Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ BIÐLISTAR Á BUGL Það er gott framtak hjá GuðlaugiÞór Þórðarsyni heilbrigðis-ráðherra að ráðast til atlögu við þau vandamál, sem við hefur verið að etja á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Á blaðamannafundi í fyrradag skýrði heilbrigðisráðherra frá því, að á næstu 18 mánuðum verði 150 milljónum króna varið til útrým- ingar á biðlistum og til uppbyggingar á starfsemi BUGL. Það á auðvitað eftir að koma í ljós, hversu langt þessir fjármunir ná til þess að ná settum markmiðum en þetta er alla vega góð byrjun. Málefni Barna- og unglingageð- deildarinnar hafa of lengi verið í ein- hvers konar skipulagslegri sjálfheldu innan Landspítalans. Uppi eru mis- munandi skoðanir á því, hvort deildin eigi að vera algerleg sjálfstæð eining eða hluti af geðsviði Landspítalans. Þeir sem mæla með því, að BUGL verði sjálfstæð starfseining benda á, að meðferð á geðröskun barna og unglinga sé gjörólík meðferð á geð- rænum vandamálum fullorðins fólks. Þeir hafa sterk rök fyrir sínum sjón- armiðum. Guðlaugur Þór hefur ekki skorið á þann hnút, sem þarna er til staðar en hann hefur sýnt í verki vilja til að taka á vandamálum BUGL og það er fagnaðarefni. Ráðherrann sagði m.a. á umrædd- um blaðamannafundi: „Góð líðan er grunnur að lífsham- ingju og við eigum að auka líkur þess að íslenzk börn búi við aðstæður, sem stuðla að góðri líðan. Að sama skapi verðum við að tryggja að þau börn, sem eiga við vanda að stríða, njóti beztu þjónustu, sem í boði er og það er trú mín, að þessi áætlun muni verða til þess.“ Það er nokkuð ljóst, að samfélög nútímans leggja þyngri byrðar á börn og unglinga en oft áður. Þrátt fyrir víðtækar rannsóknir hefur ekki verið skýrt til fullnustu hvaða þættir það eru í umhverfi okkar, sem leggj- ast á eitt um að valda börnum og ung- lingum tilfinningalegri vanlíðan. Við vitum það eitt, að veruleg aukning er á sumum sjúkdómum, sem herja á börn og unglinga. Morgunblaðið fjallaði fyrir skömmu ítarlega um einhverfu en einhverfum börnum fjölgar með ótrúlegum hraða t.d. í Bandaríkjunum. Það er áleitin spurn- ing, hvort við verðum að endurskoða stefnu okkar í sambandi við menntun barna með sérþarfir og hvort sér- skólar eigi að koma þar meira við sögu. Þeir sérfræðingar eru til, sem segja, að vera einhverfra barna í al- mennum skólum hafi nákvæmlega enga þýðingu. Með sama hætti og einhverfum börnum fjölgar er aukning á geðrösk- unum hjá börnum og unglingum. Nú eru jafnvel dæmi um að geðhvarfa- sýki verði vart í börnum, sem er óhugnanlegt og sorglegt. Með því að beina athygli sinni og kröftum að geðröskunum barna og unglinga er heilbrigðisráðherra að forgangsraða rétt. RÚSSAR Á FLUGI Það er engin ástæða til að komast íuppnám, þótt rússneskar her- flugvélar sjáist meira á ferð en áður. Aðstæður nú eru svo gjörólíkar þeim, sem ríktu á árum kalda stríðsins að þar er engu saman að jafna. Þá voru Sovétríkin eitt af öflugustu stórveldum heims, með mikinn her- afla og sóttu fram á mörgum sviðum. Þá voru aðrar þjóðir í hættu staddar vegna yfirgangs Sovétríkjanna og óþarfi að rekja þá sögu. Sovétríkin splundruðust og til urðu nokkur sjálfstæð ríki, sem sum hver eru nú í nánu samstarfi við aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins og jafn- vel orðin aðilar að bandalaginu. Rússland, sem var stærsta lýðveld- ið innan Sovétríkjanna, er miðlungs- veldi á borð við gömlu evrópsku stór- veldin. Rússland hefur eflzt efnahagslega á síðustu árum, ekki sízt vegna hás olíuverðs en Rússland er ekki ríki, sem hefur efnahagslegan styrk til þess að leggja út í stríð við nágranna sína eða aðra. Á undanförnum misserum hefur Pútín notað aukinn fjárhagslegan styrk Rússlands til þess að minna á sig og að Rússar vilji að eftir þeim verði tekið og á þá hlustað og ekkert við því að segja. Stjórnvöld í Wash- ington eiga að hlusta á Rússa og raunar marga fleiri en það er engin ástæða til að ætla, að okkur eða öðr- um í okkar heimshluta stafi hætta af Rússum eða hernaðarlegum umsvif- um þeirra. Það er liðin tíð. Bandaríkjamenn og Atlantshafs- bandalagið eru þeirrar skoðunar, að við séum hvergi í hættu staddir, Ís- lendingar. Við kunnum að líta öðrum augum á þá stöðu enda sjáum við að hryðjuverkamenn láta til sín taka hvar sem er og hvenær sem er, en það er önnur saga. Þótt okkur geti líkað misjafnlega við ýmislegt af því, sem er að gerast í Rússlandi í forsetatíð Pútíns er engin ástæða til að halda að tímar kalda stríðsins séu komnir aftur. Svo er ekki. Við eigum þvert á móti að rækta samskipti okkar við Rússland, bæði viðskiptalega og í menningarlegum efnum. Rússar eru merk þjóð, sem eiga sér merkilega sögu. Við þurfum að hafa aðstöðu til þess að fylgjast með því, sem þeir eru að gera í námunda við Ísland en það er augljóst að fortíðin er ekki að sækja okkur heim í þeim efnum. Bandaríkjamenn eru farnir. Við höfum leitazt við að tryggja öryggi okkar með samningum við aðrar ná- grannaþjóðir okkar og það hefur tek- izt býsna vel. Nú skiptir hins vegar meiru að við áttum okkur á því, hvert við viljum stefna í grundvallaratriðum í utan- ríkismálum, hvert hlutverk okkar innan Atlantshafsbandalagsins á að verða og hverjar áherzlur okkar verða í utanríkismálum að öðru leyti. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is TÓNNINN á ráðstefnu um geðheilbrigðis- þjónustu barna í dreifbýli sem haldin var á Akureyri í gær, var ólíkt jákvæðari en við var að búast. Í erindum fyrirlesaranna og í um- ræðum sem sköpuðust eftir þau mátti heyra að ráðstefnugestir voru ánægðir með þau tíð- indi sem bárust frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra að þjónusta Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans verði efld með 150 milljóna króna framlagi. Orðið „eyrnakonfekt,“ var notað í einu erindanna, til að lýsa þessum tíðindum. Guðlaugur Þór setti ráðstefnuna í gær og sagði geðheilbrigðisþjónustuna fyrst og fremst byggjast á samvinnu: „Ólíkir aðilar verða að vinna saman til að árangur náist; skólayfirvöld, félagsmálayfirvöld og heil- brigðisyfirvöld á hverjum stað, til að auka upplýsingaflæði.“ Guðlaugur segir jafnframt að flest það sem komi fram í því átaki sem heilbrigðisráðuneytið er að ráðast í um þessar mundir, muni nýtast á landsbyggðinni. Til að mynda verði aðgengi barna og unglinga að sjálfstætt starfandi sérfræðingum aukið, for- varnir auknar, biðlistum á BUGL náð niður og ferðum starfsmanna hjá BUGL út á land fjölgað. „Eldveggir rifnir niður“ Aðspurður út í þá gagnrýni sem hefur kom- ið fram í fjölmiðlum varðandi þá upphæð sem nú verður notuð til að efla BUGL, sagði Guð- laugur að á bakvið hana lægi vönduð aðgerða- áætlun, og að upphæðin hefði ekki verið snemm sögn H „Það starf s segir H lögð á skólab sértæk um bæ nefnas fyrir fo barna e hafa m ferskir meðal isþjónu ir, og á vantra Á rá ákveðin út í bláinn heldur í samráði við starfs- menn stofnunarinnar. Landspítali – háskólasjúkrahús, Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, Miðstöð heilsu- verndar barna, Akureyrarbær/skólaskrif- stofa, Barnaverndarstofa og ASEBA á Íslandi voru þær stofnanir sem komu að ráð- stefnunni en undirbúningshóp ráðstefnunnar skipuðu Helga Hannesdóttir fyrir Landlækn- isembættið, Kristján Már Magnússon fyrir Reyni – ráðgjafarstofu, Halldór Sig. Guð- mundsson fyrir Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd og Soffía