Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 26
Rützou Áherslan er á mittið með breiðu belti. Tískuvikan í Kaupmannahöfn er nýaf-staðin en þar sýndu helstu dönskuhönnuðirnir og tískuhúsin vor- ogsumarfötin 2008. Tískuvika er haldin tvisvar á ári í borginni, í febrúar og ágúst, og er hún sú stærsta í Norður-Evrópu. Vikuna sækja jafnan meira en 50.000 manns úr tísku- iðnaðinum frá yfir 40 löndum; hönnuðir, blaða- menn og fulltrúar verslana. Íslenskar konur þekkja vel þekktustu dönsku merkin eftir heimsóknir til fyrrver- andi höfuðborgar okkar auk þess sem mörg þeirra eru til sölu í verslunum hérlendis. Dönsku merkin falla Íslendingum vel í geð enda er áherslan gjarnan á klæðileika og nú- tímalegt viðhorf til kvenleika. Verður hér greint frá nokkrum helstu merkjunum. Glamúrdrottningin Malene Birger hefur byggt upp mikið tískuveldi í Danmörku og opnaði glæsilega verslun í miðborg Kaup- mannahafnar á síðasta ári, sem vert er að heimsækja. Búðin er við Antonigade 6, nærri Kongens Nytorv. Annað stórt nafn í danska tískuheiminum er Bruuns Bazaar, sem þekkt er fyrir einfaldan og klassískan stíl og fæst í 25 löndum. Bræð- urnir Theis og Bjørn Bruun stofnuðu tísku- húsið og sýndu fyrstu línuna árið 1995. Fjórum árum síðar kynntu þeir til sögunnar BZR- línuna, sem er ódýrari og höfðar frekar til yngra fólks. Annað merki sem Íslendingar ættu að þekkja er Rützou, sem stofnað var af Susanne Rützou árið 2000. Susanne var þó enginn ný- græðingur í bransanum þegar hún stofnaði eigið merki því hún tók þátt í að koma Bruuns Bazaar á fót og vann þar 1994-1999. Munthe plus Simonsen var stofnað af hönn- uðunum Naja Munthe og Karen Simonsen árið 1994 en þær kynntust í listaskóla í Kolding. Þær hafa þá stefnu að engar tvær línur séu eins því hver og ein er byggð á sjálfstæðri hug- mynd. Hönnunin er jafnan fáguð og kvenleg. Loks má nefna Baum und Pferdgarten en hönnuðirnir Helle Hestehave og Rikke Baumgarten stofnuðu merkið árið eftir að þær kláruðu nám við Danmarks Designskole 1998. Föt þeirra eru oft heldur nýstárleg en þó er ekki farið of langt frá hinu klassíska og klæði- lega, eins og hjá svo mörgum dönskum tísku- húsum. Á upptalningunni sést að dönsk tíska hefur verið í heilmikilli uppsveiflu síðustu ár og er iðnaðurinn sístækkandi og skiptir máli í dönsku atvinnulífi. Til viðbótar þessum þekktari nöfnum eru yngri hönnuðir farnir að láta mikið á sér bera og má þar helst nefna Henrik Vibs- kov, Wood Wood og Stine Goye. Föt þeirra hafa verið vinsæl hjá listahá- skólanemum og eru gjarnan litrík, undir sterkum áhrifum frá tí- unda áratugnum. ingarun@mbl.is Klassískt og klæðilegt Hönnuðir sýndu nýverið vor- og sumartískuna 2008 á tísku- viku í Kaupmannahöfn. Inga Rún Sigurðardóttir skoðaði það helsta sem Danirnir hafa upp á að bjóða. Ivan Grundahl Hanskarnir eru flottir. Bruuns Bazaar Danska ofurfyrirsætan Lykke May tók þátt í sýningunni sem fram fór í Ny Carlsberg Glypotek. Munthe plus Simonsen Fyrirsæturnar þurfa aðstoð til að verða flottar á sýningarpallinum. Rützou Mörg armbönd eru alveg málið. AP Rützou Ljósblái og léttleikandi kjóllinn fær skemmtilegt og harðara yfirbragð notaður við dökkbláar leggings. Munthe plus Simonsen Sýningin fór fram í Ráðhúsinu. Ivan Grundahl Rautt og rómantískt. Munthe plus Simonsen Svart, hvítt og stílhreint. Malene Birger Sýningin fór fram í Hellerup. Malene Birger Glamúrinn var hvarvetna. tíska 26 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.