Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra um að hefja sér- stakar aðgerðir til að vinna á biðlist- um hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 250 börn eru nú á biðlista og getur biðtími verið allt að þremur ár- um. „Svona langur biðtími eftir greiningu er ekki boðlegur. Börnin þurfa að fá greiningu strax. Það munar um hverja viku og hvern mánuð, ekki síst til að tryggja að þau fái þá þjónustu sem þau þurfa á að halda í skólakerfinu,“ sagði Jóhanna. Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins þjónar fötluðum börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. Þar fer fram athugun og greining barna með fatlan- ir og önnur frávik í taugaþroska. Einnig veitir stofnunin stuðn- ing við fjölskyld- ur fatlaðra barna og ráðgjöf um þjálfun, meðferð og kennslu. Tilvísunum til Greiningarstöðv- arinnar hefur fjölgað verulega á síð- astliðnum tíu árum. Árið 2000 voru tilvísanir tæplega 200 en tæplega 300 árið 2005. Þrátt fyrir að stofn- unin hafi verið efld umtalsvert á liðn- um árum og starfsemi endurskipu- lögð í samvinnu við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir er enn langur biðlisti eftir þjónustu stofnunarinn- ar. „Það bíða núna um 250 börn eftir þjónustu og biðtími getur orðið allt að þrjú ár. Með þessari áætlun er hægt að vinna á biðlistunum á tveim- ur árum og ná þeim alveg niður á miðju ári 2009. Það verður byrjað strax. Það verður bætt við fólki, sennilega 11,5 stöðugildi meðan þetta átak stendur yfir. Áætlaður kostnaður við átakið nemur 147 milljónum króna.“ Stofnuð verða þrjú teymi með þátttöku sálfræðings, barnalæknis, félagsráðgjafa og þroskaþjálfa sem hafa aðgang að talmeinafræðingi, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa og sérfræð- ingi í einhverfugreiningu auk lækna- ritara. Jóhanna sagðist hafa spurt þá sem undirbúið hafa þetta verkefni hvort ekkert vandamál væri að fá fólk til starfar. Hún sagðist hafa fengið þau svör að það yrði hægt að fólk í þessar stöður. „Eftir að þetta átak eiga þessi mál að vera komin í mjög gott horf og það á að vera hægt að taka inn nýja inn án þess að hlaðist upp biðlistar.“ „Svona langur biðtími eftir greiningu ekki boðlegur“ Jóhanna Sigurðardóttir Í HNOTSKURN »Áætlun félagsmálaráð-herra um að vinna á bið- listum Greiningarstöðvar- innar er gerð með hliðsjón af aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. »Nauðsynlegt er að leigjasérstakt viðbótarhúsnæði fyrir stofnunina meðan átakið stendur yfir. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ höfum engar áætlanir um að- komu að þessu málefni,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra um tillögur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH) um aðkomu ríkis- ins að almenn- ingssamgöngum og rekstri stræt- isvagnakerfisins á höfuðborgar- svæðinu. „Við erum að reyna að viðhafa aðhald í ríkisfjár- málunum og í þeim langtímaáætlun- um sem við höfum gert, höfum við ekki gert ráð fyrir neinum útgjöldum í þessa veru,“ segir Árni. „Ég á ekki von á því að við munum breyta okkar útgjaldaáformum vegna þessa máls. Það væri óábyrgt af okkur að fara að þenja út ríkisfjármálin á þessum sök- um og því yrði örugglega ekki tekið vel ef við færum að lækka útgjöld til annarra málaflokka vegna þessa málaflokks,“ bætir hann við. Skjóta skökku við Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær samþykkti stjórn SSH tillögu sem borin var fram af Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra, þar sem óskað er eftir aðkomu rík- issjóðs vegna almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Var