Gísladóttir fyrir Sí- menntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Fram kom á ráðstefnunni að enn eigi eftir að bæta samvinnu á milli ólíkra heilbrigðis- stofnana víðs vegar um landið og innan sumra sveitarfélaga. Einnig eiga ólíkar starfsstéttir innan heilbrigðisgeirans nokkuð í land með að auka á milli sín upplýsingaflæði og rífa niður „eldveggi“ sem segja má að enn rísi milli sumra stétta. Ferskir vindar í Reykjanesbæ Helga Hannesdóttir var ein þeirra sem átti veg og vanda að skipulagningu ráðstefnunn- ar. Hún sagði að eitt af því sem hefði komið sér á óvart á ráðstefnunni væri hve þjónustu- stig innan heilbrigðisgeirans væru misjafn- lega skilgreind. Yfirleitt væru menn sammála um hvaða stofnanir væru á 1. þjónustustigi, sem veita grunnþjónustu í heilsugæslu, og einnig hverjar væru á 3. stigi, sem væru sér- hæfðar stofnanir. Hins vegar væri 2. stigið á gráu svæði, og misjafnt hvernig menn skil- greindu hvaða stofnanir tilheyrðu því stigi. Á ráðstefnunni var einnig mikil áhersla lögð á Skeggrætt Helga Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir, Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður ursson heilsugæslulæknir, Matthías Halldórsson landlæknir og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæ Áhersla lögð á m Í HN »l unn Resc Á rá að b og e mill »Rv esdó en e verð GUNNAR Gíslason fræðslustjóri skóladeildar Akureyr- arbæjar gerði grein fyrir nýtilkominni þjónustu sem bærinn hefur unnið að frá árinu 2005. Hún er ætluð langveikum börnum með alvarlegar geð- og þroskaraskanir og fjöl- skyldum þeirra. Þjónustan er veitt á sérstakri deild, sem ber heitið Skjöldur, og er innan Hlíðarskóla, sem er sérskóli fyr- ir börn með aðlögunarvanda. Skjöldur er staðsettur rétt utan Akureyrar í Skjaldarvík. Þar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu, bæði gegnum stétt- ir og stofnanir, með því að samþætta nauðsynlega þjónustu. Ljóst þótti að grunnskólarnir á Akureyri hefðu ekki bol- magn til að skapa umræddum nemendum þroskavænleg skilyrði að óbreyttu, og því var ráðist í að veita þeim sér- stakt úrræði. Eftirfarandi upplýsingar um úrræðið komu fram í erindi Gunnars: „Úrræðið miðast við þarfir nemenda með alvarlegustu frávikin í hegðun og því er gert ráð fyrir fáum nemendum í einu eða að hámarki fimm. Þverfaglegt teymi hefur umsjón með högum, kennslu og meðferð hvers nemanda. Í teyminu eru foreldrar eða forráðamenn nemandans, fjölskylduráð- gjafi Hlíðarskóla, kennari, þroska- eða iðjuþjálfi, sérfræð- ingar frá Fjölskyldudeild og Barna- og unglingageðdeild FSA. Einnig geta komið til aðrir sérfræðingar sem tengjast nemandanum. Nýti nemandinn stoðþjónustu, semsagt skammtímavistun eða búi á barnasambýli, þá kemur starfs- maður þaðan inn í teymið. Teymisstjóri er ákveðinn í hverju máli fyrir sig. Dvöl nemenda í Sk og getu hvers og ein vistin orðið mislöng. sinn sérstaka umsjón kennir honum mest hann og hans mál á a teymi um hvern nem teyminu leiðir. Umsj reglulega í foreldrav Í anda atferlismót lagsleg umbun notað ásamt því að byggt e samlegt samband milli starfsmanna og Umhverfismeðferð er einn af hornst Útivist, hestamennska, dýraumhirða, n skógrækt eru fyrirferðarmikill hluti sk Umrædd atriði ásamt öflugu og nánu og foreldraráðgjöf er kjarninn í starfi Kostnaðarfrekt úrræði Gunnar segir reynsluna af Skildi hinga Hann nefnir sérstaklega að í einu tilvik framfarir orðið hjá nemanda innan dei Hins vegar kemur líklega engum á ó verkefni eins og Skjöldur krefst mikils lýsingum frá Gunnari er rekstrarkostn þessu ári áætlaður ríflega 20 milljónir Skjöldur – fyrir langve Gunnar Gíslason fræðslustjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.