínum
börnum.
Meðal ljómandi æskuminninga
eru hugarmyndir frá herberginu
hennar Áslaugar í Hvammi í Vest-
mannaeyjum. Hún naut þess að spila
á gítarinn sinn sem undirleik að
mörgum yndislegum lögum, þótt
engir aðrir hlustuðu á sönginn okk-
ar. Svo átti hún líka plötuspilara og
ótal plötur. Henni var sama þótt ég
væri nokkrum árum yngri, en hún
tók mig alltaf sem jafnaldra. Árum
seinna sungum við aftur sömu lögin,
en þá með litlu stelpunum okkar. Því
mun ég aldrei gleyma hinni elsku-
legu vinkonu minni. Hún var ómet-
anleg og ógleymanleg manneskja,
hún Áslaug í Hvammi.
Ég færi henni þakklæti mitt fyrir
vinsemd hennar og góðmennsku,
sem ég naut bæði fyrr og síðar. Megi
góður Guð vera með ykkur elsku
Alla og Sigurbjörg og fjölskyldur
ykkar. Við skulum saman varðveita
allar góðu minningarnar um mömmu
ykkar.
Með kærri kveðju
Ída Stanleysdóttir.
Elsku amma mín, nú ert þú komin
á betri stað og hefur sameinast þín-
um heittelskaða, hann afi er loksins
búin að fá þig til sín og er það ákveð-
in huggun að vita að hann hefur tekið
á móti þér, þú saknaðir hans afskap-
lega mikið þegar að hann fór en þú
sagðir alltaf að hann væri hjá þér og
væri að passa upp á okkur.
Elsku amma, ég er þakklát fyrir
þær yndislegu stundir sem við feng-
um saman, þú varst yndisleg amma
og það var alltaf svo gaman að vera
hjá þér. Alltaf svo mikið líf og fjör
hjá okkur, mikil tónlist og gleði, svo
gátum við setið endalaust og spilað
veiðimann. Það var alltaf svo gott að
koma til þín og fá að kúra í faðmi þín-
um, alltaf gátum við haft það kósý
saman og horft á gamlar bíómyndir.
Þegar ég fór að eldast áttaði ég mig á
því hvað þú varst í raun mikill sjúk-
lingur, en þrátt fyrir það varstu allt-
af til staðar fyrir mig, sama hversu
mikla verki þú hafðir og hvað þú
þjáðist þá kvartaðir þú aldrei, varst
alltaf glöð og kát og tilbúin að gefa
manni faðm þinn. Þegar ég sagði þér
frá mínum veikindum þá fannstu til í
hjartanu og hafðir alltaf áhyggjur af
mér. Þú sagðir svo oft: „Oh, ég vildi
að ég gæti tekið þessa verki frá þér.“
Svo stórt var hjartað þitt.
Ég er stolt yfir því að hafa náð að
gefa þér þrjú langömmubörn áður en
þú fórst, þú elskaðir börn og að hafa
líf og fjör í kringum þig. Nú hefur þú
frelsi til að ferðast um heima og
geima eins og þú sagðir svo oft að þig
langaði, að ferðast um heima og
geima.
Elsku amma, ég varðveiti þær
yndislegu minningar sem ég á um
þig, þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu. Ég mun ávallt elska þig.
Þín
Áslaug María.
Mig langar að minnast góðrar vin-
konu minnar í nokkrum orðum.
Það var árið 1984 og við vorum ný-
flutt í Asparfell 10, nánar tiltekið á
fjórðu hæð. Mamma var ein með
okkur, mig átta ára og Bjössa bróður
fjögurra ára, hana vantaði pössun
fyrir hann og hafði hún séð konu í
lyftunni sem bjó ein á fimmtu hæð og
hafði haft orð á því að hún gæti
kannski talað við hana. Einn daginn
eru mamma og Bjössi í lyftunni og
þá segir Bjössi við Áslaugu: „Ætlar
þú að passa mig?“ Áslaug rekur upp
stór augu og skilur ekkert í honum
og segir bara: „Ha?“ Þannig kynnt-
umst við Áslaugu okkar og hafði hún
mjög gaman af að rifja þetta atvik
upp. Hún varð strax eins og amma
okkar og hún passaði Bjössa mikið
eftir þetta, einnig Kidda bróður, sem
fæddist síðar. Mamma var voða dug-
leg að koma með hamborgara og
bland í poka til okkar og síðan var
kubbað, spilað eða sungið. Áslaug
var algjör dýrakelling og á tímabili
átti hún kisuna hana Dúllu, sem var
svo yndisleg, og páfagaukana, sem
eignuðust síðan unga. Áslaug var
draumaamma og í rauninni eina al-
vöru amma mín.
Áslaug var alltaf til staðar fyrir
mig í gegnum árin og þegar ég var 15
ára með unglingaveikina fékk ég að
búa hjá henni. Mér fannst það æð-
islega gaman og við spiluðum rommí
endalaust og horfðum á allar sápu-
óperur og lifðum okkur alveg inn í
þær. Pabbi var voða duglegur að
koma með mat handa okkur og
fannst okkur það ekki leiðinlegt,
honum þótti svo vænt um hvað Ás-
laug var góð við mig.
Þegar ég varð ófrísk að eldri
stráknum mínum bjó ég í Keflavík og
við hittumst minna, þá töluðum við
bara saman í síma á hverjum degi,
stundum í marga klukkutíma.
Áslaug kenndi mér margt og sagði
mér mikið frá lífinu þegar hún var
barn í Eyjum. T.d. sagði hún mér frá
því þegar henni var dýft ofan í vatn
og það átti að skíra hana og hún
spurð hvort hún sæi ekki hvítar dúf-
ur, – en Áslaug sá engar hvítar dúfur
og var henni þá alltaf dýft aftur ofan
í! Greyið Áslaug, nær drukknuð,
labbaði síðan heim og sagði mömmu
sinni frá og var hún ekki hrifin og lét
sko í sér heyra. Áslaug var trúuð en
var ekki hrifin af því þegar fólk var
að reyna að koma henni í einhvern
söfnuð, sennilega sat minningin úr
æsku ennþá í henni. Ég á henni svo
margt að þakka, hún kenndi mér svo
margt sem ég tók með mér út í lífið,
eins og t.d. að sannleikurinn er
sagna bestur því Áslaug var mjög
hreinskilin. Ég var ekki svo heppin
að kynnast manninum hennar hon-
um Pétri, því hann lést stuttu áður
en við kynntumst henni. Hún sakn-
aði hans mikið.
Áslaug talaði alltaf fallega um
dæturnar sínar tvær og ég man sko
ennþá að það eru fjögur ár, einn
mánuður og tveir dagar á milli
þeirra … og barnabörnin sín fjögur
og síðar komu barnabarnabörnin.
Hún var svo stolt af þeim öllum.
Að lokum vil ég votta fjölskyld-
unni samúð mína og minningin um
hana mun lifa í hjörtum okkar.
Þín vinkona
Kristín Ebba.
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson