Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÁIN var í 3.028 löxum í hádeginu,“ sagði Einar Lúðvíksson umsjón- armaður Eystri-Rangár í gær. „Veiðin fór niður í 100 laxa á dag um helgina en aftur upp í 130 á þriðju- dag og miðvikudag. Næst besti veiðidagur sumarsins var síðan í gær, en þá veiddust 157 laxar. Þetta er alveg óstöðvandi.“ Einar sagði erfitt að meta hvort enn væru jafn stórar göngur að koma í ána, megnið af fiskinum sem veiddist núna væri ekki lúsugt en hinsvegar væri óhemju magn af laxi í ánni. Hann nefndi sem dæmi að í gær hefðu veiðst um 70 laxar á sjötta svæði einu og sagði að sér kæmi ekki á óvart að þar væru yfir 1.000 laxar. „Ég er viss um að það er að minnsta kosti jafn mikið af laxi í ánni og þegar er búið að veiða. Með- alveiði síðustu sumra þessa viku í ágúst er um 220 laxar. Við erum þegar komnir í 250 á tveimur dögum – það er þreföld meðalveiði. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í ánni til að ekki verði sett nýtt met.“ Sum- arið 2005 veiddust 4.222 laxar í Eystri-Rangá. „Ég held að áin stefni í 5.000 laxa. Það er ekki óraunhæft. Það er meira af laxi í ánni nú en nokkru sinni áður.“ Mikið af laxi í Þverá-Kjarrá Á nýjust tölum á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, ang- ling.is, um veiðina 15. ágúst, sést að Eystri-Rangá er á toppnum. Í kjöl- farið kemur systuráin, Ytri-Rangá, með 1.785 laxa og 550 fiska viku- veiði. Þriðja áin á listanum er Þverá- Kjarrá, með 1.385 laxa. Ætla mætti að afar lág vatnsstaða hamlaði veið- inni á svæðinu, en að sögn Jóns Ólafssonar leigutaka árinnar, sem var að ljúka veiðum í efri hlutanum, Kjarrá, er mikið af fiski í ánni og veiðist hreint ágætlega. „Það er fallegur fiskur að taka víða; það veiddist líka lúsugur göngufiskur um helgina,“ sagði Jón. „Það er fiskur um allt. Töluvert mik- ið af laxi sést víða um ána.“ Hann sagði mikið af fiski liggja í stærri hyljum og helstu pyttum. Þá væri líka að veiðast lax á Gils- bakkaeyrum. „Þetta er allt eftir áætlun,“ sagði Jón og var ánægður með veiðina í vatnsleysinu. Selá í Vopnafirði var komin yfir 1.300 laxa á miðvikudag, gaf yfir 400 laxa í vikunni. Fimmta á listanum er Blanda en þar hefur eitthvað hægst á veiðinni; vikan gaf um 90 laxa. Í Norðurá hafa veiðst rúmlega 800 og 767 í Elliðaánum. Vikan í Hofsá í Vopnafirði gaf 125 og er hún í 750 löxum. 10 laxar á dag í Tungufljóti Stefán Sigurðsson hjá Lax-á segir eitt heitasta svæðið í dag vera hið nýja laxalandnám í Tungufljóti í Biskupstungum, en síðan veiðin hófst 20. júlí hafa að meðaltali veiðst 10 laxar á dag á stangirnar fjórar. Þá segir hann Ytri-Rangá eiga mikið inni, hann þekkir ána vel eftir að hafa verið við leiðsögn þar árum saman og segist aldrei hafa séð jafn mikið af laxi í henni. 26. þessa mán- aðar verður áin opnuð fyrir maðka- og spúnaveiði og þá spáir hann góðri veiði. Gríðargóð silungsveiði hefur verið í Víðidalsá upp á síðkastið. Bæði á laxasvæðinu og neðst í ánni, á sil- ungasvæðinu, en auk þess að veiða upp í 60 bleikjur á vakt á tvær stang- ir, hafa menn verið að veiða laxa. Fín veiði er áfram í Soginu og höfðu á miðvikudag veiðst 362. Skiptust þeir þannig á svæði: Ágarð- ur 89, Bíldsfell 102, Alviðra 111, Syðri-Brú 39 og Þrastarlundur 21. Áfram berast fréttir af fínum afla í Veiðivötnum. Á vefnum veidivotn.is kemur fram að sjöunda veiðivika sumarsins hafi jafnframt verið sjötta vikan sem gefur metveiði miðað við fyrri ár. Vikan gaf 2.298 fiska og voru þá komnir 