Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 22
|laugardagur|18. 8. 2007| mbl.is daglegtlíf Á tískuvikunni í Kaupmanna- höfn sýndu helstu dönsku hönnuðirnir og tískuhúsin vor- og sumarfötin 2008. » 26 tíska Mismunur á innkaupsverði og útsöluverði bóka á skipti- bókamörkuðum er allt að 80,6%. » 27 neytendur Nýlega var íbúð í Vesturbænum tekin algjörlega í gegn og út- koman felur í sér breytta notk- unarmöguleika. » 24 lifun Síðan 1. ágúst hafa Þorbjörg,sem venjulega er kölluðTobba, og Guðrún Jóns-dóttir, eigendur verslunar- innar Frúarinnar í Hamborg, staðið í ströngu, en þá fengu þær nýtt hús- næði afhent. Verslunin er um margt sérstök, lífleg, fróðleg og forvitnileg, því inn- andyra ægir saman alls konar hug- myndum sem saman mynda „mega- búlluna“. Hringrásin í lífinu „Við opnuðum búðina fyrir fjórum árum og keyptum svo húsnæði sem við fengum afhent 1. ágúst. Við gengum í það að mála og snurfusa húsið, sem er sögufrægt hús. Þetta er rétt hjá KEA og var fyrsta húsið sem kaupfélagið eignaðist. Það er líka dálítið gaman að vera að fara inn í þetta pláss því við erum með gamalt dót í búðinni. Við erum t.d. með muni sem voru kannski keyptir á sínum tíma í kaupfélaginu og eru svo að koma aftur til okkar. Þeir fara því eiginlega hringinn,“ segir Tobba, en í búðinni fæst í raun flest það sem verslunareigendunum finnst fallegt eða sniðugt, burtséð frá því hvort það er nýtt eða notað. „Þetta er ekki beint venjuleg búð. Við höldum í þetta gamla – viljum bjarga gömlum hlutum og gefa þeim nýtt líf.“ Föt, hönnun og músík Það eru ekki eingöngu hlutir sem eiga hug Tobbu því í versluninni er gott úrval af frumlegum fatnaði, meðal annars frá Dead, Naked Ape, Anitu Hirlekar og svo merki búll- unnar sjálfrar, Frúin í ham. „Við erum að þróa okkur og erum í samstarfi við Sputnik, Jón Sæ- mund og Söru í Nakta apanum og höfum líka verið að hleypa inn krökkum sem eru að gera eitthvað skemmtilegt í hönnun,“ segir Tobba sem telur að stækkun búllunnar bjóði upp á marga möguleika til þess að búa til skemmtilegri verslun. „Við erum hér með herbergi þar sem eru bara vinyl-plötur,“ segir Tobba en það mun vera svokallað gullherbergi þar sem heilt Elvis Presley-safn er að finna. Það er afskaplega hentugt þar sem þess er nú minnst að 30 ár eru liðin frá því kóngurinn hvarf af sjónarsviðinu. Í vinyl-plötusafninu er einnig mikið af Richard Clay- derman sem af einhverjum ástæðum virðist ekki seljast vel. Í framtíðinni eru áform um alls- konar nýstárlega þjónustu eins og t.d. búningaleigu. Nú þegar er þó ein hugmyndin komin í framkvæmd en það er búð inni í búðinni, eitt her- bergi sem verður opið þeim sem eru að hanna eitthvað sniðugt. Þannig geta þeir sem vilja koma sér á fram- færi nýtt sér herbergi í búðinni fyrir eigin vörur. Tobba segir að einu sinni á ári sé farið til útlanda til þess að kaupa inn vörur, t.d. á mörkuðum og svo er keypt beint af fólki á Akureyri og er þá ekki verið að leita eftir sér- stökum tímabilum heldur bara því sem passar í verslunina. „Svo erum við dálítið í því að mála húsgögnin og poppa þau upp,“ segir Tobba sem leggur mikla áherslu á að staðna ekki. Miðað við þetta ætti heldur ekki að koma á óvart að Frúin í Hamborg er ekki bara verslun heldur líka per- sóna sem mun stíga fram á sviðið á Akureyrarvöku kl. 20.30 á laug- ardaginn eftir viku. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Eigendurnir Þorbjörg Halldórsdóttir og Guðrún Jónsdóttir opna Frúna í Hamborg í gömlu og virðulegu húsi og það verður mikið um uppákomur og allskyns gjörninga hjá þeim. Húsgögn Húsgögn frá hinum ýmsu tímabilum – allt eftir því hvað frúin telur vera inni hverju sinni. Munir Frúin í Hamborg virðist líka hafa mikið dálæti á fallegum munum. Hver er frúin í Hamborg? Í dag verður „megabúllan“ Frúin í Hamborg opnuð í nýju húsnæði í Hafnarstræti 90, Akureyri. Ingvar Örn Ingvarsson spurði Þorbjörgu Halldórsdóttur, annan eigandann, út í búlluna. Lifir Kóngurinn Elvis lifir í „megabúllunni“ Frúnni í Hamborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.