Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 19 MENNING INGIBERG Magnússon hefur leitt margan manninn gegnum grunnþekkingu teikningar sem kennari á listasviði við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti í nær tvo ára- tugi. En FB var um langt skeið eini framhaldskólinn á landinu sem bauð upp á myndlistarbraut. Ingiberg er lunkinn teiknari og því er tilefni fyrir áhugasama að líta við í Grafíksafni Íslands og sjá þar vandað handverk. En hand- verk er þó ekki það eina sem sýn- ing Ingibergs hefur upp á að bjóða heldur eru athyglisverðar rannsóknir í gangi um eðli litar og forms sem taka á sig ólíkar birt- ingarmyndir. Í sýningarsal Grafíksafnsins sýnir Ingiberg 14 myndverk, öll unnin með þurrpastel á pappír að undanskilinni lágmyndinni (eða skúlptúr á vegg) „Umhverfingu“ sem listamaðurinn gerði er hann dvaldi sem gestalistamaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Má segja að lágmyndin sé miðjuverk sýningarinnar þar sem efniviður- inn, sem er tré, vísar til teikninga Ingibergs af skógarlendi en form- rænan vísar til abstraktmynda listamannsins sem byggja á torf- hleðslu. Í myndunum tróna þung og dimm form trjáa eða torfs sem umsvifalaust jarðtengja mann. Þessi form eru síðan skorin með snaggaralegri línuteikningu og inn á milli forma glittir í liti sem skapa samspil ljóss og skugga. Tvær myndir, „Jafndægur á vori og hausti,“ virðast í fyrstu skera sig dálítið frá hinum og sigla inn á svið mínimalískrar ab- straktsjónar. En þegar betur er að gáð þá snúast þær um tíma sem er skrásettur með birtu- skilum sólarhrings, annars vegar að vori og hins vegar að hausti, og er hver litaskipting vandlega merkt með viðeigandi orðum og útskýringum. Rýmislega gerir sýningin sig ágætlega þrátt fyrir ýmsa ókosti á salarkynnum en það eru þó þessir ólíku möguleikar teikningarinnar sem listamaðurinn kannar innan afmarkaðs sviðs forms og litar, ljóss og skugga, sem gera sýn- inguna spennandi. Ljós og skuggar MYNDLIST Grafíksafn Íslands Opið fimmtudag-sunnudags frá 14-18. Sýningu lýkur 19. ágúst. Aðgangur ókeypis. Ingiberg Magnússon Morgunblaðið/ÞÖK Vetrarskógur Þung form trjáa eru skorin með snaggaralegri teikningu. Jón B. K. Ransu KIRKJULISTAHÁTÍÐ veifaði hár- réttu tré með framkomu brezka org- elsnillingsins Christophers Herricks er fyllti vel stuðlabergsguðshús Skólavörðuholts á miðvikudag – jafnt áheyrendum sem magnaðri spila- mennsku. Reyndar ætti Klais-orgelið að vera honum þegar kunnugt, því 7. hljómdiskur Herricks í heims- reisuröð hans fyrir Hyperion- útgáfuna, „Organ Fireworks“, var tekinn upp í Hallgrímskirkju 1997. Það kom líka fram af auðsærri yf- irsýn flytjandans yfir raddmöguleika hljóðfærisins er hann stýrði af neðra spilborði án aðstoðarmanns, og m.a.s. án nótnaflettara. Vísast mælistika á rútínu eins og hún gerist verald- arvönust. Verkefnavalið var fjölbreytt og hressilegt í anda diskaraðartitilsins og skartaði skemmtilegum andstæðum. T.a.m. var himinn og haf milli sinfón- íska Háskóla- forleiks Brahms í litríkri útsetningu Lemares og 3.-5. þáttar úr Fiesta! eftir Iain Farrington (f. 1977) þar sem djass-sölsubræðingur brezka tónskáldsins myndaði kostulegan kontrast. „Big Ben“ klukkuslögin heimskunnu lögðu síðan grunn að Carillon de Westminster fantasíu Viernes (d. 1937) með miklum lokaklí- max; einmitt nú meðan frum- spilverkið við Tems er þagnað um stundarsakir vegna viðgerðar. Eftir fúgatóskotið Praeludium Buxtehudes í g-moll BuxWV 148 og fótspilssóló systurverksins í C-dúr BuxWV 137 kom hnausþykkt Hommage Petrs Eben til Danans mikla í Lübeck er byggði á hvoru tveggja. Vel til fundin samröðun – jafnvel þótt æviárin „1870-1937“ skv. tónleikaskrá [ritleki frá Vierne?] stæðust varla, enda ku tékkneska tónskáldið enn á lífi. Seinni hálfleikur bauð fyrst upp á vellandi flauturaddaforleik og fótfráa 6/8 fúgufimi í Prélude et fugue Marc- els Dupré (d. 1971) í g-moll. Eftir tíst- sætan Andante-miðþátt úr spil- klukkusónötu Mozarts í F K616 (m.a.s. Haydn og Beethoven unnu annað eins