Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku pabbi, okk- ur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ferðalögin austur á Vopna- fjörð á hverju sumri. Það var mikil at- höfn þegar bíllinn var hlaðinn, topp- grindin stútfull, skottið líka. Þrjú börn í aftursætinu og farið af stað. Við gistum yfirleitt eina nótt á leiðinni, ýmist á Akureyri eða annars staðar. Alltaf var tjaldað neðan við Ásbrands- staði til að vera í návígi við Hofsá. Stoppað var á Ásbrandsstöðum til að fá leyfi til að tjalda og var þá gjarn- an keypt fíkjukex hjá bóndanum sem rak verslun á bænum. Settar voru upp tjaldbúðir, eldhús- tjaldið hvíta og appelsínugula fimm manna tjaldið með bláa himninum. Á hverjum morgni var arkað niður að Hofsá og veitt allan daginn. Stundum var farið á trilluna hjá Hreinsa frænda sem bjó inni í þorpi. Sundferðirnar í útisundlaugina við Selá sem var opin allan sólarhringinn. Það var eins og heimahagarnir gæfu þér aukinn kraft, þú ljómaðir Einar Jónsson ✝ Einar Jóns-son fæddist á Einarsstöðum í Vopnafirði hinn 16. september 1924. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Landa- koti sunnudaginn 5. ágúst síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 10. ágúst. allur og varst svo opinn og svo létt yfir þér á þessum ferðalögum. Enda hlökk- uðu allir til að fara þessa árlegu fjölskylduferð. Snyrtimennskan var þér í blóð borin, alltaf varstu vel til fara, nýrak- aður og í pressuðum föt- um og í vel pússuðum skóm. Bíllinn þrifinn og bónaður á laugardögum. Garðurinn alltaf nýsleg- inn. Þú barst gott skyn- bragð á vandaða hluti og vildir aðeins það besta. Í desember síðastliðnum hélst þú innflutningspartí í nýju íbúðinni og þar var elduð í sameiningu sjávarrétt- asúpa fjölskyldunnar. Það var etið, drukkið og að endingu dansað fram á rauða nótt ásamt Salóme og prest- lingshjónunum. Þó þú værir orðinn áttræður þá gafst þú okkur ekkert eftir í dansinum. Lestur var eitt af þínum áhugamál- um og þó að skólaganga þín hafi verið stutt, þá varstu vel lesinn og hafsjór af fróðleik um allt og alla. Fyrir utan bóklestur varst þú mikill áhugamaður um sportveiði s.s. laxveiði, rjúpna- veiði og sjóstangaveiði. Einnig unnir þú náttúru Íslands og þekktir hverja þúfu með nafni. Göngutúrar voru margir á þinni ævi og notaðir þú hvern góðviðrisdag sem gafst til að fara í göngutúra. Við eigum öll eftir að sakna þín, elsku pabbi og þú munt lifa áfram í þessum góðu minningum. Ásta, Óskar, Ævar og Laufey. Ég ætla að fara nokkrum fátæklegum orðum um hana ömmu mína – hún er nú fallin frá eftir langa og viðburðaríka ævi. Það er annars merkilegt hvað svona lítil kona skilur eftir stórt skarð – en hún var alltaf til staðar og nennti alltaf að hlusta á okkur frændurna þegar við vorum í sveit hjá henni þó að það væri fullt hús af gestum. En auðvitað komst maður ekki upp með Gróa Helga Kristjánsdóttir ✝ Gróa HelgaKristjánsdóttir, fyrrverandi bóndi í Hólmi í Austur- Landeyjum, fæddist á Borgargarði í Stöðvarfirði 13. febrúar 1915. Hún lést að morgni þriðjudagsins 7. ágúst síðastliðins og var jarðsungin frá Krosskirkju 15. ágúst. neitt múður og vit- leysu en þau voru ótal mörg prakkarastrikin sem voru framin í Hólmi þegar við vor- um yngri og alltaf gat hún amma mín séð spaugilegu hliðina á málunum enda mikill húmoristi alla tíð og aldrei lognmolla í kring um hana. Frá því að