sam- þykkt að skipa viðræðunefnd við rík- ið um þátttöku þess í kostnaðinum. „Ef sveitarfélögin vilja auka þjón- ustu við íbúana þá verða þau í þessu tilfelli eins og öðrum að fjármagna það innan síns ramma,“ segir fjár- málaráðherra. „Við höfum hins vegar verið í viðræðum við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um að [sveitar- félögin] taki virkari þátt í efnahags- stefnunni og að viðhalda stöðugleika með því að viðhafa meiri aga í sinni fjárhagsáætlanagerð. Hugmyndir um aukin útgjöld hjá sveitarfélögun- um skjóta þar af leiðandi skökku við, sérstaklega í ljósi athugasemda inn- lendra og erlendra greiningaraðila, vegna þess að aukin opinber útgjöld hjá sveitarfélögunum hafa sömu áhrif og aukin útgjöld hjá ríkinu á hagstjórnina,“ segir Árni M. Mathie- sen. Haft var eftir borgarstjóra í gær að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þeg- ar kemur að fjárveitingum til al- menningssamgangna. Í greinargerð með tillögu stjórnar SSH kemur fram að rekstur Strætós bs. gangi engan veginn upp eins og staðan er. Tapið í fyrra var 532 millj- ónir, skuldir eru 1.800 milljónir og eigið fé í mínus sem nemur hálfum milljarði. Reglubundin framlög sveit- arfélaga nægi ekki til að greiða úr stöðunni. Beinar tekjur ríkissjóðs vegna starfsemi Strætós bs. séu áætlaðar a.m.k. 200 milljónir á síð- asta ári. „Virðisaukaskattur er liðlega helmingur upphæðarinnar, en olíu- gjald og tryggingagjald launa standa nokkuð að jöfnu undir tæpum helm- ingi. Bifreiðagjöld eru um 10 [millj- ónir kr.]. Virðisaukaskattur af þeim vögnum sem keyptir voru á árinu var um 35 [milljónir kr.],“ segir í grein- argerð tillögunnar. Óábyrgt að þenja út fjármálin  Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin sjálf verða að fjármagna aukna þjónustu strætisvagna  Strætó tapaði 532 milljónum, skuldar 1.800 milljónir og eigið fé er neikvætt um hálfan milljarð Árni M. Mathiesen Í HNOTSKURN »Lagt er til að ríkið komi aðrekstri tengileiða á höfuð- borgarsvæðinu. »SSH leggur til að virðis-aukaskattur af aðföngum, kaupum á nýjum vögnum, tryggingagjaldi launa, olíu- gjöldum og bifreiðagjöldum falli niður. »Ríkið setji markmið um aðalmenningssamgöngur og leigubílar hafi forgang til að greiða fyrir í umferðinni. FÉLAGSSTOFNUN stúdenta veitti í gær fjórum nemendum við Háskóla Íslands verkefnastyrki fyrir framúrskarandi verkefni. Hrund Þórsdóttir hlaut styrk fyrir meistaraverkefnið „Barnabókin og fjölmiðlaumhverfi nútímans“ í blaða- og fréttamennsku, Anna Guðný Sigurðardóttir fyrir meistaraverkefnið „Áhrif markvissra stökk- breytinga á hitastigsaðlögun VPR, subtilisín-líks serín próteinasa úr kuldakærri Vibrio-tegund“ í lífefnafræði, Magnús Sigurðsson fyrir BA- verkefnið „Ezra Pound og Söngvarnir frá Písa“ í bókmenntafræði og loks Guðlaug Vilbogadóttir fyrir BA-verkefnið „ … legsteinninn springur og letur hans máist í vindum … “. Að sögn Guðlaugar fékk hún hugmyndina í skólanum þegar bekkurinn hennar las um leg- steina og rannsóknir á kirkjugörðum erlendis. Guðlaug fór sumarið 2005 í kirkjugarðana á Húsavík, á Möðruvöllum í Hörgárdal, Breiðaból- stað í Fljótshlíð og í Stokkseyrarkirkjugarð. Hún skoðaði legsteina hjá fólki sem dó árið 1980 og fyrr en í þessum kirkjugörðum voru 1.005 minn- ingarmörk sem uppfylltu þau skilyrði. Legsteinar sem eru orðnir hundrað ára og eldri flokkast undir fornminjar og eru því frið- aðir. Allt eldra en 100 ára var skráð eftir sér- stökum fornminjareglum og mun Fornleifavernd ríkisins nú geta notfært sér þessa skráningu. Það sem kom Guðlaugu helst á óvart var að jafn- margir legsteinar voru settir yfir konur og karla. Hún tók þó eftir því að starfsheiti voru frekar sett á steina hjá körlum en konum. „Það að konur hafi fengið minningarmörk til jafns við karla segir okkur dálítið um stöðu konunnar í fjöl- skyldunni, hvað hún er sterk, kannski sterkari en staða hennar í samfélaginu.