Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 32
Atvinnuauglýsingar Vélstjóri VF I Óska eftir afleysingu í sumar í ca. 4 vikur. Upplýsingar í síma 862 3408. Skoðaðu þetta! Viltu vinna með skemmtilegu fólki? Hefurðu þjónustulund? Langar þig að vinna á litlum veitingastað og bar? Ef svo er, hafðu þá sam- band á Litla ljóta Andarungann, Lækjargötu. Upplýsingar í síma 849 5422. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Aðstoðar- skólameistari óskast Staða aðstoðarskólameistara við Flensborgar- skólann skólaárið 2007–2008 er laus til umsóknar. Umsækjendur um starfið þurfa að hafa viðurkennt háskólapróf og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Nám í stjórnun og/eða reynsla af stjórnun menntastofnana æskileg. Um laun fer eftir kjarasamningi fjármála- ráðherra og KÍ skv. nánari útfærslu í stofnana- samningi. Miðað er við að ráðning sé frá 1. ágúst 2007. Umsóknarfrestur er til 11. júlí nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. Umsóknir skal senda til Einars Birgis Steinþórssonar skólameistara Flensborgar- skólans sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 565 0401. Einnig er unnt að senda fyrir- spurnir á netfangið flensborg@flensborg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðunni http://www.flensborg.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starf- semi hans. Skólameistari. Baader-maður Baader-maður óskast á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Upplýsingar í síma 852 3727 eða 892 2502. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði í boði Íbúð til sölu Til sölu er stúdíóíbúð að Furugrund 75, Kópavogi. Um er að ræða íbúð á 2. hæð ásamt geymslu. Íbúðin er skráð 36 fm hjá FMR. Til viðbótar er geymsla í kjallara ca. 6 fm og svalir ca. 10 fm. Íbúðin skiptist í baðherbergi, svefnherbergi, stofu og eldhús. Eldhús og stofa er eitt rými en stúkað af með hluta eldhússinnréttingar. Íbúðin er laus nú þegar. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar veitir Jónas A. Þ. Jónsson hdl., í s. 896 1377 eða í tölvu- pósti jonas@fjarfestir.is. Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Grunnar, hellu- lagnir, snjóbræðslulagnir, dren, skolplagnir, lóðafrágangur o.fl. Gerum föst verðtilboð. Ólafur 897 2288/Guðjón 896 1001. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Hólmsheiði, jarðvegsfylling Tillaga að deiliskipulagi á hluta af Hólmsheiði vegna stækkunar á losunarsvæði og framlengingu á Reynisvatnsvegi. Tillagan felur í sér stækkun á jarðvegstipp við hitaveitutanka á Hólmsheiði til suðurs úr einni og hálfri milljón m3 á tuttugu ha.af landi í fjórar milljón m3 á þrjátíu og tveimur ha. af landi. Aðkoma er um tengibraut frá Reynisvatnsvegi að Langavatni og bráðabirgðavegi frá Langavatni að jarðvegstipp. Núverandi aðkoma frá Hafravatnsvegi er óbreytt. Gert er ráð fyrir að reiðstígur í vegstæði bráða- birgða vegar verði færður um einn komma tvo, (1.2) km til vesturs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Holtavegur Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugardal austur vegna nýrrar lóðar við Holtaveg á svæði sem afmarkast af Holtavegi, skólagörðum og göngustíg og húsum við Álfheima. Tillagan gerir ráð fyrir að á lóð númer 29b við Holtaveg verði byggt hús (sambýli) á tveimur hæðum með sex einstaklingsíbúðum. Hús skal að öllu leyti vera innan byggingareits og bílastæði á lóð verða fjögur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Sóltún 2-4 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ármannsreit við Sóltún vegna húsanna á lóðum við Sóltún 2 - 4. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóðinni að Sóltúni 4 megi byggja sex hæða hús, í stað fjögurra hæða, fyrir hjúkrunartengda þjónustu auk einnar hæðar tengibyggingar við núverandi hjúkrunar- heimili. Lóðirnar Sóltún 4 og Sóltún 6 verða ein lóð og verður sameiginleg bílastæðaþörf alls 174 bílastæði. Gert verður ráð fyrir bílakjallara undir núverandi stæðum við Sóltún 2 sem myndi rúma 78 stæði. Sameiginleg lóð stækkar um 310 m² vegna stækkunar byggingareits Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 27. júní 2007 til og með 8. ágúst 2007. Einnig má sjá tillög- urnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga- semdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 8. ágúst 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn- sendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 27. júní 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Bifreiðastjóri með meirapróf óskast (vinnuvélapróf æskilegt). Kambur ehf., uppl. í síma 892 0111. kamburehf@simnet.is. 32 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FARIN verður pílagrímaganga frá Þingvöllum að Skálholti dagana 21.