ég man eftir mér hefur alltaf verið mikill gestagangur í Hólmi og þótti ekkert tiltökumál þó það væru kannski 10- 15 manns aukalega við heimilisfólkið þegar þorrablót eða einhverjir við- burðir í sveitinni áttu sér stað – öll- um var komið í svefnpláss. Vinnu- semi ömmu var alltaf mikil og hún þurfti alltaf að vera að og hjálpa til, alltaf með sokka til að stoppa í eða buxur til að bæta, og aldrei vantaði mat á borðið – þetta hefur reynst okkur hinum mikið veganesti og skóli. Amma hafði mjög gaman af því að veiða og fara í berjamó – og við fórum með henni í nokkra þannig túra og hún hafði yfir ótrúlegri þrautseigju að búa þegar setið var við árbakkann og beðið var eftir að biti á. Ég fór að velta því fyrir mér um daginn hversu heppin við erum að hafa átt hana að og að fá að hafa hana hjá okkur allan þennan tíma – það er svo dýrmætt að hafa fólk sem er jafn hresst og kátt og hún var í kringum sig, mikilvægt fyrir börnin okkar að hafa kynnst langömmu sinni, og læra af þekkingu hennar og visku. Það var alltaf hægt að spjalla við hana og spyrja hana álits á öllum mögulegum hlutum enda fylgdist hún vel með al- veg fram á seinasta dag. En lánstím- inn var á enda eins og hún var vön að segja og hún var sátt við að fara, sem er sennilega það sem styrkir okkur mest, að vita það. Ég veit að afi bíður hennar óþreyjufullur eftir 44 ár og það verða örugglega fagnaðarfundir hjá þeim og litla frænda mínum Gumma Garðari. Elsku amma, ég kveð þig með sár- um söknuði. Hvíl í friði – þinn ömm- ustrákur Guðmundur Ingi. Minning úr Aragötu Einn frostbjartan vetrardag að lokinni kennslustund í málvísindum liggja leiðir tveggja grúsk- ara úr þjóðardjúpinu saman, á snævi þakinni jörðu – og stað næmast eitt andartak, undir bragandi himni í blárri víðáttu tímans. (Já, gamlar sálir á sveimi, í hvítri ró mannheims.) Við ræðum ómælisvíddir tungumálsins röklið fyrir röklið, en erum litlu nær. Þú kunnir þá list að hlusta, greina – og skilja og áræddir að feta ótroðnar slóðir. Við ræðum kynjaveröld okkar og hlæjum að fáránleika hennar – og furðum. Gunnar Leó Leosson ✝ Gunnar LeóLeosson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1978. Hann lést 20. júní síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. Skynjum broslegar hliðar verundarinnar sem flestum yfirsést í amstri dagsins, dökk augun leiftrandi af kímni og dulúð. Og hina torræðu snilli R.W. Emersons í einmanalegri tign sinni. Hálftíma spjall sem virðist ein eilífð, á ódáinsvöllum hugans og tímans. Kveðjumst með virktum við fuglatíst í laufi rúnum trjágreinum er bera við himin. Tal okkar hljóðnar í guðdómlega snjóþögnina meðan við höldum hvor í sína áttina. Ég lít – að langferli loknu – um öxl sé þig ganga heim á leið, léttan í spori en hugsi – að vanda og hinst, fölna í volduga kyrrð sólarljóssins í vestri. Svo hvítt svo kyrrt. Þinn vinur, Guttormur Helgi Jóhannesson. Elsku mamma mín. Ég gleymi því aldrei þegar Jóhanna systir hringdi í mig þann 21. júní síðastliðinn og sagði mér að þú værir dáin. Ég sat við eld- húsborðið heima hjá mér og gat ekkert sagt, ég trúði þessu bara ekki. En ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, þú varst loksins búin að finna stað sem þér leið vel á og orðin hamingjusöm á ný, búin að finna mann sem elskaði þig og þér leið vel með. Svo ertu tek- in í burtu frá ástvinum þínum. Núna heldur maður í góðu minningarnar sem ég átti með þér í gegnum árin. Það er leiðinlegt að Birgir Snær og Margrét Lilja, nýjasta barnabarnið Margrét Svavarsdóttir ✝ Margrét Svav-arsdóttir fædd- ist 9. ágúst 1951. Hún andaðist 21. