Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir
fæddist 20. maí 1925
í Steinskoti 2 á Eyr-
arbakka. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Selfossi,
að kvöldi mánudags-
ins 6. ágúst 2007.
Sigurbjörg var dótt-
ir Guðmundar Jóns-
sonar, bónda í Stein-
skoti, f. 26.10. 1886,
d. 26.8. 1973 og
Ragnheiðar Sigurð-
ardóttur, f. 22.5.
1895, d. 17.2. 1975, húsfreyju í
Steinskoti. Systkini Sigurbjargar:
Guðjón, f. 5.8. 1926, d. 23.3. 2002;
Gísli, f. 1.5. 1929, d. 31.5. 1955;
Guðmundur, f. 15.2. 1934, býr í
Reykjavík; og Ársæll, f. 15.5. 1939,
býr í Þorlákshöfn.
Sigurbjörg gekk í hjónaband
þann 6.6. 1959 með Magnúsi Þór-
arinssyni frá Stígprýði á Eyrar-
bakka, f. 23.6. 1923, syni Þórarins
Einarssonar frá Grund á Eyrar-
bakka, f. 7.10. 1885, d. 16.5. 1930,
og Oddnýjar Magnúsdóttur frá
Nýjabæ, Eyrarbakka, f. 11.5. 1889,
d. 6.3. 1982. Sonur Sigurbjargar er
Sigurður Guðbjörn Sigurjónsson, f.
8.9. 1948, skipstjóri, býr í Vest-
mannaeyjum, sonur Sigurjóns Þor-
valdssonar, f. 15.9. 1924 frá Gamla-
Hrauni, Eyrarbakka. Kona Sig-
urðar er Eva Andersen frá
Vestmannaeyjum, f. 1.11. 1948.
Sonur Sigurðar er Einar Gunnar, f.
2.7. 1971, móðir Guðný V. Gunn-
arsdóttir frá Seljatungu, Gaul-
verjabæ, f. 1.10. 1950. Synir Einars
Gunnars eru Andri, f. 6.6. 1991,
Ísak Logi, f. 5.9. 2003. Synir Sig-
urðar og Evu eru Magnús, f. 15.12.
1973. Synir Magnúsar eru Magnús
Karl, f. 1996, Dagur Steinn, f. 1999
og Leó Þór, f. 2006. Gunnar, f. 14.8.
1975, synir Gunnars eru Patrik
Sigurður, f. 2000, og Mikael Logi,
f. 2006. Synir Sigur-
bjargar og Magnús-
ar eru Guðmundur,
f. 10.10. 1958, húsa-
smíðameistari, býr á
Eyrarbakka og
starfar sem fanga-
vörður við fangelsið
á Litla-Hrauni, sam-
býliskona hans er
María E. Bjarnadótt-
ir, f. 23.2. 1965, frá
Reykjavík. Dóttir
Guðmundar og Mar-
íu er Sigurbjörg, f.
21.8. 2002. Dóttir
Maríu frá fyrra hjónabandi er Guð-
rún Telma Þorkelsdóttir, f. 20.6.
1992. Ingvar, f. 13.4. 1962, húsa-
smíðameistari býr á Eyrarbakka
og starfar sem fangavörður við
fangelsið á Litla-Hrauni.
Sigurbjörg stundaði nám við
Barnaskólann á Eyrarbakka. Á
sínum yngri árum vann hún í mötu-
neyti í Þorlákshöfn, netaverkstæði
á Eyrarbakka og hjá Hraðfrysti-
stöð Eyrarbakka, einnig á vetr-
arvertíðum í Fiskiveri á Eyr-
arbakka. Hún sá um þrif í
leikskólanum Brimveri í meir en
20 ár. Árið 1957 byggðu Sigur-
björg og Magnús einbýlishús á
Eyrarbakka sem þau gáfu nafnið
Sæberg, þar var hún húsmóðir í 50
ár og var oftast kölluð Sigga á Sæ-
bergi af Eyrbekkingum. Hún var
virk í félagsmálum, starfaði lengi í
Leikfélagi Eyrarbakka, var vara-
formaður Slysavarnadeildarinar
Bjargar, söng í Kirkjukór Eyrar-
bakka í 20 ár og í stjórn Verkalýðs-
félags Bárunnar um ára bil. Um
mitt ár 2006 greindist hún með
sjúkdóminn MND, hreyfitaug-
ungahrörnun, sem einkennist af
minnkandi styrk vöðva og rýrnun
þeirra.
