Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 8
8 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÁIN var í 3.028 löxum í hádeginu,“
sagði Einar Lúðvíksson umsjón-
armaður Eystri-Rangár í gær.
„Veiðin fór niður í 100 laxa á dag um
helgina en aftur upp í 130 á þriðju-
dag og miðvikudag. Næst besti
veiðidagur sumarsins var síðan í
gær, en þá veiddust 157 laxar. Þetta
er alveg óstöðvandi.“
Einar sagði erfitt að meta hvort
enn væru jafn stórar göngur að
koma í ána, megnið af fiskinum sem
veiddist núna væri ekki lúsugt en
hinsvegar væri óhemju magn af laxi
í ánni. Hann nefndi sem dæmi að í
gær hefðu veiðst um 70 laxar á
sjötta svæði einu og sagði að sér
kæmi ekki á óvart að þar væru yfir
1.000 laxar.
„Ég er viss um að það er að
minnsta kosti jafn mikið af laxi í ánni
og þegar er búið að veiða. Með-
alveiði síðustu sumra þessa viku í
ágúst er um 220 laxar. Við erum
þegar komnir í 250 á tveimur dögum
– það er þreföld meðalveiði. Það þarf
eitthvað stórkostlegt að gerast í ánni
til að ekki verði sett nýtt met.“ Sum-
arið 2005 veiddust 4.222 laxar í
Eystri-Rangá. „Ég held að áin stefni
í 5.000 laxa. Það er ekki óraunhæft.
Það er meira af laxi í ánni nú en
nokkru sinni áður.“
Mikið af laxi í Þverá-Kjarrá
Á nýjust tölum á heimasíðu
Landssambands veiðifélaga, ang-
ling.is, um veiðina 15. ágúst, sést að
Eystri-Rangá er á toppnum. Í kjöl-
farið kemur systuráin, Ytri-Rangá,
með 1.785 laxa og 550 fiska viku-
veiði. Þriðja áin á listanum er Þverá-
Kjarrá, með 1.385 laxa. Ætla mætti
að afar lág vatnsstaða hamlaði veið-
inni á svæðinu, en að sögn Jóns
Ólafssonar leigutaka árinnar, sem
var að ljúka veiðum í efri hlutanum,
Kjarrá, er mikið af fiski í ánni og
veiðist hreint ágætlega.
„Það er fallegur fiskur að taka
víða; það veiddist líka lúsugur
göngufiskur um helgina,“ sagði Jón.
„Það er fiskur um allt. Töluvert mik-
ið af laxi sést víða um ána.“
Hann sagði mikið af fiski liggja í
stærri hyljum og helstu pyttum. Þá
væri líka að veiðast lax á Gils-
bakkaeyrum. „Þetta er allt eftir
áætlun,“ sagði Jón og var ánægður
með veiðina í vatnsleysinu.
Selá í Vopnafirði var komin yfir
1.300 laxa á miðvikudag, gaf yfir 400
laxa í vikunni. Fimmta á listanum er
Blanda en þar hefur eitthvað hægst
á veiðinni; vikan gaf um 90 laxa. Í
Norðurá hafa veiðst rúmlega 800 og
767 í Elliðaánum. Vikan í Hofsá í
Vopnafirði gaf 125 og er hún í 750
löxum.
10 laxar á dag í Tungufljóti
Stefán Sigurðsson hjá Lax-á segir
eitt heitasta svæðið í dag vera hið
nýja laxalandnám í Tungufljóti í
Biskupstungum, en síðan veiðin
hófst 20. júlí hafa að meðaltali veiðst
10 laxar á dag á stangirnar fjórar.
Þá segir hann Ytri-Rangá eiga mikið
inni, hann þekkir ána vel eftir að
hafa verið við leiðsögn þar árum
saman og segist aldrei hafa séð jafn
mikið af laxi í henni. 26. þessa mán-
aðar verður áin opnuð fyrir maðka-
og spúnaveiði og þá spáir hann góðri
veiði.
Gríðargóð silungsveiði hefur verið
í Víðidalsá upp á síðkastið. Bæði á
laxasvæðinu og neðst í ánni, á sil-
ungasvæðinu, en auk þess að veiða
upp í 60 bleikjur á vakt á tvær stang-
ir, hafa menn verið að veiða laxa.
Fín veiði er áfram í Soginu og
höfðu á miðvikudag veiðst 362.
Skiptust þeir þannig á svæði: Ágarð-
ur 89, Bíldsfell 102, Alviðra 111,
Syðri-Brú 39 og Þrastarlundur 21.
Áfram berast fréttir af fínum afla
í Veiðivötnum. Á vefnum veidivotn.is
kemur fram að sjöunda veiðivika
sumarsins hafi jafnframt verið sjötta
vikan sem gefur metveiði miðað við
fyrri ár. Vikan gaf 2.298 fiska og
voru þá komnir 18.651 silungar á
land.
