Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 25
NETGREINAR
Einangrun á veggi,
loft, sökkul og
undir plötu
Takkamottur fyrir
hitalögn í gólfi
G
Æ
ÐA
EINANG
R
U
NÍS
L
E
N
S
K
F R AM LE
IÐ
S
L
A
Góður styrkur • frábær einangrun
EINANGRUNARPLAST
OG TAKKAMOTTUR
Afgreitt beint frá framleiðanda!
Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær, sími 561 2211, fax 561 4185, borgarplast@borgarplast.is
Pöntunarsími 561 2254
Erum flutt í Mosfellsbæ
Vottað gæðakerfi síðan 1993
VO
TT
A
Ð
U
M
H
VE
RFISSTJÓRN
U
N
A
R
K
ERFI
Vottað umhverfisstjórnunarkerfi síðan 1999
Sérsmíði Fráveitubrunnar
og sandföng
Rotþrær, olíu-
og fituskiljur
Vegatálmar Jarðgerðarílát
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
r
a
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Fuerteventura
3. eða 10. júlí
frá kr. 34.990
Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til
Fuerteventura þann 3. júlí í viku eða 10. júlí í 2 vikur.
Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu
þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsæla sumarleyfis-
stað.
Verð kr. 34.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 1 viku.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 2 vikur.
Verð kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. 2 í
herbergi/stúdíó/íbúð í 1 viku.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í
herbergi/stúdíó/íbúð í 2 vikur.
Þorsteinn Vilhjálmsson | 28. júní
Veit þorskurinn
eftir hvaða kerfi
hann er veiddur?
LESANDANUM kann að þykja
þessi spurning undarleg en engu að
síður virðist sem svarið við henni sé
óljóst í hugum margra stjórnmála-
manna og annarra sem tjá sig um
þessi mál. Þeir éta nú hver eftir öðr-
um að lélegt ástand
fiskistofnanna sé fisk-
veiðistjórnunarkerfinu
að kenna. En auðvitað
hefur þorskurinn enga
hugmynd um skjöl og
mannasetningar sem
ákvarða hvernig mennirnir bera sig
að við að veiða fisk.
Meira: thorsteinnvilhjalmasson.blog.is
UNGUR fiskifræðingur á Hafró,
Guðmundur Þórðarson, ritar grein í
Morgunblaðið þann 19. júní sl. um
þróunarfræðileg áhrif
veiða á eiginleika
þorsks og vitnar í því
sambandi í skrif höf-
undar þessa pistils
(JBj) um þau mál, en
þau ná ein sjö ár til
baka, einkum í Morg-
unblaðinu, og eru þau
skrif mörgum kunn.
Guðmundur fjallar
lauslega um ýmislegt
og helst má skiljast, að
eiginlega sé allt flókið
varðandi þróunarbreyt-
ingar þorsks og að erf-
itt sé að draga nokkrar ályktanir.
Hann vitnar í JBj og segir m.a.: „Af
lesendabréfum Jónasar Bjarnasonar
efnaverkfræðings um þróun-
arfræðilegar breytingar má helst
ætla, að hið alþjóðlega vísinda-
samfélag sé sammála um að veiðar
hafi stuðlað að „úrkynjun“ helstu
þorskstofna og þá sérstaklega við
Kanada.“ – Þetta er fjarri öllu lagi.
JBj er fullkunnugt, að málin eru um-
deild og hvergi er annað skrifað. Líf-
fræði er ekki nákvæm vísindagrein
og helstu kenningar hafa yfirleitt
verið heiftarlega umdeildar í upp-
hafi. Þróunarbreytingar eru „darw-
inskar“, þ.e. sama eðlis og þróun-
arbreytingar kenndar við helsta
læriföður fræðigreinarinnar. Voru
þær kenningar óum-
deildar í upphafi?
Guðmundur full-
yrðir, að þorskur hafi
hrunið við Kanada
vegna ofveiði við óhag-
stæð umhverfisskil-
yrði. Vissulega voru
slík skilyrði meðvirk-
andi, en allir fróðustu
vísindamenn um þessi
mál halda því fram, að
erfðabreytingar hafi
verið þar að verki auk
annars. Það eru marg-
ar vísbendingar um
það, mjög lækkaður kynþroskaald-
ur, óeðlilega mikill náttúrulegur
dauði og lélegir vaxtareiginleikar.