18.651 silungar á land. Telur Eystri-Rangá stefna í 5.000 laxa Morgunblaðið/Golli Við Æðarfossa Kastað á Breiðuna í Laxá í Aðaldal. Vikan gaf 150 laxa. efi@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, afhenti við hátíðlega athöfn í Höfða í gær fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar vegna feg- urstu lóða fjölbýlishúsa og fyr- irtækja sem og endurbóta á eldri húsum í Reykjavík árið 2006. Viðurkenningu fyrir lóðir fjöl- býlishúsa hlaut Vallengi 1-15. Viðurkenningu fyrir atvinnu- og stofnanalóðir hlutu Ármúli 3, Lyngháls 13 og Grensásvegur 24. Viðurkenningu fyrir end- urbætur á eldri húsum hlutu Bergstaðastræti 19, Snorrabraut 77 og Verkamannabústaðirnir við Hringbraut. Í greinargerð valnefndar um viðurkenningarnar kemur fram að nefndin vonist til þess að við- urkenningarnar verði „hvatning til eigenda þeirra húsa í Reykja- vík sem teljast hafa varð- veislugildi en hefur ekki verið haldið við sem skyldi“. Bent er á að húsin sem í gær hlutu við- urkenningar sýni ótvírætt fram á það að þegar húsum sé vel við haldið og þau gerð upp á fagleg- an hátt þá verði þau lyftistöng fyrir umhverfi sitt. „Með því öðl- ast þau þann sess sem þeim ber í borgarmyndinni og eru um leið hvatning til annarra að leggja sitt af mörkunum til varðveislu bygg- ingararfs borgarinnar.“ Fegurstu lóðir verðlaunaðar Morgunblaðið/Sverrir Stolt Verðlaunahafar og borgarfulltrúar fyrir utan Höfða. BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá fimm yfirmönnum á barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss: „Þverfaglegt teymi yfirmanna barna- og unglinga- geðdeildar, sem unnu að tillögum um úrbætur á göngudeild BUGL, vilja að gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri. Fullt samráð var haft um gerð tillagnanna og ríkir almenn ánægja meðal starfsmanna með auð- sýndan vilja hjá heilbrigðisráðherra til að styrkja göngudeild BUGL með það að markmiði að bæta þjónustu deildarinnar. Guðrún B. Guðmunds- dóttir yfirlæknir, Hrefna Ólafsdóttir yfirfélagsráðgjafi, Linda Krist- mundsdóttir deildarstjóri, Ósk Sig- urðardóttir yfiriðjuþjálfi, Páll Magn- ússon yfirsálfræðingur.“ Almenn ánægja meðal starfsmanna BUGL VÖRUBÍLL fulllestaður af möl valt við Hraunaveitu við Laugafell á Fljótsdalsheiði um kl. 9.30 í gær- morgun. Fór vörubíllinn heila veltu og endaði á hliðinni utan vegar. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum í gærmorgun voru tildrög slyssins ekki fullrannsökuð, en grunur lék á að vegkantur hafi gefið sig undan þunga bílsins með þessum afleið- ingum. Ökumaður bílsins var sendur til skoðunar á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum, en hann var ekki tal- inn mikið slasaður. Malarflutn- ingabíll valt STJÓRN Félags leikskólakennara lýsir áhyggjum yfir því ástandi sem enn og aftur blasir við í mörgum leikskólum, aðallega á höfuðborg- arsvæðinu, segir í ályktun frá fé- laginu. Stjórnin hvetur sveitarfélög til að grípa til allra mögulegra ráða til að laða til sín starfsfólk og umb- una þeim sem taka á sig aukið álag. Ein leið sé að nýta ákvæði bókunar með kjarasamningi um svokallaðar TV-einingar (tímabundin viðbót- arlaun). Þær eru hugsaðar til að mæta tímabundnu álagi. Stjórnin fagnar öllum ákvörðunum sveitar- félaga en bendir á nauðsyn þess að viðbótarfjármagn verði að koma til, til að hægt sé að standa straum af þeim kostnaði sem af því hlýst. Umbunað verði fyrir álag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.