“ Hlutfallslega fá minningarmörk voru hins vegar sett um börn. Tískubylgjur Guðlaug segir legsteina ekki hafa farið var- hluta af tískubylgjum. Á 11.-14. öld gerðu Íslend- ingar sína eigin legsteina. Þeir gerðu rúnir á steinana og steinkrossa. Á 16.-18. öld hófst inn- flutningur á legsteinum, m.a. frá Danmörku. Þeir voru allir flatir í upphafi en um 1850 kom fyrsti upprétti legsteinninn og í kjölfarið breytt- ist yfirbragð kirkjugarða mikið. Flötu, innfluttu steinarnir þóttu mjög flottir og voru oft fluttir inn með miklu flúri og svo var grafið á þá hér. Svo var byrjað að steinsteypa kanta í kringum leiðin í byrjun 20. aldar og varð það mjög vinsælt. Þá fækkaði legsteinum því járnplötur eða steinplötur voru settar inn í gerðin. Leg- steinar hlutu hinsvegar uppreisn æru árið 1963 þegar steyptu kantarnir voru bannaðir með lögum. | 16 Barnabækur, stökkbreytingar, söngvar frá Písa og legsteinar Fjölbreytt verkefni verðlaunuð Morgunblaðið/Eyþór Ánægð Þau Haukur Ragnarsson, Guðlaug Vilbogadóttir, Anna Guðný Sigurðardóttir, Hrund Þórs- dóttir og Magnús Sigurðsson fá verkefnastyrki Félagsstofnunar stúdenta í ár. LANDVERND hefur skotið til um- hverfisráðherra ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um að 2,5 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftár- hreppi þurfi ekki að fara í mat á um- hverfisáhrifum. Krefst Landvernd þess að ákvörðun Skipulagsstofnun- ar verði ógilt. Einnig hafa Náttúru- verndarsamtök Íslands kært ákvörðun skipulagsstofnunar til um- hverfisráðherra. Að mati Landverndar bendir margt til þess að virkjunin, vegagerð og efnistaka hefði í för með sér veru- leg umhverfisáhrif og líklega meiri en réttlætanlegt geti talist. ,,Með framkvæmdinni væru menn að seil- ast langt fyrir lítið fé,“ segir í frétt frá Landvernd. Rannsóknarreglu ekki fullnægt Bent er á að hönnun og staðsetn- ing mannvirkja liggi ekki fyrir og þar með sé ljóst að rannsóknarreglu stjórnsýslulaga hafi ekki verið full- nægt af hálfu Skipulagsstofnunar. Sú staðreynd ein og sér leiði til þess að umhverfisráðherra beri að ógilda ákvörðunina. Bent er á að Hverfis- fljót er enn óvirkjað fallvatn og horfa beri til þess að jökulám sem renna óheftar og óvirkjaðar í farvegi sínum fari fækkandi. ,,Núverandi farvegur Hverfis- fljóts varð til við Skaftárelda árið 1783 þegar Eldhraun rann niður eft- ir gamla farvegi fljótsins. Hér er því um sérstakt landmótunarfyrirbæri að ræða sem ekki hefur verið skoðað svo fullnægjandi geti talist. Í um- sögn Orkustofnunar kemur fram að Lambhagafossar í Hverfisfljóti séu með allra sérkennilegustu farvega- fyrirbærum á landinu.“ Seilast langt fyrir lítið fé með virkjun LANGBRÝNASTA verkefnið fyrir framtíð Íslands er stofnun sjóðs til að standa straum af átaki gegn eitur- lyfjasölu, segir í minningargrein Einars S. Hálfdánarsonar um dóttur sína, Susie Rut, sem birtist á mið- opnu Morgunblaðsins í gær. Í kjölfar sviplegs fráfalls Susie Rutar hefur verið hrundið af stað söfnun undir yfirskriftinni „Dóp er dauði“. Reikningurinn er í Landsbankan- um og númerið er 0101-05-269667. Kennitala reikningsins er 130354- 2119. Sjóður vegna átaks gegn eiturlyfjum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.