Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MAGNI Hjaltason, sex ára drengur sem var nærri drukknaður í Sund- laug Akureyrar síðdegis á mánudag- inn, var á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins í fyrrinótt en fékk að fara heim til sín í gær. Hann var þreyttur en að öðru leyti hress þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók hús á fjölskyldunni undir kvöld. Anita Júlíusdóttir og Hjalti Gests- son eiga fjóra drengi, fjölskyldan býr skammt frá Sundlaug Akureyr- ar og fer oft í sund. Anita var þar með tvo yngstu drengina, Magna og Orra, sem er þriggja og hálfs árs, þegar slysið varð. „Kraftaverk“ „Magni var á vappi í kringum okk- ur en hvarf allt í einu,“ sagði Anita við Morgunblaðið í gær. Hún áttaði sig fljótt á því og fór strax að skima eftir honum. Hún segir Magna jafn- an leika sér í heitu pottunum og busllauginni, en aldrei hafa viljað fara ofan í sundlaugina sjálfa. Hann hefur einhverra hluta vegna tekið af ararnir mættu í vinnuna klukkan átta og bað móður sína að senda öll- um fjórum kennurunum sínum sms. „Segðu þeim að ég hafi dottið í vatn- ið og ekki komist upp úr,“ hafði Anita eftir honum í samtali við blaðamann. Lítill heimur Magni vildi sem sagt láta vita að hann kæmist ekki í leikskólann og hvers vegna. „Og svo spurði hann hvort ég þyrfti ekki að láta vita í minni vinnu að ég kæmist ekki,“ sagði móðir hans. Í ljós kom þegar slysið varð á mánudaginn að heimurinn er ekki stór; a.m.k. ekki á Akureyri. Patrek- ur, sonur Jóns Knutsen og Jónu Birnu Óskarsdóttur, sem lífguðu Magna við, var með Magna á leik- skóla fyrir nokkrum árum. Þeir voru vinir og léku sér gjarnan hvor heima hjá öðrum. Önnur fjölskyldan flutti sig um set innan bæjarins og þeir hafa því ekki verið á sama leikskóla undanfarið en nýverið kom í ljós, þegar þeir voru skráðir í Brekku- skóla – þar sem þeir byrja báðir í 1. bekk í haust – að þeir verða saman í bekk. Ótrúleg tilviljun, kannski eins og það að Jón og Jóna Birna voru stödd í sundlauginni á mánudaginn. Magni var hress í gær, sem fyrr segir. Hann virðist vel átta sig á því sem gerðist. Og veit hver bjargaði honum. „Ég sá hann ekki, en veit bara að hann var. Ég vissi að hann tók mig úr sundlauginni en ég vissi ekki að hann væri þarna,“ sagði hann í gær þegar blaðamaður ræddi við fjölskylduna. Og ekki fór á milli mála að hann átti þarna við pabba Patreks, vinar síns. það var hryllileg sjón og alveg stimpluð í mig,“ sagði Anita í gær. „Það var erfitt að horfa á fólkið ham- ast við að lífga barnið við; nokkrar sekúndur virtust sem eilífð,“ sagði hún. Magni komst til meðvitundar á sundlaugarbakkanum og var um- svifalaust fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið. Þar var hann á gjör- gæsludeild í fyrrinótt. Hann vaknaði klukkan rúmlega fjögur og vakti þá í eina og hálfa klukkustund. Sagði ekki mikið en kinkaði kolli og var hress. Magni vaknaði svo aftur um sjöleytið í gærmorgun. Hann leit á klukku á veggnum og hafði á orði að nú væri klukkan sjö, leikskólakenn- sér armkútana, líklega tekið á sprett á bakkanum og runnið til. Hann lenti á kafi í lauginni, um hana miðja að sunnanverðu, rétt við nýjasta heita pottinn, og náði ekki til botns. Svo heppilega vildi til að fólk þaulæft björgunarstörfum kom ofan í laug- ina skömmu síðar, sá drenginn og blés í hann lífi. Þar voru á ferðinni hjónin Jón Knutsen, sem er slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður, og Jóna Birna Óskarsdóttir, gjörgæslu- hjúkrunarfræðingur. Á staðnum voru einnig hjartasérfræðingur úr Reykjavík, heimilislæknir og annar slökkviliðsmaður. „Þetta er algjört kraftaverk. Hann var alveg lífvana á bakkanum; „Segðu þeim að ég hafi dottið í vatnið og ekki komist upp úr“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heimtur úr helju Hjalti Gestsson og Anita Júlíusdóttir með Magna í gær. Litli drengurinn sem var nærri drukknaður í fyrradag fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær. Skapti Hall- grímsson og Hjálmar S. Brynjólfsson kynntu sér málið. Seltjarnarnes | Grunnskóli Sel- tjarnarness er orðinn leiðtogaskóli í umferðarfræðslu grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt samningi sem undirritaður var á Seltjarnarnesi í gær. „Umferðaröryggi er mál mál- anna í dag,“ sagði Kristján Möller samgönguráðherra við