Sigurbjörg verður jarðsungin
frá Eyrarbakkakirkju í dag,
laugardag, kl. 14.
Sagt er um suma að þeir komi til
dyranna eins og þeir eru klæddir.
Mér finnst þetta eiga svo vel við
Siggu á Sæbergi, vinkonu mína, sem
mig langar að minnast með nokkrum
orðum. Ég hef verið heimagangur á
Sæbergi frá því ég var smástelpa,
mér skilst að ég hafi þeyst um allt hús
í göngugrind á fyrsta ári. Þegar Siggi
var síðan heima skilst mér að mér
hafi þótt voða gott að hanga í skegg-
inu á honum.
Það eru margar minningar, elsku
Sigga mín, sem koma upp í hugann
þegar sest er niður og skrifuð kveðju-
orð til þín, þú varst svo skemmtileg í
fasi, svolítið ákveðin, talaðir ákveð-
inni röddu og varst svo hrein og bein í
því sem þú gerðir. Mér eru mjög
minnisstæðar allar ferðirnar okkar til
Reykjavíkur, við kíktum í búðir og
fórum á kaffihús og þegar ég fór með
ykkur mömmu til Dóru í Vatnagarði,
það er mér mjög minnisstætt, þið
gátuð talað og talað og maður reyndi
bara ekki að koma með athugasemdir
því þið hefðuð ekki heyrt í mér, þið
voruð að spjalla og höfðuð hátt. Í búð-
um vorum við oft að spyrja um ein-
hverja hluti og afgreiðslufólkið var
ekki alltaf með svör á reiðum hönd-
um, og þá bara talaðir þú aðeins í
hærri tón þangað til svar fékkst,
þetta fannst mér mjög skemmtilegt
og gaman að sjá svipinn á afgreiðslu-
fólkinu.
Handavinna var stór þáttur í lífi
þínu og eru ófá vettlingapörin og
sokkapörin sem þú prjónaðir á börn-
in mín og voru þau alltaf í nýjum pör-
um á hverjum vetri. Í ágúst 2002 voru
gleðidagar hjá okkur, Sigga mín, þeg-
ar Sigurbjörg og Teitur fæddust, að-
eins nokkrir dagar á milli þeirra. Ég
man svo þegar hún fæddist, þá lá ég
inni á spítala að bíða eftir fæðingu
Teits, þá komst þú til mín og varst þá
að sjá Sigurbjörgu í fyrsta sinn og ég
man hvað þú varst glöð. Síðan hafa
Sigurbjörg og Teitur orðið góðir vinir
og fannst þér svo gaman að hafa þau
saman í heimsókn á Sæbergi. Núna í
vikunni voru þau að taka upp kart-
öflur saman og sátum við fullorðna
fólkið í eldhúsinu þínu, eins og við
mamma gerðum svo oft með þér. Það
var svo erfitt að sitja þar núna og
engin Sigga.