-22. júlí nk. Gangan hefst á laugardegi kl. 10 með far- arblessun staðarprests í Þingvallakirkju. Gengið er með hléum þar sem hvíld er tekin og hlustað á lestra eða frásagnir. Fyrri áfangi göngunnar endar með kvöld- söng við Vígðulaug á Laugarvatni þar sem gist verður í svefn- pokagistingu í gamla skólahúsinu. Hægt er að fara í heitan pott eða gufubað fyrir svefninn. Annar áfangi göngunnar hefst kl. 07 árdegis á sunnudag en markmiðið er að ná hátíðarmessu í Skál- holtsdómkirkju kl. 14. Göngustjórar verða Guðbrandur Magn- ússon, framleiðslustjóri Morgunblaðsins, og Pétur Pétursson prófessor. Þá er í skoðun hvort áhugi sé fyrir annarri göngu á sama tíma frá Hruna í Hrunamannahreppi í Skálholti. Þá yrði gengið að Hrepphólum, Syðra-Langholti og þaðan yfir í Skálholt. Að öðru leyti verður sambærilegt fyrirkomulag og á göngunni frá Þing- völlum. Göngustjórar í þessari göngu verða þeir Halldór Reyn- isson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, og séra Axel Árnason, sóknarprestur í Stóranúpsprestakalli. Kynningar- og undirbúningsfundur fyrir þá sem vilja taka þátt í pílagrímagöngum að Skálholti verður haldinn á kaffistofu Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu fimmtudaginn 19. júlí kl. 16.30. Þar verða göngurnar skipulagðar svo og akstur og nauðsynlegur útbúnaður kynntur. Göngurnar eru öllum opnar, engin fjöldatakmörk og ekkert gjald. Nánari upplýsingar og skráning í síma 486 8870 eða með net- fanginu rektor@skalholt.is eða: skoli@skalholt.is. Pílagrímagöngur á Skálholtshátíð VESTFJARÐAVÍKINGURINN 2007 verður haldinn að þessu sinni dagana 28. júní til 30. júní á sunnanverðum Vest- fjörðum. Í fréttatilkynningu segir að allir helstu kraftamenn landsins séu skráðir til keppni, Benedikt Magnússon, nýkrýndur sterk- asti maður Íslands, Georg Ögmundsson, Jón Valgeir Williams, Pétur Bruno og jafnvel snýr fjórum sinnum sterkasti maður heims Magnús Ver aftur til keppni. Keppnin hefst fimmtudaginn 28. júní kl. 15, en þá verður Herkulesarhald á Friðþjófstorgi á Patreksfirði, kl. 16.30 verð- ur réttstöðulyfta í íþróttahúsinu á Patreksfirði og síðan verður sundlaugargrein kl. 18.30 í sundlaug Tálknafjarðar. Föstudaginn 29. júní hefst keppnin kl. 13 með dekkjaveltu á knattspyrnuvellinum á Patreksfirði, steinar upp fyrir haus verður kl. 16 á Minjasafninu á Hnjóti og Steinatök verða kl. 18.30 á Hvallátrum. Laugardaginn 30. júní verður trukkadráttur kl. 12 við Frið- þjófstorg á Patreksfirði, kútakast kl. 15 á Bíldudals grænum á Bíldudal og bóndaganga kl. 16 á Bíldudals grænum á Bíldudal. Aflraunir á Vestfjörðum FJÓRAR íslenskar konur fengu viðurkenninguna „Special Recognition 2007 Award“ en afhendingin fór fram í Berlín 16. júní síðastliðinn. Þar hlaut íslensk kona, Þuríður Guð- mundsdóttir, sérstök heiðursverðlaun fyrir þróun á snyrti- vörunum „Móa“, eins og greint hefur verið frá í blaðinu. Það voru samtökin EU WIIN, European Union Women Inventors & Innovators Network, sem veittu verðlaunin. Hinir verðlaunahafarnir eru: Guðrún Magnúsdóttir – fyrir tengslavefsíðuna Connected- Women.com /eða á íslensku www.tengjumst.is, María K. Magnúsdóttir – Skóhönnuður MKM-Footwear og María Ragnarsdóttir Remo – fyrir nýja tækni við lungnarann- sóknir. EU WIIN-viðurkenningin var haldin í tengslum við Glo- bal Summit of Women þar sem um 900 konur í viðskiptum og stjórnmálum frá 90 löndum sátu saman á ráðstefnu. Alls tóku um 19 konur frá Íslandi þátt í ráðstefnunni. Konur F.v.: María K. Magnúsdóttir og María Ragnarsdóttir og standandi Guðrún Magnúsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir. Íslenskum konum veitt viðurkenning EU WIIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.