undirritun samningsins og benti á að það væri einkar viðeigandi að hefja samstarfið sama dag og annað um- ferðarátak ætti sér stað í borginni, en hjúkrunarfræðingar stóðu í gær fyrir göngu gegn umferð- arslysum. „Lengi býr að fyrstu gerð og með það í huga byrjum við í grunnskólunum,“ sagði ráð- herrann, og sagðist vona að þetta yrði farsælt skref í átt að bættri umferðarmenningu á Íslandi. Með því að gangast við hlut- verki leiðtogaskóla slæst Grunn- skóli Seltjarnarness í hóp með fjórum öðrum skólum, sem leiða umferðarfræðslu í skólum landsins undir stjórn Umferðarstofu. Grundaskóli á Akranesi tók að sér árið 2005 að verða móðurskóli um- ferðarfræðslu á Íslandi, en auk hans er einn leiðtogaskóli í hverj- um landsfjórðungi: Brekkuskóli á Akureyri, Grunnskóli Reyðarfjarð- ar, Flóaskóli í Villingaholtshreppi og nú Grunnskóli Seltjarnarness. Umferðarfræðsla verði skylda Allt er þetta liður í umferðarör- yggisáætlun stjórnvalda, sem hef- ur það að markmiði að fækka al- varlegum umferðarslysum og gera Ísland að fyrirmyndarlandi í um- ferðinni fyrir árið 2012. Með átaki í umferðarfræðslu er stefnt að því í fyrsta lagi að koma umferðarfræðslu inn í skóla- námskrár allra grunnskóla, þannig að hún verði skyldunámsgrein og fari stigvaxandi eftir aldri. Í öðru lagi að halda námskeið í umferð- arfræðslu fyrir grunnskólakenn- ara. Í þriðja lagi er markmiðið að leiðtogaskólarnir verði fyrirmynd annarra grunnskóla í umferð- arfræðslu og í fjórða lagi er ætl- unin að efla námsefnisgerð í fræðslunni. Það síðastnefnda er þegar kom- ið á fullan skrið, m.a. með þróun náms- og fræðsluvefjarins www.umferd.is, sem opnaður var í fyrra. Þar hefur þegar verið útbú- ið kennsluefni og þrautir fyrir börn á öllum stigum grunnskólans. Að sögn Sigfúsar Grétarssonar, skólastjóra Grunnskóla Seltjarn- arness, stefnir skólinn að því að bæta enn frekar við efnið á vefn- um og hvetur alla til að nýta sér það. „Í upphafi munum við móta okkar stefnu út frá stefnu móð- urskólans, vinna heimavinnuna okkar og fara svo með þá fræðslu í aðra grunnskóla í Reykjavík.“ Umferðin hluti af lífi barnanna Sigfús segir mikinn heiður fyrir Grunnskóla Seltjarnarness að fá leiðtogahlutverk í þessu átaki, það falli vel að stefnu skólans. „Ein af meginstoðunum sem við leggjum áherslu á er að krakkarnir læri á sitt nánasta umhverfi í víðum skilningi,“ segir Sigfús. Á Sel- tjarnarnesi eigi það við um t.d. hafið og fjöruna við Gróttu, en ekki megi gleyma að okkar nán- asta umhverfi sé líka manngert. „Börnin þurfa að þekkja bæði það skemmtilega og það hættulega í umhverfinu. Þess vegna viljum við í framtíðinni tvinna þetta saman, umgengni við náttúruna og við umferðina.“ Ökumönnum framtíðar kennd rétt umferðarhegðun í grunnskólunum Umferðarstofa og Grunnskóli Seltjarn- arness hafa hafið sam- starf um umferð- arfræðslu barna. Verkefnið er liður í um- ferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Morgunblaðið/ÞÖK Umferðaröryggi Við undirritunina hafði barnahjóli verið stillt upp milli tveggja hjólbarða til að sýna hve börnin eru smá í bílaumferðinni. Guðbjartur Hannesson, Kristján Möller, Karl Ragnars og Sigfús Grétarsson. AKUREYRI AÐ sögn Gísla Kr. Lórenzsonar, forstöðumanns Sundlaugar Ak- ureyrar, eru 24 vaktaðar mynda- vélar á svæðinu, m.a. undir yf- irborði lauganna. Í lauginni þar sem slysið varð eru t.d. sex mynda- vélar. „Við getum fylgst með öllu svæðinu með þessum vélum, þar er enginn dauður punktur.“ Gísli Kr. sagði að þegar mikill er- ill er í lauginni, sé alltaf gæslumað- ur, sem fylgist t.d. með rennibraut- unum og gengur um svæðið. „Meirihluti starfsfólksins lauk við skyndihjálparnámskeið í byrjun mánaðarins, þannig að það er tilbú- ið að takast á við mál eins og þarna átti sér stað.“ Jón Knutsen, sem stóð í ströngu við björgun drengsins, ásamt eig- inkonu sinni, hefur umsjón með námskeiðunum. „Við gerum mjög miklar kröfur í öryggismálum og Akureyrarbær hefur sem betur fer staðið þétt að baki okkur. Stundum hefur sundlaugargestum jafnvel fundist við of strangir en það hefur þó sýnt sig að kröfurnar í öryggis- málum sundlaugarinnar marg- borga sig,“ segir Gísli Kr. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Björgun Hjónin Jón Knutsen og Jóna Birna Óskarsdóttir. 24 vaktaðar myndavélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.