Síðasta ár reyndist þér erfitt,
Sigga mín, sjúkdómurinn tók allt sem
hann gat tekið. Allan tímann varst þú
svo dugleg, stelpurnar í vinnunni
voru oft að tala um hvað þú værir
dugleg, og svo góð, alveg sama hvað
þér leið illa, alltaf var þumalfingur
upp í loft til merkis um það að allt
væri í lagi. Ég hef verið spurð mikið
upp á síðkastið „hvernig tengist þú
henni Sigurbjörgu, er hún amma þín,
frænka þín, vinkona þín?“ Elsku
Sigga mín þú ert mér þetta allt. Góð
kona hefur kvatt og verður hennar
sárt saknað. Guð blessi minningu Sig-
urbjargar Guðmundsdóttur.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð.
Góða ferð, já, það er allt og síðan bros.
Því ég geymi allt það vina, það allt er
gafstu mér.
Góða ferð, vertu sæl, já, góða ferð.
(Jónas Friðrik)
Hrönn.
Í hvert sinn sem við kveðjum ein-
hvern, sem okkur þykir vænt um,
vakna minningar sem við eigum um
viðkomandi. Minningar sem vekja
með okkur gleði, því þá rifjum við
upp góðar stundir og skemmtilega at-
burði sem við áttum saman, en líka
söknuð vegna þess að sá tími er lið-
inn, og einstaklingurinn horfinn okk-
ur. Í dag kveðjum við Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur, eða Siggu frænku,
eins og hún var kölluð á mínu heimili.
Sigga fæddist og bjó allt sitt líf á Eyr-
arbakka. Ég hef vitað um Siggu allt
mitt líf, en kynntist henni ekki fyrr en
ég komst á unglingsárin. Hún var
verkstjóri í unglingavinnunni og þar
bar ég óttablandna virðingu fyrir
henni. Hún var ákveðin, kraftmikil og
hörkudugleg og hún ætlaðist til þess
sama af okkur. Ég hlýddi henni orða-
laust, hvað sem hún sagði mér að
gera. Við ræddum þessi fyrstu kynni
okkar stundum. Ef við vorum ekki al-
veg sammála um hlutina, átti ég það
til að segja: Sigga mín, ég er ekki
hrædd við þig lengur. Þá hló frænka.
Sigga var ekki allra, en þeim sem
hún tók, var óhætt. Hún sagði það
sem hún meinti og meinti það sem
hún sagði, var lítið fyrir að pakka orð-
unum inn. Sagði sína meiningu og svo
var það afgreitt. Sigga var eins og
margir af hennar kynslóð, sem ætíð
var tilbúin að vinna sjálfboðavinnu,
starfaði mikið fyrir Slysavarnafélag-
ið, Verkalýðsfélagið og Kvenfélagið.
Auk þess söng hún í mörg ár með
kirkjukór Eyrarbakkakirkju. Ég
vann m.a. með henni í Kvenfélaginu,
þar var hún formaður fyrir nefnd sem
starfaði í nokkur ár við að safna fyrir
nýjum bekkjum og gólfi í kirkjuna
okkar. Þar sem annarstaðar sýndi
hún dugnað sinn. Hvort sem var ver-
ið að undirbúa dansleik, bingó eða
hlutaveltu mætti Sigga með góða
skapið sitt og „áfram stelpur“. Við
nefndarkonur kölluðum hana herfor-
ingjann okkar á milli og líkaði henni
það vel. Síðast vann hún fyrir Verka-
lýðsfélagið, sat í stjórn þess þó nokk-
ur ár eftir að hún varð sjötug. Þegar
þeim kafla lauk, hætti hún öllu félags-
málastússi, skildi ekkert í því að fólk
yrði að hittast 2-3 sinnum í viku. Nei,
hún hafði ekkert að gera til eldri
borgara, hafði allt heima.
Já, heimilið var henni allt, þar hafði
hún allt sem þurfti, öryggi og góða
fjölskyldu.
Sigga mín, þessar línur áttu fyrst
og fremst að vera til að þakka þér fyr-
ir allt og allt.
