Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gengið gegn hraðakstri Milli 4.000 og 5.000 manns gengu í gær Landspítala á milli í Reykjavík til þess að minna á hættuna af ölv- unar- og hraðakstri. Var þátttakan mun meiri en skipuleggjendur höfðu vænst. Fjöldi manns tók líka þátt í svipuðum göngum á Akureyri og á Selfossi. »Forsíða Aðstoða þarf byggðir Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra segir að rík- isvaldið verði að bregðast við sam- drætti í þorskveiðum með því að aðstoða þær byggðir sem háðastar eru þorskveiðum. Hagfræðistofnun HÍ telur áhrif niðurskurðarins verða mest á Vestfjörðum. »Forsíða Hjörtur Magni sýknaður Í úrskurði siðanefndar Presta- félagsins, sem sýknaði Hjört Magna Jóhannsson Fríkirkjuprest, kemur fram að ummæli hans um þjóðkirkj- una, sem tiltekin eru í kæru nokk- urra presta, snúi fyrst og fremst að skoðunum kærða. Hvergi sé spjót- um beint að tilgreindum ein- staklingum. »2 Óveður í Englandi Gífurlegar rigningar og flóð í Mið- og Norður-Englandi auk Wales síð- ustu daga hafa valdið manntjóni og þúsundir manna hafa orðið að yf- irgefa heimili sín. »14 SKOÐANIR» Forystugreinar: Stuðningur við Hafró | Almenningssamgöngur á villigötum? Staksteinar: Blaðið tekur breytingum Viðhorf: Hlýðnir Íslendingar Ljósvaki: Má kalla sjónvarpið …? UMRÆÐAN» Netlögreglan hindrar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Langtímaáhrif veiða á eiginleika … Landfylling . !7$ - * ! 8    /" /" /" / / / / / / /  /"" / / / /" / , 9(5 $  / / / / / / / / :;11<=> $?@=1>A8$BCA: 9<A<:<:;11<=> :DA$99=EA< A;=$99=EA< $FA$99=EA< $6>$$AG=<A9> H<B<A$9?H@A $:= @6=< 8@A8>$6*$>?<1< Heitast 15°C | Kaldast 5°C Norðaustan strekk- ingur og bjartviðri vestan til, en dálítil rigning eða skúrir austan til. » 10 Anna Jóa segir mikla grósku í lista- lífi Akureyrarbæjar, ekki síst vegna starfsemi Mynd- listaskólans þar. »38 AF LISTUM » Blómlegt á Akureyri FÓLK» Tiger Woods sýnir frumburðinn. »39 Í heimi reyfarans eru engir gráir tón- ar, allt er svart eða hvítt. Hetjurnar al- vondar og konurnar hjálparvana. »40 BÆKUR» Heimur reyfarans LJÓSMYNDIR» Páll Stefánsson myndaði í Afríku. »36 KVIKMYNDIR» John McClaine er mætt- ur í kvikmyndahús. »41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lét öll laun sín renna til … 2. Aniston segir Sculfor betri … 3. Björk býður Britney til Íslands 4. Sagði kynlífið skyldu Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is MAGNI Hjaltason, litli drengurinn sem naumlega var bjargað frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í fyrradag, var við hestaheilsu og fékk að fara heim af Fjórðungssjúkrahús- inu í gær. Hann var dasaður en ótrú- lega sprækur þegar Morgunblaðið heimsótti fjölskyldu hans. „Magni var á vappi í kringum okk- ur en hvarf allt í einu,“ sagði Anita Júlíusdóttir, móðir Magna. Hún seg- ir soninn jafnan leika sér í heitu pott- unum og busllauginni, en aldrei hafa viljað fara ofan í sundlaugina sjálfa. Virtist heil eilífð Magni hefur einhverra hluta vegna tekið af sér armkútana, lík- lega tekið á sprett á bakkanum og runnið til. Hann lenti í lauginni og náði ekki til botns. Svo heppilega vildi til að fólk, þaulæft í björgunar- störfum, var nýkomið ofan í laugina, sá drenginn og blés í hann lífi. „Þetta er algjört kraftaverk. Hann var alveg lífvana á bakkanum; það var hryllileg sjón og alveg stimpluð í mig,“ sagði Anita í gær. „Það var erf- itt að horfa á fólkið hamast við að lífga barnið við; nokkrar sekúndur virtust sem eilífð,“ sagði hún. Það fyrsta sem Magni bað mömmu sína um í gærmorgun þegar hann vaknaði, og sá að klukkan var orðin sjö, var að senda sms á leik- skólann og tilkynna að hann kæmist ekki þangað! | 18 „Þetta er kraftaverk“ Drengurinn sem var nærri drukknaður á Akureyri er kominn heim til sín Vildi byrja á því í gærmorgun að láta vita að hann kæmist ekki í leikskólann Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glatt á hjalla Magni Hjaltason, lengst til vinstri, var skiljanlega dasaður en samt ótrúlega hress eftir að hann kom heim til sín af sjúkrahúsinu í gær. Eldri bræður hans, Torfi og Gestur, tóku Magna að sjálfsögðu fagnandi. NÚ standa yfir byggingaframkvæmdir við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi. Íbúðirnar 26 sem nú er byrjað á verða í þriggja hæða fjölbýlis- húsi, en Íslenskir aðalverktakar (ÍAV), sem sjá um framkvæmdina, hyggjast reisa þrjú fjölbýlis- hús við Hrólfsskálamelinn með um 80 íbúðum. Þegar er farið að selja íbúðirnar en stefnt er að því að þær verði með þeim glæsilegustu á mark- aði. Lágmarksverð á íbúð er á bilinu 42,1 til 132 milljónir kr. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar 21. nóvember á næsta ári. Meðal fermetraverð verður tæplega 500 þús- und kr., sé miðað við lágmarksverð, og segir Eyj- ólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar ÍAV, íbúðirnar einstaklega íburð- armiklar. „Lítið hefur verið byggt á Seltjarn- arnesinu í langan tíma og við stefnum á að gæða- stig íbúðanna verði með því hæsta sem þekkist á markaðnum.“ Hann segir marga hafa sýnt íbúð- unum áhuga. Sérstaklega áhugasamir séu margir á Seltjarnarnesinu sjálfu sem eru í sérbýli og vilja minnka við sig. „Síðan er Seltjarnarnesið einfald- lega eftirsóknarverður staður til að búa á,“ segir Eyjólfur. Glæsiíbúðir rísa á Nesinu Lúxus Þegar er farið að selja hluta þeirra íbúða sem ÍAV hyggjast reisa á Hrólfsskálamel. Margir hafa sýnt íbúðunum áhuga Meðal fermetraverð tæplega 500 þúsund kr. Gæði í hæsta flokki SÉRSVEITARMENN á vakt hjá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins þurftu í gærkvöldi að grípa til táragass til að yfirbuga 16 ára ungling sem ógnaði fólki í heimahúsi með hnífi. Lögreglunni barst tilkynning um drenginn á tólfta tímanum í gærkvöldi en eins og venjan er þegar vopnaðir einstaklingar eiga í hlut fóru sér- sveitarmenn á vettvang. Lét drengurinn sér ekki segjast og sóttu því sérsveitarmenn að honum með táragasi og úðuðu framan í hann. Drengurinn hefur margoft komið við sögu lög- reglu en ekki liggur fyrir hvað olli því að hann hóf að veifa hnífnum. Þegar rætt var við lögreglu í gærkvöldi var verið að skola úr augum drengsins á slysadeild en því næst stóð til að fara með hann á lögreglustöð. Sérsveitarmenn yfirbuguðu 16 ára dreng með táragasi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.