Telur Eystri-Rangá
stefna í 5.000 laxa
Morgunblaðið/Golli
Við Æðarfossa Kastað á Breiðuna í Laxá í Aðaldal. Vikan gaf 150 laxa.
efi@mbl.is
HANNA Birna Kristjánsdóttir,
formaður skipulagsráðs, afhenti
við hátíðlega athöfn í Höfða í
gær fegrunarviðurkenningar
Reykjavíkurborgar vegna feg-
urstu lóða fjölbýlishúsa og fyr-
irtækja sem og endurbóta á eldri
húsum í Reykjavík árið 2006.
Viðurkenningu fyrir lóðir fjöl-
býlishúsa hlaut Vallengi 1-15.
Viðurkenningu fyrir atvinnu-
og stofnanalóðir hlutu Ármúli 3,
Lyngháls 13 og Grensásvegur
24.
Viðurkenningu fyrir end-
urbætur á eldri húsum hlutu
Bergstaðastræti 19, Snorrabraut
77 og Verkamannabústaðirnir
við Hringbraut.
Í greinargerð valnefndar um
viðurkenningarnar kemur fram
að nefndin vonist til þess að við-
urkenningarnar verði „hvatning
til eigenda þeirra húsa í Reykja-
vík sem teljast hafa varð-
veislugildi en hefur ekki verið
haldið við sem skyldi“. Bent er á
að húsin sem í gær hlutu við-
urkenningar sýni ótvírætt fram á
það að þegar húsum sé vel við
haldið og þau gerð upp á fagleg-
an hátt þá verði þau lyftistöng
fyrir umhverfi sitt. „Með því öðl-
ast þau þann sess sem þeim ber í
borgarmyndinni og eru um leið
hvatning til annarra að leggja sitt
af mörkunum til varðveislu bygg-
ingararfs borgarinnar.“
Fegurstu lóðir
verðlaunaðar
Morgunblaðið/Sverrir
Stolt Verðlaunahafar og borgarfulltrúar fyrir utan Höfða.
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs-
ing frá fimm yfirmönnum á barna-
og unglingageðdeild Landspítala -
háskólasjúkrahúss: „Þverfaglegt
teymi yfirmanna barna- og unglinga-
geðdeildar, sem unnu að tillögum um
úrbætur á göngudeild BUGL, vilja
að gefnu tilefni koma eftirfarandi á
framfæri. Fullt samráð var haft um
gerð tillagnanna og ríkir almenn
ánægja meðal starfsmanna með auð-
sýndan vilja hjá heilbrigðisráðherra
til að styrkja göngudeild BUGL með
það að markmiði að bæta þjónustu
deildarinnar. Guðrún B. Guðmunds-
dóttir yfirlæknir, Hrefna Ólafsdóttir
yfirfélagsráðgjafi, Linda Krist-
mundsdóttir deildarstjóri, Ósk Sig-
urðardóttir yfiriðjuþjálfi, Páll Magn-
ússon yfirsálfræðingur.“
Almenn ánægja meðal
starfsmanna BUGL
VÖRUBÍLL fulllestaður af möl valt
við Hraunaveitu við Laugafell á
Fljótsdalsheiði um kl. 9.30 í gær-
morgun.
Fór vörubíllinn heila veltu og
endaði á hliðinni utan vegar. Að
sögn lögreglunnar á Egilsstöðum í
gærmorgun voru tildrög slyssins
ekki fullrannsökuð, en grunur lék á
að vegkantur hafi gefið sig undan
þunga bílsins með þessum afleið-
ingum.
Ökumaður bílsins var sendur til
skoðunar á heilsugæslustöðinni á
Egilsstöðum, en hann var ekki tal-
inn mikið slasaður.
Malarflutn-
ingabíll valt
STJÓRN Félags leikskólakennara
lýsir áhyggjum yfir því ástandi sem
enn og aftur blasir við í mörgum
leikskólum, aðallega á höfuðborg-
arsvæðinu, segir í ályktun frá fé-
laginu. Stjórnin hvetur sveitarfélög
til að grípa til allra mögulegra ráða
til að laða til sín starfsfólk og umb-
una þeim sem taka á sig aukið álag.
Ein leið sé að nýta ákvæði bókunar
með kjarasamningi um svokallaðar
TV-einingar (tímabundin viðbót-
arlaun). Þær eru hugsaðar til að
mæta tímabundnu álagi. Stjórnin
fagnar öllum ákvörðunum sveitar-
félaga en bendir á nauðsyn þess að
viðbótarfjármagn verði að koma til,
til að hægt sé að standa straum af
þeim kostnaði sem af því hlýst.
Umbunað verði
fyrir álag