Undanfarin ár hafa verið okkur
báðum erfið. Það var alltaf gott og
notalegt að geta skotist inn á Sæ-
berg, fengið gott faðmlag, rætt málin,
meðan þú hafðir röddina þína, síðan
skrifaðir þú með þinni fallegu rithönd
orðin sem þú vildir segja. Í síðasta
skipti sem ég sá þig, var ég viss um að
þú vissir af okkur. Þó að handatak
þitt hafi ekki verið jafn sterkt og fyrr-
um, fann ég jafn vel og alltaf fyrir
elsku þinni. Það hefur verið ánægju-
legt að fylgjast með hvað fjölskylda
þín hefur verið þér mikið í gegnum
þessi erfiðu veikindi þín og yndislegt
að fylgjast með ykkur nöfnunum, þau
ár sem þið fenguð saman.
Sigga mín, hafðu hjartans þökk
fyrir allt og allt.
Fjölskyldunni á Sæbergi sendi ég
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurbjargar
Guðmundsdóttur.
Elín Sig.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Hallgrímur Pétursson.)
Í dag kveðjum við góða og trygg-
lynda konu. Það kom ekki mjög á
óvart þegar Leifa vinkona hringdi að
láta vita að hún Sigga hefði látist
kvöldinu áður. Hve oft fer um hugann
hvað árin líða fljótt þegar samferða-
fólk og vinir hverfa yfir móðuna
miklu, og hefði mátt nýta tímann bet-
ur til að hittast oftar. Sigga var hún
ávallt kölluð frá því ég man eftir mér,
og spannar það nokkra áratugi, Guð-
jón og Guðmundur bræður hennar
voru heimilisvinir á sínum yngri ár-
um heima í Vatnagarði. Það er svo
margs að minnast sem tengist þess-
ari hressu og líflegu konu. Þegar hún
eignaðist frumburðinn hann Sigurð
þá fór ég oft að Steinskoti til að halda
á snáðanum og vonast til að fá að
passa, en góður samgangur var milli
foreldra okkar.
Sigga var góður leiðbeinandi fyrir
okkur unglingana við hina ýmsu fisk-
vinnu, breiða saltfisk til þurrkunar á
fjörukambinum á Eyrarbakka, svo
síðar í frystihúsinu við venjubundna
snyrtingu og pökkun á fiski að
ógleymdri humarvinnslunni. Þó
fylgdi með glens og ýmsar uppákom-
ur hafði hún gaman af en hélt okkur
að vinnuni. Sjálf var hún hamhleypa
til allra verka. Tíminn leið og við und-
irbúning giftingar minnar var Sigga
boðin og búin að aðstoða við bakstur
Sigurbjörg
Guðmundsdóttir
Elsku amma. Mér finnst svo
leiðinlegt að þú sért dáin. Mér
þykir svo vænt um þig. Ég man
þegar þú sóttir mig oft í leik-
skólann og passaðir mig. Þú
varst líka svo dugleg og flink að
prjóna á mig vettlinga og sokka.
Nú ert þú að hvíla þig hjá Guði.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þín ömmustelpa,
Sigurbjörg
Guðmundsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
✝ Hannes Eras-musson fæddist
á Smyrlabjörgum í
Suðursveit 13. mars
1915. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands hinn
7. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Þorsteins-
dóttir vinnukona, f.
12.10. 1888, d. 15.1.
1975, og Erasmus
Halldórsson vinnu-
maður, f. 25.1. 1876,
d. 23.3. 1956. Hann
átti engin systkini.
Hannes kvæntist 7.6. 1942
Sigurbjörgu Þorleifsdóttur, f. 5.10.
1918, d. 12.10. 2006. Hún var dóttir
Þorleifs Bjarnasonar bónda í Svín-
hólum í Lóni, f. 7.10. 1880, d. 21.10.
1950, og Ragnhildar Guðmunds-
dóttur, f. 10.12. 1879, d. 11.12.
1962. Börn Sigurbjargar og Hann-
esar eru: 1) Rögnvaldur, f. 7.7.
