Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 26. júní 2007 Kr. 1.000.000,- 4048 B 5503 F 5950 B 24713 B 28212 H 31779 G 39818 B 45047 G 54998 B 57990 E Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GOTT KAFFI! GOOOOOOTT KAFFI! GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ALVÖRU FLUGÍKORNAR FLÆKJA EKK EYRUN Á SÉR AF HVERJU ERTU MEÐ SKOTT? SKOTT? JÁ! AF HVERJU ER TÍGRISDÝR MEÐ SKOTT? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... ÖRUGGLEGA BARA VEGNA ÞESS AÐ ÞAU LÍTA VEL ÚT ÞANNIG AÐ ÞAU ERU EINS OG BINDI FYRIR RASSINN? ENGA STÆLA! ÞÚ ERT BARA ÖFUNDSJÚKUR! FLESTIR EIGINMENN KOMA SÉR FRAM ÚR Á MORGNANA... AF HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ FÁ ÞÉR MORGUNMATINN Í RÚMINU? MIG LANGAR TIL ÞESS AÐ SVARA HONUM EN ÉG Á BARA TVO LURKA EFTIR AÐ SÆKJA UM LÍFTRYGGINGU ER EINS OG AÐ VERA UNDIR STANLAUSU EFTIRLITI. ÞEIR TÓKU VIÐTÖL VIÐ OKKUR, SENDU OKKUR Í LÆKNISSKOÐUN OG TÖLUÐU VIÐ VINI OKKAR ÞAÐ GERIR MIG FREKAR HRÆDDAN AÐ VITA AÐ FYRIRTÆKI VITI SVONA MIKIÐ UM MIG... ÞAÐ GERIR OKKUR HRÆDDA AÐ TRYGGJA MANN SEM PANTAR ÓHOLLASTA AÐALRÉTTINN Á MATSEÐLINUM ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ MEINAR HVERSU LENGI ÞURFUM VIÐ AÐ FELA OKKUR HÉRNA? ÞEGAR ÞAÐ FER AÐ DIMMA ÞÁ SKJÓTUM VIÐ OKKUR LEIÐ ÚT ÉG VERÐ AÐ KOMAST INN Í ÞESSA BÚNINGALEIGU Á MEÐAN... ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KÓNGULÓARMAÐURINN STOPPI ÞESSA ÞRJÓTA dagbók|velvakandi Ræktum íslenska tungu ÉG ÞURFTI að fara í strætisvagni upp í Valhöll um daginn. Ég fann réttan vagn eftir aðstoð af- greiðslustúlku á Hlemmi. Til öryggis um að ég væri í réttum vagni, spurði ég vagnstjórann hvar vagninn myndi stoppa næst. Hann svaraði: „I don’t speak icelandic.“ Af því ég get talað ensku þá spurði ég hann sömu spurningar á ensku. Þá svaraði hann: „Nordica“. Þetta hlýtur að hafa verið það eina sem hann kunni að segja því ekki stoppaði vagninn við Nordica-hótelið, heldur á næstu bensínstöð hjá gamla Útvarpshúsinu við Suðurlandsbraut. Ég var ansi hissa á þessu. Undanfarið hef ég verið að tala um það við fólk hvernig við getum látið þetta viðgangast. Ég hef fengið að heyra ýmsar sögur m.a. hvað það sé erfitt að fara í mat- vöruverslanir, því þar tali af- greiðslufólkið meira og minna er- lend tungumál. Ég vona að við Íslendingar göng- um ekki svo langt í að tala erlend tungumál að móðurmál okkar fjar- lægist. 081124-4189. Ungmenni á skemmtistöðum OKKUR langar að koma á framfæri gremju okkar yfir of ungum krökk- um inni á skemmtistöðum borg- arinnar. Við erum vinahópur af stelpum sem erum allar 21 árs og okkur finnst stundum eins og við séum ellismellir í bænum. Þetta er nú líklegast vandamál sem hefur alltaf verið og mun alltaf vera en er ekki hægt að hafa aðeins betra eft- irlit með þessu? Oftar en ekki eru skilríki okkar grandskoðuð og dyra- verðir hafa stundum verið í vafa um hvort þetta séum í rauninni við, en samt er eins og þeir rétt líti á skilríki ungmennanna. Það getur verið mjög gremjulegt að þurfa að standa í langri röð og fylgjast með hópum af ungmennum fara inn og þurfa þess vegna að bíða enn lengur en ella væri, bæði fyrir utan skemmtistað- ina, á klósettum og jafnvel á barn- um. Pirraðar „gamlar“ stúlkur. Bakpoki fannst LJÓSBLÁR, hvítur og svartur bak- poki fannst í strætóskýli í Von- arstræti á laugardagskvöldið. Hann inniheldur margvíslegt eigulegt dót. Upplýsingar í síma 895 2590. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR flaug inn um svala- dyr í austurbæ Kópavogs sunnudag- inn 24. júní. Nánari upplýsingar í síma 564 1251 eða 865 9820. Myndavél tapaðist STAFRÆNA myndavélin okkar sem tapaðist einhvers staðar á leið- inni frá Úthlíð inn í Garðabæ, föstu- daginn 15. júní um kl. 19, hefur enn ekki fundist. Vélin er frá HP og er í svartri tösku. Skilvís finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 847-2612 eða 894-1576. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FERÐASUMARIÐ fer nú að ná hámarki. Veðrið lék við ferðamenn við Seljalandsfoss og fossinn skartaði sínu allra fegursta. Morgunblaðið/RAX Fallegur ferðadagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.