fyrir salt í grautinn!) kom að safaríkri meginstoð tónleikanna, Sonata Eroïca Belgans Josephs Jongen (d. 1953), þar sem undrafimi Herricks lék á alsoddi. Loks voru flík- uð aukalögin Amazing Grace og tív- olíkát norskættuð Festmusikk. Hvergi var spurning um aðild og rétt brezka virtúóssins, er lék hvar- vetna sem sá er valdið hefur. Helzt var óljóst í Hallgrímsheyrðinni hvort Herrick hefði átt stilla mesta hraðann í hóf og lofta aðeins betur um skjót- ustu nótnarunur fyrir 5. stjörnuna. Að endingu spurning til viðhalds- aðilja: jafnt hand- sem fótspilslyklar orgelsins áttu til að skrölta á veikari stöðum. Gæti flókinn verið farinn að harðna? Flugeldameistari á fullu TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Eben, Dupré, Mozart og Jongen. Christopher Herrick orgel. Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 20. Kirkjulistahátíð  Ríkarður Ö. Pálsson Christopher Herrick MÉR var nýlega bent á að „Draumalandssöngvarar“ séu býsna margir í íslensku tónlistarlífi. „Draumalandssöngvarar“ eru þeir sem syngja aðallega Draumalandið, Hamraborgina, Þótt þú langförull legðir, Ég lít í anda liðna tíð og þar fram eftir götunum. Auðvitað er ekkert að þessum lögum í sjálfu sér, en það er bara svo margt annað til! Sem betur fer eru til undantekn- ingar. Á kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri um helgina hóf listrænn stjórn- andi hátíð- arinnar, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir mezzósópr- an, upp raust sína og söng Poema en form de can- ciones eftir Turina, Damunt de tu només les flors eftir Mompou og fimm „negrasöngva“ eftir Montsalvatge. Þetta er tónlist sem vanalega er ekki í boði fyrir ís- lenska tónleikagesti og það eitt að hún hafi verið á dagskránni er í sjálfu sér fagnaðarefni. Rödd söng- konunnar var að vísu dálítið hvöss í upphafi, en það lagaðist fljótlega og var sérstök ánægja að heyra síðast- nefndu lögin við meðleik Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, sem voru einstaklega safarík og til- finningaþrungin, en jafnframt afar vel flutt tæknilega séð. Víkingur var ekki eini hljóðfæra- leikarinn sem kom fram á tónleik- unum, því einnig spilaði Elena Jáu- regui fiðluleikari Rúmenska þjóðdansa eftir Bartók og Playera eftir Sarasate við meðleik Francisco Javier Jáuregui gítarleikara. Því miður bar hún ekki gæfu til að spila af tilhlýðilegri nákvæmni og skýr- leika til að flutningurinn gæti talist viðunandi. Mun athyglisverðara var samspil gítarleikaranna Roberts Brig- htmore og Francisco Javier sem fyrr var nefndur; þeir léku m.a. saman þætti úr ballettinum El Amor Brujo eftir Manuel de Falla og gerðu það af mikilli kostgæfni, enda var út- koman skemmtilega grípandi, alveg eins og ástríðufullur ballett á að vera. Ekki Draumalandssöngvari TÓNLIST Félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri Verk eftir Turina, Mompou, Montsal- vatge og fleiri. Flytjendur: Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, Víkingur Heiðar Ólafs- son, Robert Brightmore, Elena Jáuregui og Francisco Javier Jáuregui. Laug- ardagur 11. ágúst. Kammertónleikar  Jónas Sen Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir LARS Jansson er einn af helstu pí- anistum evrópsks djass. Hann kom fyrst til Íslands með kvartetti Arild Andersens 1977 og svo í fyrra til að stjórna Stórsveit Reykjavíkur. Hann lék um tíma með Jan Grab- arek; en nú fyrst og fremst með tríói sínu þar sem Lars Dani- elsen er á bassa og Anders Kjell- berg á trommur. Hann kom hing- að með konu sinni Kristinu Svanberg, sem er klassískur pí- anisti, og syni þeirra Paul Svanberg sem er efnilegur trommari. Þau léku á Hornafirði, Eskifirði og við Mývatn ásamt Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kristjönu Stef- ánsdóttur söngkonu og svo í Frí- kirkjunni. Kristina rammaði tón- leikana inn; lék Chopin og Liszt í upphafi og Johann Sebastian firna- vel í lokin. Tríóið lék splunkunýja ballöðu eftir Jan og svo Latour, sem finna má á nýjustu skífu hans. Gunnar og Paul eru hvorki