1943, var kvæntur Katrínu Frið-
jónsdóttur, f. 25.6. 1945, d. 2.12.
1990, sonur þeirra er Sigurjón
Þorsteinn, önnur kona hans var
Birgitta Ramnefalk, f. 13.11. 1943,
saman áttu þau Magnús og Þorleif
og tóku í fóstur dótturina Elísu;
þau slitu samvistum.
2) Aðalheiður, f.
18.11. 1946, gift Agli
Jónassyni, f. 1.10.
1944, d. 2.7. 2005,
hún á soninn Hannes
Inga, sem Egill gekk
í föðurstað; saman
áttu þau synina Jón-
as og Borgþór.
Hannes fluttist
með foreldrum sín-
um, sem voru vinnu-
hjú, milli ýmissa bæja
í Nesjum og Lóni.
Lengstar voru vist-
irnar í Syðra-Firði (6 ár) og á Stafa-
felli (15 ár). Hann stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugarvatni
1935-37. Hann fluttist að Svínhól-
um ásamt foreldrum sínum 1942 til
tilvonandi konu sinnar og stundaði
þar búskap, en var stundum við sjó-
sókn á Höfn á veturna. Árið 1950
fluttist öll fjölskyldan til Hafnar í
Hornafirði, og stundaði hann sjó
fram að 1967, en vann eftir það hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga
við kjötvinnslu. Hann lét af störfum
árið 1991, þá 75 ára gamall.
Útför Hannesar verður gerð frá
Hafnarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
Þá er afi, hann Hannes, dáinn.
Hann var reyndar alltaf kallaður sá
gamli af okkur bræðrunum enda naut
hann þeirrar lukku að verða langlífur
og nokkuð heilsuhraustur. Við ætlum
að minnast hans í nokkrum orðum
enda ekki í hans stíl að skrifa hér ein-
hvern langhund.
Æskuminningar okkar eru margar
nátengdar honum afa og ömmu heit-
innar enda ólumst við upp í miklu og
góðu nábýli við þau. Margar ferðir
voru farnar milli húsanna 9 og 11 í
Hagatúninu. Oftar en ekki var farið til
þess að gæða sér á súkkulaði sem sá
gamli gaf okkur. Töluðum við gjarnan
um að fara og fá okkur hlunk enda
súkkulaðið brotið af stærðarinnar
súkkulaðihlunk. Flestar okkar ferðir
á 9 voru samt ekki farnar í neinum
sérstökum tilgangi. Ósjálfrátt og án
nokkurrar umhugsunar vorum við
,,komnir yfir“ eins og við orðuðum
það. Oft um helgar var sæng með í
för, þá var gist og var alltaf farið að
sofa eftir veðurfréttir. Sá gamli hafði
mikinn áhuga á veðri og tók veður
nótt sem nýtan dag. Á morgnana sá
afi um að gefa okkur að borða og
gerði þá vel við okkur. Oft var drukkið
Hannes Erasmusson
Nú ert þú, elsku besti afi
minn, dáinn, þú varst ekki bara
afi minn heldur líka besti vinur
minn og talaði ég við þig á
næstum því hverjum einasta
degi í tæp fjörutíu ár. Það eru
alger forréttindi að hafa átt þig
að svona lengi.
Þín verður sárt saknað.
Hannes.
HINSTA KVEÐJA✝
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir,
amma, systir og mágkona,
SIGRÚN BÁRÐARDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnu-
daginn 12. ágúst.
Jarðsett verður frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn
21. ágúst kl. 13.
Björgvin Þorleifsson,
Bárður Sigurðsson,
Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsdóttir,
Bernharð Máni Snædal, Óðinn Rafn Jónsson Snædal,
Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Víðimel 44,
sem lést þriðjudaginn 7. ágúst, verður jarðsungin
frá Neskirkju, mánudaginn 20. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sjómanna-
dagsins.
Auðunn Ágústsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.