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. gátu ekki kynnst þér en þau munu þekkja þig á myndum og sög- um sem ég mun segja þeim. Ég man þegar ég og Birgir minn komum til þín fyrir rúmum tveimur árum þegar þú bjóst á Þing- eyri. Birgir var þá fjögurra mánaða og þú naust þess að hafa okkur hjá þér. Þér fannst gaman að hafa hann, þú baðaðir hann og gafst honum að borða og varst alltaf fljót að hlaupa til þegar hann vaknaði. Það var gam- an að sjá hvað þú naust þess að hafa hann. En núna ertu farin frá okkur og komin til ömmu og ég veit að þú munt vaka yfir okkur. Hér með kveðjum við þig, elsku mamma mín. Hvíl í friði. Þín dóttir, Þórhildur Björk, tengdason- urinn Svanur Freyr og barnabörnin Birgir Snær og Margrét Lilja. Mig langar til að kveðja vin minn og samstarfsfélaga Þor- berg Gíslason Roth sem að lést hinn 8. júlí síðastliðin. Bergur réð sig hjá mér yfir sum- arið sem matreiðslumaður eftir að hafa útskrifast með glans frá Hótel- og matvælaskólanum. Hans verk var að sjá um eldhúsið, skipulag Þorbergur Gíslason Roth ✝ ÞorbergurGíslason fæddist 3. september 1985. Hann fórst í bílslysi í Norðurárdal að- faranótt 8. júlí síð- astliðins og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 17. júlí. matarkeyrslu og að allt gengi vel fyrir sig. Þar sem að ég er matreiðslumaður sjálfur vil ég yfirleitt hafa puttana í annarra manna pottum, en frá fyrsta degi treysti ég honum, því það skein af honum öryggið, metnaðurinn og áhug- inn. Ekki skemmdi hverslags snilldar- bragð kokkur hann var. Bergur var allra manna hugljúfi, starfsfólkið á hót- elinu og fósturstrákarnir mínir hóp- uðust af honum. Hann hafði alltaf tíma fyrir alla. Eitt skiptið í miðri keyrslu var hann dansandi við strákana mína, ég hafði stundum áhyggjur af því að þeir væru að trufla hann í vinnunni sinni en hann tók ekki í mál að senda þá út úr eld- húsinu. Á einu af kvöldspjöllum okkar sem að voru ekki nógu mörg kom- umst við að þó að við þekktumst ekki þá er þetta lítið land og afar okkar sem báðir voru þekktir lista- menn höfðu verið bestu vinir. Okkar tenging, ef hefðum við haft meiri tíma, hefði getað orðið þannig líka. Kvöldið sem að hann dó kvaddi ég hann með þeirri trú að ég sæi hann aftur morguninn eftir eins glaðlynd- an og skemmtilegan eins og hann var alltaf. Bergur, það hefði verið gott og gaman að kynnast þér aðeins betur. Þinn tími var víst búinn á jörðinni, þó sárt sé að segja. Ég þakka samt fyrir að hafa fengið þó þennan mán- uð Gísli, Vera og fjölskylda, ég veit að hann er á góðum stað hjá afa sín- um þar sem þeir eru að plana ein- hverja stærðar listaverkasýningu. Jón Gunnar Erlingsson hótelstjóri, Hótel Edda, Stórutjörnum. ✝ Þorsteinn Ket-ilsson fæddist á Fossi í Hruna- mannahreppi 3. jan- úar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. ágúst síðastliðinn. Nafn eins barna- barna Þorsteins misritaðist í for- mála greina um hann á útfarardegi og því við birtum við hér aftur upp- lýsingar um konu hans og börn þeirra, tengdabörn og barnabörn. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Þorsteinn kvæntist 29. desem- ber 1945 Guðrúnu Sveinsdóttur frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöll- um, f. 1912. Börn þeirra eru: 1) Leifur, f. 1949, maki Sigríður S. Frið- geirsdóttir, f. 1952, börn þeirra eru Steinunn, f. 1979, sambýlismaður Hjörtur Torfi Hall- dórsson, f. 1985 og Eymundur, f. 1985. 2) Sturla, f. 1951, maki Ingibjörg Har- aldsdóttir, f. 1953, börn þeirra eru, Andri Þór, f. 1984, Guðrún Arna, f. 1987 og Baldvin, f. 1989. 3) Áshildur, f. 1952, maki Lúðvík Friðriksson, f. 1952, börn þeirra eru Kristín Guðrún, f. 1980, Anna Sigga, f. 1983 og Þor- steinn Lúðvík, f. 1987. Útför Þorsteins var gerð frá Bústaðakirkju 14. ágúst. Mig langar með nokkrum orðum að minnast gamals nágranna og vinar úr Sogamýrinni, Þorsteins Ketilssonar frá Fossi í Hruna- mannahreppi sem lést hinn 3. ágúst sl. Þorsteinn var pabbi æsku- vina minna Sturlu og Leifs og syst- ur þeirra Áshildar sem varð góð vinkona systur minnar hennar Kristínar Salóme. Það var oft líf í tuskunum í Sogamýrinni þegar við systkinin vorum að vaxa úr grasi. Í öllum húsum voru fjörugir krakkar að alast upp, tilbúnir að taka þátt í leikjum götunnar. Félagslífið blómstraði og tók á sig margvísleg- ar myndir í athöfnum okkar og uppátækjum. Á þessum árum mót- aðist vinahópur sem varð til í kringum bræðurna Leif og Sturlu og fjölskyldu þeirra. Sameiginlegt áhugamál okkar allra var að ferðast um landið okkar og það helst utan alfaraleiða. Torfæru- félagið „Brúnir þykkir velþæfðir“ varð til og sleit barnsskónum í ferðum á „Gamla rauð“ willisnum hans Þorsteins sem Leifur stýrði af miklu öryggi. Mér verður oft hugsað til þessa gamla jeppa þegar ég sé sérútbúnar torfærubifreiðir aka malbikaðar götur Reykjavíkur. Það var hreint með ólíkindum hvað við komumst á þessum gamla bíl, en við vorum líka iðnir við að lesa í landið og ólatir að moka, ýta og púkka ef þurfti. Ég nefndi áðan að Leifur hefði stýrt gamla rauð af öruggi í þessum ferðum og það gerði hann sannarlega. Hápunkt- urinn á ökumannsferli hans var þó í mínum huga þegar við á heimleið úr einum túrnum erum staddir í brekkunni sem var við Grafarholt. Það hafði snjóað eitthvað um dag- inn og við vorum að tala um að trú- lega væri vegurinn flugháll. Ég hef Leif grunaðan um að hafa stigið á bremsuna til að staðfesta þennan grun okkar en það skipti engum togum að willisinn snerist í 360 gráður á veginum í einni sviphend- ing en hélt síðan áfram för sinni á réttum vegarhelmingi eins og ekk- ert hefði í skorist. Þorsteinn eða Steini Ket eins og hann var alltaf kallaður af vinum sínum studdi syni sína og félaga þeirra með ráðum og dáð í þessu ferðaslarki þeirra og mörg hand- tökin átti hann við að gera bílana ferðafæra. Ég á í huga mér margar myndir af Steina en kannski finnst mér vænst um myndina þar sem hann stendur úti í á sem við þetta tækifæri var vatnsmikil og straum- þung. Á myndinni í huga mér stendur Steini úti í miðri ánni íklæddur vöðlum og styður sig við járnkarl. Svipurinn var rólegur en einbeittur, traustvekjandi. Hann var kletturinn sem braut á en haggaðist ekki. Mér þótti gott að styðja mig við karlinn yfir ána. Ég trúi því að Þorsteinn Ketilsson hafi reynst fjölskyldu sinni þessi klett- ur sem lífið braut á en haggaði ekki. Ég vil að lokum þakka þess- um góða manni viðkynninguna og ástvinum hans votta ég samúð mína. Steinþór Steingrímsson. Þorsteinn Ketilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.