Dani- elsen né Kjellberg, en stóðu sig vel. Kristjana söng gullfallegar ballöður eftir Lars og lög eftir Sigurð Flosa- son, Börk Bjarnason og Tómas R. Einarsson. Hún var eins og Lolla í æðra veldi í lagi Tómasar: Ef það sé djass og skattaði með miklum húmor. Húmorinn geislaði líka af Jansson í lokalagi tríósins: To All Four Winds og meðan atónal tón- listin hljómaði framkvæmdi hann mikinn gjörning, sló kirkjuofninn, sveiflaði pálmanum, hristi nótna- blöð lék á píanóið með fótum og höfði og synti bringu- sem baksund. Svo ríktu djasshljómar og sálar- sveifla í meistaralegum píanóspuna. Skemmtilegir tónleikar fjölhæfra listamanna. Húmorísk- ur Jansson Vernharður Linnet TÓNLIST Fríkirkjan í Reykjavík Laugardagskvöldið 11. ágúst 2007. Lars Jansson og félagar.  Lars Jansson KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2 0 0 7 11.−19. ágúst FESTIVAL OF SACRED ARTS „É g v il l o fs y n g ja D ro tt n i“w w w. k i r k j u l i s t a h a t i d . i s LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 15.00–21.30 – Hallgrímskirkja SÁLMAFOSS FJÓRIR NÝIR ÍSLENSKIR SÁLMAR FRUMFLUTTIR! Yfir 400 flytjendur koma fram: Voces Thules, Ian Wilson, Eyþór Ingi Jónsson, Björn Steinar Sólbergsson, kór Akureyrarkirkju, Dómkórinn, Björn Thoroddsen, Sigurður Flosason, Guðmundur Vignir Karlsson, Ellen Kristjánsdóttir,Wilfried Kaets, Matthías Hemstock, Hljómskálakvintettinn og margir fleiri. SÍMI 510 1000 – MIÐASALA 9-17 OG Á MIDI.IS FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 19.00 – Skálholtsdómkirkja ÍSRAEL Í EGYPTALANDI eftir G. F. HANDEL FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI Flytjendur: Robin Blaze, Kirstín Erna Blöndal, Elfa Margrét Ingvadóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Alex Ashworth, Hrólfur Sæmundsson, Benedikt Ingólfsson, Alþjóðlega barokksveitin í Haag og Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Miðaverð kr. 4.900/3.600 EINSTAKUR VIÐBURÐUR BAROKK Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 19.00 – Hallgrímskirkja ÍSRAEL Í EGYPTALANDI eftir G. F. HANDEL LOKATÓNLEIKAR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR Miðaverð kr. 4.900/3.600 Afturköllun að frumkvæði Mattel www.neytendastofa.is www.safety.mattel-online.com Mattel, Inc. afturkallar að eigin frumkvæði eina vöru úr „CARS“ vörulínunni með vöruheitinu „Sarge“ sem framleidd var á tímabili- nu frá mars 2007 til júlí 2007. Afturköllun leikfanganna er niður- staða aukinna rannsókna og stöðugra prófana á vegum Mattel. 4 bílar hafa verið fluttir til Íslands. Mattel afturkallar að eigin frumkvæði segulleikföng sem fram- leidd voru á tímabilinu frá 2002 til 31. janúar 2007, þeirra á meðal tilteknar dúkkur, fígúrur, leikfangasett og fylgihlutir með litlum öflugum seglum sem gætu losnað af. Afturköllunin er til viðbótar afturköllun Mattel að eigin frumkvæði í nóvember 2006 á átta leikföngum og byggir á viðamiklu innra eftirliti með vörumerk- jum frá Mattel. Allar vörur sem um ræðir voru framleiddar fyrir lok janúar 2007. Viðbótarafturköllunin er ekki vegna tilkynninga um meiðsli heldur vegna fjölgunar tilkynninga um lausa segla og vegna nýrra og strangari reglna Mattel um heldni segla. Á Íslandi nær afturköllunin til 4 vara í línunni Doggie Day Care, af þeim voru 488 stykki flutt inn, og 19 vörur í línunni Polly Pocket en 1.006 stykki af þeim voru flutt inn. Vörurnar voru seldar í leikfangaverslunum Hagkaupa og í Leikbæ. Við ráðleggjum neytendum að taka þessar vörur af börnum tafar- laust og skila þeim í leikfangaverslanirnar. Leikfangaverslanirnar geta aðeins tekið við vörum sem seldar voru hjá þeim. Aðrar vörur þarf að senda til Mattel í Danmörku. Mattel mun senda neytendum nýja vöru að jafnvirði eða meira. Upplýsingar um vörurnar má nálgast á vef Mattel www.safety.mattel-online.com eða á www.neytendastofa.is Hægt er að hafa samband við Mattel í Danmörku í síma +45 43 20 75 75 (á dönsku/ensku) MIKILVÆG AUGLÝSING UM AFTURKÖLLUN VEGNA ÖRYGGIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.