Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfissvið
Heilbrigðisfulltrúi - Matvælaeftirlit
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar
og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Leiðarljós Matvælaeftirlits Reykjavíkur er að tryggja
sem kostur er að neysluvatn og matvæli borgarbúa
séu örugg og heilnæm. Enn fremur að gætt sé þeirra
meginsjónarmiða er koma fram í Staðardagskrá 21
um verndun þeirra gæða sem felast í ómenguðu
neysluvatni og matvælum.
Starfið felst m.a. í þjónustu við íbúa og fyrirtæki
borgarinnar ásamt ábyrgð á:
• Reglubundnu eftirliti með matvælum og neysluvatni.
• Skráningum og skýrslugerð, sinna kvörtunum og
annast fræðslu.
• Sinna öðrum verkefnum samkvæmt gildandi
starfslýsingu fyrir heilbrigðisfulltrúa og samkvæmt
fyrirmælum deildarstjóra.
• Samstarf og samvinna við aðrar deildir
Heilbrigðiseftirlits og vöktunar.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda,
raunvísinda eða sambærilegrar menntunar.
• Hæfni í mannlegum samskiptum er afar mikilvæg
sem og geta til að leiða og taka þátt í uppbyggilegu
hópastarfi.
• Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt og
krefjandi verkefni.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagningu í starfi
• Réttindi til að mega starfa sem heilbrigðisfulltrúi
æskileg.
Launakjör fara eftir kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar veita Óskar Í. Sigurðsson
deildarstjóri Matvælaeftirlits og Árný Sigurðardóttir
forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits og vöktunar hjá
Umhverfissviði Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19,
frá kl. 9-16 í síma 411 8500.
Umsóknir skulu berast til Umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar eigi síðar en 27. ágúst nk.
merktar „Heilbrigðisfulltrúi - Matvælaeftirlit“.
Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því
að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf
og hvetja því það kynið sem er í minnihluta í
viðkomandi starfsgrein að sækja um. Konur er því
hvattar til þess að sækja um starfið.
Reykjavík 12. ágúst 2007.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.
Umhverfissvið Reyjavíkurborgar auglýsir laust til
umsóknar starf heilbrigðisfulltrúa hjá
Matvælaeftirliti, Heilbrigðiseftirliti og vöktun.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri Matvælaeftirlits.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar er eitt af fagsviðum
Reykjavíkurborgar og samanstendur af skrifstofum Neyslu og
úrgangs og Náttúru og útivistar, Staðardagskrár 21 og
Heilbrigðiseftirlits og vöktunar, sem fyrir utan Hundaeftirlit
skiptist í þrjár deildir: Hollustuhætti, Mengunarvarnir og
Matvælaeftirlit.
Helstu verkefni Umhverfissviðs eru: heilbrigðis og mengunar-
varnareftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá
heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21
og stefnumótunar og þróunarverkefni á sviði umhverfis og
samgöngumála.
Styrktarfélag vangefinna
Hæfingarstöðin
Bjarkarás
óskar eftir þroskaþjálfum, félagsliðum,
stuðningsfulltrúum í 100% stöður frá og
með 1. september eða eftir nánara sam-
komulagi. Bjarkarás er staðsett í Stjörnu-
gróf 9. Þangað sækja um 45 einstaklingar
þjónustu.
Meginmarkmið Bjakaráss er að veita ein-
staklingsbundna og fjölbreytta þjónustu.
Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garð-
arsdóttir og Valgerður Unnarsdóttir í síma
414 0540. Hægt er að nálgast upplýsingar
um Styrktarfélagið á heimasíðu þess
www.styrktarfelag.is.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamn-
ingum.
Störf þjónustufulltrúa
á höfuðborgarsvæðinu laus til umsóknar
Óskum eftir að ráða til starfa þjónustufulltrúa í útibú bankans á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar veitir Berglind Ingvarsdóttir
á starfsmannasviði Landsbankans í síma 410 7914.
Umsóknir fyllist út og sendist ásamt fylgigögnum á www.landsbanki.is
fyrir 22. ágúst nk.
Helstu verkefni:
• Sala og þjónusta til einstaklinga
• Fjármálaráðgjöf til einstaklinga
• Upplýsingagjöf um vörur og þjónustu bankans
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og/eða reynsla af bankastörfum
• Frumkvæði, þjónustulund og söluhæfileikar
• Markviss og sjálfstæð vinnubrögð
• Færni í samskiptum og þægilegt viðmót
Landsbankinn er eitt stærsta
fjármálafyrirtæki landsins og
veitir alhliða fjármálaþjónustu
til einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana.
Landsbankinn leitast við að ráða
til sín og hafa í sínum röðum
framúrskarandi starfsfólk og efla
það í störfum sínum.
Til að stuðla að vexti og arðsemi
bankans er áhersla lögð á
skemmtilegan vinnustað, starfs-
ánægju og gott starfsumhverfi,
sem og markvissa starfsþróun
og þekkingu starfsfólks.
Það er viðhorf stjórnenda
Landsbankans að starfsfólkið,
metnaður þess, kraftur og
hollusta, séu lykillinn að
farsælum rekstri bankans.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
38
56
2
08
/0
7
Traustur starfskraftur óskast strax til starfa í
verslun okkar í Kringlunni.
Um er að ræða u.þ.b. 75% vinnu, þarf að geta
bætt við sig vinnu á álagstímum.
Umsóknum skal skilað í verslun í Kringlunni
eða til jens@jens.is