Svo reynir Guðmundur að gogga í
grundvöll umræðunnar um þróun-
arbreytingar með því að vitna í ný
skrif Richard Law við Háskólann í
York og ræðir um nokkuð harða
gagnrýni. JBj hefur skoðað það efni,
sem komið hefur frá þessum fræði-
manni, en kannast hreint ekki við
það að hann sé að draga í efa mál-
flutning um þróunarbreytingar í
þorski með veiðum. Guðmundur
verður að lesa betur það efni, sem
hann vitnar til.
Helst má ætla, að Guðmundur vilji
bíta sig í kröfur um að sýni til rann-
sókna séu tekin með það fyrir aug-
um, að rannsaka þróunarbreytingar.
Það er ekki ofmælt að segja það erf-
itt. Menn hefðu semsagt átt að byrja
að safna sýnum af þorski fyrir 30-40
árum. Svo vitnar hann í rannsóknir
Hafró á kvörnum með það fyrir aug-
um að rannsaka þróunarbreytingar
og vitnar í því sambandi í DNA-
rannsóknir. JBj hefur fyrirvara
varðandi þetta. Í fyrsta lagi voru þau
kvarnasýni ekkert tekin á sínum
tíma með þessar rannsóknir í huga
eða hvað? Svo eru DNA-mælingar
ekki enn hæfar til þess að rannsaka
þróunarbreytingar þótt þær megi
nota til þess að greina undirstofna
þorsks. – Svo vill JBj óska Guð-
mundi velfarnaðar í rannsóknum
sínum og að hann fái viðeigandi
starfsaðstöðu á Hafró.
Langtímaáhrif veiða
á eiginleika þorsks
Jónas Bjarnason svarar gagn-
rýni Guðmundar Þórðarsonar á
skrif Jónasar
» Gagnrýninni er vísaðá bug og hann beð-
inn að lesa efnið betur.
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
NÚ er í umræðu hugsanleg landfyll-
ing fyrir stækkun álversins í
Straumsvík. Nú hefur það komið
fram í fréttum og verið haft eftir iðn-
aðarráðherra að fyllingin sé bæði
dýr og tæknilega erfið. Á nokkrum
árum hefur Hafnarfjarðarbær látið
gera stóra landfyllingu fyrir norðan
Norðurgarðinn, ekki getur hún hafa
verið dýr þar sem hún er sáralítið
notuð. Séð á korti virðist þessi fyll-
ing álíka að flatarmáli og álverslóðin.
Utan hafnargarðsins í Straumi eru
grynningar sem eru u.þ.b. 20 hekt-
arar þar sem ekki þarf mikla fyll-
ingu til að búa til land. Austan við
grynningarnar er meðaldýpi um 11
metrar þannig að heildarþykkt fyll-
ingar þarf að vera þar 17 metrar.
Samkvæmt Jarðfræði Þorleifs Ein-
arssonar á að vera jökulruðningur á
botninum þarna fyrir utan, sem
hægt er að dæla beint upp til að búa
til land. Kostnaður við að búa til
þetta land gæti orðið u.þ.b. 2000
milljónir en frá því myndi dragast
það sem kostar að flytja Reykjanes-
brautina og verðið á lóðinni ofan
brautar sem ekki má byggja á álver.
Stærstu sanddælur afkasta 5.000-
10.000 rúmmetrum á klukkutíma svo
hægt er að dæla þessu landi upp á
einu sumri. Aðalforstjóra ALCAN
líst ekki á þetta, það getur ekki verið
vegna kostnaðar, heldur þess að
manninum líkar ekki að vera búinn
að kaupa lóð sem svo er ekki leyfi-
legt að nota. Hann treystir ekki
Hafnfirðingum. Það er létt að tapa
trausti en erfitt að vinna aftur,
stundum ekki hægt. Ekki er leyfi-
legt að leggja hömlur á atvinnufrelsi
manna, stendur í stjórnarskránni.
Menn úr Reykjavík, Kópavogi og
öðrum nágrannasveitarfélögum
Hafnarfjarðar hafa unnið við álverið
frá upphafi og þess vegna er tæp-
lega löglegt að Hafnfirðingar geti
kosið verksmiðjuna austur í Þorláks-
höfn eins og nú virðist vera að ger-
ast.
GESTUR GUNNARSSON,
Flókagötu 8, Reykjavík.
Landfylling
Frá Gesti Gunnarssyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is