Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is MIKILL vatnselgur hefur ætt yfir Mið- og Norður-England síðan um helgina og þúsundir hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín. Talið er að um 900 manns hafist við í björg- unarskýlum. Þrír eru látnir. Ungur maður sem reyndi að hreinsa stíflað niðurfall við hús afa síns í Hull fest- ist í því og þrátt fyrir þriggja klukkustunda björgunarstarf reynd- ist ómögulegt að losa hann áður en vatnselgurinn æddi yfir vit hans. Karlmaður á sjötugsaldri drukknaði þegar hann reyndi að komast yfir götu í Sheffield og fjórtán ára dreng- ur í sömu borg féll út í á þegar hann var á leið heim úr skóla. Íslendingar á staðnum Gústaf Baldvinsson, forstjóri Sea- gold Limited, býr og starfar í Hull. Vinnustaður hans stendur við sömu götu og ungi maðurinn drukknaði við í gær. Gústaf segist aldrei hafa séð annað eins vatnsveður. „Það flæddi vatn inn í húsið við hliðina á okkur en húsið okkar bjargaðist og sem betur fer flæddi einungis inn í bílskúrinn okkar. Margt starfsfólk okkar [Seagold Limited] hefur verið fast heima hjá sér og svo var hrað- brautin inn í Hull lokuð í morgun.“ Gústaf sagðist vita af Íslendingi sem aðstoðaði fólk, sem hefði orðið innlyksa í húsum sínum, við að kom- ast út, en það væru allnokkrar ís- lenskar fjölskyldur búsettar á svæð- inu. Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sagði að sendiráðinu hefðu ekki bor- ist fregnir af því að Íslendingar bú- settir á flóðasvæðunum hefðu lent í vandræðum. „Ótrúlegur atburður“ Þúsundir Breta hafa flúið heimili sín, bæði á Norður-Englandi og í Wales. Vegna flóðanna eru vegir víða rofnir og allar lestarsamgöngur eru í miklum ólestri. Flugherinn hef- ur verið kallaður út til þess að lið- sinna fólki sem hefur verið stranda- glópar ýmist heima hjá sér, á vinnustöðum eða í verslunum. Talið er að 13.000 manns hafi orðið raf- magnslausir í kjölfar flóðanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vottaði í gær aðstand- endum þeirra sem hafa látist samúð sína og sagði flóðin „ótrúlegan og mjög alvarlegan atburð“. Hann sagði að nú skipti mestu að samhæfa neyðarþjónustur og koma í veg fyrir frekari mannskaða. Í gær vöruðu verkfræðingar íbúa í Suður-Yorkshire við því að stíflu- veggur Ulley-stíflunnar gæti brostið eftir að sprungur tóku að myndast í honum. Stífluveggurinn var styrktur eftir megni og síðdegis í gær þótti veggurinn nokkuð stöðugur, þó að ástandið væri enn mjög alvarlegt. M1-þjóðveginum hefur verið lokað á þeim kafla sem gæti farið undir vatn, bresti stíflan. Hið versta vonandi afstaðið Flóðasérfræðingur breska um- hverfisráðuneytisins sagði að á 12 stundum hefði fallið jafnmikið regn og félli að meðaltali á hálfu ári. Fjárhagslegt tjón er gríðarlegt, bæði fyrir ríkið, einstaklinga og tryggingarfélögin. Enn er um annar tugur flóða- viðvarana í gildi, enda er spáð áframhaldandi rigningu næstu daga, þó að veðurfræðingar telji engu að síður að versta veðrið sé gengið yfir. Þúsundir Breta flýja heimili sín í mannskaðaflóðum Reuters Flúin Víða um England hefur verið komið upp neyðarskýlum í skólum og öðrum stórum byggingum, þar sem leita má skjóls fyrir vatnselgnum. ÞAÐ liggur hálfgerð heimsendastemmning í loftinu í Evrópu þessa dagana. Í Rússlandi geisa stormar, í Suð- austur-Evrópu liggur hitabylgja eins og mara yfir öllu og í Bretlandi rignir svo ákaflega að óbreyttir borg- arar drukkna á strætum úti. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að flóðin í Bretlandi séu ekki einstök og minnir á flóðin sem urðu í Mið-Evrópu sumarið 2002. Honum finnst óvarlegt að draga ályktanir um þróun veðurfars af einstökum at- burðum, skoða verði lengri tímabil til þess. Hann segir öll ofangreind veðurbrigði hluta sömu keðju. „Rakinn sem berst vanalega frá Atlantshafinu til okkar í Norður-Evrópu fer nú nokkuð sunnarlega inn yfir Evrópu. Það ástand er búið að vara í dálítinn tíma norðan Alpafjalla. Vindar hafa fylgt þessu, loftið er kalt og óstöðugt, og mikið um þrumur og eldingar. Hitarnir sem eru við austanvert Miðjarðarhafið beina síðan röku loftinu yfir Bretlandseyjar og norðanverða Evrópu, en það hafa líka verið miklar rigningar í Skandinavíu og í Þýskalandi allan þennan mánuð.“ Því má segja sem svo að rigningin sem nú fellur í Bretlandi hafi verið ætluð allri Evrópu, „allt frá Suður-Græn- landi, yfir til Íslands, norður til Svalbarða og Norður- Noregs og afgangnum af meginlandi Evrópu“. Rigning í Bretlandi ætluð allri Evrópu Í DAG er ráðgert að Tony Blair víki úr embætti for- sætisráðherra Bretlands. Hann virðist þó ekki þurfa að kvíða að- gerðaleysinu, því þegar hafa heyrst sögusagnir þess efnis að hann haldi til Mið-Austurlanda í hlutverki sáttasemjara áður en langt um líð- ur. Bandaríkjamönnum hugnast það vel að fá Blair í hlutverkið, en mörgum aröbum hrýs hugur við því að fá forsætisráðherrann fyrrver- andi í hringiðuna fyrir botni Mið- jarðarhafs, enda kunna þeir honum litlar þakkir fyrir stefnu hans í Írak og þykir hann fullhallur undir Bandaríkjastjórn. Blair kveður Downing- stræti Tony Blair EFTIRLITSMENN á vegum Sam- einuðu þjóðanna komu í gær til Pyongyang í Norður-Kóreu til að ræða við stjórnvöld um lokun Yong- byon-kjarnorkuversins umdeilda í landinu. Fimm ár eru síðan slíkir eftirlitsmenn fengu síðast að heim- sækja landið. Stjórn N-Kóreu samdi við nokkur ríki, þ. á m. Bandaríkin, í febrúar um að loka verinu gegn margvíslegri fyrirgreiðslu af hálfu stórveldanna og grannríkisins Suð- ur-Kóreu, meðal annars fá N- Kóreumenn mat og olíu. SÞ-menn heim- sækja N-Kóreu KENNARI í bókmenntafræði í Afr- íkuríkinu Malí hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Ástæðan er að maðurinn er talinn hafa móðgað forseta landsins, Amadou Toumani Touré. Birt var viðtal við kennarann þar sem hann sagðist hafa falið nemendum sínum að skrifa ritgerð um ímyndað kynlífs- hneyksli með forseta í aðal- hlutverki. Blaðamaður sem sagði frá málinu hlaut 13 daga fangelsi. Móðguðu forseta Malí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.