Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 48
Allt það furðulegasta,
fyndnasta og rugl-
aðasta sem ég varð vitni að
var nefnilega í Japan … 52
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
VILHELM Anton Jónsson kalla sumir Villa
naglbít. Ekki er það vegna þess að maðurinn sé
slarkari og slagsmálahundur, heldur vegna þess
að hann var eitt sinn fremstur meðal jafningja í
þeirri ágætu hljómsveit 200.000 naglbítar.
Vilhelms er getið hér vegna þess að í vikunni
kom út fyrsta sólóskífa hans og ekki bara fyrsta
sólóskífan, heldur platan sem er talsvert frá-
brugðin öðru því sem hann hefur sent frá sér
hingað til, kassagítarskífa með enskum textum
sem heitir The Midnight Sirkus.
Ævinlega einn á ferð
Svo bar við fyrir nokkrum árum að kærasta Vil-
helms hélt til Lundúna í nám og hann fór með –
ætlaði sér að mála enda var hann þá í miklu mál-
arastuði. Hann kom sér því upp vinnuaðstöðu, en
allt fór á annan veg.
„Ég var mikið einn á ferð, gekk um borgina og
drakk kaffi. Einn daginn fór ég svo að fikta í M-
Boxi mínu, tók upp bank, breytti í trommutakt og
samdi svo lag í beinu framhaldi. Svo samdi ég
annað lag strax á eftir og áttaði mig þá á því að
auðvitað ætti ég að gera plötu – ég hafði allan tím-
ann í heiminum til að semja lög og taka þau upp
og líka allt sem þurfti,“ segir Vilhelm.
Hann datt líka heldur en ekki í stuð, samdi 30-
40 lög sem hann valdi síðan úr 25 lög, samdi við
þau almennilega texta og tók upp prufur. End-
anleg niðurstaða var þau 15 lög sem finna má á
diskinum, en einnig á hann þrjú upptekin og full-
kláruð lög til viðbótar.
Tregi og vonlaus þrá
Það vekur eflaust athygli flestra sem heyra að
platan er í öðrum gír en fyrri verk Vilhelms, lág-
stemmdari og rólyndislegri, þó textarnir séu upp
fullir með trega og vonlausri þrá eins og alltaf –
rómantískar rökkursögur eins og hann lýsir þeim.
Vilhelm segir að frá því hann hófst handa í
plötusmíðinni hafi hann verið staðráðinn í að gera
slíka plötu, en ekki megi heldur gleyma því að hún
hafi verið unnin í heimahúsi að mestu. „Þegar
maður er að taka upp inni í svefnherbergi er ekki
hægt að vera með hávaða.“
Því til viðbótar rifjar hann upp að hann hafi allt-
af verið áhugamaður um þjóðlaga- og vísnalög og
reyndar má sjá það á textum hans fyrir 200.000
naglbíta, sem eru líkari þjóðlagatextum, litlar
dramatískar smásögur, en rokktextum.
Ást og dauði, ást og dauði
Hvað ensku textana varðar bendir Vilhelm á að
hann hafi jafnan samið á ensku, líka þegar smíðað
var fyrir Naglbítana, og ekki gert íslenska texta
fyrr en rétt áður en lögin voru tekin upp og jafn-
vel ekki fyrr en komið var í hljóðverið. Svo fannst
mér passa að hafa textana á ensku þar sem ég var
að taka upp í Bretlandi og gaman að sjá hvort ég
gæti gert eitthvað við þetta úti.“
Eins og getið er eru textar plöturnar allajafna
dapurlegir, en ekki segist Vilhelm hafa skýringu á
því hvers vegna hann sæki svo í skuggann, en svo
hafi það eiginlega verið alla tíð. „Ást og dauði, ást
og dauði, þetta snýst allt um ást og dauða, annað
æskilegt en hitt óumflýjanlegt.“
Æskilegt og óumflýjanlegt
Morgunblaðið/Ómar
Sólóskífa Vilhem Anton „naglbítur“ Jónsson brosir að depurðinni.
fjórtán tónleikum í Bretlandi á
tímabilinu frá 15. september til 19.
október.
Fyrstu tónleikar Jakobínurínu
með Kaiser Chiefs verða síðan 29.
október í München, en sveitin hitar
einnig upp á tónleikum í Winter-
thur 30. október og Vín 31., Offen-
bach 2. nóvember, Berlín 4., Köln
5., Bremen 12., Amsterdam 14. og
Antwerpen 16. nóvember.
Íslendingum gefst kostur á að sjá
piltana spila tvívegis á þessum
tíma, fyrst sem upphitun fyrir
Franz Ferdinand í Nasa 14. sept. og
svo kemur Jakobínarína einnig
fram á Airwaves 19. október.
SKAMMT er í að fyrsta breiðskífa
Jakobínurínu komi út, en skífan var
tekin upp í Wales fyrr á þessu ári.
Sveitin er líka að undirbúa kynn-
ingu á plötunni og kemur sér ef-
laust vel í því tilliti að henni var
boðið að hita upp fyrir bresku rokk-
sveitina Kaiser Chiefs á nokkrum
tónleikum í Evróputónleikaferð.
Platan mun heita The First Cru-
sade og kemur út á vegum Regal/
Parlophone 24. september næst-
komandi. Hægt er að hlusta á lög af
plötunni á MySpace-síðu sveit-
arinnar.
Tónleikahald Jakobínurínu ytra
hefst með því að sveitin leikur á
Hitar upp fyrir
Kaiser Chiefs
Margverðlaunaðir Hljómsveitin Kaiser Chiefs hefur verið hlutskörp á und-
anförnum verðlaunahátíðum í Evrópu og fer mikinn um þessar mundir.
Dýravinir Nú virðist allt ætla á fullt
hjá drengjunum í Jakobínurínu.
Uppselt er á tónleika GusGus á
NASA í kvöld en ásókn í miðana var
gríðarleg þegar þeir fóru í sölu og
ljóst að færri komast að en vilja.
Hljómsveitin heldur reyndar aðra
tónleika fyrr um daginn þar sem
aðgangur mun vera bannaður fólki
eldra en tvítugt nema í fylgd með
barni eða unglingi. Loksins, hljóm-
sveit með beittan pólitískan húmor!
Nú væri gott að eiga lít-
inn frænda eða frænku!
Fjórða breiðskífa hljómsveit-
arinnar múm, go go smear the poi-
son ivy, er nú væntanleg í lok mán-
aðarins. Heil þrjú ár eru frá því að
síðasta plata sveitarinnar, summer
make good, kom út og í tilefni af
tímamótunum mun sveitin halda
sérstaka útgáfutónleika í Museum
of Garden History í London þann
29. ágúst nk. Miðar á tónleikana
verða hins vegar ekki seldir á al-
mennum markaði heldur mun fara
fram happdrætti á heimasíðu sveit-
arinnar, www.randomsummer-
.com, þar sem aðdáendur geta
skráð sig í pott og einfaldlega von-
að það besta.
Sérstakir múm-tón-
leikar í London
Þegar litið er yfir dagskrá Bíó-
daga Græna ljóssins vekur athygli
hversu margar myndir koma inn á
viðkvæm og jafnvel ógeðfelld mál-
efni. Þar má finna myndir um
barnaníðing, sjálfsmorð, af-
brigðilegar kynhvatir, erótíska til-
raunastarfsemi og líkamsbreyt-
ingar og loks mann sem lést eftir
náin kynni við hest. Það verður sem
sagt ekkert 3-bíó á Bíódögum…
Erótík og afbrigðileg-
heit á Bíódögum